Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Síða 6
kvikmyndasafnsins á ferðalagi sínu til Kaup- mannahafnar. Ræddi hann kvikmyndavalið og kannaði hvort ekki væri hægt fyrir til- stilli kvikmyndasafnsins að fá myndir frá öðrum aðilum. Þannig fékk félagið myndina „Umberto D“ frá Palladium. Kom í ljós að Filmía væri einna liflegastur og stærstur af kvikmyndaklúbbunum sem hefðu viðskipti við safnið, dönsku klúbbarnir gengju illa og vildu lognast útaf. „Hvöttu þeir Islendinga að halda áfram og hétu stuðningi. Þeir bentu á hvort ekki væri heppilegt að stofnsetja kvikmynda- safn á vegum Filmíu, en það mundi styrkja stöðu okkar gagnvart öðrum söfnum." Einnig ræddi Jón það við dönsku safnamennina að bjóða hingað Carl Dreyer en var tjáð að „hann sökum elli og sérvizku væri ófáanlegur til að sækja jafnvel kvikmyndahátíðir _og því til- gangslaust að fara þess á leit“. Á aðalfundi þessum var einnig rætt um framtíðarhúsnæði Filmíu og „jafnvel talað um að byggja hús undir starfsemina". Var ákveðið að halda sérstakan fund um málið. Félagadeildirnar á landsbyggðinni voru orðnar þrjár að tölu og beiðnir höfðu borist Filmíu um að stofna fleiri deildir, t.d. frá Akranesi, Neskaupstað og Kvenfélagi V-Húnavatnssýslu. í fundargerðum áranna 1961 til 1963 eru efst á baugi húsnæðisvandræði klúbbsins, sem flutt hefur úr Tjamarbíói í Stjörnubíó á „til- tölulega slæmum sýningartíma". Þá komu nýjar skattareglur hins opinbera illa við félag- ið, „en þó verr við taugakerfi félagsstjórnar". Segir að rekstrargrundvöllur félagsins sé mjög hæpinn, einkum þegar tekið er tillit til þess hve öll vinna er greidd lágu verði. Af þessu tilefni átti stjómin að vinna að því að félagið yrði viðurkennt sem starfandi menn- ingarfélag, listafélag af hálfu skatta- ogtolla- yfírvalda. Nefndar voru þrjár leiðir í því sam- bandi: 1) Formanni var falið að eiga viðræður við ríkisskattstjóra með það fyrir augum að fá viðurkenningu á Filmíu sem félagi er starf- ar að eflingu lista og menningar. 2) Fá fræðslukvikmyndasafn ríkisins til að mæla með því við fjármálaráðuneytið að þungatollur verði afnuminn af kvikmyndum Filmíu en „samkvæmt hinum nýju tollalögum greiðir Filmía sama toll og önnur kvikmyndahús sem sýna sínar myndir 20-50 sinnum“. 3) Hefja viðræður um að 9 prósent menningargjald taki ekki til Filmíu á þeim grundvelli að um fræðslukvikmyndir sé að ræða. Mikilvaegur kvikmyndaskóli Það voru einkum tvær ástæður fyrir því að klúbbstarfið lagðist niður, að sögn Jóns Júlíus- sonar. „í fyrsta lagi lentum við í karpi við yfírvöld mennta- og fjármála. Tollalögum var breytt. Áður var tekinn tollur af leiguupphæð fyrir hveija mynd. Því var breytt og tollur tekinn af hverju kílói af innfluttum kvikmynd- um. Þá skipti ekki máli hvort myndin var sýnd einu sinni eða var á sýningarferðalagi um allt land í hálft ár. Það kom eins og blaut tuska í andlit okkar og maður spurði sjálfan sig, af hveiju að leggja alla þessa vinnu á sig í níu mánuði á ári og skrifa og skrifa þegar lands- ins yfirvöld launa það með slíkum hætti? Þá væri eins gott að gera leikhlé og hvíla starfsem- ina. Við bættist að kanasjónvarpið var farið að hafa sín áhrif og við fórum úr Tjarnarbíói í Stjömubíó en fólk saknaði litla, notalega, hruma Tjarnarbíós. Þegar þetta lagðist saman var starfseminni hætt í þeirri vissu að aðrir mundu taka upp þráðinn, eins og raun varð á.“ En Jón bætir við að hann og félagar hans hafi fengið mikla ánægju úr starfinu við Film- íu enda má segja að klúbburinn hafi verið mikilvægur kvikmyndaskóli og uppeldismið- stöð á tímum þegar listrænum kvikmyndum og kvikmyndasögu var lítið sinnt. Filmía gegndi þýðingarmiklu hlutverki sem fræðslu- stofnun utan um kvikmyndasögu og fylgdist grannt með því sem var í deiglunni hveiju sinni og útbreiddi kvikmyndamenningu og gerði henni slík skil hér á landi að aðdáun vekur, sérstaklega þegar haft er í huga hversu erfiðlega gekk að útvega myndir nema frá Danska kvikmyndasafninu eins og rakið er hér að ofan. Filmía var frumkvöðull í landi þar sem kvik- myndamenning hafði ekki enn fest rætur. Klúbburinn markaði upphafið að raunverulegri menningarstarfsemi tengdri kvikmyndum, sem fram að því hafði að mestu verið litið á sem skemmtitæki. Ekki er óeðlilegt að ætla, og Jón tekur undir þá athugasemd, að stofnun og starfræksla klúbbsins tengist að einhveiju leyti grósku í íslenskri kvikmyndagerð á öndverðum sjötta áratugnum þegar kvikmyndafélagið Edda film var stofnað og Óskar Gíslason og Loftur Guðmundsson gerðu sínar 16 mm myndir. Greinin er unnin í samvinnu við Kvik- myndasafn Islands. Framhald verður í næstu Iesbók.. Höfundur er sagnfræðingur og kvikmynda- gagnrýnandi. NYJABRUM FYRIR NORÐAN A Akureyri hgfg risió mörg gthyglisveró hús ó síóustu órum og auógaó falleg- an bæ sem á fyrir r nokkrar perlur frá fyrri tímum. Jón Geir Agústsson bygging- arfulltrúi á Akureyri fór um bæinn meó Gísla Sigurðssyni og benti á sumt af því sem hann telur aö best hafi verió gert. HAFNARSTRÆTI26. Verzlun. Arkitekt: Fanney Hauksdóttir. Arkitekta- og verkfræðistofa Hauks 1992. Byggingu hússins lauk 1993. ÞAÐ var á einum af mörgum fögrum dögum sumarsins fyrir norðan að við Jón Geir Ágústs- son byggingarfulltrúi lögðum upp í dálítinn leiðangur í því skyni að líta á og mynda eitt- hvað af því sem risið hefur uppá síðkastið í höfuðstað Norðurlands og telja má að sé góður arkitekt- úr. Akureyri hefur að því leyti verið heppnari en flestir íslenzkir bæir, að þar hafa ekki orð- ið nein stórmistök í skipulagi og byggingum. Þar eru ekki hús sem skera í augu fyrir ljót- leika. Þvert á móti er afar ánægjulegt að fara um bæinn og sjá margt sem gert er af list- rænni tilfinningu. Akureyri býr að arfí frá blómiegu byggingaskeiði fyrir og eftir síðustu aldamót. Mörg þeirra húsa eru enn staðar- prýði og verður nánar vikið að þeim síðar. Það er hinsvegar nýjabrumið sem hér er til athugunar. Á samdráttarskeiðinu 1988-1995 var að vísu lítið byggt, en þungt á metunum er það einnig, að það litla sem hægt er að gera sé gott. Lesbók hefur áður litið á nýleg hús á Akur- eyri, Glerárkirkju þar á meðal. Ef hér er ein- hver rauður þráður sjáanlegur, þá birtist hann einna helzt í aukinni notkun á gleri og þá um leið vissum léttleika, sem einkennir slíkar byggingar. Tvö einbýlishús frá 1958 og 1973 skera sig eðlilega úr og geta að sjálfsögðu ekki talizt til nýjabrums. í þessum húsum talar steinsteypan sínu máli, en einbýlishús Sigvalda Thordarsonar, sem er elzt af þessum húsum, getur vissulega talizt klassísk fyrir- mynd fyrir frábær hlutföll og formtilfinningu sem úreldist aldrei. Einbýlishús Fanneyjar Hauksdóttur arkitekts er dæmi um góðan módernisma á okkar tímum, en sýnir minnk- andi áherzlu á strangleika í formi frá dögum Sigvalda. Hús Fanneyjar er svo nýtt að lóðin er enn ófrágengin eins og sést á myndinni. Það sést hinsvegar ekki að húsið stendur á STÆKKUN Menntaskólans á Akureyri. Fyrirlestrasalur og tengigangur. Arkitektar: Gísli Kristinsson og Páll Tómasson, Arkitektastofan í Grófargili, 1994. Byggingunni var iokió 1996. « 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.