Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Blaðsíða 6
borgara sinna, en hann naut aðhlynningar Jóns og Hólmfríðar og var aufúsugestur á heimilinu. Sama má segja um hið umkomu- lausa en efnilega skáld, Kristján Jónsson Fjallaskáld, sem átti eftir að mæta bitrum örlögum. Ýmsir þekktir menntamenn þessa tíma, hafa látið í ljós sérstök lofsyrði um þetta heimili, hvílíkur gleðigjafi það hafi verið og uppspretta sannrar menningar, þ.á m. Indriði Einarsson, Gestur Pálsson og Benedikt Gröndal, en sá síðasttaldi kallar þetta „rausnarhús" í ævisögu sinni, „Dægradvöl“, og kemst svo að orði: „Þar kom ég oft og var það eitthvert hið skemmtilegasta hús, sem ég veit til; gestanauð mikil og alltaf veitt vel, en þau hjón bæði voru hin skemmtilegustu og beztu í alla staði, sem hugsazt getur, svo enginn mun gleyma því, sem það hefur reynt, alltaf jafn glöð og jafn ljúf.“ Benedikt Gröndal gat trútt um talað, því að þau Hólmfríður og Jón buðu Gröndal og Ingigerði, konu hans, húsnæði, þegar þau van- hagaði um slíkt á árinu 1875, og þar fæddist dóttir þeirra. Þetta var árið, sem Jón Guð- mundsson féll frá. Þennan vitnisburð gefur Guðrún Borgflörð: „Það var mitt stóra lán að komast á þetta ágæta heimili. Má óefað kalla það miðstöð fyrir alla kosti úr mannfélaginu. Þar var mann- úð, höfðingsskapur, gestrisni, glaðværð og góð siðsemi. Eg hef í það minnsta aldrei þekkt betra heimili." 6. Þegar Kristín Jónsdóttir var orðin vel frum- vaxta, enn heimasæta í Aðalstræti 6 hjá for- eldrum sínum, greind, vel menntuð stúlka og hinn bezti kvenkostur, kom til landsins sá maður, sem átti eftir að hrífa hana til sín áður en á löngu leið. Þetta var sumarið 1863 og til landsins var kominn danskur doktor í læknis- fræði, Harald Krabbe, þá 32 ára gamall (f. 1831), sendur til landsins í því skyni að rann- saka hina útbreiddu og illræmdu sullaveiki, og varð honum vel ágengt í þeirri för, þar sem þessum vágesti varð senn útrýmt. Dr. Krabbe var tíður gestur 1 húsi Jóns Guðmundssonar, eins og vani var um útlend- inga, sem komu til landsins, og hefur komizt í kynni við heimasætuna Kristínu. Hvernig sem þau ástamál hafa æxlast þetta sumar, og hvaða böndum þau kunna þá að hafa bundizt, þá liðu sjö ár, þar til dr. Krabbe kom aftur til landsins stutta ferð. Það var 21. júlí 1870, að hann kom með póstskipinu Diönu. í bréfi til Jóns Sigurðs-. sonar 31. júlí segir Jón Guðmundsson frá komu hans, og að „Krabbe kvað strax á næsta degi upp erindi sitt og beiddi þíns „góða vinar" - við þóktumst eigi mega segja nei fyrst henni var eigi fjarri skapi. Hún sagði það fyrst af öllu er hún var búin að gefa K. jáorð, að sér væri það mest hugfró er hún væri komin þar suður frá okkur að hún vissi hún mætti eiga dótturathvarf hjá þér og konu þinni því þar hugðist hún finna annan föður og aðra móður hjá sér.“ Að þessu búnu hvarf dr. Krabbe af landi brott eftir 10 daga dvöl, og nú sat heimasætan Kristín í festum um eins árs skeið. Brúðkaup- ið var undirbúið, eins og bezt mátti vera, og allt skyldi til reiðu, unz brúðguminn birtist á ný að ári. M.a. segir Guðrún Borgfjörð, að þegar Kristín trúlofaðist hafi verið keypt lítil, fótstigin saumavél til heimilisins „til að flýta fyrir saumaskapnum á „Udstyrinu", en þá voru að sögn Guðrúnar varla meira en þijár slíkar til í Reykjavík. Hefur vélin þótt þarfa- þing fyrir handavinnuna, sem stunduð var á þessu heimili, bæði í þágu þess og vegna til- sagnar, sem öðrum var þar látin í té. Á miðju sumri árið eftir, eða 14. júlí 1871, kom dr. Harald Krabbe siglandi að nýju með póstskipinu til landsins að sækja brúði sína. Nú var öllum undirbúningi farsællega lokið og heimasætan í Aðalstræti 6 tilbúin að ganga í hjónaband. Brúðkaupið fór fram 21. júlí. Þá hafði Kristín Jónsdóttir nýlega fyllt þriðja ára- tuginn, en eiginmaðurinn, dr. Harald Krabbe var fertugur að aldri. Margir hafa lagt leið sína í Aðalstræti 6 til að samfagna brúðhjónun- um og kveðja Kristínu Jónsdóttur, sem nú flutt- ist senn alfarin af landi brott. Meðal þeirra hafa verið Jón Sigurðsson og frú Ingibjörg, sem á þessum dögum dvöldust í Reykjavík, þar sem Alþingi hafði þá setið að störfum frá 1. júlí. Þremur dögum eftir brúðkaupið, 24. júlí, stigu þau Krabbehjónin, Kristín og dr. Harald á skipsfjöl, og héldu til Danmerkur. Hefur þá orðið talsverð breyting á heimilinu í Aðal- stræti 6, er einkadóttirin var horfin úr húsi foreldra sinna og allt það líf og fjör, sem henni tengdist var á brott. Hólmfríður og Jón voru þó í miðpunkti bæjarlífs enn um sinn, að því leyti, að hann var ritstjóri aðalbæjar- blaðsins til vorsins 1874, og átti þá eitt ár ólifað. Framhald í næstu Lesbók. Höfundur er sagnfræóingur. Ingibjörg Björnsdóttir er aó lóta gf störfum sem skólastjóri Listdansskóla Islands eftir tuttugu óra starf. Hún hefur staðiö í fremstu röð þeirra sem unnió hafg að því aó efla listdans hér ó landi. HILDUR EINARSDÓTTIR ræðir við hana um feril hennar. INGIBJÖRG stendur í forstofu húsa- kynna Listdansskólans að Engjateigi og tekur á móti okkur. Hún er fríð kona með fallega framkomu sem ein- kennist af ljúfmennsku og hispurs- leysi. Hún býður okkur inn á skrif- stofu sína. Um nýliðna helgi var í Þjóðleikhús- inu síðasta nemendasýningin sem hún sá um. Sýningin þótti glæsilegur vitnisburður fram- fara nemenda listdansskólans undir hennar stjórn. Dansverkið var hið rómantíska verk Les Sylphides eða Skógardísirnar eftir Michel Fokine við tónlist Chopin. Svo skemmtilega vill til að þetta er fyrsta verkið sem Ingibjörg stjórnaði hjá Listdansskóla Þjóðleikhússins eftir að hún kom heim frá námi. Sjálf hefur hún dansað öll hlutverkin í dansverkinu nema karlhlutverkið, segir hún kímin. Segja má að þannig hafi hringurinn lokast. Nafn Ingibjargar er samofið íslenskri list- danssögu. Hún er ein af þeim fyrstu hér á landi til að fara utan til að fullnema sig í list- dansi. Þegar hún kom frá námi við Skoska listdansskólann í Edinborg árið 1963 eftir þriggja ára nám byrjaði hún strax að dansa í Þjóðleikhúsinu. Dansaði hún í mörg ár í leik- ritum, óperum og söngleikjum sem voru sett upp á fjölum leikhússins. Hún samdi einnig flölda dansa af sama tilefni. Eftir að íslenski dansflokkurinn var stofnaður árið 1973 dans- aði hún með flokknum þó hún væri ekki með- limur í honum. Hún samdi líka verk fyrir dans- SKÖMMU áður en Ingibjörg hélt til Edinborgar til framhaldsnáms í listdansi dansaði hún í óperunni Rigoletto í Þjóðleikhúsinu. INGIBJÖRG ásamt nemendum forskólans sem voru að æfa prófæfingarnar sínar. Morgunblaóið/Asdís. STEFNÖM UPP A VIÐ 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. MAÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.