Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Blaðsíða 17
persónulegt. Ég get ekki séð tengingu milli þess og jap- ansks þjóðfélags. Karlmaður og kona eru fyrir mér mjög ólík í raunveruleikanum, með mismunandi eiginleika og getu, en það er skrýtið að þegar ég fer að skrifa er eins og þessi munur hverfi. Ég veit ekki hvers vegna. Kannski er eitthvað barnslegt við þetta, eitthvað sem ber keim af barnasögum. Hins vegar get ég líka sagt að fólk sem á í, innri baráttu, hvort sem hún er af kynferðislegum toga eða öðrum toga, það fólk hugsar yfirleitt meira og á dýpri hátt en aðrir og slíkar persónur eru þar af leiðandi áhuga- verðari í skáldsögu." - Þú skrífar oft um drauga. Ertu hjátrúarfull? „Ég er sannfærð um að í þessum heimi er margt sem er ósýnilegt, nokkuð sem við sjáum kannski ekki" dags daglega en getur birst allt í einu, fyrirvaralaust. Mér finnst mjög gaman að setja á svið senur þar sem þessir tveir heimar mætast eða blandast saman: raunveruleikinn ann- ars vegar og sá ósýnilegi hins vegar." - Hvernig koma bækurnar þínar inn í japanska bók- menntahefð? Hver eru tengsl þín við aðra japanska sam- tímahöfunda? „í raunveruleikanum, einkalífinu, fer ég mjög sjaldan í móttökur og er ekkert inni í hinum svokólluðu bókmenn- ta„kreðsum" í Japan sem eru mjög þröngir. Ég hefeigin- lega engin tengsl við fólk úr bókmenntaheiminum. Eg hef því ekki á tilfinningunni að ég sé hluti af þeirri veröld eða stefnum og straumum sem þar kunna að vera við lýði. Hins vegar finnst mér ég tilheyra japanskri bókmennta- hefð, þ.e.a.s. mér finnst ég oft finna fyrir henni innra með mér, eins og hún lifi í mér, renni um æðarnar, og það er mjög sterk tilfinning." - / hverju gæti sú hefð aðallega birst? „Til dæmis í eins konar samruna milli umhverfislýsinga og þeirra tilfinninga sem bærast innra með manninum. Þetta er mjög japanskt. Ég nefni rithöfund eins og Kawa- bata, hann er meistari í þessari list. Þegar hann lýsir per- sónu sem er sorgmædd þá lýsir hann landslaginu í kring þannig að það er eins og landslagið sjálft gráti. Ég held að þetta megi líka finna í bókunum mínum. Að þessu leyti finnst mér ég vera mjög japönsk." - Áttu þér enga uppáhaldshöfunda í hópi japanskra samtímahöfunda? „Murakami. Við erum vinir, hringjumst oft á og lesum yfir hvort fyrir annað. Hann hefur haft mikil áhrif á mig og öfugt. Við höfum mjög ólík viðhorf á bókmenntum en einhverra hluta vegna skiljum við hvort annað mjög vel. Þegar við tölum um eitthvað, t.d. um það sem okkur lang- ar að skrifa, þá skilur hitt það strax. Ég lít mjög upp til hans, auðvitað. Um fram allt erum við frábærir yfirlesarar hvort fyrir annað." - Þú kvaðst upp þann dóm eftir lestur á kafla úr bók þinni N.P. í gær að þér fyndist hann ekki vel skrífaður. Hverjum augum líturðu á fyrrí verk þín? „Það fer dálítið eftir því um hvaða bók er að ræða en það er rétt, yfirleitt þegar ég les aftur eitthvað sem ég skrifaði áður þá finnst mér það ómögulegt. Og ég hugsa alltaf: Svona gæti ég aldrei framar skrifað, það er á hreinu! Já, ég þoli ekki að lesa eftir sjálfa mig," segir Banana Yoshimoto og grettir sig og nú skella báðir túlkarnír henn- ar upp úr. Sögupersónur hennar sveiflast gjarnan milli mikillar angistar annars vegar og djúprar hamingju hins vegar. Ég nefni þetta við hana og spyr um leið hvort hún sé bjartsýn því þrátt fyrir nokkuð dökkleitan heim þá endi sögurnar hennar samt yfirleitt vel. „Ég hef mjög mikinn áhuga á að fjalla um angist vegna þess að angistin er tilfinn- ing sem við erum alltaf að glíma við, allt lífið. Líf án angistar er ekki til, a.m.k. ekki sem raunverulegt líf. Líf án angistar væri mjög yfirborðskennt. Hins vegar koma svo þær stundir þegar angistin verður allt í einu að engu, gufar allt í einu upp og við hljótum eins og stundarfrelsun undan þessari angist, og þessi skipti vekja áhuga minn. Hvað varðar lokin á sögunum mínum þá finnst mér að ef ég get ekki fært lesendum mínum bjartan endi þá hafi skriftirnar engan tilgang." Talið berst að kjarnorkumálum. „Já, hvað kjarnorkuna varðar ... Ég hef í rauninni ekki myndað mér mikla skoðun á því og verð því fljót að svara. Mér finnst ekki hægt að ætla að öll notkun kjarnorku sé undantekningalaust og undir öllum kringumstæðum slæm. Hins vegar finnst mér það mjög varhugavert að fara með og nota einhverja þá orku sem manneskjan ræður ekki almennilega við. Mér finnst stundum að sambandi manns- ins við kjarnorkuna megi líkja við það ef pínulítið barn keypti sér Sankti Bernharðs-hund. Barnið væri vitanlega of ungt til að hafa samskipti við hundinn án þess að sam- skiptin væru hættuleg fyrir það. Það þyrfti að bíða þar til barnið stækkaði. Ég hef stundum á tilfinningunni að ef við höldum áfram á sömu nótum og við höfum gert hingað til þá geti eitthvað mjög alvarlegt gerst. Ég myndi ekki segja að ég væri bölsýn en þessi tilfinning er samt til staðar og kveikir með mér aðra tilfinningu um að verða að gera það sem ég vil gera eða mér hefur verið ætlað að gera strax. Að það liggi á að framkvæma fyrir sjálfan sig ... af því að hætta er á ferðum. Ég held að ég sé ekkert einsdæmi hvað þetta varðar. Ég held að listamenn Ijósmynd/Pétur Jónasson í dag hafi þessa sömu tilfinningu, að verða að hafa eitt- hvert markmið að stefna að og reyna að ná þangað sem fyrst. Kannski eru tímarnir sem við lifum á hreint ekki g svo slæmir: Fólk hefur þó að minnsta kosti eitthvað til að stefna að." • - Hvernig er að vera kvenrithöfundur í Japan í dag? „Ég get í rauninni ekki svarað þessari spurningu al- mennt vegna þess að mér finnst eins og ég sé ekki alveg inni í þessu dæmigerða hlutverki „nútímakonunnar sem skrifar". Ég hef á tilfinningunni að ég sé dálítið sér á báti. Hins vegar get ég sagt um stöðu konunnar í Japan að nú eru tímar mikilla breytinga. Miklar umræður eru í gangi, sífellt verið að skeggræða um veikleika konunnar og styrk- leika o.s.frv. Allt er að breytast, gamlar venjur og hefðir eru að detta upp fyrir og þar með breytist ímynd konunn- ar og hlutverk hennar í samfélaginu. Það er erfitt að segja hvert þetta mun leiða okkur en við finnum að gömul gildi Ý eru að taka á sig ný form." - Og unga kynslóðin í Japan? „Ég á erfitt með að segja til um ungu kynslóðina í Jap- an vegna þess að mér finnst ég ekki lengur vera mjög ung. Eg tilheyri ekki lengur ungu kynslóðinni í Japan og veit ekki almennilega hvað er að gerjast með henni. Ég hef á tilfinningunni að stór hluti unga fólksins í Japan upplifi sjálfan sig í víðara samhengi en áður þ.e.a.s. að hann til- heyri stærri heimi en þeim sem einskorðast við landamæri Japans, ég vil ekki nota orðið „heimsborgari" en það er eitthvað í þá veruna. Þetta eru börn rokkkynslóðarinnar. Þau hafa mörg haft möguleika á að fara til útlanda mjög ung, sem ekki var hægt áður, en ég hef á tilfínningunni að þegar þau koma heim aftur þá séu þau líka meðvitaðri um að vera japönsk óg þessi blanda held ég að sé mjög góð. Þau eru bæði meðvituð um sína menningu og þjóðar- einkenni en um leið eru þau líka alþjóðleg. Það finnst mér ^ mjög jákvætt." Bókastefnan í París er senn á enda og Banana Yoshimoto flýgur heim í býtið næsta dag. Ég spyr hana að því hvað henni finnist um þennan hluta starfsins, viðtöl og ráðstefnur og hvernig hún skipuleggi tíma sinn til að hafa næði til að skrifa. „Ég fer í fremur fá blaðaviðtöl í Japan og kem aldrei fram í sjónvarpi." - Hvers vegna? „Vegna þess að ef ég segði já væru sjónvarpsmenn stöð- ugt á eftir mér og það myndi ræna frá mér of miklum » tíma. Mér finnst líka um fólk sem kemur mikið fram í sjón- varpi eins og það glati smátt og smátt persónueinkennum sínum, nema þau séu því sterkari, næstum eins og persón- an verði smátt og smátt daufari, máist út. Annað er, og þetta kannski einkennir japanska fjölmiðla, sérstaklega sjónvarpið, að tækifærin sem rithöfundar fá til að koma þar fram og kynna verk sín eru tiltölulega fá. Ekki svo að skilja að rithöfundum sé ekki boðið að koma í sjónvarp en það er þá til að tala um það hvernig sé að vera frægur eða tala um annað fólk eða lýsa skoðunum sínum á þessu og hinu í þjóðfélaginu - en þeir eru eiginlega aldrei spurð- ir beint út í verkin og vinnuna. Og það er ekki mjög áhuga- vert. Mér finnst sú krafa sem gerð er til rithöfunda, að þeir eigi að vera „intellektúalar" sem sífellt eigi að vera að tjá sig um stjórnmál og hitt og þetta, hálf-fáránleg. Ég vil halda mig sem lengst í burtu frá þessu. Skáldsagnahöf- undur skrifar skáldsögur. Þó að sýn hans á tilveruna f skáldsögunni sé kannski áhugaverð og að hann hafí næmt ^ auga fyrir hinu og þessu þá þarf það ekki að vera svoleiðis í raunveruleikanum. Alls ekki, myndi ég segja. Þvert á móti held ég að rithöfundar og skáld séu oftar en ekki dálítið skrýtið og stundum taugaveiklað fólk. Og mér finnst einkennilegt að vera að biðja slíkt fólk um að segja álit sitt á þessu og hinu sem kemur verkum þeirra ekkert við. Oft held ég líka að rithöfundar séu nokkurs konar „ídealistar". Auðvitað getur verið áhugavert að heyra hugmyndir þeirra um eitt og annað en það verður þá að taka þeim með fyrir- vara." - Hverju hefur velgengnin breytt fyrír þig? „Ekki miklu. Áður eyddi ég ómældum tíma í að skrifa og það geri ég enn. Eina breytingin er í raun og veru sú að ég hef aðeins meiri peninga milli handanna._ Eg get leyft mér að búa í fallegu húsi, á fallegum stað. Eg keypti mér hund. Ég get fætt hann. Og svo get ég líka stundum boð- ið vinum mínum út að borða." m Japanski túlkurinn bendir nú á klukkuna. Komið er að lokum tímans sem okkur hafði verið úthlut- að með Banana Yoshimoto. Ég stend upp og þakka fyrir. Og spyr hana um leið hvort hún viti að bók hennar „Eldhús" hafi verið þýdd á íslensku. Hún jánkar því en horfir nú í fyrsta sinn beint í augun á mér og bunar út úr sér - túlkurinn hennar þýðir samstundis: „Þið eruð fyrsta fólkið sem ég hitti frá íslandi. ísland er mjög í tísku í Japan um þessar mundir eftir myndina „Cold Fever" og söngkonuna þarna hvað hún nú aftur heitir. Og þegar ungir Japanir eru spurðir hvar þeir vildu helst búa ann- ars staðar en í Japan þá er ísland fyrsta landið sem þeir nefna." Eitt andartak gleymir hún sér, verður stelpuleg, næstum barnslega áköf, svo þagnar hún skyndilega og brosir, bukkar sig kurteislega og gengur burtu ásamt fylgdarliði sínu... LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31.MAÍ1997 1T "*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.