Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Qupperneq 13
KÓR íslensku óperunnar SUNGIÐ undir stjörnubjörtum himni við Garda-vatn við mikla hrifningu áheyrenda. AÐ LOKNUM tónleikum í Bologna tók kórinn lagið fyrir utan tónleikasalinn fyrir gesti og gangandi. LjósmtHelgi Hinriks Á FYRSTA viðkomustaðnum, Riva del Garda, á leið yfir vindubrúna sem lá inn í heldur frumlegan tónleikasalinn. Himnasending Tónleikarnir gátu hafist. Nú sást í stjörnu- bjartan himininn. Tónleikagestirnir byijuðu að streyma inn hver á fætur öðrum svo bekkirnir voru brátt þéttskipaðir og þeir sem á eftir komu gerðu sér að góðu að standa upp á ann- an endann alla tónleikana. Ekki af eintómri kurteisi því ánægjan og hlýjan sem streymdi frá áheyrendum sagði meira en mörg orð fá sagt. Tónleikarnir gengu í alla staði mjög vel og var kórinn og einsöngvarinn klappaður upp hvað eftir annað. Veðrið var eins og best verð- ur á kosið en til að krydda örlítið flutning kórsins á Við Vorkvæði um ísland eftir Jón Nordal, sem frumflutt var á fimmtíu ára af- mæli lýðveldisins, felldu veðurguðirnir nokkra dropa úr lofti í upphafi lagsins, sem hefst á orðunum „Einn dag er regnið fellur mun þjóð mín koma til mín ..." Á Ítalíu eru áheyrendur meiri þátttakendur í tónleikum og ófeimnari við að láta í ljós til- finningar sínar en við eigum að venjast. Ekki var óvanalegt að gestir kæmu með lítið segul- bandstæki með sér og hljóðrituðu tónleikana og það var gert eftirminnilega í Virkinu. Ungt par heillaðist svo mjög af söng kórsins og sér í lagi einsöngvaranum að það lét sér ekki nægja að hlýða á og hljóðrita æfingu dagsins heldur var það mætt aftur á fremsta bekk á tónleikana sjálfa um kvöldið og vitaskuld rúll- aði segulbandstækið góða þá aftur. „Aukatónleikar" ■ Arenunni i Verona Aðrir tónleikar kórsins voru í miðaldabænum Bassano del Grappa, sem hið ágæta grappa- vín er kennt við. Á leiðinni þangað var stansað í Verona og sú sögufræga borg skoðuð. Aren- an var vitaskuld fyrsti áfangastaðurinn, en þar var þá nýlega búið að koma fyrir leikmyndinni af Áidu. Að öllu jöfnu er harðbannað fyrir ferðamenn að stíga á svið Arenunnar en með miklu harðfylgi fararstjórans fékk kórinn leyfi til að stíga á svið og syngja fyrir nærstadda ferðamenn. Úr vöndu var að velja en að sjálf- sögðu var sigurkórinn úr Aidu sunginn og á eftir þjóðsöngur íslendinga og þótti nærstödd- um þetta greinilega hin skemmtilegasta uppá- koma. Dvölin í Bassano del Grappa var líklega hápunktur ferðarinnar. Öll aðstaða var til fyrir- myndar bæði hótel og tónleikastaðurinn, San Francisco-kirkjan. Viðtökurnar þar munu líka seint líða úr minni tónlistarfólksins. Aðsókn á tónleikana slagaði hátt upp í aðsóknina sem kórinn fékk á tvennum tónleikum sem hann hélt í íslensku óperunni áður en hann fór utan. Að tónleikunum loknum bauð eigandi hótels- ins, sem kórinn gisti á, öllum upp á fordrykk og hafði mörg orð um glæsileika tónleikanna. Listamaður sem staddur hafði verið á tónleik- unum hafði einnig hrifist svo af söngnum að hann kom stormandi á samkunduna á hótelinu og afhenti Garðari, John og Ólöfu málverk eftir sjálfan sig. Sungist ó vió félag fljúgandi baenda Eins og áður hefur komið fram var tilgang- ur ferðarinnar í megin dráttum sá að kynna Itölum Kór íslensku óperunnar og um leið að vekja athygli á því að á íslandi er starfrækt ópera á atvinnumannagrundvelli. Segja má að það markmið hafi náðst en bætt var um bet- ur, íslenskum ferðamannaiðnaði í hag. í kvöld- verði síðar sama kvöld á hótelinu varð á vegi kórsins hópur frá Bretlandi sem kallar sig The Flying Farmers Association. Eftir stutta við- kynningu skoruðu þeir á kórinn að syngja sem hann gerði vitanlega. Svöruðu þeir í sömu mynt og það á eftirminnilegan hátt. Hóparnir héldu áfram að syngjast á milli þess sem haldn- ar voru tölur og sagðar gamansögur. Eftirleik- urinn varð síðan bréfaskriftir og plötusending- ar og nú er svo komið að flugbændafélagið hefur afráðið að skreppa til íslands á sumri komanda og kynna sér enn betur land og þjóð! Vatnstap og vasaþjófar Bologna var þriðji áfangastaður kórsins með viðkomu í Padova en dvalarinnar þar verður líklega sérstaklega minnst vegna óbærilegs vatnstaps og óprúttinna vasaþjófa. Á föstudög- um er markaðsdagur í Bologna og létu ferða- langarnir sig ekki vanta þar. Þrátt fyrir marg- ítrekuð tilmæli fararstjórans um að vera vel á verði gagnvart vasaþjófum urðu nokkrir úr hópnum fyrir barðinu á þeim. Leikirnir sem settir eru á svið í kringum hvern þjófnað eru x með ólíkindum og hafði hver sína sögu að segja um hvemig reynt var að hnupla af þeim fjármunum. Oftar en ekki komu lítil börn þar við sögu. En allt fór nú betur en á horfðist og hnuplararnir höfðu lítið upp úr krafsinu. í Bologna voru tónleikarnir haldnir í Capp- ella Famese, sem er hátíðarsalur borgarráðs. Hitinn þar var nánast óbærilegur og varla þurr þráður á hópnum eftir konsertinn. Sviti perlaði af andliti og lak í stríðum straumum niður eftir baki og bringu en kórinn lét ekki deigan síga þrátt fyrir að ýmsum væri tekið að sortna fyrir augum og aðrir ættu erfitt með andardrátt. Tónleikarnir tókust vel og lauk þéttskipaður salurinn lofsorði á frammi- stöðu allra. Það var kærkomið að komast út undir bert loft að tónleikum loknum og anda að sér súrefninu og láta andvarann leika um sig. Þar sem beðið var eftir rútunni tók kórinn lagið á torgi fyrir utan tónleikasalinn og dreif þá að múg og margmenni. Sumir héldu að hér væru að hefjast tónleikar og enn aðrir spurðu hvenær tónleikarnir hæfust. En þetta var að- eins sýnishorn og næstu og jafnframt síðustu tónleikar kórsins voru í Flórens. Lekatónninn i Flórens markaói nýtt upphaf Það var mikil upplifun fyrir kórinn að koma til lista- og menningarborgarinnar Flórens. Til þessa hafði ferðin verið nánast óaðfinnanleg hvað góða skipulagningu og fararstjórn varðar og það sýndi sig og sannaðist eina ferðina enn í Flórens. Kórinn naut þess að eiga ftjálsan tíma og skoða þar hinar sögufrægu byggingar borgarinnar, dómkirkjuna og skírnarkapelluna að ógleymdu Uffizi-listasafninu. Gist var í heilsubænum Montecatini, en á sama tíma var þar staddur annar íslenskur hópur, nefnilega landslið íslands í bridge sem keppti þar á Evrópumeistaramótinu. Tónleikarnir voru haldnir í kirkjunni Confratemita dei Vanche- toni, sem í dag er m.a. notuð til tónleika- halds. Aðsóknin var góð eða á annað hundrað manns. En þar líkt og á öðrum tónleikastöðum kórsins fann kórinn sterkt fyrir hrifningu tón- leikagesta og undirtektir létu ekki á sér standa. Það var orðin föst hefð hjá kórnum að enda tónleikana á þjóðsöng Islendinga og ef ein- hveijir íslendingar voru í salnum var þeim boðið að stíga á svið með kórnum og syngja með. í Flórens bættist kórnum heldur betur liðsauki en þar voru þá stödd Olafur Árni Bjarnason tenór, kona hans Margrét Ponzi og blaðamaður Morgunblaðsins Guðrún Guðlaugs- dóttir sem ásamt fleirum tóku undir í þjóð- söngnum. Með tárvot augu söng kórinn sinn lokatón á tónleikaferðalaginu en brúnin léttist þegar starfsmaður menningarmiðstöðvarinnar í Flór- ens kom að máli við stjórnandann og óskaði eftir að fá kórinn strax að ári til tónleika- halds. Ekki var gengið frá samningum á staðn- um en hver veit nema að kórinn verði aftur staddur á Ítalíu að ári. Ekki er hægt að ljúka ferðasögu kórsins án þess að segja frá afdrifum töskunnar góðu sem ekki komst til skila í Bassano del Grappa né alla ferðina. Við komuna á Keflavíkurflug- völl þann 18. júní var eigandi töskunnar kallað- ur upp og beðinn að koma að afgreiðslu sem hann og gerði. Honum til mikillar undrunar beið taskan hans þar. Sú hafði verið heimakær. í meira lagi því þegar allt kom til alls hafði' hún aldrei farið úr landi. 1 Óhætt er að fullyrða að þessi ferð mun lengif verða í minnum höfð. Margir lögðu hönd á plóg svo af henni gæti orðið; nöfn einstaklinga verða ekki tíunduð hér, en þess þó getið, að Ferðaskrifstofan Heimsklúbbur Ingólfs - Príma átti stóran hlut að máli. Höfundur er framkvæmdastjóri styrktarfélags Islensku óperunnar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST 1997 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.