Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Side 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS - MENNING USTIR
35.TÖLUBLAÐ - 72.ÁRGANGUR
EFNI
Tíöarandi
í aldarlok er yfirskrift á greinaflokki eftir
Kristján Kristjánsson, heimspeking og
kennara á Akureyri, sem hefst hér og fjall-
ar um fyrirbærið póstmódemisma, sem
víða kemur við sögu. Upp er mnnin öld
kjaftastéttanna, segir höfundurinn, og nú
er póstmódernismi boðaður innan veggja
háskóla af sömu áfergju og marxismi áður.
ísjaki
er heitið á menningarsamstarfi milli Is-
lands og Jakútiu sem í dag mynda tengsl
með þremur myndlistarsýningum í
Reykjavík; í Ráðhúsinu, Nýlistasafninu og
MÍR-salnum.
Vesturfarasetur
er risið á Hofsósi og er það nýjasta menn-
ingarstofnun landsins. í gömlu húsi sem
hefur verið gert glæsilega upp, er nú sam-
an kominn margvíslegur fróðleikur í máli
og myndum um þetta dapurlega tímabil
þegar nær 16 þúsund Islendingar tóku
þann kost að flýja land. Um sagnfræðilegu
hliðina sér Byggðasafn Skagfirðinga og
safnað hefur verið bókum og allskonar
munum, sumum þeirra frá Vesturheimi.
Blaðamaður Lesbókar leit á sýninguna og
gluggar í sögu vesturferða af því tilefni.
Sigurður
arkitekt Guðmunds-
_ son var annar í röð
Islendinga sem nutu
háskólamenntunar í
byggingarlist og
hús Olafs Thors í
Garðastræti, sem
Sigurður teiknaði
1929, var fyrsta ís-
lenzka húsið eftir
hugmyndum mód-
ernismans. Um
þennan merka arki-
tekt, sem m.a. teiknaði Hallgrímskirkju í
Saurbæ og Austurbæjarbarnaskólann,
skrifar Pétur J. Armannsson, forstöðu-
maður byggingarlistardeildar á Kjarvals-
stöðum.
Helsinki
átti sína menningarnótt fyrir skemmstu.
Þar tók þátt Þröstur Helgason, sem hafði
samanburð frá síðustu menningarnótt í
Reykjavík. Þröstur segir Finna nákvæma,
skipulagða, stundvísa og tæknivædda og
þessa eiginleika nýti þeir til hins ýtrasta
við að skipuleggja hátíðarhöldin árið 2000
þegar Helsinki verður ein af níu menning-
arborgum Evrópu eins og Reykjavík.
Menningarnóttin kallaði aftur á móti fram
ýmsa aðra eiginleika hjá Finnum og svip-
aði að vissu leyti til systur sinnar hér.
Forsíðumyndin: Islendingar ó leið til Vesturheims seint á 19. öld. Myndin er birti heild á bls.
12.
FRANCISCO J. URIZ
AUGA FYRIR
HLUTFÖLLUM
Til Juan, mörgum árum seinna
JÓHANN HJÁLMARSSON ÞÝDDI
Þetta var snjóþungt ár og byltingaár.
Meðan útvarpið kunngerði: „í Portúgai hafa hundruð manna
farið í kröfugöngu og krafist gagngerra þjóðféiagsbreytinga“
fyliti ég annars hugar baðkarið
og þegar ég steig ofan í það aigjörlega úti á þekju
gagntekinn þönkum um dirfskufullar kröfur
rann vatnið út um allt góif.
Yfirborð Lagarins
var einnig óvenju hátt
þetta ár.
Dropi í viðbót hefði valdið fióði.
Þegar ég synti í Leginum
gerði ég það með skiljaniegri varúð
svo að ég hleypti ekki af stað fióði í Stokkhólmi.
ALLTAF
Á sérhverju tré
er alltaf
lauf sem á undan systrum sínum
bregst við sameiginlegum fölva
eitt lauf
sem deyr tímanlega af birtu
læðist eins og á tá
af tillitssemi
kannski ást
til að valda haustinu ekki vonbrigðum.
Francisco J. Uriz er skáld frá Aragónfylki á Spáni, fæddur i Zaragoza 1932,
en býr í nágrannaborginni Tarazona þar sem hann veitir forstöðu Þýðingostofn-
un. Hann bjó lengi í Svtþjóð og hefur þýtt fjölda verka eftir norræna höfunda
á spænsku.
HVAÐER
EL NINJO?
RABB
ANOKKURRA ára fresti
íjalla fréttastofur um
veðurfyrirbærið E1 Ninjo
og kenna því um eða
þakka ýmiss konar furð-
ur, hita eða kulda, storma
eða stillur2 votviðri eða
ofþurrka. I sumar hefur
þessi umræða verið sérstaklega hávær. Ein-
dæma þurrkar í Norður-Kóreu valda hung-
ursneyð. Sílebúar eru hræddir um að sardín-
an bregðist en það getur einmitt valdið því
að loðnuverðið hækki til hagsbóta fyrir ís-
lendinga. Á vesturströnd Suður- og Norður-
Ameríku er spáð miklu úrfelli og stormum
en í Evrópu hafa verið óvenjuleg hlýindi og
hitamóða sem meðal annars ógnaði andfær-
um hins aldurhnigna páfa þegar hann heim-
sótti Frakkland. Og svo hafa verið mikil
hlýindi á hundadögunum íslensku, frá 13.
júlí til 23. ágúst. Sumt af þessu má kallast
að séu sjálfgefnir fylgifiskar E1 Ninjo, en
annað ekki, enda eru fáar reglur um veðrátt-
una algildar eins og veðurfræðingar þekkja
af dapurlegri reynslu.
Aðaleinkenni E1 Ninjo er að á mjóu belti
sem liggur við miðbaug í Kyrrahafi verður
yfirborðssjórinn óvenju hlýr, jafnvel alla leið
frá Indónesíu austur að Perú, Ekvador og
nyrstu svæðum Síle. Þetta belti getur orðið
einar 15 milljónir ferkílómetra, helmingi
stærra en Bandaríkin og hlýnunin getur
numið 1-3 gráðum.
Mest af árinu er ríkjandi suðaustan stað-
vindur við vesturströnd Suður-Ameríku.
Hann stendur því nokkuð af landi og hrekur
sjóinn til vesturs. Afleiðingin er að við
ströndina hlýtur að verða uppstreymi af
köldum sjó. Það dælir næringarefnum upp
á yfirborðið, þörungarnir blómstra og millj-
arðar smádýranna þrífast á þeim. Þá er nú
gaman að vera sardína með sífellda maga-
fylli, en hennar vegna eru Sílebúar einhver
mesta fiskveiðiþjóð heims.
Þessi hagstæðu tímabil með tiltölulega
svölum sjó við Suður-Ameríku eru oftast
lengri en þau hlýju. En allt er í heiminum
hverfult. Að því kemur að austanáttin gefur
sig við ströndina og sjórinn hlýnar lítið eitt.
Vegna hlýnunarinnar fer loftþrýstingurinn
að lækka á þessu hafsvæði, rétt eins og
hlýnun lands á sumardegi lækkar þrýsting-
inn og fer að soga hafgoluna inn yfir landið.
I framhaldinu sogast loft og sjór vestan af
Kyrrahafi og uppstreymi sjávarins við
ströndina minnkar. Það veldur enn meiri
sjávarhlýnun. Svikamylla er komin í gang
og herðir á framvindunni. Eftir hálft eða
eitt ár hafa áhrifin náð hámarki. Þá er hit-
inn vestar á Kyrrahafínu við miðbaug orðinn
svo hár að þar hefur þrýstingurinn lækkað
og austanvindarnir leita þangað á ný með
eðlilegum hætti, sardínunni og Sílebúum til
ómældrar gleði. Aflabresturinn líður hjá.
Þessi skammvinnu hlýindaskeið við mið-
baug í Kyrrahafi koma oft svo sem tvisvar
eða ijórum sinnum á áratug. Það er mjög
algengt að þau byiji um áramótin eða jólin
og endi um næstu jól. Af því mun vera dreg-
ið nafnið E1 Ninjo sem þýðir barnið, og er
þá att við jólabarnið.
Á sjöunda áratug aldarinnar varð það
ljóst, einkum vegna rannsókna norsk-amer-
iska veðurfræðingsins Jakobs Bjerknes, að
þessar sjávarhitabreytingar í Kyrrahafi væru
nátengdar sérstöku þrýstifyrirbæri sem Gil-
bert Walker hafði uppgötvað á þriðja ára-
tugnum. Hann fann að í hvert sinn sem
þrýstingur var hár yfir Indlandshafi var
hann tiltölulega lágur yfir austanverðu
Kyrrahafi, eða öfugt. Um þessa kenningu
Walkers heyrði ég fyrst fyrir fimmtíu árum
þegar ég var farinn að nasa af veðurfræði.
Þá hæddust margir að þessu en nú er mönn-
um ljóst að þarna var verið að leggja grund-
völlinn að þeim árstíðaspám sem helst er
nú treyst á. - Ekki get ég stillt mig um að
nefna að þegar ég setti fram þá kenningu
um 1970 að sjávarhita við Jan Mayen mætti
nota til að spá um hafls við Island hálfu ári
síðar hleyptu margir brúnum af hneykslun.
Þegar ég skýrði Jakob Bjerknes frá þessum
hugmyndum nokkrum árum síðar tók hann
þeim aftur á móti með góðum skilningi. En
þetta var nú útúrdúr.
Hvaða áhrif hefur svo E1 Ninjo? Þessi
mikla hækkun sjávarhitans vestur undan
Suður-Ameríku veldur bæði mikilli uppgufun
úr hafinu og uppstreymi lofts. Það leiðir til
lægðamyndunar, hvassviðra og rigningar,
en hlýnun sjávarins við Síle veldur þar að
auki aflabresti. Þar við bætist að hlýja loft-
ið við miðbaug sem minnkar að vísu þiýst-
inginn við sjávarmál eykur hann í efri loftlög-
um vegna þenslu loftsins. Af því leiðir að
vestanáttin sem ber lægðirnar austur eftir
harðnar og beinir úrkomusvæðunum til
strandanna norðar og sunnar.
En við Suðaustur-Asíu verða áhrifin öfug.
Þar hækkar loftþrýstingurinn eins og Gil-
bert Walker komst að raun um. Af því leið-
ir aukið niðurstreymi loftsins og þurrkun
þess. Þá dregur máttinn úr lægðunum sem
beina rökum misseravindum inn yfir Asíu á
sumrin og þar verður hætta á ofþurrkum
eins og nú hefur sýnt sig í Norður-Kóreu.
En ofþurrkarnir ná líka oftast yfir norðan-
verða Ástralíu.
Þetta eru þá helstu afleiðingar E1 Ninjo,
hlýja sjávarins sem gætir í Kyrrahafi á svo
sem þriggja ára fresti. En varla fer hjá því
að áhrifin berast víðar þó að þau dreifist
óreglulega. Mikil hlýindi sem hafa verið í
Evrópu í sumar vilja sumir rekja til E1 Ninjo,
en varlega skyldi þó sú ályktun dregin.
Heldur er líklegra að ísland eigi nokkra
samleið með Suður-Ameríku um hlýindi og
kulda þó að hitans færi ekki að gæta hér
fyrr en á miðju sumri að þessu sinni. Árin
1972, 1987 og 1991 voru þau hlýjustu í
Reykjavík á tveggja áratuga bili, og öll voru
þau E1 Ninjo-ár. Það er varla tilviljun.
En hafa þessi miklu hitabrigði í Kyrra-
hafi þá ekki áhrif á loftslagið þegar til lengd-
ar lætur? Getur verið að þau hafí til dæmis
truflað og dulið verulega hlýnun af gróður-
húsaáhrifum síðustu 100 ár? Ég held ekki.
Þessar hitasveiflur eru svo skammvinnar að
þær jafna sig svo að segja alveg upp á ára-
tug. Allt öðru máli gegnir um þær langvinnu
hitabylgjur í íshafssjónum sem ég lýsti í
rabbgrein 25. janúar s.i. Þær geta staðið í
10-50 ár, frá einu hlýindaskeiði til þess
næsta. Það er sjö milljón ferkílómetra haf-
svæði milli Barentshafs og Kanada sem tek-
ur þessum feikna breytingum. Vindarnir sem
yfir þessi höf blása taka svo upp þennan
kulda eða hita og bera hann smátt og smátt
um alla jörð, en svo rólega að hægt er að
gera 7 ára spár um meðalhita jarðar hveiju
sinni. Ef E1 Ninjo gerir mögulegt að spá um
1-2 ár getur hitinn á Spitzbergen gefið hug-
mynd um tíu sinnum lengra tímabil og um
alla jörð. Nú stendur sæmilega á um hitann
í þessum norrænu höfum. Þegar við það
bætast gróðurhúsaáhrifin og svo ylurinn frá
E1 Ninjo á þessu ári þarf engan að undra
þótt blessuðum páfanum verði þungt um
andardrátt og þorskurinn syndi feitur og
fagur um íslandsmið.
PÁLL BERGÞÓRSSON.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 1997 3