Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Page 15
EG ÁTTI pistil hér í blaðinu um fríljóð m.a. (Mbl. 30.7.), sem tveir menn hafa gert athuga- semdir við, Hallgrímur Helga- son og Guðmundur Guðmund- arson. Báðir hafa áhyggjur af því að fáir íslendingar lesi ljóð, og þær áhyggjur eru auðvitað allrar virðingar verðar. Hallgrímur talaði í grein sinni í NÝJUM FJÖLNI mest um hve rýr ljóð nútímaskálda væru, og sjálf- ur hefi ég oft sagt það líka, kvartað um naumhyggju. En þetta er ekki allskostar sanngjarnt, því áratugum saman hafa ljóð- skáld flest ort í bálkum, gjarnan samstilltar heilar ljóðabækur. Þótt einstök ljóð geti þótt of rýr til að standa á eigin fótum, eru þau oft liður í stærri heild sem gerir það fyllilega, ég minnist t.d. áhrifaríkrar og fallegrar bókar Óskars Árna; TINDÁTAR HÁALOFTANNA. Friljóó En jafnvel þegar heil ljóðabók þykir til- komulítil hefi ég ekki trú á því að lausnin felist í því að skáldin fari aftur að yrkja að hefðbundnum hætti, eins og Guðmundur hefur oft boðað, og Hallgrímur gefur í skyn í NÝJUM FJÖLNI. (Nú vill hann ekki við það kannast, en hvað átti hann þá við með: „Með forminu hverfur glíman og með glímunni hverfur poesían“ o.fl. í þeim dúr?). Skoðun mína byggi ég á því hve mikið er til af góðum fríljóðum - og af andlausum ljóðabarningi, rétt kveðnum. Guðmundur virðist þó (í Mbl. 16.8.) hafa dregið mikið í land síðan hann hóf baráttu sína gegn „óljóðum". Er ekki nema gott eitt um það að segja, og batnandi manni best að lifa. Guðmundur getur nú alveg sætt sig við rímleysi, hefur kynnt sér fornkvæði íslend- inga og séð að þar er sjaldnast rím, sama gildir þá þegar seinni tíma höfundar svosem Jónas Hallgrímsson yrkja undir Eddu: kvæðaháttum, t.d. kvæðið „Ferðaiok". í pistli mínum sem hann svarar, hafði ég birt glefsur úr fríljóði eftir Tómas Guð- mundsson, „Haust í borginni“, en það birt- ist í Fagra veröld, 1933. Það getur Guð- mundur einnig sætt sig við, „Þetta snjalla ljóð leiftrar í leik ljóðstafa og léttrar hrynj- andi. Algjör andstaða við þann andlausa lognmolluprósa, sem tföllríður okkar ljóða- gerð.“ Orð Guðmundar „leikur“ og „létt“ eru einfaldlega til að dylja það, að í þessu ljóði ríkja ekki hefðbundnar reglur um ljóð- stafi og hrynjandi, þótt hvorttveggja sé notað. - Ég orðaði það í flaustri svo, að ljóðið væri óstuðlað, og bið lesendur Mbl. velvirðingar á því. Þetta er EINA atriðið sem Hallgrímur svarar. En ég færi mér til afbötunar óvönduðu orðalagi, að ámóta óregluleg stuðlun er mjög víða, m.a. hjá atómskáldunum. Réttara sagt nota þau stuðlun sumsstaðar, á skapandi hátt, í stað þess að fara vélrænt eftir fornum reglum um tvo stuðla og höfuðstaf, hákveður og lágkveður. Hallgrímur og Guðmundur gegna engu ábendingu minni um að ljóð Tómasar skipt- ist í óreglulega langar línur og erindi, þann- ig að megin- sjónarmiðið er að línan sé merkingareining, í stað þess að telja út bragliði eða a.m.k. áhersluatkvæði. Það reynir svo á skáldgáfuna hvernig glímt er við þessa reglu um merkingareiningu, frá- vik skapa spennu. Mér finnst fara vel á þessari óreglu bragsins í ljóði Tómasar, því hún samsvarar breytileika haustsins, sem ljóðið lýsir. En í stuttu máli sagt, þá ríkir hér alveg samskonar bragarháttur og í ljóð- um atómskáldanna! Ég vik því til allra sann- gjarnra ljóðvina að fletta upp hjá Einari Braga, Sigfúsi Daðasyni, Jóni Oskari og fleirum, og kanna, hvort hér er ekki um samskonar brag að ræða. Málflutningur Hallgríms er því miður á því stigi, að birta smábút úr ljóði Tómasar, sem er nokkuð reglulegur, og láta sem hann sé dæmigerð- ur fyrir kvæðið allt. Svo kvartar hann yfir því á hvaða stigi umræðurnar séu! Hvörf Það er svo annað mál, að þessi bragar- háttur, sem Helgi Hálfdanarson hefur kall- að „fríljóð“ (á ensku heitir þetta „free verse“, en á frönsku „vers libre“), kom alls ekki upp í íslensku eftir seinni heimsstyij- öld, heldur fyrir síðustu aldamót. 1892 birti Einar Benediktsson slíkt ljóð, þýðingu á hluta Grasblaða Walt Whitman (glefsa úr því er endurprentuð í bók Eysteins Þoi-valds- sonar Atómskáldin). Svo stiklað sé á stóru, þá má ennfremur nefna „Sorg“ Jóhanns ENN UM LJÓÐHEFÐ Eq freistast til aó telja hér upp elstu söfn prósa- Ijóóa eftir fræq oq virt skóld. Við ættum að njóta •• * hins besta úr allskonar lióðaqeró, seqir QRN QL- AFSSON, ón þess að seqja skóldum fyrir verkum. Tómas Guðmundsson Siguijónssonar (1907-8), „Söknuð“ Jó- hanns Jónssonar (1926), Ijóð eftir Gunnar Gunnarsson 1913, og t.d. bara sama ár og Fagra veröld, birtist „Gönguljóð" og „Minn- ing“ eftir Stein Steinar og „Þýskir jafnaðar- menn“ eftir Sigurð Einarsson, skömmu síð- ar „Vér öreigar“ eftir Jóhannes úr Kötlum, og enn mætti lengi telja (sbr. tv. bók Ey- steins, bls. 42 o. áfr. og rit mitt Rauðu pennarnir, bls. 119-122). Þó þekkt skáld hafi áratugum saman ort töluvert af ljóðum án ríms, með óreglulegri stuðlun og óreglu- legri hrynjandi, þá verður ekki vart neinnar andstöðu við það fyrr en um miðjan_4. ára- tuginn, en einkum áratug síðar. Ég hefi reynt að skýra það (í tv. riti mínu, bls. 137) með viðhorfsbreytingu hjá menningar- hreyfingu kommúnista og nánustu banda- manna þeirra: „Upphaflega eru liðsmenn hennar fremstir í fylkingu nýjungamanna, yrkja sumir kvæði í nýstárlegu formi og einnig módern Ijóð, með annarlegu mynd- máli, og án röklegs samhengis. Aðrir rót- tæklingar fagna slíkum nýjungum, sem virðast hvergi hafa átt verulegri andstöðu að mæta. En þeirra gætir lítt eftir 1930, nema hvað þá ber nokkuð á fijálsu ljóð- formi með einföldum, röklegum textum. En eftir miðjan 4. áratug verður æ útbreidd- ara í röðum róttæklinga að hafna jafnvel slíkum bókmenntanýjungum, og boða skáldum að halda sig við hefðina - til þess að ná til alþýðunnar og orka á hana til baráttu. Hér sé ég undirrótina að þeirri miklu andstöðu sem atómskáldin mættu um miðja 20. öld, forverar þeirra höfðu snúið við blaðinu. En einnig kemur til aukin þjóð- ernisstefna - m.a. kommúnista - í seinni heimsstyijöld og við lýðveldisstofnun og áframhaldandi hersetu, hefðbundin ljóð voru helsti vettvangur þjóðernisstefnu, og því þótti mörgum tilræði við þjóðernið að hverfa frá þeirri hefð í yrkisefnum, mynd- máli eða formi.“ Prósaljóð Guðmundur virðist þá sáttur við friljóð, a.m.k. ef þau eru ort af svo frægu og virtu Einar Benediktsson skáldi sem Tómas Guðmundsson er. En síðasta vígi Guðmundar í stríðinu gegn „óljóðum“ er þá að formæla prósaljóðum. Eini munurinn er þó sá, að þar er textan- um ekki skipt í línur. Verður vart fundinn ómerkilegri mælikvarði á bókmenntagildi. En kannski Guðmundur efi ekki bók- menntagildið, heldur bara nafngiftina „ljóð“ um slíka texta. Þá fara þetta nú að verða helsti fáfengilegar umræður. Ástæð- an fyrir því að menn kalla texta prósaljóð er sú, að hann hefur helstu einkenni ljóða, einkum þó samþjöppun máls, myndrænar lýsingar, þ.e. svo nákvæmar að þær höfða til skynjunar lesenda, og oft hnitmiðun. Ég freistast til að telja hér upp elstu söfn prósaljóða eftir fræg og virt skáld, ef ske kynni að það mildaði andstöðu Guðmundar og fleiri. Við ættum að njóta hins besta úr allskonar ljóðagerð án þess að segja skáldum fyrir verkum. Prósaljóð birtust fyrst á íslensku í þýð- ingu Gests Pálssonar á textum úr Senilia Túrgenjefs 1884, einnig birtust prósaljóð eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson, sem lést 1906 („Gull“ og „Við ána“), en einkum eru þó prósaljóð ort á öðrum áratug aldar- innar á íslandi, en birtust síðar. Þar má nefna heila ljóðabók eftir Jón Thoroddsen, Flugur, sem ort var 1916, birt 1922, aðra eftir Huldu, Myndir, ort 1918, birt 1924 og „Hel“ eftir Sigurð Nordal, birt 1919, einnig ljóðabálkinn „Úr djúpinu" eftir Jak- ob Smára, birt í fyrstu ljóðabók hans, Kaldavermsl 1920. Ennfremur birtusttvær prósa- ljóðabækur þýddar eftir indverska Nóbelsskáldið Tagore 1919 og 1922. Fleira mætti telja, enda vitnar Halldór Laxness að prósaljóð hafi verið í tísku á íslandi um 1920. Við ljúkum þessum pistli á fyrsta frumsamda íslenska prósaljóðinu sem ég hefi fundið. Það er eftir Einar Benedikts- son og birtist inni í greininni „Stjörnu- dýrð“ 1896. Það hefur að vísu ekki fyrir- sögnina „prósaljóð“ né neitt af því tagi, og er það e.t.v. skiljanleg varfærni í upp- hafi bókmenntagreinar. Þessi texti líkist ljóðum Einars frá sama tíma, t.d. „Undir stjörnum" (1892) og „Norðurljós", og birt- ist skömmu eftir það síðarnefnda, á að- fangadag 1896. Einstakar klausur prósa- ljóðsins samsvara erindum í þessum kvæð- um, uppbyggingin er svipuð. 1. klausa text- ans er einskonar aðfararorð, tengir mann og himin, einsog í lokin, því hún tekur upp líkinguna um stjörnur sem augu. Stjörn- urnar breyta hinsvegar um eðli í 3. klausu. Þá verða þær demantar og perlur sem skraut á hafblárri fótsíðri skikkju himins, sem þannig er persónugerður, talað um hann sem mannvera væri. Einar notar þá mynd hvað eftir annað í ljóðum sínum. En svo verða þessi atriði að annarri mynd; efst á himni er Vetrarbrautin „einsog sig- urbogi“, en neðst eru norðurljósin. Einna mest er lagt í mynd þeirra, bæði í lit og hreyfingu: Einsog í fyrrnefndum kvæðum stendur ljóðmælandi hér einn úti um stjörnubjart kvöld og lýsir umhverfi sínu myndrænt (2. klausa miðhlutans). Fyrst lýsir hann sjávarsundum, síðan jörð, hvort- tveggja blikar bjart, jörðin undir snjó. Ein- sog hrímklettar gnæfðu við sjóndeildar- hring í „Norðurljós“, þannig birtast „sæ- brött, brúnalétt fjallalönd“ hér. Síðan kem- ur mynd himins, persónugerð (3. klausa). Lokaklausan er svo ákall til kvöldhimins- ins, en síðan beinist athyglin aftur niður á við, að mynd húsþaka og persónugerðra, herðabreiðra fjalla, loks að ljóðmælanda, sem lýsir tilfinningum sínum gagntekinn af „dýrð loftsins“. Einsog í fyrrnefndum kvæðum er hér lögð áhersla á kyrrðina. Hún styrkist enn við andstæður innan þeirrar myndar, húsþökin drúpa, en per- sónugerð fjöllin rétta sig upp: Ég hefi horft inn í spegla margra sálna, og allt, sem fegurst er til afþví, sem bund- ið er í fjötra duftsins, hef ég séð þar. En:_ hvað eru þó augu dauðlegra manna hjá stjörnunum, speglum þeirrar sálar, sem streymir gegnum náttúruna? - í kvöld er heiðríki og Ijósvakabrautirnar milli jarðarinnar og uppheims skínandi bjartar út til ystu merkja. Ég verð að vera úti, þar sem ekkert felur auglit kveldfeg- urðarinnar fyrir mér. Lognsundin leggjast upp að bryggjunum, köld og slétt, eins og' gljáfægður málmur, en fyrir handan fjörð- inn hinum megin við snjódrifnar eyjar og tanga gnæfa sæbrött, brúnalétt fjallalönd í norðurátt og bregða hvikulum skuggum á fjarðarbeltin. Himinninn er klæddur í hafbláa, fótsíða skikkju, alsáða glitrandi demöntum og Ijó- sperlum. Yfirhæsta hvolfið er Vetrarbraut- in dregin eins og sigurbogi, gerður af Ijós- þoku ósýnilegra sólna, en norðurljósin þjóta með flogagullslit og eldkvikum gei- slabrotum í neðstu byggðum loftsins. Blá- klæddi kvöldhiminn! Hvar skín allt þitt guðdómlega skraut skærara en hér? Hvar er himinninn himneskari en á íslandi? - Nú er helgidagsþögn yfir allri náttúrunni. Húsþökin drúpa hvít og steinhljóð undiz þessum straumum af svölu ljósi, en tinda- há, axlabreið fjöll rétta sig upp í ríki stjarn- anna. - Og ég, sem þetta skrifa, stend einn, þar sem ég heyri ekki til mannanna, og horfi með undrun og orðlausum fögn- uði á hina voldugu dýrð loftsins, eins og ég sæi hana nú fyrsta sinni. £ond&in& mvAta úrual af&ígilchri ténlist LAUGAVEGUR 26 opið alla daga til kl. 22. Simi 525 5040 < I -y LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST 1997 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.