Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Blaðsíða 9
KRISTJÁN Davíðsson: Málverk. Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson ar (1958), en hann telur ekki auðvelt að flokka þær, segja megi að þær séu eins konar deigla, gerðar á mörkum margra stefna. Úr þeirri deiglu hafi margt gott komið. Hann segist hafa gefið Milan Kundera bókina og sagt honum að til væri frönsk þýðing hennar. Síð- an segir hann: „Kundera hefur komið hingað. Ég ætla að sýna þér bækur. Þegar ég var í París á dögunum hringdi hann í mig og sagð- ist hafa fundið eftir mig mynd frá 1945 sém hann vildi hafa á bók. Kristján segist ekki skilja hvernig hann hafi náð í myndina, en það hljóti með einhveijum hætti að tengjast Michel Tapie sem þekkti vel til húsa hjá Gal- limard-forlaginu sem gefur út bækur Kunde- ras. Kundera hefur keypt myndir af Kristjáni og Kristján sýnir mér kápumynd La lenteur (Með hægð, Gallimard 1995) sem er málverk eftir hann, afar falleg kilja og málverkið nýt- ur sín prýðilega. Kristján á áritaðar bækur frá Kundera með hlýjum kveðjum og viður- kenningarorðum. í dálítilli hrifningarvímu yfir litríku mál- verkinu á kápunni og með bók eftir Kundera í höndum, segi ég við Kristján: „Þú hefur ráðist gegn leiðindunum." „Að sjálfsögðu,“ er svarið, „listin er til þess að draga úr leiðind- unum í heiminum." Kristján segist hafa grætt á því að mála og ég skil það svo að hann eigi við annað en peninga. Hann segist aðeins hafa selt tvær myndir á þessu ári. Önnur fór til útlanda, hin er 8 metra veggskreyting í húsnæði lyfjafyrir- tækisins Pharmaco í Garðabæ. Menningarlegur prakkari Keypti Steinn nokkurn tíma af þér mynd? spyr ég Kristján með Kundera í huga. „Ég hefði aldrei selt honum mynd, ég gaf þeim Asthildi myndir, en það var skammar- lega lítið sem þau eignuðust eftir mig.“ Fordæmi Steins var þér mikils virði? „Það sem mér líkaði afskaplega vel var að Steinn gerði í því að vera mennningarlegur prakkari. Það var auðvelt, hugsa ég, að særa Stein þegar eitthvað bar á góma sem stóð honum nærri. En hann átti nú til svör, stund- um eftir langan tíma.“ Af tillitssemi við aðra vill Kristján fara hóflega í að rifja upp sögur af Steini. Hann segir þó eina með sínu eigin orðalagi: „Á árum áður sigldi skip á milli Kaupmannahafn- ar og Reykjavíkur. Steinn fór með því og einn- ig tveir menn sem hann sjálfsagt dáðist að. Þeir heilsuðu honum ekki þótt þeir rækjust oft á hann, en Steinn stóðst ekki mátið að heilsa þessum tveimur gömlu konum.“ Talaði hann við þig um skáldskap? „Einu sinni var hann að bauka við eitthvað og tók það upp úr vasa sínum, á tveimur sneplum. En við töluðum ekki um skáldskap.“ Vinátta skálda og myndlistarmanna hefur löngum verið náin? „Ég var ekki fróður um skáldskap. Jón úr Vör var að slípa ljóð sín fram og aftur og fást við sömu hlutina. Að ekki er sama hvern- ig setning er, það fann ég. Lengra náði það ekki. Móðir mín var að vísu hagmælt. Hún átti föðursystur sem var góður hagyrðingur, ég- man eftir þeim að leika sér að búa til hring- hendur. Föðursystirin var sammæðra Herdísi og Ólínu, það var þetta skáldakyn úr Breiða- firði. írskt? Já, það er nú keltneskt.“ Barningur Kristján segir að barningur sé hjá myndlist- armönnum, aðstæður út á við hafi versnað. Áður hafi verið dönsk respekt fyrir þessu öllu saman. Nú sé hún smátt og smátt að molna niður. „Danir eru merkileg þjóð. Þetta danska fólk af gyðingaættum sem settist að hér var stólpafólk. Danirnir björguðu lífi okkar, ég veit þó ekki hvort það er svo merkilegt. Sigurjón, vinur minn Ólafsson, og Birgitta kona hans, eru einir merkustu fulltrúar þess danska sem enn er við lýði hér. Ungur að aldri var ég alveg ákveðinn í því að fara ekki til Danmerkur til myndlist- arnáms. Ég fékk akademíska þjálfun við að teikna eftir módelum hjá Finni Jónssyni og Jóhanni Briem. Ég vildi ekki meira af því. Eftir veruna hjá þeim fór ég i unglinga- skóla á Núpi í Dýrafirði. Þegar farið var að gefa einkunnir fyrir teikningu fékk ég níu og hálfan, mér var sagt að meira gætu þeír ekki gefið því að kannski kæmi einhver seinna sem væri betri. Björn Guðmundsson kenndi, mér. Hann lánaði mér fiðluna sína og þá slapp ég við að mæta í glímu. Ég varð hins vegar að koma í glímupróf á vorin og það fannst mér ægilega gaman." Sýning á verkum Kristjáns Davíðssonar hefst sem fyrr segir á Kjarvalsstöðum laugar- daginn 6. september. h LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST 1997 &

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.