Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Page 12
ELÍAS MAR HVAÐ VILL SÁ SEM RÆÐUR? Þau eru öll dáin og burtkölluð á undan mér leiksystkinin mín af Grundarstíg 8, Halli, Tryggvi, Rannveig, Stella, Elías nafni minn með engilhárið og reyndar fleiri þessi fjörmiklu og hraustu böm sem uxu upp í skjóli fjölskyldunnar og áttu bæði pabba og mömmu þau eru öll horfin á braut, en ég veslingurinn sem hvorki átti pabba né mömmu og kúrði undir verndarvæng draghaltrar völvu sem fædd var í stjórnartíð Friðriks kóngs sjöunda ég hjari þó enn. Júlí 1997. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. ÞÓRA INGIMARSDÓTTIR í KIRKJUNNI Kvöldið er komið köllum við inn Hverfulir komdu nú með árabátinn góðurinn minn tímar Kvöldið er komið klukkurnar hringja Hverfulir tímar Skarar inn hersingin stundin er eilíf Drottinn minn gefðu einmitt þessvegna að árabáturinn Stundarkorn leggjumst komi (nú) með fenginn sinn við í grasið, finnum svalan andvara af hafi Hálfluktum augum Ieika um húð okkar horfum í tómið og leikum okkur að því Bylgjurnar byltast að blása í ýlustrá bláar að vana Reynum að uppgötva liðna stund er sífellt Stjörnurnar tindra er að smjúga okkur úr trylltar mana mánaskinið fram greipum Takmark okkar er einfalt Drottinn - lát nú koma en um leið ótakmarkað fenginn þinn í þakklátri bæn Að geta sagt bömum okkar hversu Ijúfar stundir voru hér við lofum þig hér á árum Herra áður heimsins og hafsins Bregður kannski fölva - skapara alls hvers á endurminningar sem gert er á jörð eða verða þær stórkostlegri Að leika sér í hafi Kveiktu nú lífið að hafa séð og sjá Drottinn minn á knerri morgunroðann gylla fjörðinn - Komi nú báturinn okkar að eiga sér leyndarmál f' meðal steinanna í fjörunni. Höfundurinn er ung skáldkona i Reykjavík. EF VEL er að gáð má sjá kórinn hægra megin í Aidu-leikmyndinni í Arenunni í Verona. Þrisvar sinnum stærri hópur tók þátt í uppfærslu óperunnar á Aidu hér um árið og var við það að sprengja utan af sér húsið. SUNGIÐ UM SUMAR EFTIR SOFFÍU KARLSDÓTTUR. f Kór Islensku óperunnar fór í sumar í tíu daga tón- leikaferó til Italíu. Kórfélagar voru fimmtíu auk stjórnandans Garóars Cortes, píanóleikarans Johns Beswick og einsöngvarans Olafar Kolbrúnar Haróardóttur. Einnig slógust nokkrir makar kórfélaga meó í förina. --------------------sJ._________________________ AÐ MORGNI 9. júní var flog- ið frá Kéflavík til Mílanó, með millilendingu í London og ekið þaðan til fyrsta áfangastaðarins, Riva del Garda, sem er við norður- enda Garda-vatnsins. Ekki gekk alveg áfallalaust að komast frá Mílanó þar sem nokkrar ferðatösk- ur höfðu orðið viðskila við hópinn í London. Eftir nokkra bið og sannfæringu flugvall- arstarfsmanna um að töskurnar, sem glatast höfðu, yi’ðu sendar til Garda-vatns daginn eft- ir var haldið út í rútur. Þar beið fararstjóri ferðarinnar, Andrea, tvístígandi enda farinn að örvænta um hvað hefði orðið af hópnum sem hann átti að fylgja næstu tíu daga. Þegar hann komst að því hvað hafði valdið töfínni brást hann vel við og sagðist verða í sam- bandi við flugstöðina og myndi fylgja því eftir að töskumar kæmust á áfangastað. Það kom á daginn að Andrea átti eftir að reynast hópn- um betri en enginn. Hann var alltaf vakandi yfir þörfum kórsins og þóttj ekki tiltökumál að breyta útaf fyrirfram skipulagðri dagskrá ef það hentaði hópnum betur. Það var töfrandi leið sem ekin var eftir vest- urströnd Garda-vatnsins til bæjarins Riva del Garda. Tekið var að rökkva og ljósadýrð hinna fjölmörgu litlu bæja, sem raða sér meðfram vatninu, spegluðust í kyrrlátum vatnsfletinum. Lúnir en eftirvæntingarfullir lögðust ferða- langamir til hvílu að kvöldi fyrsta dags ferðar- innar. Dagur rann upp og Garda-vatn með sinni stórkostlegu fjallaumgjörð bauð gestum sínum góðan dag. Veðrið var dýrðlegt, gróður- inn skartaði sínu fegursta og með bros á vör tíndust sumarklæddir kórfélagar hver á fætur öðrum út í góðviðrið. Fyrsta kóræfingin á ít- alskri grundu átti senn að hefjast. Innan dularfullra virkisveggja Riva del Garda tilheyrði Austurríki fram til 1920 og er með eindæmum fallegur bær. Tón- leikastaðurinn var í miðbænum á stað sem heitir La Rocca eða Virkið og þangað storm- aði hersingin. Til að komast innfyrir þurfti að fara yfir ævaforna vindubrú, sem gaf virkinu í senn sjarmerandi og dularfullan blæ. Mönnum var það algjörlega hulin ráðgáta hvað tæki við þegar inn væri komið og ekki laust við að sumir rækju upp undrunaróp þegar inn í sjálf- an „tónleikasalinn" var komið. Það vantaði þakið! Salurinn var sem sagt undir berum himni en -umlukinn hringlaga virkisvegg sem nú hýsti skrifstofur bæjarins. Á hellulagt gólfið var búið að raða stólum og á stórum, upphækkuð- um palli við enda salarins blasti við svartur konsertflygill, sem færði heim sanninn um að þarna skyldu tónleikarnir haldnir. Eftir að hafa safnast saman á pallinum hóf kórinn upp raust sína hálfefins um að söngurinn næði að fylla út í þetta stóra rými með himinblámann sjálfan fyrir ofan. Það kom á daginn að allar slíkar áhyggjur voru óþarfar. Raddirnar hófust á flug og söngurinn endurómaði þýðlega og áreynslulaust innan virkisveggjanna. Það kom á daginn að virkið var eitt af helstu viðkomustöðum ferðamanna í Riva og því mörg forvitin andlit sem gægðust inn á æfrng- una. Sumir tylltu sér og álitu að hér væru tónleikar í gangi. Svo fór þegar æfíngin var á enda að salurinn var vel skipaður ánægðum gestum, sem klöppuðu kórnum lof í lófa fyrir frammistöðuna. Undir lok æfingarinnar tilkynnti fararstjór- inn að töskurnar væru væntanlegar með leigu- bíl frá Mílanó innan tíðar og yrðu komnar á hótelið fyrir tónleikana. Kórfélagar vörpuðu öndinni léttar. Töskurnar komu í tæka tíð en enn vantaði eina. Jú, hún hlyti að koma á morgun sagði fararstjórinn eftir að hafa hringt í flugfélagið og reynt að komast til botns í þessu dularfulla töskuhvarfí. Nú voru góð ráð dýr. í ferðamannabæ sem aðallega höndlaði með hatta, töskur og annan túristavarning var varla mikil von á að rekast á smóking og það af stærð sem meðal-ítalinn myndi villast inni í. Með aðstoð karlpeningsins sem í ferðinni var reyndist unnt að tína saman nokkrar spjarir á hinn umkomulausa og mynda nokkurs konar smóking, sem ekki skar sig verulega úr. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.