Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Blaðsíða 4
„STELPUAUGASTEININN MINN Á NÚ AÐ FERMA í VOR" Jón Guðmundsson, ritstjóri, og Krabbefjölskyldan EFTIR EINARLAXNESS IMorgunblaðinu 24. desember sl. birtist frétt þess efnis, að íslenzk kona í Dan- mörku á tíræðisaldri, nánar tilgreint 92 ára, Helga Krabbe, búsett í Viborg á Jótlandi hefði sent íslendingum rausnarlega gjöf vegna Skeiðarár- hlaupsins, nær 1/2 milljón íslenzkra króna til að stuðla að því, að komið yrði á vegasamgöngum að nýju. Hún hafði eft- ir því sem unnt var reynt að fylgjast með frétt- um af eldsumbrotunum í Vatnajökli og flóðunum á Skeiðarársandi, þar sem henni hafði blöskrað tíðindin, ekki sízt þegar hún vissi, að þessar hamfarir náttúrunnar voru ekki ýkja langt frá Kirkjubæjarklaustri. Til þess staðar hafði hún sérstakar taugar, því að þar fæddist amma hennar, en ekki eru sögð frekar deili á henni. Hér var svo nánar sagt frá því, að Helga Krabbe væri dóttir Thorvald Krabbe, sem gegndi stöðu landsverkfræðings á Islandi frá árinu 1906, en síðan stöðu vita- og hafnarmálastjóra 1917- 1937, búsettur í Reykjavík um rúmlega 30 ára skeið, þar til hann fluttist af landi brott til Danmerkur vorið 1937. Helga Krabbe varð stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1924, en fluttist til Danmerkur árið 1933. Hún fékkst m.a. við málakennslu, skjalaþýðingar, og starfaði í sendiráði íslands í Höfn. Hún var tvígift, fyrst Helge Gad, lektor í Ábenrá, en þau skildu, síð- an Ole Widding, prófessor, sem um skeið var sendikennari í dönsku við Háskóla íslands. Hún kveðst hafa ræktað tengslin við fsland, eins og mögulegt hefur verið, og þegar skólasystk- ini, vinir og ættingjar hafa týnt tölunni, hafa börn sambekkinga hennar haldið við hana sam- bandi. Er þar nefndur sérstaklega sr. Ágúst Sigurðsson á Prestbakka, en báðir foreldrar hans voru stúdentssystkini Helgu, auk þess sem sr. Ágúst var prestur íslendinga í Kaup- mannahöfn um árabil. Mun Helga nú vera ein eftirlifandi af þeim hópi, sem luku stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1924. Af þessu má ljóst vera, að tengsl Helgu Krabbe við ísland eru sannarlega ofín sterkum böndum. Hér kemur og miklu fleira til, sem ekki var nefnt í hinni stuttu frétt, og skýrir enn frekar af hvaða rótum ræktarsemi hennar í garð íslands er sprottin. Þar kemur sem sagt til ætt hennar og uppruni, sem mig langar til að víkja sérstaklega að, ef verða kynni einhverj- um tií fróðleiksauka. Faðir Helgu, Thorvald Krabbe, verkfræðing- ur, var fæddur í Danmörku, og var móðir hans Kristín, dóttir Jóns Guðmundssonar, ritstjóra Þjóðólfs í Reykjavík, alþingismanns, náins sam- herja Jóns Sigurðssonar, forseta, og konu hans Hólmfriðar Þorvaldsdóttur, prests Böðvarssonar í Holti (bæði vestra og syðra). Faðir Thorvalds var dr. Harald Krabbe, danskur vísindamaður, sem sendur var til íslands árið 1863 til að rann- saka og vinna gegn sullaveiki, sem þá var mjög útbreidd í landinu. Þau Kristín og dr. Krabbe gengu í hjónaband árið 1871, og áttu heimili sitt í Kaupmannahöfn alla tíð. Þar er sem sagt komin til sögunnar sú amma Helgu Krabbe, sem nefnd var í fyrrgreindri blaðafrétt. 2. Sé horft aftur til áranna í kringum 1870 var Reykjavík lítið og heldur óhrjálegt þorp, en þó vísir til þess höfuðstaðar,^ sem hún átti eftir að verða í fyllingu timans. A þessum tíma voru íbúar um 2.000 talsins. Meðal kunnustu borgara bæjarins voru þau hjónin í Aðalstræti 6, Jón Guðmundsson, ritstjóri, og Hólmfríður Þorvaldsdóttir, sem þar höfðu lengstum verið búsett í eigin húsi frá árinu 1847. Jón var Reykvíkingur, fæddur árið 1807 í Melshúsum, sonur fátækra hjóna, sem þar þjuggu um hríð, þar til upp úr hjónabandinu slitnaði, en drengurinn lenti meðal vandalausra, og átti við vanheilsu að stríða, sem leiddi til þess, að hann varð haltur. Honum tókst þó að ljúka prófi úr Bessastaðaskóla árið 1832, varð skrif- ÞRJÁR konur við gamla kirkjugarðinn í Reykjavík, á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis, um 1860. Fyrir miðju situr Hólmfríður Þor- valdsdóttir, kona Jóns Guðmundssonar, til vinstri er Kristín, dóttir hennar, en til hægri Hólmfríður Björnsdóttir, bróður- og fóstur- dóttir Hólmfríðar. Þetta er með elstu Ijósmyndum sem teknar voru á íslandi. (Þjóðminjasafn). JÓN Guðmundsson, ritstjóri Þjóðólfs og alþingismaður Skaftfellinga. Hann var ná- inn samherji Jóns forseta. ari bæjar- og landfógeta í Reykjavík (eftirmað- ur Jónasar skálds Hallgrímssonar). Árið 1837 fluttist Jón austur að Kirkjubæjar- klaustri og gerðist þar klausturhaldari eða umboðsmaður jarða hins forna klausturs. Þá var hann kvæntur Hólmfríði, dóttur sr. Þor- valds sáimaskálds Böðvarssonar í Holti undir Eyjafjöllum (en áður í Holti í Önundarfirði). Þau þjuggu þar eystra í 10 ár. Þegar Alþingi var endurreist árið 1845 varð Jón Guðmunds- son þingmaður Skaftfellinga, frá 1858 til 1867 Vestur-Skaftfellinga. Hann var forseti Alþing- is 1859-61 og oft varaforseti. Á árunum 1847-52 var Jón Guðmundsson ýmist aðstoðarmaður landfógeta, sýslumaður í Skaftafellssýslu, eða við nám í lögfræði í Kaupmannahöfn, þar sem hann Iauk prófi vor- ið 1851. Auk þess sat hann á stjórnlagaþingi Danmerkur veturinn 1848-49 sem einn af 5 fulltrúum íslands. Jón Guðmundsson gerðist handgenginn Jóni Sigurðssyni, forseta, frá samveru þeirra á Alþingi 1845, og varð einn ötulasti stuðningsmaður hans í baráttunni fyr- ir réttindum íslendinga og innlendri lands- stjórn, þegar konungur boðaði afnám einveldis áriðl848. Sama ár var Jón frumkvöðull al- menns fundar á Þingvöllum, sem boðaði upp- haf áður óþekktrar lýðhreyfíngar á íslandi til baráttu fyrir landsréttindum í anda stefnu Jóns forseta. Sú hreyfíng naut um alllangt skeið forystu Jóns Guðmundssonar, hann varð þar formaður miðnefndar. Á Þjóðfundinum sumarið 1851 var Jón Guð- mundsson helzti forystumaður fundarmanna, ásamt Jóni Sigurðssyni og sr. Hannesi Stephen- sen á Ytra-Hólmi. Þegar danski stiftamtmaður- inn, Trampe greifi, hafði slitið fundinum vegna hinna róttæku tillagna um innlenda landsstjórn, sem hann vildi ekki sjá samþykktar, var Jón Guðmundsson kosinn með Jóni Sigurðssyni til að fara á konungsfund með boðskap þjóðfundar- manna. Þá var hann sýslumaður Skaftfellinga og fór utan í óleyfí stiftamtmanns, enda var honum vikið úr embættinu, skv. úrskurði haust- ið 1851, og bannað að veita slíkum „uppreisnar- manni" opinbert embætti. Þeim úrskurði varð ekki haggað af stjórnvöldum meðan hann lifði, utan hvað hann var settur („indtil videre") til málflutnings í Landsyfirréttinum árið 1858. Hins vegar fór svo, að Þingvallafundarmenn fólu Jóni að taka við blaðinu Þjóðólfi og gerast þar ritstjóri frá haustinu 1852. Gaf hann út blaðið næstu 22 árin, eða til 1874, er hann seldi það sr. Matthíasi Jochumssyni. Jón Guðmundsspn vann brautryðjendastarf í blaðamennsku á íslandi og var í raun fyrsti maður, sem um lengri tíma hafði framfæri sitt af slíku sem aðalstarfi. Þjóðólfur var undir rit- stjórn hans aðalmálgagn hinnar nýju þjóðfrelsis- baráttu, gagnrýndi stjórnvöld landsins og er- lenda sem innlenda embættismenn, auk þess að vera almennt fréttablað. Sjálfur kallaði Jón Guðmundsson Þjóðólf „blað lýðsins og þjóðernis- flokksins - oppositionsblað". Sú nafngift lýsir eðli blaðsins vel („þjóðblað - stjórnarandstöðu- blað") og því hlutverki, sem Jón taldi sig kallað- an til að sinna. Á 50 ára afmæli Þjóðólfs 5. nóvember 1898 komst þáverandi ritstjóri, Hann- es Þorsteinsson, síðar þjóðskjalavörður, svo að orði um Jón Guðmundsson sem blaðamann: „Þeim heiðri verður Jón aldrei sviptur, að hann hafi fyrstur hafið íslenzka blaðamennsku til vegs og virðingar, og sýnt, að hún væri „vald", sem menn ættu að óttast og virða, ef rétt væri að farið." Síðasta árið, sem Jón lifði, 1874-75, var hann kaupstjóri „Veltunnar" í Reykjavík, sem þá var nýtt verzlunarfélag fyrir Reykjavík og Seltjarnarnes. Hann lét alla tíð mjög að sér kveða í bæjarlífi Reykjavíkur, fæðingarbæjar síns, og var þar driffjöður á ýmsum sviðum. Hann sat í bæjarstjórn 1856-68, og var formað- ur frá 1859. Hann var frumkvöðull að leiksýn- ingum fyrir almenning árið 1854. Heimili hans og Hólmfríðar Þorvaldsdóttur í Aðalstræti 6 var rómað menningarheimili, þar sem unga kynslóðin, skólapiltar, skáld og listamenn áttu athvarf, og þangað lágu leiðir margra, sem áttu samskipti við þessi ágætu hjón og börn þeirra. Eins og fyrr segir gerðist Jón Guðmundsson helzti forystumaður þjóðfrelsisbaráttunnar inn- anlands, og varð í raun að mörgu leyti tákn- mynd hennar í augum manna, þar sem höfuð- leiðtoginn, Jón Sigurðsson, var búsettur í Kaup- mannahöfn. Jón Guðmundsson ritstýrði aðal- málgagni baráttunnar, skipulagði Þingvalla- fundi, barðist ötullega á Alþingi og var odd- viti þess um skeið. Hann hlaut því að vera í sífelldu návígi við yfirvöldin frá degi til dags og átti þar undir högg að sækja sem „uppreisn- armaður" í atvinnubanni stjórnvalda alla ævi. Aðdáun hans á nafna sínum í Kaupmannahöfn og ríkur skilningur á yfirburðum hans og ótví- ræðu forystuhlutverki skín alls staðar í gegn í ræðu og riti, en bréfaskriftir áttu þeir sín í milli í 30 ár. Eigin stöðu gagnvart Jóni Sigurðs- syni lýsti hann með þessum orðum í bréfi til hans 6. apríl 1859: „I okkar samvinnu hef eg verið skuggi þinn, og tek mér til æru, ef sagan getur sett mig svo hátt". Hitt ber og að nefna, að Jón Guðmundsson var skapheitur maður ekki síður en nafni hans, og fylgdi ekki í blindni, ef hann var ekki sann- færður um málstaðinn. Þannig gátu leiðir þeirra skilið, ef svo bar undir, og kom það fram fyrst í fjárkláðamálinu 1859, þar sem Jón Guðmundsson hélt því fram, að dygðu lækning- ar ekki af ýmsum ástæðum, gæti verið nauð- syn niðurskurðar, meðan Jón Sigurðsson hélt fram lækningum sem eina hjálpræðinu. Einnig í fjárhagsmálinu 1865, þar sem Jón Guðmunds- son gat ekki fallist á það sjónarmið nafna síns, að leggja svo mikla áherzlu á háar fjárkröfur á hendur Dönum, að þess vegna væri tilboði stjórnvalda alfarið hafnað. En um kjarna máls- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. MAÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.