Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Blaðsíða 8
GLUGGAÐ I KORTIN EFTIR GISLA SIGURSSON Gömlu herforingjaráós- kortin eru eiginlegg lista- verk og við höfum vanist þvíaóþannigeigikort aó vera. Nýrri kortin eru ekki eins falleg og þaó væri hægt aó hafg þau nákvæmari. Allt er þaó einungis spurning um peningg. NÚ er sú blíða tíð fram- undan þegar lands- menn fara í sumarleyf- inu eða um helgar í lengri og skemmri ferðalög um byggðir og óbyggðir. Þá er kortið ómetanlegt hjálpartæki. Líklega höfum við ekki áttað okkur á því eins og vert væri, hvað Danir unnu stórkostlegt verk með ^ kortagerð sinni. Sá merki brautryðjandi Ágúst Böð- varsson, sem nýlega er látinn, níræður að aldri, lifði það að koma út merkilegri bók um sögu kortagerðar á íslandi. Þar er vel lýst þeim aðstæðum sem dönsku mælinga- mennirnir áttu við að búa; þeir unnu hvern- ig sem veður var og urðu að reiða búnað sinn á hestum yfir óbrúaðar ár. Sjálfsagt eru ekki margir sem átta sig á því, en öll nöfn á kortunum eru handskrifuð og unnu sérmenntaðir leturteiknarar við það. Dönsku herforingjaráðskortin, eins og þau hafa verið nefnd, hafa lengi verið í fórum landsmanna og þau eru enn fáanleg hjá Landmælingum íslands. Þar fást að sjálfsögðu einnig þau kort sem unnin hafa verið að uppá síðkastið, þar sem byggt er á loftmyndum og allri tiltækri nútíma tækni. Þó er ekki fyrir að synja, að gömlu kortin séu fallegri; þau eru bæði litríkari og á þeim áttar maður sig mun betur á því, hvar hamrar eru í fjöllum. Aftur á móti hafa rangar hæðarmælingar verið leiðréttar og hafa sum fjöll orðið 30 m lægri, en önnur hafa lítillega hækkað. Að þessu leyti veita nýju kortin nákvæmari upplýsingar. I nýju kortagerðinni virðist hinsvegar ekki vera sú framför sem vænta mætti með alla þá tækni sem nú stendur til boða. Til þess að fá svör við ýmsum spurningum um nútíma kortagerð var leitað til Agústs Guðmundssonar, forstöðumanns Land- mælinga íslands. Sagði hann nýju kortin vera unnin samkvæmt samningi við Banda- rísku Varnarmálaskrifstofuna og á þeim bæ er miðað við svonefndan NATO-staðal. Kortin ganga á milli Landmælinganna hér og Varnarmálaskrifstofunnar vestra og auk þess koma ýmsir undirverktakar að málinu. Þegar gömlu dönsku kortin eru borin saman við þau nýju, sést að gróið land sem á þeim gömlu er greinilega sýnt með græn- um lit, er nú alveg hvítt, en örfoka land og gróðurvana uppi á háiendinu er líka hvítt. Aðeins er skógur skilgreindur þar með mjög daufum, grænum lit, en upplýs- ingarnar eru ekki áreiðanlegri en svo, að stærsta samfellda skóglendið á Suðurlandi, frá Laugaryatni, austur eftir Laugardal, í Úthrauni, Éfri-Reykjalandi, Brekkulandi og Miðhúsalandi, hverfur algerlega austan við Brúará og þar er stórt, skógi vaxið flæmi alveg hvítt á kortinu. Gróðurupplýsingar dönsku herforingja- 'ÍSi LíurArklrUi HAUKADALUR, Geysir og Gullfoss og næsta nágrenní. Kort danska herforingjaráðsins. Enda þótt öll örnefni virðist sett með prent- letri eru þau öll gerð sérstaklega af leturskrifurum. Mælikvarðinn er 1:100.000 Jh ~-<.J*\^r^h kJ ^MJk/íí^^H-^F Jj SSl f!M5 UMHVERFI Geysis á korti Landmælinga Islands, sem unnið er eftir NATO-staðli og gerir ekki ráð fyrir mikilli nákvæmni í útfærslu á smáatriðum, nema hvað allir skurðir sjást all nákvæmlega. Hér er svæðið þrengra, því mælikvarðinn er 1:50.000 :ÉLLABÆR/ IL-Vlí \ v ¦ ^%ir m ^ . :- /, ¦ v EGILSSTAÐIR og umhverfl á korti sem unnið er í mælikvarðanum 1:25.000 og gert er eftir nýjum staðli Landmælinga íslands. Hér er sú nákvæmni sem þarf, en meinið er að þannig kosta kortin næstum fjórfalt meira. ráðskortanna eru ugglaust víða úreltar; ekki sízt vegna þess hve gengið hefur á gróðurlendi. Munurinn er þó sá, að þar er hver skógi vaxinn blettur á fyrrnefndu svæði vel skilgreindur. Talsvert misræmi er í annarskonar nákvæmni nýju kortanna. Til dæmis tíunda þau afburða vel alla skurði, þarfa og óþarfa, sem búið er að grafa í mýrar. Aftur á móti er Tungufljót ekki til frá upptðkum sínum í Fljótsbotnum á Haukadalsheiði og þar til það sameinast Ásbrandsá. Ég nefni það vegna þess að ég var skrifa um Fljótsbotna og þurfti á kortinu að halda. En fyrst þetta vatnsfall vantar má búast við því að syo sé um fleiri. Eg minntist á þetta við Ágúst og sagði hann að gróður væri ekki sýndur þar sem land telst meira gróið en að þriðjungi. í Evrópu er til dæmis allt grænt, svo evrópsk grunnkort sýna ekki gróður. Þegar eitthvað vantar uppá, hluti af einhverri á er alls ekki sýndur, þá er NATO-staðlinum um að kenna. Hann kallar einfaldlega ekki á meiri nákvæmni en þetta og sú nákvæmni er oft minni en við viljum hafa. Þessi staðall ger- ir ekki ráð fyrir mikilli nákvæmni í út- færslu á giljum, gljúfrum eða hömrum. Nákvæm útfærsla á því kostar mikið og það hefur einfaldlega ekki verið hægt að setja í það peninga. Það er hægt að^gera þetta betur og því til sönnunar sýnir Agúst nýtt kort af Egils- stöðum og næsta nágrenni, unnið í 1:25.000. Þar er kort eins og kort eiga að vera og þurfa að vera. Þar er gróðurfars- legt ástand mjög vel skilgreint, hvort held- ur það er tún og graslendi sem auðkennt er með grænu, leirur, blautar áreyrar, stór- grýtt land, melar, sandhólar, sandur og vikrar. Og þar sést hvar eru mýrar, sem þeir fyrir austan nefna blár. Maður rekur augun í örnefnið Norðasta Snæfell sem er vitaskuld ekki kórrétt eftir málfræðinni, en hér er það byggt á talshætti og þá er það rétt, hvað sem öðru líður. Venjulegu kortin, sem nú ná yfir helm- ing landsins, eru unnin í mælikvarðanum 1:50.000. Miðað við þann mælikvarða þarf 200 kort af landinu öllu. Sé hinsvegar far- ið í þessi mjög svo fullkomnari kort í mælikvarðanum 1:25.000, þarf hvorki meira né minna en 700 kort til að ná yfir landið allt. Mergurinn málsins er sá, að kort er hægt að gera bæði nákvæm og falleg, en allt er það spurning um fjárveitingar. Samkæmt NATO-staðlinum kostar um 1,3 milljarða að kortleggja landið allt, en eftir hinum nýja staðli Landmælinga íslands sem lýst var hér að framan, færi kostnaðurinn uppí 3 milljarða. Vonandi kemur sú tíð ein- hverntíma á næstu öld, að landið verði kort- lagt eftir þessum nýja og kröfuharða staðli. En það flýtir að minnsta kosti ekki fyrir því, að Landmælingarnar verða nú að lúta pólitískri geðþóttaákvörðun og flytja uppá Akranes, þótt engin rök séu fyrir þeim flutn- ingi, heldur einungis óhagræði og viðbótar kostnaður. GÍSLI SIGURÐSSON í 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. MAÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.