Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Blaðsíða 5
ÞEGAR Ung-filmía var stofnuð var indverska myndin Drengurinn
Apú eftir Ray á dagskránni.
SÍÐASTA mynd Filmíu var Andalúsíuhundur Bunuels.
upphafi hér um bil hálfum aðgangseyri á al-
mennar sýningar í kvikmyndahúsunum og við
vorum ef til vill misjafnlega vel séð af sumum
eigendum þeirra. Þegar best lét voru um 700
manns skráðir í kiúbbinn og þeir sögðu mér
hjá Danska kvikmyndasafninu að hann væri
sá stærsti á Norðurlöndum miðað við höfða-
tölu.“
Filmia fékk myndir frá Danska kvikmynda-
safninu, Det danske Filmmuseum, og síðar
frá fyrirtækinu Contemporary Films í Lond-
on, sem sá klúbbum og einkaaðilum fyrir
kvikmyndaefni. Þeir voru með nýrri myndir
en Danirnir. Gerð var tilraun til þess að hafa
stutt forspjall á undan sýningum myndanna
og töluðu Jón og aðrir eins og Thor Vilhjálms-
son og Sigurður Þórarinsson um myndir á
undan sýningum en það var lagt af, fólk var
óvant slíku, segir Jón.
Gamlar myndir og nýjar
Sýningar voru haldnar frá októberbyrjun
til aprílloka ár hvert. Þegar litið er yfir þær
sýningarskrár Filmíu, sem Kvikmyndasafn
Islands varðveitir, má sjá að vandað var til
úrvalsins og það haft íjölbreytt og áhuga-
vert. Sýndar voru að jafnaði vel á annan tug
mynda yfir vetrarmánuðina. í sýningarskrán-
um mátti finna greinargóðar upplýsingar um
leikstjórana og myndir þeirra. Pótemkin eftir
Eisenstein var sýnd í byijun árs 1954 og
Alexander Nevsky ári síðar. Á þriðja starfs-
ári voru sýndar sænskar, breskar, franskar,
ungverskar, ítalskar, rússneskar og banda-
rískar myndir, m.a. Róm, óvarin borg eftir
Rossellini, Móðirin eftir Pudovkin, Teningun-
urn er kastað eftir handriti Jean-Paul Sartre
og safn af stuttmyndum héðan og þaðan.
Starfsárið 1958 hófst með sýningum á glæpa-
myndum Hitchcocks (Kona hverfur, Fréttarit-
arinn) og Clauzot (Hver myrti Brignon) og
síðar komu myndir eins og Þögn er gulls ígildi
eftir René Clair og Gef oss i dag eftir Edw-
ard Dmytryk, sem hann gerði í Bretlandi eft-
ir að hafa orðið fyrir barðinu á McCarthyis-
manum í Bandaríkjunum.
Árið 1959 eru m.a. sýndar myndirnar Gleði-
dagur eftir Jacques Tati, sem hann gerði
tveimur árum áður, Verkfall eftir Eisenstein
og „Scarface" eftir Howard Hawks en á þess-
um árum höfðu frönsku höfundakenninga-
smiðimir uppgötvað bæði Hitchcock og amer-
ísku Hollywoodleikstjórana sem listamenn.
Einnig „Rashomon" eftir Kurosawa og mynd-
ir Ingmar Bergmans, Hafnarborg frá árinu
1948 og Kvöld trúðanna frá 1953 ásamt
„Umberto D“ eftir Vittorio De Sica og „The
Long Voyage Home“ frá 1940 eftir John
Ford. Áttunda starfsárið hófst á pólsku mynd-
inni Ostatni Etap eftir Wöndu Jakubowsku.
Tvær myndir Alexander Mackendricks voru
sýndar, Maðurinn í hvítu fötunum og „The
Maggie", sænska myndin Barrabas eftir Alf
Sjöberg og Hinir fordæmdu eftir Rene Cle-
ment frá 1946.
Árið 1961 hófst níunda starfsárið og þá
voru sýningarnar fluttar í Stjömubíó. Sýndar
voru myndir eins og „The Sun Shines Bright"
eftir John Ford og Vindurinn eftir Victor
Sjöström ásamt heimildarmyndinni „0,
Dreamland“ eftir breska leikstjórann Lindsay
Anderson, sem þá var einn af höfuðpostulum
raunsæisstefnu í breskri heimildarmyndagerð.
Þetta ár var Ungfilmía stofnuð og vom sýn-
ingar í Tjarnarbæ og áttu myndir klúbbsins
að höfða til yngri kynslóðarinnar; Drengurinn
Apú eftir Satyajit Ray var m.a. á dagskrá.
Tíunda starfsárið var kannski eitt af glæst-
ustu árum Filmíu hvað varðar myndaval. Það
hófst með þýsk/búlgörsku myndinni Stjörnum
og mynd Kon Ichikawa, Burmahörpunni. Ný
mynd Carlos Saura, Götustrákar, fylgdi í kjöl-
farið og pólska myndin Djöfullinn og nunnan
eftir Jerzy Kawalerowicz. Þá var „L’Atalante“
eftir Jean Vigo sýnd og „La Regle du jeu“
eftir Jean Renoir, tvö af meistaraverkum
kvikmyndalistarinnar. Ellefta og síðasta
starfsárið, 1963 til 1964, var úrvalið einnig
mjög kræsilegt: París tilheyrir okkur eftir
Jacques Rivette, Núll í hegðun eftir Vigo,
Eroica eftir Andrzej Munk, Útsmogni fót-
gönguliðinn eftir Jean Renoir, sem var glæný,
Kynslóð eftir Andrzej Wajda og Úlfagildran
eftir Tékkann Jiri Weiss. Síðustu sýningar
Filmíu voru á Eldfjallinu, franskri heimildar-
mynd um eldgos um heim allan, og Andalúsíu-
hundi Bunuels, sem spyrt var við hana. Síð-
asta sýningin var haldin hinn 19. apríl 1964
og lauk þar með sögu Filmíu.
Úr fundargeróum Filmiu
Eins og sjá má var víða leitað fanga og
leitast við að kynna höfunda og myndir sem
vakið höfðu athygli ytra. Voru heimildar-
myndir, stuttmyndir og tilraunamyndir nokk-
ur þáttur í starfseminni, sem sýnir þá fjöl-
breytni og víðsýni sem einkenndi myndavalið
í klúbbnum. í fundargerðabók Filmíu frá ár-
inu 1956 kemur fram áhugi á að fá hingað
m.a. japanskar myndir en þá var þegar tekið
að saxast á myndir Danska kvikmyndasafns-
ins og þótti ástæða til að breikka úrvalið og
sýna fleiri nýrri myndir en áður, eins og þar
stendur. „Á þann hátt væri unnt að auka fjöl-
breytnina." Á aðalfundi árið eftir var sam-
þykkt að formaður félagsins, Jón Júlíusson,
hlutaðist til um að danska leikstjóranum Carl
Dreyer yrði boðið til íslands árið eftir í tengsl-
um við sýningu á einhverri af myndum hans,
en ekkert varð af heimsókn hans hingað eins
og fram kom síðar.
í skýrslu formanns sem til er yfír starfsár
Filmíu 1956 til 1957 kemur fram að um 700
manns hafi þá verið í félaginu eða álíka og
Tjarnarbíó rúmaði á tveimur sýningum.
Myndirnar sem sýndar voru á tímabilinu hefðu
mátt vera betri, segir skýrsluhöfundur, en
annað mál sé hvort þær hefðu getað verið
betri með tilliti til þeirra aðstæðna, sem klúbb-
urinn byggi við. Ómögulegt hafði reynst að
fá myndir frá Bretlandi, Bandaríkjunum,
Þýskalandi, Svíþjóð og Rússlandi og Danska
kvikmyndasafnið því eini „aðiljinn sem getur
eða vill eiga viðskipti við okkur. í fyrra horfði
málum þannig að allt virtist uppurið í Film-
museum, höfðum við þegar sýnt allar beztu
myndirnar og svo að segja ekkert bættist við
frá ári til árs. Heldur virtist þó rætast úr
þessu í haust og hafa margar nýjar myndir
bætzt við. Er útlitið öllu betra en áður en
hvergi nærri eins glæsilegt og við höfðum
gert okkur vonir um og við hefði mátt búast
af kvikmyndasafni danska ríkisins.“ Var lagt
til í skýrslunni að hún heimilaði formanni að
fá eina mynd frá Brandon Films í New York
til prufu. Leigan á henni nam 1.000 krónum
en leiga á mynd frá Danska kvikmyndasafn-
inu kostaði hins vegar 300 krónur. Síðar
náðust samningar við Contemporary Films í
London eins og áður sagði.
í fundargerð fyrir árið 1960 segir: „Sýning-
argestir hafa verið ánægðir með sýningar og
hvert haust skorað á formann að sjá til þess
að sýningar féllu ekki niður. Fáeinir hafa
kvartað yfir myndunum, einkum þeim beztu
- og 1 kona sagt sig úr Filmíu af ótta við
franska kómedíu." Þá kemur fram að deildir
væru starfandi í Vestmannaeyjum og á Akur-
eyri með samtals á annað hundrað félögum
á hvorum staðnum. Raktar eru samræður sem
Jón formaður átti við forstöðumenn Danska ►
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST 1997 5