Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Blaðsíða 7
flokkinn. Eitt þeirra, Sæmundur Klemensson, var frumflutt árið 1978 og 20 mínútna seink- un árið 1982. Fyrst eftir að hún kom heim frá námi kenndi hún við Ballettskóla Sigríðar Ármann en ári seinna við Listdansskóla Þjóðleikhússins og varð skólastjóri hans árið 1977. Þegar skólinn varð sjálfstæð stofnun árið 1992 breytti hann um nafn og heitir nú Listdansskóli Islands. Ingibjörg hefur verið mjög virk í félagsmál- um listdansara og hefur víða komið fram fyr- ir þeirra hönd. Skýring hennar á því er sú að lengi vel hafí listdansarar verið það fáir hér á landi að þessi störf hafi hlaðist á fárra herð- ar. Af störfum hennar að félagsmálum má nefna að hún hefur verið í stjórn íslenska dansflokksins og í stjórn Félags ísienskra list- dansara og átt sæti í fulltrúaráði Leiklistar- sambands Islands og í Norrænu leiklistar- og dansnefndinni, svo fátt éitt sé talið. Starf hennar við Listdanskólann hefur þó verið stærst að vöxtum. Þar hefur hún komið festu á skólahaldið sem var í nokkurri upp- lausn vegna tíðra skipta ballettmeistara. „Þeg- ar ég tók við skólastjórastarfinu árið 1977 þekkti ég vel til verka því ég hafði verið þar kennari síðan 1964 og hlaupið undir bagga þegar vantaði ballettmeistara, eins og þeir voru þá kallaðir sem stýrðu skólanum." „Vió soknum leikhússins" Það kemur fram í máli Ingibjargar að margt hefur breyst frá upphafsárum skólans bæði hvað varðar aðstöðu til æfinga og kénnsluna sjálfa. Eftir að skólinn flutti starfsemina að Engjateig hefur flokkurinn þrjá æfingarsali til afnota í stað tveggja í Þjóðleikhúsinu sem nemendur höfðu aðeins aðgang að frá klukkan fjögur á daginn til átta á kvöldin. „Við verðum þó að viðurkenna að við söknum leikhússins og andrúmsloftsins þar. Það var mjög spenn- andi að vera hluti af starfsemi þess. Nemend- ur skólans tóku virkan þátt í sýningum Þjóð- leikhússins á barnaleikritum, söngleikjum og óperum. Nemendur hafa haldið áfram að taka þátt í sýningum leikhússins en starfsemi þess hefur breyst. Ekki eru lengur settar þar upp óperur sem krefjast hópdansa. Ef þar eru sett- ir upp nútímasöngleikir þá eru gerðár kröfur til þess að leikararnir geti bæði dansað og sungið svo það er minni þörf fyrir okkar starfs- krafta." Ingibjörg leggur áherslu á hve skólinn hafi verið heppinn með kennara því þar hafi kennt fólk, innlent sem erlent, með mikla reynslu að baki sem kennarar, dansarar og danshöf- undar. „Helsti vandinn sem við glímum nú við er að skóladagur barnanna, þó einkum þeirra sem komin eru í framhaldsskóla, er langur. Nemendurnir komast því ekki á æfingar hjá okkur fyrr en seinni hluta dags og teygjast æfingar gjarnan langt fram á kvöld en þá þau eftir að læra heima. Það hjálpar mikið að sett- ar hafa verið á laggirnar listdansbrautir við tvo framhaldsskóla í Reykjavík þar sem dans- inn er metinn til eininga. Helst þyrftum við að hafa alla okkar nemendur í sama fram- haldsskólanum svo þeir gætu byrjað að æfa ekki síðar en klukkan hálf tvö á daginn." Ingi- björg segir það mikilvægt fyrir listdansnem- endur að æfa mikið á þessum aldri ef þeir ætla að ná árangri. Vegna mikils álags hætti þó margir dansnáminu á unglingsárunum. „Að mínu áliti er menntaskólanám tveim árum of langt hér á landi og væri æskilegt að stytta það til samræmis við framhaldsskóla í ná- grannalöndunum. Það er því algengt að nem- endur frá okkur fari sextán ára til náms erlend- is þar sem þeir geta lokið listdansnámi ásamt stúdentsprófi á skemmri tíma." Hefur hannaó og saumad dansbúningana í Listdansskóla íslands eru nú milli sjötíu og áttatíu nemendur. Nokkur fækkun hefur orðið í skólanum vegna breytts skipulags. „Áður var hópunum kennt tvisvar í viku en nú æfa flestir nemenda tvo og hálfan tíma á dag. Þau fá ekki einu sínni frímínútur," segir hún með uppgerðar harðneskju. „Við verðum að nýta tímann vel, því hann er dýrmætur," bætir hún við þegar hún sér undrunarsvipinn á andliti viðmælandans. - Sérðu fljótlega hvaða nemendur hafa hæfileika til að verða góðir dansarar? „Já, ég sé það á líkamsbyggingu barnanna og hversu liðug þau eru. Þau verða einnig að hafa fallegar hreyfingar, geta hreyft sig við tónlist og hafa listræna hæfileika. Síðan er spurning hvort þau hafi þroska og þá skap- gerð sem þarf til að stunda nám í listdansi." - Gerið þið eitthvað sérstakt til að byggja nemendur upp andlega fyrir þær kröfur sem þeir eiga í vændum? „Við innrætum þeim nauðsyn á sjálfsaga, nákvæmni og virðingu fyrir listgreininni. Ef nemendur eru ekki tilbúnir til að leggja á sig það sem til þarf gerum við þeim ljóst að betra er að finna sér eitthvað annað." Það kemur fram í máli Ingibjargar að menntun íslenskra listdansnema er orðin meiri og betri og fjölbreytni í dansvali hefur aukist. „Nemendur okkar læra ekki aðeins klassískan listdans heldur einnig nútíma listdans og kar- akterdans, sem eru stílíseraðir þjóðdansar, ásamt ýmsum öðrum fögum," segir hún. Ingibjórg segir að hún hafi kosið að kenna jafnhliða störfum skólastjóra, því hún hafi alltaf haft gaman af kennslu. Það sé líka í .verkahring hennar að halda utan um nemenda- sýningar skólans sem eru töluvert umsvifa- miklar, tvisvar á ári, á jólum og snemma á yorin. „Hér áður fyrr þurfti ég að semja alla dansa sem voru á nemendasýningunum. Nú semur hver kennari fyrir sína hópa." - Mér skilst að þú hafir líka alltaf verið með fingurnar í gerð búninganna? „Já, ég hef alltaf hannað og saumað bún- inga því það hefur verið svo dýrt að fá það gert. Við höfum Jíka aðgang að búningum Islenska dansflokksins og búningadeild Þjóð- leikhússins. En það er rétt hjá þér - þetta getur verið drjúg vinna." Hún minnist þess að hafa eitt sinn saumaði 30-40 pils fyrir sýningu á þjóðdönsum. Fyrir nú utan allt skrautið sem er á búningunum. Pífur, pallíett- ur, líningar og blóm sem þarf að búa til og festa á búningana. „Ég man sérstaklega eftir einni sýningu sem var í íþróttahúsinu á Akur- eyri. Þegar við komum norður uppgötvuðum við að þrír búningar höfðu gleymst fyrir sunn- an. Tíminn var naumur og við gripum til þess ráðs að taka gluggatjöid sem þarna voru trau- stataki og ég og nokkrar mæður settumst niður og saumuðum búningana á staðnum. Ég gleymi aldrei svipnum á húsverðinum þeg- ar hann uppgötvaði hvað við höfðum gert. Mér verður örugglega aldrei hleypt inni í þetta hús oftar með skæri," bætir hún við brosandi. Náin samstarfskona Ingibjargar, Nanna Ólafsdóttir listdansari og fyrrverandi listdans- stjóri íslenska dansflokksins, segir okkur aðra sögu af sjálfsbjargarviðleitni Ingibjargar. Þeg- ar Svanavatnið var sett upp í Þjóðleikhúsinu hafí Ingibjörg safnað öllum fjöðrunum sem þurfti í höfuðskraut svananna, þvegið þær og þurrkað heima hjá sér. Við spyrjum Ingibjörgu nánar út í þetta viðvik. „Já, þetta er rétt," segir hún. „Ég heimsótti Fuglabúið að Móum og fékk þar að tína fjaðrir sem ég fór með í vinnu margar skapmiklar primadonnur en alltaf hafi henni tekist að stýra málum þannig að allt færi vel. En hvað þarf skólastjóri List- dansskóla íslands að hafa til brunns að bera að hennar mati? „Hann þarf fyrst og fremst að vera góður skipuleggjandi og láta ekki smáatriði vefjast fyrir sér. Ég hef líka lært að láta ekki skoðanamun ganga nærri mér," segir hún. Ingibjörg er gift Árna Vilhjálmssyni pró- fessor við Viðskiptadeild Háskóla íslands og eiga þau þrjár uppkomnar dætur. Hvernig ætli það hafi samræmst heimilishaldi að vera á kafi í danslistinni? „Meðan dæturnar voru yngri gat ég verið hjá þeim fram eftir degi en hafði heimilishjálp seinni hluta dags. Þegar Arni kom heim úr vinnunni tók hann við. Það var stundum heil- mikið mál að púsla þessu saman. En við erum svo heppin að eiga góða að sem hlupu undir bagga með okkur þegar svo bar undir. Ég er þó viss um að margir halda að Árni eigi enga konu því ég hef oft ekki getað farið með hon- um þegar við höfum verið boðin út á kvöldin. Ég hef þó stundum náð því að komast í eftir- réttinn! Auðvitað komu hér áður fyrr augna- blik þar sem það hvarflaði að mér að hætta, heldur hún áfram. „En ég er svo þrjósk að það varð aldrei nema hugdetta. Ég man sér- staklega eftir einu atviki sem reyndi á þolrif- in. Sex mánaða dóttir okkar lá fárveik heima með iungnabóigu og ég átti að dansa í Svana- vatninu þá um kvöldið. Fannst mér óskaplega erfitt að fara frá henni en ég vissi að hún var í góðum höndum. Við þetta bættist að ég var með tvö brotin rifbein en þetta hafðist ein- hvern veginn." Vantar staófastan áhorfendahóp Ingibjörg hefur verið í nánu sambandi við Islenska dansflokkinn frá stofnun hans þá ekki síst vegna þess að þar hafa margir nem- endur hennar starfað. Hver eru helstu baráttu- málflokksins? „íslenski dansflokkurinn hefur sífellt verið að berjast fyrir lífi sínu og hefur farið mikill orka í það. Þar fyrir utan verðum við að fjölga dönsurum í flokknum en þeir eru núna átta en voru tíu. Dansflokkurinn þyrfti að hafa sextán dansara ef vel ætti að vera því ann- áður í Þjóðleikhúsinu. í leikhúsunum sé þó ekki sérstaklega gert ráð fyrir sýningum þeirra. „Meðan við vorum innan veggja Þjóð- leikhússins vorum við með eina sýningu í áskrift.- Það tryggði okkur 8-10 sýningar á hverju ári. Þetta féll niður og var það mjög slæmt. I vetur vorum við á áskriftarkorti Borg- arleikhússins og vonandi verður framhald á því. Undanfarin ár hefur dansflokkurinn nær eingöngu sýnt nútíma listdans. Eg held að hann liggi vel fyrir dönsurunum. I nútíma list- dansi eru gerðar meiri kröfur til leikrænnar tjáningar en í sígildum listdansi. Nútímadans- inn virðist líka höfða betur til leikhúsáhuga- fólks." Hef ur áhuga a sagnf reeoi Við spyrjum Ingibjörgu hver sé staða ís- lensks listdans í samanburði við nágrannalönd- in? „Við erum ekki í fremstu röð en við stefnum upp á við. íslenski dansflokkurinn hefur á undanförnum vikum verið að sýna erlendis og hefur vakið töluverða athygli. Svo má bæta því við að nemendur sem hafa farið frá okkur í skóla erlendis hafa fengið mjög góðan vitnis- burð. Þekktir gestakennarar sem hafa komið hingað og kennt vilja ólmir koma aftur. Svo ég tel að við séum á réttri braut." - Hvernig er það fyrir íslenska listdansara að fá vinnu erlendis? „Reynslan hefur sýnt að íslenskir dansarar sem hafa reynt fyrir sér erlendis hafa staðið sig mjög vel. En mikið er til af góðum dönsur- um í heiminum og samkeppnin geysileg." Hvað ætli hafí komið til að sjálf valdi Ingi- björg þá leið að verða listdansari? „Það hvarflaði aldrei að mér að fara í bal- lett fyrr en vinkoha mín ákvað að fara, en þá var ég orðin tíu ára gömul. Vinkonan hætti eftir eitt ár en ég hélt áfram." Hvað er það sem hún sér við dansinn? „Ég fann það einfaldlega að ég naut þess að dansa." Sagt hefur verið að það sé erfitt fyrir listdansara að hætta að dansa vegna þess hve þeir hafi lagt mikið undir í starfinu. Sumir þeirra hafi jafnvel framið sjálfsvíg. Hvernig var það fyrir Ingibjörgu að hætta að dansa? „Það var aldrei erfitt fyrir mig en ég var NÝLIÐIN sýning nemenda Listdansskóla Islands á Les Sylphides undir stjórn Ingibjargar þótti einkar glæsileg. heim og þvoði vandlega. Til að flýta fyrir því að fjaðrirnar þornuðu greip ég til þess ráðs að setja þær í stóran plastpoka, náði í ryksug- una og ætlaði að nota útblástur hennar til að þurrka þær. Þar brast skynsemin því pokinn rifnaði og fjaðrirnar flugu út um allt. Lengi á eftir vorum við að finna fjaðrir á ólíklegustu stöðum!" Skipulagshcefileikar og þrjóska Það er ótal margt fleira í verkahring skóla- stjóra Listdansskóla íslands. Hann þarf að miklu leyti að sjá um skrifstofu- og manna- hald. Blaðamanni er sagt af nánum samstarfs- mönnum Ingibjargar að hún sé lipur í mannleg- um samskiptum. Megi það meðal annars merkja af því að í gegnum árin hafí hún haft ars er álagið svo mikið á hverjum og einum." - Eru íslenskir listdansarar sæmilega laun- aðir? „Miðað við önnur laun í landinu þá eru þau í meðallagi. Það sem hefur háð flokknum er , að sýningar eru ekki nógu margar. Ef þær væru fleiri og við ættum staðfastan hóp áhorf- enda sem fylgdist með okkur af lífí og sál þá væri okkur borgið bæði listrænt séð og launa- lega. En dansararnir fá greitt aukalega fyrir hverja sýningu. Okkur hefur tekist að vekja mikinn áhuga á sýningum okkar öðru hvoru en því miður þá vantar meiri stöðugleika í aðsóknina." Ingiþjörg segir sýningaraðstöðu flokksins ótrygga um þessar mundir. Flokkurinn hafi sýnt í Borgarleikhúsinu að undanförnu og þar 35 ára þegar ég hætti að dansa. Á þessum tímamótum var ég eitt sinn að horfa á unga dansara vera að kljást við erfið spor og ég man að ég hugsaði: Mikið er ég fegin að ég skuli ekki vera í þeirra sporum. Ætli það sé ekki eitthvað svipað að gerast núna. Mér finnst kominn tími til að hætta sem skólastjóri og er algjörlega sátt við það. Framundan er fjög- urra ára ráðningartímabil og ég var ekki viss um að ég vildi ráða mig svo lengi. Mér finnst ég líka vera búin að vera það lengi í þessu starfi að kominn sé tími til að fá nýtt blóð. Hvað tekur við er ekki ljóst. Ég hef lengi haft áhuga á sögu, ekki síst sögu dansins en ég hef kennt listdanssögu við skólann í nokk- ur ár. Svo gæti farið að í framtíðinni sneri ég mér að fortíðinni." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. MAÍ 1997 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.