Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Side 20

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Side 20
HUGMYNDAAUÐGIOG VANDAÐ HANDBRAGÐ A morgun veróur opnuó sýning á skartgripum eftir 56 norræna gulismiói í sýningarsölum Norræna hússins. JÓHANN HJÁLMARSSON ræddi vió Ófeig Björnsson af þessu tilefni og blaóaói í fyrstu bók- inni sem er helguó norrænni skartgripalist. Morgunblaðió/Ásdís HÁLSSKRAUT eftir Elsie-Ann Hochlinfrá Noregi. DANSKI gullsmiðurinn Jan Lohman setur upp sýninguna í Norræna húsinu ásamt Ofeigi Björnssyni gullsmið. Jan Lohman og norski gullsmiðurinn Konrad Mehus eru hug- myndasmiðir sýningarinnar. Lise Funder listfræðingur frá Danmörku hefur annast skipulagningu sýningarinnar og er sýningar- stjóri. Fulltrúar íslands í Fyrsta norræna skartgripaþríæringnum eru Katrín Didriks- en og Ófeigur Björnsson. Sýningin var fýrst opnuð við hátíðlega athöfn í Listiðnaðarsafninu í Kaupmanna- höfn í janúar 1996. Leiðin hefur síðan legið til Noregs, Finnlands og Svíþjóðar og hing- að kemur sýningin frá Álaborg. Héðan fer hún til Stokkhólms og henni lýkur í Berlín. Sýningin hefur hvarvetna vakið mikla athygli og hlotið góða aðsókn. Aðsóknarmet var slegið í Kaupmannahöfn, en þangað komu 28.000 gestir. Vegna áhuga í öðrum löndum hafa hliðstæðar sýningar verið sett- ar upp í Frakklandi og Kanada. Eins og yfirskrift sýningarinnar, Fyrsti norræni skartgripaþríæringurinn, gefur til kynna er tilgangurinn sá að efna á þriggja ára fresti til sýningar á því athyglisverðasta á sviði gullsmíða á Norðurlöndum hveiju sinni, að mati dómnefndar. Skartgripirnir eru afar fjölbreyttir að formi og efnisvali. „Listræn hönnun og vandað handverk hafa löngum verið aðals- merki norrænnar skartgripagerðar og þess gætir í ríkum mæli hjá þeim gullsmiðum sem eiga verk á sýningunni,“ segir í kynn- ingu. í tengslum við sýninguna hefur verið gefin út bókin Nordisk Smykkekunst. Hún er 250 síður með 162 litljósmyndir og 42 svarthvítar ljósmyndir. Útgefandi er Nyt Nordisk Forlag Arnold Busck. í bókinni eru greinar eftir sérfróða menn um skartgripal- Jst á Norðurlöndum, auk þess eru upplýs- ingar um listamennina. Bókin er sú fýrsta sem gefin er út sérstaklega um gullsmíðar á Norðurlöndum. Norrænir sjóðir hafa veitt styrk til sýning- arinnar, m.a. Norræna ráðherranefndin, Norræna list- og listiðnaðamefndin, Norska menningarráðið, Menningarráð danska ríkisins auk fleiri aðila. Hugmyndaauógi norrænna hönnuöa „Sýningin spannar vítt svið, sýnir hug- myndaauðgi norrænna hönnuða sem byggja á vönduðu handbragði,“ segir Ófeigur Bjömsson gullsmiður. Þegar hann er spurð- ur um hvort það sé eitthvað sem Norður- landaþjóðimar eigi sameiginlegt í skart- gripagerð er svarið að hefðin sé kannski hið vandaða handbragð sem hefur einkennt norræna skartgripagerð. „Aðalsmerki nor- rænnar listhönnunar er að höndla einfald- leikann," segir Ófeigur, „menn reyna að forðast skreytilist." Er listræn skartgripahönnun í vexti? „Það er ánægjulegt að sjá hve gróskan er mikil í skartgripagerð, það er sífellt unn- ið í fleiri efni sem eiga fullan rétt á sér.“ BRJÓSTNÆLUR eftir Ófeig Björnsson. Ófeigur bætti við: „í hönnun sinni á skart- gripum em menn famir að nálgast verkefn- ið án fyrirfram gerðra hugmynda um efnis- val.“ Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur er höfundur íslenska kaflans í Nordisk Smykkekunst. Þrátt fyrir mikið umrót og fjölbreytni í íslenskri skartgripagerð segir hann að tveir meginstraumar setji nú mark sitt á íslenskt nútímaskart. Hann talar um annars vegar þaulhannað, sparlega formað og þokkafullt skart og hins vegar mjög frjálslegt, allt að því expressjónískt, úr óhefðbundnum efnum og til óhefðbundins brúks. Fulltrúa þess síðarnefnda telur hann Ófeig Björnsson og Katrínu Didriksen og smiði af yngstu kynslóð, en segir að þegar best lætur slái þessum ólíku straumum sam- an. Þau Ófeigur og Katrín eru einu íslending- amir á Þríæringnum. Katrín byggir á gam- alli hefð í nútímalegum skartgripum sínum, víravirki og kljásteinsvefnaði, Ófeigur aftur á móti brýst undan hefðinni með áberandi hætti, sérstaklega vegna þess hve efniviður hans er óhefðbundinn: fjörugijót, fjaðrir og leður em þar á meðal. Menningarmálaráðherra Noregs, Turid Birkeland, opnar skartgripasýninguna kl. 16 á morgun að viðstöddum Bimi Bjarna- syni menntamálaráðherra og Rut Ingólfs- dóttur. Sýningin verður opin daglega kl. 14-19 og henni lýkur 8. júní. STÓRA STÖKKIÐ MILLIALDA NORRÆNA húsinu era um þessar mund- ir sýnd líkön af Svíþjóðarbátum sem komu til íslands fyrir hálfri öld. Einnig era sýnd líkön af eldri og yngri skipum og ljósmyndir. Líkönin gerði Grímur Karls- son skipstjóri í Njarðvík, en hann á mikið safn af skipslíkönum sem hann hefur gert. Grímur var spurður um þetta áhugamál sitt. Hann sagði að það væri eldgamalt. Svíþjóðarbátamir væru þáttur í sögu þjóðar- innar og hluti af nýsköpun. Hann benti á að á sýningunni væra tvær myndir af árabátum að taka land í Grinda- vík. Á milli áraskipanna og Svíþjóðarbát- .^jnna væra ekki nema 21 ár. Í Grindavík hefði hafnleysið að vísu verið sérstaklega bagalegt. Menn sem hefðu verið um tvítugt á árabátunum hefðu verið komnir á Sví- þjóðarbátana rúmlega fertugir. Þeir „fara milli alda á tuttugu árum“, eins og Grímur orðaði það. „í kreppunni höfðum við ekki neitt“, sagði Grímur. „Á stríðsáranum urðum við mold- ríkir. Mokafli var og toppverð fékkst fyrir aflann og við gátum ekki eytt neinu.“ Grím- ur segir að margir bátanna hafi verið vísir að þeirri stórútgerð sem síðar varð og stend- ur enn í dag. „Nýsköpunin hófst þarna, •þarna tókum við stóra stökkið í því að afla okkur atvinnutækja.“ Grímur segir að allt hafi gerst á þessum tíma og gaman sé að rifja þá upp. Þeir hafí verið ótrúlegir og sömu aðstæður séu Grímur Karlsson skip~ stjóri hefur unnió aó geró skipslíkana lengi og sýnir nú árangurinn í Norræna húsinu. Hann sagói JÓHANNI HJÁLMARSSYNI frá þeim árum þegar nýsköpun hófst í þjóófélaginu eftir myrkar aldir, stóra stökkið var tekið. óhugsanlegar. Þetta vora fímm ár, 1940-45, svokölluð hemámsár. Hann lýsir tímabilinu þannig að allur heimurinn hafi borist á bana- spjót, mest áhersla var lögð á að framleiða hergögn og menn vora í vandræðum með mat. íslendingar faeddu Englendinga Að sögn Gríms fengu Englendingar 40% af öllum físki sem þeir neyttu frá íslending- um og Færeyingar tóku þátt í að flytja hann á skútum sínum. íslendingar voru þá 130.000. Hafið var vígvöllur og tók sinn toll af íslendingum eins og öðram. Helga EA 2 stundaði tundurduflaveiðar og sökkti 104 duflum á áranum 1943-44. Grímur vill ekki gera mikið úr hagleik sínum sem er augljós þeim sem skoða sýn- inguna. Hann segist hafa gripið í þetta á sjómennskuáranum þegar hann var í iandi og eftir að hann hætti á sjónum. Gaman hafi verið að gera líkön gömlu bátanna; rifj- ast hafi upp fyrir sér gleymdar sögur. „Saga skipanna er saga okkar sjálfra og er merki- leg og verður æ merkilegri þegar frá líður“, segir Grímur. Hann er greinilega ánægður með að geta átt þátt í gerð heimilda um „mestu uppgangstíma sem þjóðin hefur lif- að“ og spyr: „Hvemig gátu íslendingar komist af í gegnum aldir, skó- og veijulaus- ir?“ Þú lítur á þetta starf þitt fyrst og fremst sem björgun heimilda? „Ég legg mitt af mörkum til þess. Ef við eram ekki klárir á sögunni vitum við ekki hvar við stöndum og hvert við viljum stefna. Gerð skipslíkananna er hluti af því hvar við vorum“, sagði Grímur Karlsson. Sýningin sem er í anddyri Norræna húss- ins stendur til 10. júní og er opin daglega kl. 9-19, nema sunnudaga frá 12-19. Að- gangur er ókeypis. -,20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. MAÍ1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.