Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Blaðsíða 7
ÁSVEGUR 28. Einbýlishús. Arkitekt: Sigvaldi Thordarson.
Byggingu hússins lauk 1958.
HRAFNABJÖRG 2. Einbýlishús og eigið hús arkitektsins, Fanneyjar Hauksdóttur.
Byggingu hússins lauk 1996.
HAMRAGERÐI31. Einbýlishús. Arkitekt: Haukur Viktorsson, 1969.
Byggingu hússins lauk 1973.
LINDASÍÐA 2 og 4. Fjölbýlishús fyrir aldraða. Arkitekt: Fanney Hauksdóttir, Arkitekta-
og verkf ræðistofa Hauks 1992. Byggingu hússins lauk 1994.
BREKKUSÍÐA 5. Einbýlishús. Arkitekt: Reynir Adamsson 1981.
Byggingu hússins lauk 1986.
KAUPVANGSSTRÆT11. Verzlunar- skrifstofu- og íbúðarhús. Arkitekt: Örn Sigurðsson.
Húsinu telst ekki að fullu lokið.
stað þar sm útsýni opnast norður yfir allan
Eyjafjörð. Tuminn sem þama er, hefur orðið
einskonar kennimark á fleiri byggingum Fan-
neyjar og kemur fyrir í minna mæli í sambýl-
ishúsinu Lindarsíðu 2-4 og glerhúsi Blómav-
als að Hafnarstræti 26.
Miðbær Akureyrar hefur fengið glæsilega
viðbót með verzlunar-skrifstofu- og íbúðar-
húsinu að Kaupvangsstræti 1. Eins og sést
af myndinni hefur Morgunblaðið fengið þar
inni. Þetta hús Arnar Sigurðssonar arkitekts
er í hæsta máta nútímalegt og þótt það sé
„á bezta stað í bænurn" skyggir það ekki á
neitt annað. Það er Gísli Gestsson ljósmynd-
ari og kaupmaður í Ljósmyndavörum í
Reykjavík, sem auðgað hefur Akureyri með
þessu húsi.
í einbýlishúsinu Brekkusíðu 5 svarar Reyn-
ir Adamsson arkitekt þeirri spumingu, hvort
hægt sé að byggja svo fullkomlega „venju-
legt“ hús að í rauninni hafi það ytra útlit
hlöðu, en sé samt í hæsta máta athyglisvert.
Aðeins glerskálinn víkur í forminu frá hlöðu-
byggingunni, en hér skiptir ekki mestu máli
hvað er gert, heldur hvernig það er gert.
Gluggaskipanin, svörtu staurarnir tveir,
horngluggi, útbyggingin, staurabútar út úr
útvegg eiga hér þátt í merkilegu samspili og
svart er síðan endurtekið á þakinu.
Ef til vill var vandasamasta verkefnið af
öllum þessum að hanna og byggja nýja við-
byggingu við það gamla og glæsilega hús
Menntaskólans á Akureyri. Það verk hafa
arkitektarnir Gísli Kristinsson og Páll Tómas-
son leyst með prýði. Hér hefur verið unnið
af mikilli hógværð og virðingu fyrir gamla
húsinu, enda er af og frá að nýja byggingin
skyggi á það á nokkurn hátt. Það hefur auð-
veldað arkitektunum verkið, að nýja bygging-
in er bakatil og ofan við gamla húsið, svo
vegfarandi sem kemur að gamla Mennta-
skólahúsinu tekur naumast eftir henni. Þegar
komið er að húsinu ofanfrá sést ennþá betur
hvað hér hefur verið vel að verki staðið; bygg-
ingarnar aðeins látnar tengjast með boga-
dregnum gangi og síðan er bogaformið látið
halda áfram eins og myndin sýnir, en gras-
flöt uppi á þakinu og fyrirlestrasalur klæddur
með bláum flísum.
Sömu arkitektar hafa teiknað hús við
Undirhlíð 2 sem er fagurt á allt annan hátt.
Þar er léttleiki og góð birta í öndvegi og
gæti virzt fremur ólíklegt að hér er hjólbarða-
verkstæði til húsa.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST 1997 T