Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 9
Morgunblaóið/Ásdís HRÓBJARTUR Hróbjartsson við Hjallakirkju. Dagskrá Kirkju- listarhátíðar 1997 18. maí kl. 11.00 Hátíðarmessa á hvíta- sunnudag Setning Kirkju- listahátíðar 1997. Nýtt hljómborð, ný tónlist 18. maf kl. 12.150pnun myndlistarsýningar i Hallgrfmskirkju Hug- myndir að nýjum myndverk- um í nfu nýjar kirkjur í Reykjavíkurprófastsdæmum ásamt skýringum myndlist- armanna og arkitekta kirkn- anna; Guðjón Ketilsson, Guð- rún Gunnarsdóttir, Helgi Gíslason, Herdís Tómasdótt- ir, Leifur Breiðflörð, Magnús Tómasson, Sigurður Örlygs- son, Steinunn Þórarinsdóttir og Þorbjörg Höskuldsdóttir 18. maf kl. 17.00Tónleikar: orgel, söngur og fiðla Haivor Hákanes söngur, Per S. Bjerkum fiðla og Káre Nordstoga orgel. 19. maf kl. ll.OOMessa á annan dag hvfta- sunnu 19. maf kl. 17.00Tónleikar: orgel og kór Afmælistónleikar Mótettu- kórs Hallgrfmskirkju, einleik- ari á orgel Hannfried Lucke, Douglas A. Brotchie orgel, stjómandi Hörður Áskelsson. 21. maf kl. 20.00Tónleikar: orgel og slag- verk Mattias Wager, orgel, og Anders Ástrand, slagverk. 24. maf kl. 13.00Málþing „Hvað er kirkjul- ist7“ Fimm framsögumenn og pallborðsumræður undir stjóm Gunnars Harðarsonar 24. maf kl. 17.00Tónleikar: orgel Jean Guillou, organisti St. Eustace kirkj- unnar f París leikur 25. maf kl. ll.OOMessa á Þrenningarhátið. 29. maf kl. 20.00Tónleikar: orgel og sinfóníu- hljómsveit Hörður Áskelsson orgel, Sinfónfuhljómsveit !s- lands, stjómandi Roy Good- man. 30. maf kl. 20.00T6nleikar: söngtrió og flauta Voces Spontane con Flauto; Comelia Giese, Karin Schneider-Riessner, Gottfri- ed Zawichowski og Manuela Wiesler. 31. maf kl. lO.OOFyrirlestur Friedhelm Mennekes segir frá Kunst- Station St. Peter kirkjunnar 1 Köln. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. 1. júnf kl. ll.OOMessa á sjómannadaginn 1. júnl kl. 17.00Tónleikar: tveir kórar Dómkórinn í Reykjavík, stjómandi Marteinn H. Frið- riksson. Skólakór Kársness, stjómandi Þórunn Bjöms- dóttir. Öll dagskráin fer fram f Hallgrímskirkju nema málþingið, sem verður haldið í stofu 101 i Odda og fyrirlestur Mennekes, sem verður fluttur í Norræna húsinu. Setning KirkjulistaHátíóar Tvö íslensk verk frumflutt KIRKJULISTAHÁTÍÐ verður sett í Hall- grímskirkju á morgun með hátíðarmessu sem hefst kl. 11. Séra Karl Sigurbjömsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Ragn- ari Fjalari Lárussyni. Mótettukór Hallgríms- kirlqu, stjómandi og organisti Hörður Askels- son, Hannfried Lucke og Douglas A. Brotchie leika á orgel með kómum. Nýtt hljómborð verð- ur tekið í notkun við Klais-orgel Hallgríms- kirkju. „Sálmur 104" Við messuna verður kórverkið Sálmur 104 fyrir kór og orgel eftir Hróðmar Inga Sigur- bjömsson frumflutt. „Verkið er samið við 104 Davíðssálm eins og nafnið gefur til kynna en sá hluti hans sem ég nota er notaður í helgihaldi á Hvítasunnudag," sagði Hróðmar Ingi í samtaii við Morgun- blaðið. „Textinn hefst á þessum orðum: Hversu mörg era verk þín, Drottinn, þú gjörðir þau öll með speki, jörðin er full af því er þú hefur skapað. Ég nálgast þetta á hógværan og lítillátan hátt; maður er hógvær og lítillátur frammi fyrir verkum guðs.“ Bygging verksins tekur mið af gömlu tónsmíðaformi frá sextándu og sautjándu öld. „Verkið hefst á forleik en síðan koma kórkaflar með millispili sem er alltaf það sama, eins konar viðlag. Verkinu lýkur svo á eftirspili. Það má segja að ég horfi til baka í þessu verki, þetta er afturhvarf til fyrri tíma. Þetta er mjög aðgengilegt verk og auðmelt, algerlega tóntegunda- bundið. Að öðra leyti endurspeglar tón- listin þá þróun sem ég hef verið að ganga í gegnum undanfarin ár og birt- ist kannski hvað sterkast í síðasta verki mínu, Stokkseyri sem Sverrir Guðjóns- son flutti ásamt Caput-hópnum á Myrkum músíkdögum í vetur. Þessi þróun felst í því að einfalda tónlistina og gera hana gegnsærri, nota hefðbimdnar tóntegundir og hvað ritman varðar, púls. Þessi þróun hefur hins vegar ver- ið mjög ómeðvituð og það er kannski fyrst núna sem ég geri mér grein fyrir hvaða stefnu ég er að taka.“ Hróðmar er fæddur árið 1958. Hann stund- aði nám í gítarleik við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og tónsmíðanám við Tónlist- arskólann i Reykjavík og Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi. Árin 1988 til 1994 stund- aði hann tónsmíðastörf í Reykjavík ásamt kennslu en hefur starfað síðan sem tónskáld á Akureyri. Hróðmar hefur samið einleiks-, kammer- og hljómsveitarverk fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir. Meðal helstu verka hans má nefna Ljóðasinfóníu og Máríuvísur, en bæði verkin vora samin fyrir einsöngvara, kór og hljóm- sveit. Ad amicum var samið fyrir strengasveit, Næturregn fyrir baritón og hljómsveit, De ra- mis cadunt folia fyrir karlakór og orgel og Stokkseyri fyrir kontratenór og kammerhljóm- sveit, samið við ljóð ísaks Harðarsonar og fram- flutt á Myrkum músíkdögum í febrúar síðastl- iðnum. „Hvitasunna" Einnig verður framfluttur sálmurinn Hvíta- sunna eftir dr. Sigurbjöm Einarsson biskup við nýtt lag eftir Jón Ásgeirsson. Jón segist þurfa að lesa texta oft áður en hann geti samið lag við hann. „Ég þarf að liggja lengi yfir texta og láta hann syngja innra með mér, þá finn ég kannski einhvem tímann lag.“ Jón segir að talað hafi verið um að lítið væri til af sálmum um uppstign- inguna en þessi eigi að bæta þar úr. „Þetta er einfalt sálmalag sem á að vera hægt að syngja í almennum söng. Þetta er ekki hugsað sem kórverk, þótt ég hafi útsett það fyrir kór líka, heldur sem sálmalag sem allir geta sungið. Þetta er einfalt lítið lag við fallegan texta Sigurbjöms biskups sem er innilegur og gæddur mikilli trúar- hlýju." , Jón Ásgeirsson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem aðalkennarar hans vora Ámi Krist- jánsson, dr. Victor Urbancic og Jón Þórarinsson. Að loknu námi við Tón- listarskólann stundaði hann fram- haldsnám við Konunglega skoska tón- listarskólann í Glasgow og Guildhall tónlistarskólann í London. Auk tónsmíða hefur Jón stundað kennslustörf, lengst af við Kennaraháskóla ís- lands en hann var skipaður prófessor í tónlist 1996. Jón Ásgeirsson sótti í fyrstu verkum sínum (Þjóðvísa, Lilja og Fomir dansar) efniv- ið tónsmíða sinna gjaman til íslenskra þjóðlaga og má í því sambandi nefna flölmargar þjóð- lagaútsetningar hans ýmist fyrir hljóðfærahópa eða kóra. Meðal helstu verka Jóns era óperan Þiymskviða, ballettinn Blindingsleikur, Sjö- strengjaljóð fyrir strengjasveit og konsert fyrir selló og hom. Nýlega var verkið Islenskir þjóð- dansar eftir Jón flutt í Þjóðleikhúsinu á vegum Þjóðdansafélags Reykjavíkur. Meðal sönglaga Jóns má nefna lagaflokkinn Svartálfadans og Maísljömuna. Á Listahátíð í Reykjavík 1996 var framflutt óperan Galdra Loftur sem byggð er á samnefndu leikriti Jóhanns Siguqónsson- ar. Jón var útnefndur borgarlistamaður Reykja- víkur 1996. HALVOR Hákanes, Káre Nordstoga og Per Sæmund Bjorkum. Kveðið um draumsýn RÍR norskir flytjendur koma fram á tónleik- um í Hallgrímskirkju á morgun kl. 18; Halvor Hákanes, söngvari, Káre Nordstoga, orgel, og Per Sæmund Bjorkum. Flutt verða tvö verk, Prelúdía í e-moll eftir Nicolaus Brahns og Draumkvæðið sem er gamalt norskt leiðslu- kvæði sem skráð var á síðustu öld en það hef- ur Nordstoga útsett fyrir kvæðamann, fiðlu og orgel. Draumakvæðið rekur rætur sínar til miðalda og segir frá draumsýn Olav Ásteson. M.B. Landstad og Jergen Moe í Þelamörk skráðu kvæðið á fimmta áratug síðustu aldar. Lag- línan var fyrst skráð af L.M. Lindeman og gefin út í Ældre og nyere norske Fjeldmelodi- er (1853-1867). Sá flutningsmáti sem hér er hafður á kvæðinu hefur fengið mikla og já- kvæða umfjöllun í Noregi á undanfömum árum. Per Sæmund Bjorkum er fæddur árið 1970. Hann starfar sem 1. fiðluleikari Fílharmoníu- hljómsveitarinnar í Oslo. Bjerkum hefur komið fram með Norsku kammerhljómsveitinni um víða Evrópu og allt frá tólf ára aldri hefur hann komið fram sem þjóðlagatónlistarmaður í keppnum, á tónleikum og í útvarps- og sjón- varpsþáttum. Káre Nordstoga hefur síðan hann kom fyrst fram 1978 verið einn mikilvirtasti orgelleikari Noregs. Hann hefur haldið tónleika í flestum löndum Evrópu og hefur lagt megináherslu á klassísk verk frá Bach til Messiaen. Hann hef- ur í starfi sínu sem dómorganisti í Ósló leikið öll orgelverk Bachs í 30 tónleika röð. Halvor Hákanes er fæddur 1958 í Tinn í Þelamörk. Hann er lærður silfursmiður en er nú þekktastur sem einn af bestu kvæðamönn- um Noregs. Hákanes bjó um tíma í Setsdal þar sem hann lagði stund á hefðbundna þjóðla- gatónlist. Þrátt fyrir áhrif þaðan syngur hann nú að hætti Þelamerkurbúa. Hann hefur kennt við Ole Bull akademiuna og er vinsæll fyrirles- ari á málþingum og hátíðum. Hann hefur tek- ið þátt í fjölmörgum þjóðlagahátíðum víða um Evrópu. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson Jón Ásgelrsson MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju. Afmælistónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkiu MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju á 15 ára afmæli um þessar mundir og í tilefni þess og komu hins nýja orgelhljómborðs kirkj- unnar hefur hann undirbúið veglega efnisskrá með fjölbreyttum samtímatónverkum frá fimm löndum sem hann mun flytja á tónleikum í Hallgrímskirkju annan í hvítasunnu. Flutt verða verk fyrir kór og orgel eftir Hróðmar Inga Sigurbjömsson, Benjamin Britten, Zoltan Kod- aly pg Jean Langlais, auk orgelverka eftir Messiaen og Petr Eben. Stærsta verk tónleik- anna er messa eftir franska tónskáldið og org- anistann Jean Langlais sem ber yfirskriftina Messe solennelle og er skrifuð fyrir kór og stórt orgel. Verkið er samið undir áhrifum gregorísks messusöngs í tignarlegum stórkirk- justíl Parísar. Flytjendur auk Mótettukórsins era orgelleikararnir Hannfried Lucke frá Lic- htenstein og Douglas Brotschie, annar organ- isti Dómkirkju Krists konungs í Reykjavík. Mótettukór Hallgrímskirkju var stofnaður af stjómanda hans, Herði Áskelssyni, haustið 1982. Hann syngur við helgiathafnir í kirkj- unni og heldur tónleika reglulega. Stjómand- inn, Hörður, var ráðinn organisti og kantor við Hallgrímskirkju árið 1982. Hörður sagðist í samtali við Morgunblaðið álíta að kórinn væri í góðu formi þessa dagana enda myndi mæða mikið á honum á Kirkjulista- hátíðinni. „Þetta er verkefni sem hefur þjappað hópnum vel saman. Við höfum verið í mjög skemmtilegum og kröfuhörðum verkefnum þetta starfsár, við sungum Jólaóratóiu Bachs um jólin, framfluttum verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson í mars og nú höldum við þessa tónleika sem innihalda mörg skemmtileg verk frá mörgum þjóðlöndum. Það hefur einmitt einkennt starf kórsins að hann hefur lagt áherslu á að nema ný lönd í söngnum, að flytja verk sem við höfum ekki fengist við áður; þetta hafa verið eins konar landvinningar hjá okkur.“ Hannfried Lucke fæddist árið 1964 í Frei- burg í Þýskalandi. Hann hefur lokið A-prófi í kirkjutónlist og einleikaraprófi á orgel. Tónleik- ar og hljóðritanir hafa borið hann til flestra landa í Evrópu, Bandaríkjanna, Kanada, Jap- ans, Hong Kong og Ástralíu. Nýlega kom út hljómdiskur hans og Mótettukórs Hallgríms- kirkju hjá Thorofon með tónlist eftir Duruflé. Douglas A. Brotchie er fæddur í Edinborg í Skotlandi. Hann kom fyrst til íslands árið 1972 og hefur verið búsettur hér síðan árið 1981. Douglas starfar nú sem annar organisti Dómkirkju Krists konungs í Reykjavík og leik- ur oft á tónleikum, meðal annars með Mótettu- kór Hallgrímskirkju. Hann starfar einnig sem forstjóri Reiknistofnunar Háskólans. Hann hef- ur lokið einleikaraprófi í orgelleik frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar þar sem Hörður Áskelsson var aðalkennari hans. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. MAÍ1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.