Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Side 11
i----------------------------------------------------------- því hvaða tegund um er að ræða. Og hvar það vex auðvitað. En það tekur alltaf langan tíma. Sum tré verða kannski há eftir svona sjö-átta ár. Önnur verða kannski bara breið- ari, grófari. Fururnar niðri við vatnið eru kannski fimmtíu ára eða hundrað. Ég veit það ekki. Og börnin sem einhver tók mynd af á meðan þau voru í sólbaði eru kannski gömul núna. Þau eru kannski ekki einu sinni lifandi. Hugsaðu þér Mark, sá sem einu sinni var barn og lék sér með vinum sínum niðri við ströndina er kannski gömul manneskja í dag. Og svo einn góðan veðurdag er þessi manneskja dáin. Allt í einu. Og einhver man eftir þessum dána; einhver hugsar um þann dána og saknar kannski. En að lokum deyr líka sá sem mundi og þá er kannski enginn eftir sem man eftir því að einu sinni var barn sem lék sér niðri við vatnið okkar þeg- ar trén voru ennþá ung. Hann hljóðnaði og hellti meira tei í boll- ann sinn. Síðan opnaði hann bókina og las upphátt fyrir mig. í blómagarði ástarinnar þarna niðri tortímast bráðum hinir sameinuðu. Og ekkert getur framar breyst í gleðisögu svefnsins. Ég veit að ég nærist af munni þínum með bijóst þín eins og dúfur í hendi minni. Ég veit að hvorugur okkar mun vakna frá hinum. * Og ég sofna frá bróður mínum, sit í sófan- um fyrir framan arininn í bústaðnum okkar, í syfjulegum þönkum um líf og dauða, norð- urljós og ást, líð ég í burtu frá bróður mín- um. Og ég man, en frekar ógreinilega, að raddir foreldra okkar náðu til mín inní drauminn, að pabbi bar mig upp brattan stigann og lagði mig í neðri hluta kojunnar og rödd mömmu hálft í gríni og hálft í al- vöru sem sagði: Hvað hefur þú gert af bróð- ur þínum, Mark? Og ég heyri hvernig pabbi svarar henni í staðinn fyrir mig, en ég man ekki hverju. Nokkrum klukkustundum síðar vakna ég af ópi hennar og þýt hálfsofandi niður stigann og inní eldhús. Hún situr í eldhússófanum. I fanginum heldur hún á pijónunum. Pabbi stendur grátandi fyrir framan hana, axlirnar skjálfa og ég hef aldr- ei séð hann gráta áður og ég hef aldrei orð- ið eins hræddur áður. Ég spyr einskis. Ég segi ekkert. Samt snýr pabbi sér við og horfir á mig. Samt svarar hann mér. Þótt ég hafi ekki sagt eitt einasta orð. Þótt ég vilji ekki vita. Bróðir þinn er dáinn, Mark. Bróðir þinn er dáinn. Bróðir minn Kerim er dáinn. Hann hlýtur að hafa farið niðrað vatninu þegar ég var sofnaður. En áður en hann fór hafði hann breitt vel ofan á mig teppið svo mér yrði ekki kalt og hann hafði slökkt á lampanum við sófann. Síðan hefur hann far- ið. Við vitum ekki hvernig það gerðist. Lík- lega hafði hann runnið til á hálri bryggj- unni, misst meðvitundina við fallið og þann- ig runnið niður í dökkt vatnið. Og drukkn- að. En við vitum ekki hvernig það gerðist. Og ennþá dreymir mig hann. Á næturna, þegar ég er lagstur fyrir í efri kojunni og hef lokað augunum, kemur hann. Það eru bara hinir gleymdu sem hverfa. Og á því augnabliki sem svefninn nær tökum á mér heyri ég rödd hans. Himinmarglyttan sveiflar bylgjandi kjól sínum úr geislum og skýjum yfir fjöll og dali. Á nóttunni ertu mér nálæg bæði líkami og sál. Á nóttunni er ekkert sem skilur okkur að, ekkert nema við sjálf. Nakin birtist þú úr fljótum draumanna úr eldi og gulli. Nakin kyssa augu mín augu þín eins og tvær ástardúfur á grein úr kóralli og rúbínum. Nakinn strýkur minn sláttur þinn slátt og hljótt blóð vetrarbrautarinnar rennur hægt í gegnum likama okkar sem er einn. Á nóttunni andar ást okkar rólega í lýminu á milli allra tóna og stjama Á nóttunni andar ást okkar rólega í þögninni og eilífðinni. * Og við syndum á næturna, bróðir minn °g ég og trén í kringum okkur eru stundum ung, stundum gömul og við erum aldrei al- veg vissir um það hvort hljóðin sem við heyr- um séu brakandi norðurljós eða hljóð tveggja barna sem busla í vatninu. En ég finn hönd hans um mína þegar hann leiðir mig upp úr vatninu. Og það er alveg nóg. (Ljóð G. Ekelöfs eru úr: Tileinkun og Feiju- söngur.) Höfundurinn er sænskt skóld. Samtal við hann birtist ó þessari síðu. Þýðandinn er bókavörður í Svíþjóð. ÁKEFÐ OG MILDI EFTIR NÍNU BJÖRK ÁRNADÓTTUR ÁKON Lindquist er 38 ára gamall. Hann er sænskt skáld og rithöfundur. Hann býr í Stokkhólmi og vinnur nær fulla vinnu í stórri plötubúð. Hann vinnur við afgreiðslú á grammafónplötum og geisladiskum, en fer brátt að vinna í þeirri deild verslunarinnar, sem selur bækur um tónlist og tónlistarmenn. Hann vann áður í 11 ár í stórri bókaverslun. En fyrst og fremst er Hákon frábært skáld og rithöfundur. Hann skrifar bækur fyrir böm og ungt fólk. Ég vil ekki nota orðið ungl- ingabækur vegna þess að unglinga-eitthvað tengist oftast vandræðaskap okkar fullorðna fólksins. Hákon sló í gegn árið 1993. Sló í gegn í orðsins fyllstu merkingu. Þá kom út fyrsta bókin hans, „Bróðir minn og bróðir hans“, hjá bókaútgáfunni Raben og Sjögren, en sú útgáfa er stærsta barna- og ungafólks- bókaútgáfa Svíþjóðar. Hann fékk frábærlega góða dóm í blöðum og hjá fólki almennt. Og bókin hefur komið út í Danmörku, Noregi og Hollandi. Alls staðar hafa viðbrögðin við henni verið frábærlega góð. Og núna er verið að þýða hana yfir á íslensku. Ég spyr Hákon hvernig honum hafí orðið við að bókin skyldi fá svona stórkostlegar viðtökur. Ég varð mjög glaður, segir hann. En þó eilítið tortrygginn svona innst inni. Mér fannst gagnrýnendurnir hreint út sagt allt of góðir við mig. Og svo fékk bókin þessa líka fínu gagnrýni í öðrum löndum. Ég varð bara alveg hlessa. í rauninni hafði ég alls ekki hugsað útí það hvemig gagnrýni ég myndi fá. Það er gott að vera nálægt Hákoni. Straumarnir frá honum eru svo mildir. Þó er viss ákefð í þeim. Barnsleg ákefð. Bros- andi ákefð. Hann segir mér að Raben og Sjögren, útgáfan sem hann er hjá, sé mjög dugleg að kynna bækur sínar í öðrum lönd- um. Og í rauninni hafi það orðið svo að þessi bók hans, „Min bror og hans bror“, hafí komið út í Danmörku áður en hún kom út í Svíþjóð. Ég spyr hann hvort hann sé ánægður með þýðingarnar á bókinni. Hann svarar fjarska hógværlega, að þýð- andi verði að vera næmari og skarpari á text- ann heldur en skáldið sjálft. Og allavega verði þýðandinn að vita að hann hafí í raun- inni ennþá meiri ábyrgð en skáldið. Byggir þú á atburðum úr þínu eigin lífi í bókinni, einhveiju úr bernskunni? spyr ég. Að vissu leyti, segir Hákon. Ég fæddist og ólst upp í litlu þorpi í Smálöndum. Og þar gerist sagan. Móðurbróðir minn dó löngu áður en ég fæddist. Móðir mín var barn þeg- ar hann dó. Líf hans og svo allt of snöggur dauðdagi vofa að nokkru leyti yfir bókinni. Hann var mjög nálægur mér þegar ég var barn. Og hann var vinur minn. Samt er hann ekki kveikjan að bókinni. Ég vildi skrifa sögu hans, en var hræddur um að særa ömmu mína og móður. Hákon hefur skrifað frá því að hann var aðeins 8 ára gamall. Hann skrifaði smásög- ur. Og allar voru þær hugarflug og huldusög- ur. Rétt hjá heimili hans var pínkulítið bóka- safn. Þangað hljóp hann mjög oft sem barn og fékk lánaðar bækur að lesa. Þar vann líka kona sem las sögur fyrir börn mörgum sinn- um í viku. Nokkuð sem vel mætti tíðkast hjá okkur hér á Fróni. Mér fínnst allt benda til þess að þú hafir gengið lengi með þessa bók, segi ég við Hákon. Já, mjög lengi, segir Hákon. Alveg síðan ég var barn. Eg byijaði tvisvar sinnum á henni, skrifaði svona 13 síður, en gafst upp í bæði skiptin. Svo var það að sumarlagi fyrir nokkrum árum að nokkrir af nánustu vinum mínum og ættingjum léfust. 6 manneskjur sem mér þótti mjög vænt um dóu. Þetta var sólríkt sumar. Ég var afar sorgmæddur. Ég fór oft niður að strönd. Ég synti oft í sjónum. Og svo byijaði ég að skrifa bókina eins og til að komast frá sorginni. Ég skrifaði hana á tveimur mánuðum. Alltaf eftir vinnu. Á kvöldin. í bókabúðinni þar sem ég vann þá, hafði ég oft hitt mann nokkurn og við tekið tal saman. Næst þegar ég hitti hann bað ég Stutt spjall vió Hákon Lindquist, sænskan rit- höfund, sem notió hefur velgenqni i heimalandi sínu og er höfundur smá- sögunnar Noróurljóss, sem hér birtist. HÁKOIM Lindquist. hann að lesa handritið fyrir mig. Ég vissi að hann væri bókmenntamaður og að hann ynni hjá bókaútgáfu. Eftir 3 mánuði hringdi hann svo heim til mín klukkan 11 að kvöld- lagi. Hann sagði að þetta væri mjög gott handrit og að þeir hefðu áhuga á að gefa það út. Það kom þá í ljós að hann er útgáfu- stjóri Rabens og Sjögren. Þegar síminn hringdi hélt ég að einhver væri dáinn. En þá varð þetta gleðisímtal. Og síðan kom bók- in út. Já, síðar kom hún út, bókin hans Hákonar Lindquist, sem fæddist árið 1958 í Oskars- hamn. Hún kom út bókin hans „Bróðir minn og bróðir hans“. Og vakti heldur betur lukku og athygli. Aftan á kápu bókarinnar er þessi texti: „Öðru hveiju undrast ég að ég skuli enn sakna þín. Ég sem hitti þig aldrei. Samt sakna ég þín. Eins og ég hefði þekkt þig. Eins og ég hefði gleymt þér og aftur núna farið að hugsa um þig.“ Jónas veit, að hann hefur einhverntíma átt bróður sem dó áður en hann fæddist sjálf- ur. Dag nokkurn fínnur hann gamlan jakka bróður síns uppi á háalofti. I einum vasa jakkans er bréf til einhvers sem heitir Princi.í: Hver er það? Og hvers vegna er bréfið í vasa bróður hans? Það er margt leyndardóms- fullt um bróður Jónasar. Hann fer að leita útskýringa og rekja þræðina. Hægt og hægt mótast mynd hans af bróðurnum. Jónas kemst að því, að hann hefur átt náið ástar- samband við annan ungan pilt, áður en hann dó. Ástarsamband, sem endaði sorglega, en sem á einhvern hátt lifir enn hjá þeim sem ennþá eru. Skáldsagan er tilfinninga- og blæbrigðarík saga um veg ungrar manneskju til þroska og öðruvísi ástar um leið og hún er eins spennandi og góð sakamálasaga. Hákon hefur líka skrifað fjöldann allan af smásögum sem hafa birst í tímaritumr~~ Og árið 1996 kom út önnur skáldsaga hans, „Draumurinn að lifa“. Ég spyr hann aðeins útí þá bók. Ég var meðvitaðri um efni hennar, segir Hákon. Þó svo að „Bróðir minn og bróðir hans“ byggi að mestu á bernsku minni, gerð- ust, meðan ég var að skrifa hana, atvik í henni sem komu mér sjálfum á óvart. Ég spyr hann hvaða skáld, sænsk, hafi haft mest áhrif á hann og fengið hugmyndaflug hans sjálfs til að flögra. Án efa eru það þeir Stig Dagerman og Gunnar Ekelöf þó svo þeir séu ólíkir, svarar Hákon. Ég spyr hann aftur um bókmenntagagn- rýni. Ég er kaldhæðinn gagnvart gagnrýni, seg- ir hann. Og þegar hún er mjög jákvæð eða mjög neikvæð verð ég tortrygginn. Og bókin þín kemur út hjá okkur á ís- landi bráðum, ekki satt? Já, ég veit ekki betur, svarar Hákon. Ég kynntist Ingibjörgu Hjartardóttur á nám- skeiði hér í Svíþjóð. Ég gaf henni bókina. Hún fékk fljótlega áhuga á að þýða hana. Hún er að því núna og bókin á, að ég held, að koma út hjá bókaútgáfunni Skjaldborg. Ég spyr hann svo að lokum hvað hann sé að vinna við núna. Hákon svarar: Ég er að skrifa tvær langar smásögur. Önnur þeirra heitir „Um vináttu“ og hin heitir „Flóttamannafjölskylda". Hákon gefur mér bækurnar sínar „Bróðir minn og bróðir hans“ og „Draumurinn að lifa“. Og svo gefur hann mér 45 snúninga grammafónplötu. Á kápu hennar er mynd af honum báðum megin. Og texti. Ljóð eftir Federico Garcia Lorca þýdd yfir á sænsku öðru megin og hann sjálfan hinu megin. Þessi ljóð hefur hann sungið inn á plötuna. Ég horfi lengi í augu hans. Það hef ég reynd- ar gert mikið á meðan við höfum spjallað. Þau eru svo ótrúlega opin. Og góð. Skyndi- lega fyllist munnur minn vatni. Ég hleyp fram á „lítið herbergi" og kasta upp lengi. Þegar ég staulast fram sé ég mér til létt- is, að Álfheiður Lárusdóttir skáld og vinkona mín, sem ég bý hjá hér í Svíaríki, er komin svo við getum fylgst að heim, en hún býr fyrir utan borgina. Ég segi þeim eins og er um vandræði mín á „litla herberginu". „Loft- ið er þungt“, segir Hákon. Við förum út og ég sest á stól úti á gangstéttinni. Ég kúg- ast. Hákon réttir mér lítinn plastpoka. Eg kasta upp í sífellu. Skyndilega kemur snarp- ur hvirfilvindur. Trén falla til jarðar. Hákon og Álfheiður hrópa . . . „hér .. . hér í Sví- þjóð ...“ Konan á veitingahúsinu kemur út - og býðst til að hringja á sjúkrabíl fyrir mig. Eða leigubíl. Ég vil ekki sjúkrabíl, og held að enginn leigubílstjóri vilji aka með ælandi konu. Hún hringir á leigubíl. Stormurinn geisar og þýtur hring eftir hring. Sírenúr slökkviliðsbíla ýlfra. Leigubílstjórinn bregst ljúfmannlega við okkur. Og við Álfheiður kveðjum Hákon Lindqu- ist. ■í LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30.ÁGÚST1997 1 l

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.