Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Blaðsíða 14
ORÐAFORÐI 5 AKUR, AKA, AGENT, AKTÍFUR OG AKSJÓN EFTIR SOLVASVEINSSON AKUR hefur orðabókar- merkinguna sáðland, og af þeirri merkingu eru leiddar líkingar, svo sem þegar urmull, mergð er kölluð akur og nærist á því að á akri sprettur urmull grasa. Færeyingar eiga akur, Norðmenn og Svíar áker, Danir hins vegar ager. Á ensku heitir sáðland acre, en Acker á þýsku. Gotar hinir fornu kölluðu þetta akrs. Allt er þetta skylt latneska orðinu ager sem merkir akur- lendi, hérað og er sama orðið og agrós á grísku, landsvæði, akurlendi, og þá er skýring- in komin í hring! Þessi orðstofn er ríkjandi í rómönskum málum og víðar í orðum sem lúta að landbúnaði. Fornindverjar sögðu arja og létu þýða jafnslétta, landsvæði. Sögnin agere í latínu og grísku merkir að reka á beit. Akur hefur því upphaflega verið beitiland, menn hafa rekið fé sitt á grasivaxið land. Þegar þeir fóru að rækta korn lifði orð- ið, en fékk nýtt innihald. Sögnin að aka svar- ar til latnesku sagnarinnar ago og hefur því upphaflega merkt að reka fénað til beitar. Af sögninni ago bjuggu Rómverjar til nafn- orðið agenda um það sem þarf að gera. Sá sem tekur að sér að framkvæma hlutina er agent, framkvæmdasamur, en í nútímamálum er agent nafnorð og merkir erindreki, oft njósnari; James Bond er vafalaust þekktastur agenta í þeim skilningi og hefur þó aldrei agiterað í þessum heimi. Erindrekar stjórn- málaflokka reyna að fá fólk til fylgis við málstaðinn. Það var kallað að agitera fyrir flokkinn, en með sínum hætti eru þeir að reyna að reka menn á „réttan" stað. Önnur beygingarmynd sagnarinnar agere er actus. Af henni er leitt enska orðið active sem þýða mætti verkfús, duglegur. Slíkir menn eru oft sagðir aktífir þegar þeir eru í aksjón, þegar þeir taka ærlega til hendi. Fjöl- mörg orð eru af þessum stofni í ensku, til dæmis acíor í merkingunni leikari. Höfundurinn er cand mcig i íslensku. Mergur málsins 24 SYNDASELUR OG BLÓRABÖGGULL EFTIR JON G. FRIÐJONSSON IÞRIÐJU Mósebók er sagt frá synda- hafrinum. Yfir höfði hans átti Aron að játa öll afbrot og misgjörð- ir ísraelsmanna og leggja þær á höfuð hafursins og senda hann út í eyðimörk. Hugmyndir þess efnis að einhver saklaus taki á sig synd- ir annarra eða bæti fyrir brot þeirra eru fornar og koma fram í ýmsum myndum. Þekktust mun hugmyndin um syndahafurinn og hennar má sjá stað í fjölmörgum tungumál- um, t.d. dönsku syndebuk, þýsku Siindenbock, ensku scape-goat og frönsku bouc emissaire. Samsvarandi orð hefur ekki náð að festa rætur í íslensku. Þannig er orðið syndahafur vart eldra en frá 19. öld og syndabaukur, sem kann að vera afbökun úr syndabukkur er frá 18. öld. í þessu efni eins og svo mörgum örðum hefur íslenskan farið sínar eigin leiðir og í stað syndahafurs notum við syndasel en í talsvert annarri merkingu. Orðið er oft notað í gaman- sömum tón, t.d. Sá gamli syndaselur, og vís- ar til þess sem brotið hefur af sér, ekki til þess sem saklaus verður að líða fyrir brot ann- arra. Hér eins og oft áður skjóta ýmis orð upp kollinum sem líta má á sem tillögur, t.d. synda- baukur (sl8), syndahafur (sl9) og syndasel- ur (sl9). Það er svo hin óbrigðula málkennd almennings eða málnotenda sem kveður upp sinn dóm, syndaselur skal það vera. En íslendingar þurfa auðvitað oft á sektar- lambi að halda, þ.e. einhverjum (saklausum) til að skella skuldinni á og kallast sá blórabög- gull. Oftast er blóraböggull notaður í föstum samböndum, t.d. hafa/nota einhvern sem blóraböggul eða (elst) gjöra einhverja að blórabögglum (17. öld). Ur fornu máli er kunn samsetningin blóramaður í svipaðri merkingu: ef svo er, sem mér er grunur á, að dóttir þín sé með barni, þá eru þar fáir blóramenn og vil eg ganga við faðerni. Fyrri lið blórabögguls, blórar, kvk. flt. „ásökun, sakaráburður," er að finna í nokkrum orðatiltækjum, t.d. gera e-ð í blóra við e-n „'gera e-ð þannig að sök falli á annan" og hafa e~n til blóra „skella skuldinni á e-n". í nútímamáli er algengt að nota orðatiltækið gera e~ð í blóra við e~n í merkingunni gera e-ð í trássi við e-n, t.d. samþykkja e~ð í blóra við vilja félagsmanna. Sú notkun er ekki ný af nálinni (fl9) en ekki í samræmi við uppruna. LARS HULDÉN VALDIMAR LÁRUSSON AÐ KVÖLDI Þegar loks er lokið dagsins önn, ég lúinn orð'mn, þrái hvíld og ró, þreytan er af þeirri gráðu, og sönn. Mérþykir vera komið meira' en nóg. Ég leggst á koddann, sofna sætt og rótt, - svefninn, hann er besti vinur minn, — og kemur alltaf til mín hægt og hljðtt, hendi mjúkri strýkur mína kinn. Að þessu loknu held ég glaður heim, og hlakka til að hvíla lúin bein, læt hugann reika um hugmyndanna geim, sem hlaðist hafa upp, sem Iaufá grein. Þá lokast hljóðlaust örþreytt augu mín, inn á draumsins lendur hverfég brátt, hvar við mér blasir birta, sem ei dvin, birta, sem að dreiíist vitt og hátt, Ogþráðri hvíldþví tek ég hðndum tveim, sem til mín kemur, ávallt hrein og bein. birta, sem að gefur mörgum mátt, og mörgum veitir æðri og nýrri sýn. Höfundur er leikari. I I I i 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. MAÍ 1997 NATTURAN -Brot- Njörður P. Njarðvík þýddi. Þegar veturinn er kominn fram í mars tölum við æ oftar um sumarbústaðinn okkar. Hvar hann stendur og varpar skuggum á snjóinn við sólsetur. Um vaknandi líf. Elrinn sem er að breyta um Ht. Þytinn í skóginum sem verður fyllri. Kornsnjóinn sem er þakinn rauðu barri sem trén hafa fellt. Við höfum komist í gegnum hann. Enn einu sinni. Til hvítu tjarnarinnar komu heiðingjarnir á hverju sumri um Jónsmessuleytið til að skoða hina veröldina. Þar voru skógar hinnar veraldarinnar undir bökkum tjarnarinnar, himinn hennar undir árum heiðingjanna. Og hinir dauðu reru þar með kjölinn upp. Þegar rökkvaði kveiktu heiðingjarnir elda svo að allir hinir dauðu gætú betur séð og vitað x I i 1 1 ¦\ að lífinu væri enn lifað ofan á speglinum. Hreint eins og eistneskur kór syngur kornið um föðurlandið á sumrin. Með hátt lyftum augabrúnum yfir galopnum augum fylgir kórínn hverrí hreyfingu andakórstjórans. Máttugur flæðir söngurinn yfir vellina. Gljáandi eins og hestastóð þytur söngurinn yfir brjóstakrana í takt við handsveiflur vindsins. Regnið hefur fallið daglangt. En að kvöldi getur sólin ekki lengur hamið forvitni sína heldur blæs gat á skýjahuluna til að horfa á útgrátna náttúruna. Þá blindast tillit hennar af demöntunum á blóðum hálmgresisins. Þegar ég kem að sveppaskóginum sendir votmeisan í skyndi símskeyti til yfirvalda skógarins. Krákan gefur hættumerki þegar hún fær skeyti votmeisunnar. Tveir hrafnar hefjast upp og fljúga hlið við hlið til að gæta lofthelginnar yfir leið minni. Svartþrösturinn flögrar um annað slagið eins og smókingslaufa síðla nætur. Hann er frá skógarlögreglunni hefur gætur á stígnum. Aldrei fæ ég að vera ónefndur. Sumaríð hefur tæmt gnægð sína. Meira að segja punturinn granni hefur hrist úr sér fræ og veifar tómhentur í vindinum. Bjarkirnar eru í miðjum árvissum deilum sfnum um hvers vegna sumar þeirra eru naktar og margar gular meðan nokkrar standa ennþá grænar. Hvaða réttlæti er það? Það er hreint ekkert réttlæti. Haustið er óréttlátt. En veturinn lætur alla gangast undir sama dóm. lars Huldén er Finnlands-sænskt skáld, f. 1926 í Austurbotni. Hann lagði stund ó nor- ræn mólvísindi; lauk doktorsprófi í þeim fræðum 1958 og hefur lengst af veri prófess- or við deild sænskra og norrænna fræða við Hóskólann i Helsinki. Ljóð sem hór birtist að hluta, er úr nýrri bók með þýðingum Njorðar P. Njarðvik ó ijóðum Huidéns og heitir hún Ekki algerlega einn. útgefandí er bókaforlagið Urta. Lars Huldón er nú íslandi og mun iesa úr Ijóðum sinum í Norræna Húsinu á mánudaginn kfukkan 18.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.