Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Blaðsíða 11
 Ljósm.Lesbók/Þorkell. er húsið með turnunum tveimur sem Reykvfkingar hafa haft fyrir augunum mestalla öldina, imíðameistari og athafnamaður í Reykjavík byggði það. Sjálfur hefur hann áritað teikningar og arbyggt fyrir Pétur Brynjólfsson, konunglegan Ijósmyndara, en si'ðan 1930 hefur það verið í ó er flutt á annan stað. I fyrra var húsið gert upp og lítur glæsilega út. Nú er þar vinnustofa ækið Miðbæjarradíó er í helmingi hússins. Þetta hús vildu nokkrir áhugasamir lesendur telja sízt eftir endurgerðina sem lýsir lofsverðri virðingu fyrir verðmætum af þessu tagi. Ljósm.Lesbók/Þorkell BORGARBÓKASAFNIÐ í Þingholtsstræti er í virðulegu húsi frá 2. áratugi aldarinnar, en nýtur sín ekki sem bezt vegna þess að gatan er þröng og önnur hús, svo og hávaxin tré þrengja að því og eiga sinn þátt í því að erfitt er að ná af því góðri mynd. Nokkrir tesendur bentu á þetta hús, sem Einar Eriendsson arkitekt teiknaði 1915-16, og töldu það verðskulda að vera talið í fremstu röð. Undir það skal tekið hér, að þetta er vel teiknað hús og gestir á Borgarbókasafni hafa Iflca tekið eftir þeim glæsibrag sem þar hlýtur að hafa verið innan dyra þegar búið var í húsinu. Eitt af því sem undirstrikar þann glæsibrag er mun meiri lofthæð en tíðkast að hafa í íbúðarhúsum á síðari áratugum. HÖFÐI varð frægasta hús íslands frá og með leiðtogafundinum 1986 og ekki hefur verið reynt að byggja eftirlíkingu af neinu öðru íslenzku húsi í öðrum heimsálfum, en ein slik reis f Japan. Það er þó ekki vegna þessarar frægðar Höfða, að fleiri en einn og fleiri en tveir lesendur lýstu undrun sinni á því að sjá ekki Höfða neinsstaðar hjá þeim sem völdust til þess að út- nefna fegurstu húsin. Þeim fannst einfaldlega að Höfði væri með fallegustu húsum landsins og víst er um það, að fá hús í Reykjavík hafa fengið slíkt rými f kringum sig og aðstæður til að njóta sín. Ekki er Ijóst hver hefur hannað Höfða, en sá mun vera enskur. Húsið var byggt 1919 sem bústaður fyrir konsúl Frakka, en síðar komst húsið í eigu Einars skálds Benediktsson- ar, sem nefndi það Héðinshöfða eftir æskuheimili sínu á Tjömesi. MRSS-^fMI Ljósm.Lesbók/Þorkell. LAUGARNESKIRKJA er ein þeirra bygg- inga sem sumum lesendum þótti ómak- lega gengið framhjá i' tilnefningum á 10 fegurstu húsum landsins. Enginn efi er á því að mörgum þótti Laugarneskirkja fylli- lega koma til álita; hún er eins hreinleg í formi og hugsast getur og kannski mód- ernískari en flest önnur hús Guðjóns Samúelssonar. Eins og einhverjir muna ef til vill, urðu hús Guðjóns langflest af húsum einstakra arkitekta, sem tilnefningu hlutu. TVÖ ÍBÚÐARHÚS á Akureyri voru tilnefnd og fengu eitt atkvæði hvort. Nú hefur les- andi sent myndina sem hér fylgir og til- nefnt þriðja húsið á Akureyri, einbýlishús- ið að Byggðavegi 123. Hér hefur verið unnið í anda módernismans, en upphaf- lega teiknaði Birgir Ágústsson verkfræð- ingur húsið. Viðbót við það teiknaði Svan- ur Eiríksson arkitekt. Um skreytinguna á framhliðinni, sem segja má að sé abstrakt skúlptúr, eru ugglaust skiptar skoðanir um, en einnig hún er módernísk og rímar við húsið að öðru leyti. Laglega er farið með liti og húsið fer vel í þessu umhverfi. JÓFRÍÐARSTAÐIR í Hafnarfirði, viðbygging við klaustur Karmelsystra eftir Knut Jeppesen, var maklega tilnefd í könnuninni sl. vetur. En svarið sem tekið var niður með símtali, skolaðist til og varð Jósefssprtali, sem er eins og menn v'rta einnig í Hafnarfirði og prýðileg bygging, en Knut Jeppesen kom þar hvergi nærri. Eru hann og lesendur beðnir velvirðingar á þessum ruglingi. Ljósm.Guðmundur Ingólfsson. BARÐAVOGUR 13, íbúðarhús og vinnustofa Kristjáns Davíðssonar listmálara, var með- al þeirra húsa sem hlutu tilnefningu f umfjöllun Lesbókar sl. vetur. Málarinn var hinsveg- ar ekki ánægður með myndina sem birtist af húsinu og má til sanns vegar færa, að hún hafi engan veginn gefið nógu góða hugmynd um húsið og listræn tök arkitekts- ins, Manfreðs Vilhjálmssonar. Eftir að hafa fengið mun betri mynd er Lesbók sönn ánægja að geta sýnt betur hversu fagurt þetta hús er. ¦; + LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. MAÍ1997 1 I,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.