Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Blaðsíða 16
Fimm sýningar á verkum jafnmargra myndlistarmanna veróa opnaðar í dag.
Svanhildur Siguróardöttir og Aóalheióur Valgeirsdóttir sýna í Listasafni ASI, Asmundar-
sal vió Freyjugötu, og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Málfríóur Aóalsteinsdóttir
og Ragna Ingimundardóttir í Listasafni Kópavogs-Geróarsafni.
ÐALHEIÐUR
Valgeirsdóttir
hefur haldið
nokkrar einka-
sýningar og tekið þátt í
fjölda samsýninga hér
heima og erlendis. Hún
nefnir sýningu sína
myndir og spor og eru
myndirnar unnar með
blandaðri tækni á papp-
ír.
^ „Myndunum á þessari
sýningu skipti ég í tvo
flokka. Annars vegar
það sem ég kalla í-
myndir og hins vegar
spor. í-myndir fjalla um
allt þetta smáa í kring-
um okkur, litirnir eru
ýmist dökkir eða ljósir,
gefa tilfinningu fyrir
stund og stað.
Spor-myndirnar fjalla
um tímann í huglægri
,merkingu. Litirnir eru
djúpir og markaðir af
stórum flötum. Við hvert
spor líður tíminn, og ber
okkur áfram lífsins veg.
Tímans spor verða ekki
aftur gengin.
Þetta eru vangaveltur
mínar, sem geta verið
til leiðbeiningar fyrir
skoðandann. Skoðand-
anum er auðvitað fijálst
að nýta sitt eigið hugarflug við skoðun
myndanna."
Flestar myndanna á sýningunni eru
unnar á þessu ári.
MAÐURSER
ALLTAF SJÓN-
DEILDAR-
HRINGINN
VERK Málfríðar Aðalsteinsdóttur í
Gerðarsafni eru óður til íslenskrar
birtu, ljóss og forma en í þeim
kveðst hún stílfæra form úr ís-
lensku landslagi, fjöll, hraun og önnur
náttúrufyrirbæri, og finna þeim lit og birtu
sem endurspeglar þær tilfinningar sem
gagntóku hana á hverjum stað.
Minningin er, að sögn listakonunnar,
kjarninn í verkunum en jafnframt kveðst
hún að einhverju leyti túlka í þeim þau
hughrif sem hún hefur orðið fyrir á ferðum
sínum um landið í seinni tíð en Málfríður
hefur verið búsett í Noregi um átján ára
skeið. „Eftir að ég flutti til Noregs gerði
ég mér fljótlega grein fyrir því að ég sakn-
aði ekki bara vina og ættingja á íslandi
heldur jafnframt landsins,“ segir hún og
fullyrðir að efnistök hennar í listinni væru
án efa allt önnur hefði hún aldrei farið
-utan.
Að álití Málfríðar er birtan blárri og
kaldari á íslandi en í Noregi „og svo sér
maður svo vel á íslandi, það eru engin tré
sem byrgja manni sýn. Maður sér alltaf
sjóndeildarhringinn.“
MÁLFRÍÐUR Aðalsteinsdóttir.
ÞAÐ SEM
ÉGVIL
MÓSAÍK og ker er yfirskrift sýn-
ingar Rögnu Ingimundardóttur í
Gerðarsafni þar sem kastljósið
beinist að stórum, litríkum vös-
um og mósaíkborðum.
Ragna kveðst hafa yndi af því að vinna í
sömu formin en vasarnir á sýningunni, sem
eru fjölmargir, taka einungis á sig tvö form.
„Möguleikamir em óendanlegir og það er
gaman að sjá hvað útkoman getur verið ólík,“
segir listakonan sem blandar alla liti sem
hún vinnur með sjálf en með þeim hætti „fæ
ég það sem ég vil“.
Ragna hefur um margra ára skeið verið
að þróa ákveðna tækni sem hún beitir við
listsköpun sína og staðhæfir að þessi sýning
beri þess merki að hún hafi náð tökum á
henni. „Leitin hefur staðið lengi, leitin að
áferð og krafti, en nú tel ég mig hafa fund-
ið það sem ég ætlaði mér - ég er orðin sátt.“
Það hefur sumsé tekið Rögnu tíma að finna
sér farveg, finna sinn leir og nú þegar hún
er komin á beinu brautina hyggst hún halda
ótrauð áfram. „Ég er rétt að byija. Nú þekki
ég leirinn, veit hvað hann þolir og hvað ég
get verið vond við hann. Eg er til dæmis
búin að fara ákaflega illa með leirinn á þess-
ari sýningu."
A sýningu Rögnu eru jafnframt fáein
mósaíkborð sem hún hefur unnið frá gmnni.
Setja blóm sterkan svip á verkin sem lista-
konan telur að séu leifar frá vist hennar í
Hollandi, þar sem hún lagði stund á fram-
haldsnám á sínum tíma. „í Hollandi var ég
alltaf með að minnsta kosti fjörutíu túlipana
í kringum mig.“
Morgunbladið/Jim Smart
SVANHILDUR Sigurðardóttir.
KRISTÍN Jónsdóttir frá Munkaþverá.
RAGNA Ingimundardóttir.
SERHVER
LÆKUR,
SÉRHVER HÓLL
ASÝNINGU Kristínar Jónsdóttur frá
Munkaþverá í Gerðarsafni er
pappírsverk, þar sem íslensk ör-
nefni eru skrifuð í runu með blý-
anti og bleki.
Kristín kveðst hafa unnið við verk af
þessum toga um nokkurt skeið og segir að
líta megi á sýninguna nú sem framhald á
sýningu hennar á Kjarv-
alsstöðum fyrir tveimur
árum þar sem hún leiddi
íslensk bæjarnöfn til önd-
vegis. Nú eru það örnefnin
sem eiga hug Kristínar
allan.
„Þótt rík hefð sé fyrir
örnefnum á íslandi og þau
stór hluti af menningu
þjóðarinnar held ég að
fólk geri sér enga grein
fyrir því hve mikið er til
af þeim,“ segir listakonan.
„Það má segja að sérhver
lækur og sérhver hóll eigi
sitt heiti sem varðveist
hefur frá kynslóð til kyn-
slóðar. í verki mínu koma
um 3.500 örnefni við sögu
sem er þó ekki nema brot
af því sem hægt er að
finna.“
Með verki sínu segist
Kristín vera að gefa ör-
nefnunum nýtt líf, setja
þau í annað samhengi, en
viðurkennir að um leið sé
hún að stuðla að varð-
veislu þeirra en eftir því
sem ísland verður strjál-
býlla fer þekking fólks á
örnefnum þverrandi. „Síð-
an er bara svo gaman að
vinna með þessi nöfn -
þau hafa svo víða skír-
skotun þegar maður les
þau á pappírnum."
Á sýningu Kristínar getur einnig að líta
þrívíð verk, ellegar skúlptúra, úr ull, plexi-
gleri og fleiri efnum. Kveðst listakonan
leggja áherslu á gagnsæi ullarinnar, en
annars vegar samanstanda verkin af lítt
unninni ull og hins vegar af þæfðri ull.
STEINNINN ER
MINNMIÐILL
SÝNINGIN í Listasafni ASÍ er fyrsta
einkasýning Svanhildar Sigurðar-
dóttur á íslandi, en hún lauk námi
í höggmyndalist við Emerson Col-
lege of Art í Englandi árið 1995.
Svanhildur stundaði nám í Myndlista- og
handíðaskóla íslands og útskrifaðist úr tex-
tíldeild árið 1980. Að námi loknu vann hún
við efnis- og fatahönnun. Frá 1991 hefur
Svanhildur verið búsett í Bretlandi. Sam-
hliða námi í höggmyndalist hefur hún tekið
þátt í samsýningum og haldið nokkrar
einkasýningar í vinnustofu sinni, sem ber
nafnið Stúdíó Ásgarður og er í Sussex í
Suður-Englandi. Auk þess hefur Svanhildur
fengist við myndlistarkennslu. Hún er með
samning við listhúsið Alwin Gallery, sunnan
Lundúna.
Sýningu sína nefnir hún „Hafið og fjall-
ið“. Hún segir um verk sín: „Ég vinn verk
mín aðallega í stein, hann er minn miðill.
Venjulega bíð ég eftir að steinninn láti mig
vita hvað í honum og mér býr. Flest verk-
anna eru fijáls form og þegar litið er yfir
þau er augljóst hvað haf og íjöll íslands
eiga sterk ítök í sál minni.“ Sýningin saman-
stendur af 18 smáum bronsverkum sem
hana dreymir um að fá að gera stór.
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST1997