Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Page 10
NORÐURLJÓS SMÁSAGA EFTIR HÁKAN LINDQUIST Álfheióur Lárusdóttir þýddi Áóur en hann fór hafói hann breitt vel ofan á mig teppió svo mér yrói ekki kalt. Síóan hefur hann farió. Vió vitum ekki hvernig þaó geróist. Líklega hefur hann runnió til á hálri bryggjunni misst meóvit- undina vió fallió og runnió nióur í vatnió. kyndilega eitt kvöld þegar ég var bara tíu ára, bróðir minn var nýorðinn fimmtán, heyrð- um við undarlegt brakandi hljóð sem barst alla leið inn í bústað. Hvað var þetta, Kerim? Spurði ég. ' Ég lá í neðri kojunni okkar og hlustaði á hann; hann sat á palli við kojuna með opna bók á milli handanna. Ég lýg ekki, það lýgur ekki í mér og sann- leikurinn er mér fjarri (ég er mér fjarri) las 1 bróðir minn þegar brakandi hljóðið þrengdi sér inn í töfraheim okkar og færði okkur aftur inn i þakherbergi bústaðarins sem for- eldrar okkar leigðu. Kerim þagnaði og horfði á mig. Svo leit hann í áttina að glugganum. Kannski hélt hann að brakið kæmi frá einhvetju sem væri rétt utan við gluggann; einhveijir næturfugl- ar sem hefðu sest á gluggakarminn eða trjá- hríslur sem vindurinn hefði nuddað upp að rúðunni. En það var algjört myrkur hinum megin rúðunnar og þetta var seint í október og fuglamir famir að fljúga suðureftir og það uxu engin tré fyrir utan gluggann á herberginu okkar. Kerim, hvaða undarlega hljóð er þetta? Þetta er eins og... eins og einhver sé að hnoða saman heimsins stærsta silfurpappír. Ég veit ekki hvað þetta er, svaraði Kerim. Ég hef aldrei heyrt nokkuð þessu líkt. Alveg kyrr hélt hann áfram að stara út um gluggann. Og fyrst þegar ég reis á fætur og gekk út að glugganum, hreyfði hann sig; hann lagði frá sér bókina á rúmið mitt, reis upp og gekk út úr herberginu og út eftir ganginum. . Komdu Mark! Hrópaði hann til mín. Það er bara til ein aðferð til að komast að því hvað það er sem brakar svona, komdu! Ég þaut á eftir honum niður brattann stig- ann. Hann rétti mér þykka peysu og gamla bláa anorakkinn sinn. Farðu í þetta. Það er kalt úti. En ég er bara á náttbuxunum. Heldurðu ekki að mér verði kalt á fótunum? Æi, nei, svo kalt held ég ekki að það sé. * Það var kuldi úti á túninu. Kuldi og kola- myrkur. Við sáum ekki einu sinni útlínur pallsins við enda túnsins. Bróðir minn tók í hönd mína og leiddi mig út í myrkrið. Við skulum fara niðrað vatninu. Mér finnst eins og brakið hafi komið þaðan. En mér fannst eins og það kæmi innan úr skóginum. Sagði ég og benti að tijánum og klettinum sem gnæfði yfir bústaðinn. En ég fylgdi honum samt eftir niður trétröppum- ar að enginu og áfram niður að vatninu. Við gengum varlega útá bryggjuna. í vetur sem leið höfðu ytri stólpamir brotnað undan ísnum og bryggjan lá í háskalegum halla, beint niður í dimmt og kalt vatnið. I allt sum- ar hafði bryggjan verið notuð fyrir renni- braut. En núna í október, þegar haustvindam- ir ýfðu öldumar svo að gömlu plankamir voru orðnir hálir, sleipir og dökkir, þá var bryggjan einungis ógnarleg og hættuleg. Sérstaklega að næturlægi. Ég er hræddur, sagði ég við Kerim og fannst hönd hans um mína vera alltof veikur hlekkur til trausts og öryggis. Þú þarft ekki að vera hræddur. Ég er héma hjá þér, sagði hann og hélt aðeins fastar um hönd mína. Komdu, við skulum setjast. Við hlustuðum spenntir. En þetta einkenni- lega hljóð heyrðist ekki lengur. Við höfðum ekkert heyrt síðan við yfirgáfum þakherberg- ið. Smám saman vöndust augun myrkrinu og ég gat greint dauft ljósbrot í svörtu vatninu. Og svo allt í einu og einmitt þegar ég hafði komið auga á eitthvað annað þama úti á dökku vatnsyfírborðinu, kom brakandi hljóðið aftur. Kerim iagði handlegginn yfir axlir minar. Sjáðu Mark! Hvíslaði hann heillaður. Sjáðu! Þama! Á himninum! Og ég sá. Gríðarstórt sindrandi klæði bylgjaðist hægt yfir næturhimininn; neistrandi galdratjald geimleikhúss sveif yfír plánetu okkar, yfir vatninu okkar, yfir höfðum okkar. Ég held að ég hafi gleymt að anda. Það eru ef til vill ósýnilegir englaáhorfend- ur héma, sem klappa ákaft, hvíslaði ég að bróður mínum þegar ég náði andanum aftur. Mmm, já kannski. En mér finnst þetta hljóma dapurlegar en svo. Þetta er kannski sorgarsálmur yfir dáinni stjömu. Eg kinkaði kolli. Kannski, hélt hann áfram, hefur fallegasta stjaman slokknað og hrapað einmitt í kvöld; kannski hefur hún dáið úr kulda og slokknað eftir öll þessi miiljón ár af birtu og hita og nú hrapað í gegnum alheiminn. Og hinar stjömumar gráta neistafullum tárum af sökn- uði. Og tárin falla í gegnum himingeiminn á sama hátt og stjaman féll. Frost, þú sindrandi, taktu mig, ó stjömu- nótt! Tár stjamanna féllu í gegnum himingeim- inn, í gegnum ósýnileg lög þannig að tárin glitruðu í íjólubláum, bláum og rauðum lit- brigðum. Og bróðir minn hélt utan um mig og ég fann að það var þrátt fyrir allt of kalt til þess að sitja útá bryggjunni á náttbuxun- um. Frost, þú sindrandi, taktu mig, 6 stjömu- nótt, endurtók Kerim. Ekelöf? Spurði ég. Mmm. Ekelöf. * Kerim las upphátt fyrir mig á hveiju kvöldi. Það var pabbi sem, eftir smá um- ræðu, hafði fengið hann til þess að iofa því. Ég man ekki lengur út af hveiju eða hvers vegna hann lofaði einmitt þessu. Það var ekki líkt Kerim að falla í svona gildrur. En hvernig sem nú á því stóð hafði hann lofað því að lesa upphátt fyrir mig á hveiju kvöldi í bústaðnum og þar sem hann vonaðist til þess að ég leysti hann frá loforðinu ef hann bara veldi nógu leiðinlegar bækur, ákvað hann að lesa einungis ljóð. Strax fyrsta kvöldið reyndi ég að mót- mæla vali hans á bók, en það var gagns- laust. Kerim var þijóskur og ennþá argur útí pabba og hann hélt því fram að við hefð- um aldrei ákveðið hvemig bók hann ætti að lesa. Hann las hratt og án þess að vanda sig. Hann gerði hlé á milli og gaut augunum í áttina að mér til að athuga hvort ég væri kannski búinn að fá nóg. En ég lét eins og ekkert væri og Kerim hellti sér yfir næsta erindi, næsta ljóð. Á bak við hann, í dyragættinni útað efri ganginum, stóð pabbi og hlustaði. Hann brosti þegar augu okkar mættust og lagði fingur að vörum sér svo ég kæmi ekki upp um nærveru hans. Síðan læddist hann var- lega niður tröppumar. Og ég lét Kerim afskiptalausan, ég lygndi aftur augunum til þess að ekki bæri á hve mikið mér eiginlega leiddist. Og hann hélt áfram að lesa illur í skapi, alveg hissa yfir afieiðingum ákvörðunar hans. Og þama uppá lofti, þegar ég var bara átta ára og bróðir minn nýorðinn þrettán, heyrði ég hvemig rödd hans breyttist allt í einu. Hann hafði rétt lokið við að lesa tvær setningar þegar hann hljóðnaði. Hann hljóðn- aði, dró andann djúpt og las svo setningam- ar einu sinni enn. En í þetta skipti las hann hægt, næstum því leitandi. Erfitt að venjast sjáifum sér. Eríitt að venja sig af sjálfum sér. Ég horfði varfæmislega á hann. Hvað er að, Kerim? Ertu leiður? Hann leit upp og var aftur kominn til mín á loftið. Hann horfði á mig og mér fannst eins og hann hefði aldrei séð mig áður. Eða eins og hann hefði gjörsamlega verið búinn að gleyma mér. Ég endurtók spurningu mína. Þetta er fallegt. Svaraði Kerim hægt og röddin var ekki eins og hún átti að sér að vera. Fallegt og óhugnanlegt. Ég skil bara ekki... Orðin hurfu, augnaráð hans varð aftur fjarrænt. Lengi sat hann aiveg kyrr. Og þegar hann fór að tala aftur, hrökk ég við eins og hann hefði vakið mig. Ég skil þetta ekki, sagði hann hikandi, er það ætlunin að maður eigi að finna hugg- un í þessu? Eða er þetta ... er þetta viðvör- un? Samtímis manneskja og ekki-manneskja, hvað þýðir það? Ekki-manneskja? Ég settist upp í rúminu og dró sængina að mér. Ég veit það ekki. Hann virtist ekki heyra í mér. Að því er mér virtist fletti hann af handahófi afturá- bak í bókinni. Hér og þar stoppaði hann og leit hissa yfir textann eins og hann hugs- aði: hef ég lesið þetta? Mark, hvað hef ég verið að lesa? Sjáðu! Og nú varð rödd hans næstum því venjuleg aftur. Það er teikning héma fremst í bókinni. Þetta er alveg eins og vatnið hérna hjá okkur! Hann lyfti bókinni upp svo ég gæti séð. Teikningin var tússteikning af vatni, hólmum og steinum. Sjáðu, benti hann, þetta er eyjan okkar, þarna er steinninn fyrir utan bryggjuna. Já, það er alveg rétt, þetta er alveg eins og vatnið héma hjá okkur. ÞAnnig hafði þetta byijað. Og tveimur árum eftir fyrsta ljóðalesturskvöldið sátum við, ég og Kerim, á hættulega hallandi bryggjunni og horfðum á blikandi norðurljós sem dönsuðu yfir vatninu. Stundum var end- urkastið svo sterkt að við gátum séð útlínur eyjarinnar. * Sumir segja að þetta sé segulmagn eða rafmagn, hvíslaði Kerim, en ég held að þetta séu galdrar. Þetta er galdrasýning alheims- ins. Bara fyrir okkur. Á morgun eru það kannski einhveijir aðrir sem fá að sjá þetta og þú og ég, við fáum kannski aldrei aftur að sjá þetta. Ætli mamma og pabbi geti séð þetta. Heldurðu það? Hann hristi höfuðið. Nei, það held ég ekki. Ekki í kvöld. í kvöld em það bara þú og ég sem emm boðnir. Himinmarglyttan sveiflar bylgjandi kjól sínum úr geislum og... Æ, manstu áframhaldið, Mark? Vom það ekki kórallar og rúbínar? Jú, en það kom seinna. Það var eitthvað meira líka sem ég man bara ekki. Sjáðu! Nú er allt fyólublátt! * Héma er það, sagði hann eftir að hafa flett í einni af bókunum hans pabba. Við vomm aftur komnir í bústaðinn fyrir framan arininn. Himinmarglyttan sveiflar bylgjandi lqol sínum úr geislum og skýjum yfir fjöll og dali. Á nóttunni ertu mér nálæg bæði líkami og sál. Á nóttunni er ekkert sem skilur okkur að, ekkert nema við sjálf. Hann settist við hliðina á mér í sófann. Vestu hvað, Mark, sagði hann og dró upp þann hluta af teppinu sem hafði mnnið nið- ur af öxlum mínum, pabbi sagði mér frá því að bróðir hans hefði hitt Gunnar Ekelöf í París einhvem tímann í lok fimmta áratugar- ins. Daníel leigði sér vinnustofu með öðmm listamanni og hann var vinur Gunnars. Pabbi sagði að Daníel hefði málað Gunnar einu sinni þegar hann kom í heimsókn, en nú veit enginn hvar myndin er niðurkomin. Hugsaðu þér, það hangir kannski mynd af Gunnari heima hjá einhveijum sem veit hvorki hver hann var eða hver það var sem málaði myndina. Það er kannski eins og með ljósmyndina á veggnum á ganginum. Þá með bömunum sem em í sólbaði. Við sem horfum á myndina þekkjum ströndina og trén, þó þau væm mikið minni þegar mynd- in var tekin, en við vitum alls ekki hvaða böm þetta em. Eða hvort þau séu ennþá á lífí. Hvað tekur það langan tíma fyrir tré að ná fullri stærð? Ég veit það ekki. Það fer ömgglega eftir "10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.