Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Síða 5
HALLGRÍMSKIRKJA í Saurbæ (1954-57). Kirkjan er gott dæmi um þær áherslur sem einkenndu byggingarlist Sigurðar Guðmunds-
sonar og Eiríks Einarssonar eftir stríð. I henni tekst þeim einkar vel að tvinna saman í eina heild hefðbundið form og nútímalegar
áherslur f efnisvali.
báru eigi að síður sterk höfundareinkenni. Að
ýmsu leyti má líta á þau sem framhald af
ýmsum þeim nýjungum sem Sigurður hafði
innleitt með verkum sínum fyrir 1930, einkum
á sviði jámbentrar steinsteypu. Þrátt fyrir nýj-
an svip á ytra borði var innra skipulag hús-
anna mótað af þeim meginreglum sem hann
hafði stuðst við í fyrstu húsum sínum. Hið
sama má segja um perluákast á útveggjum,
gluggagrindur úr járni og steypt flöt þök. Sem
dæmi má nefna húsin á Freyjugötu 41 og 46,
Laufásvegi 77, Sóleyjargötu 11 og 29 og
Smáragötu 16. Hús Sigurðar frá þessu tíma-
bili vitna um eitt fijóasta og framsæknasta
skeið í íslenskri sjónlistasögu á þessari öld. Illu
heilli hafa þau sum hver glatað helstu stílein-
kennum sínum með síðari breytingum og eru
vart svipur hjá sjón. Fátt minnir lengur á upp-
runalegt listgildi þeirra annað en teikningar
og gamlar ljósmyndir.
A fyrri hluta fjórða áratugarins teiknaði
Sigurður nokkrar stærri byggingar í anda
funksjónalismans. Má þar helst nefna stúd-
entagarð (Gamla garð) við Hringbraut, ka-
þólsku spítalana á Landakoti (vesturálmu) og
í Stykkishólmi, Hafnarhúsið við Tryggvagötu
og Ljósafossvirkjun. Á þessu tímabili var
teiknistofa hans helsta miðstöð nútímaarki-
tektúrs hér á landi og þangað réðust til starfa
ungir arkitektar, innlendir og erlendir, sem
tóku þátt í hönnun ýmissa verkefna og nutu
jafnframt góðs af faglegri reynslu Sigurðar
og innsæi. Sigurður átti mikinn þátt í að
móta fagleg viðhorf þeirrar kynslóðar ís-
lenskra arkitekta sem átti eftir að hafa hvað
mest áhrif á framvindu íslenskrar húsagerðar
um og eftir seinni heimsstyijöld. Um þetta
leyti stóð hann í tíðum bréfaskiptum við arki-
tekta í ýmsum löndum og ferðaðist auk þess
til Evrópu til að kynna sér nýjungar í bygging-
armálum. Hann gat sér jafnframt gott orð
meðal starfsfélaga erlendis sem hönnuður
steinsteyptra húsa og greinar um verk hans
birtust í fagtímaritum.
Um 1935 tók Sigurður Guðmundsson að
endurvekja ýmsar lausnir sem sett höfðu svip
á hús hans í upphafi. Flötu þökin hurfu og í
þeirra stað kom ýmist valmi eða brött mænis-
þök. Jafnframt var mótun rúmtaksins var-
færnari en áður og minna um stalla og útbygg-
ingar. Hér var ekki um stílfræðilegt aftur-
hvarf að ræða heldur viðleitni til að ná fram
bestu heildarlausn með tilliti til notagildis og
einfaldleika. í seinni verkum sínum má segja
að Sigurður hafi leitað hins sameiginlega
kjarna í þeim tveim stefnum sem mótað höfðu
viðhorf hans til byggingarlistar, norrænni
klassík og funksjónalisma.
Samstarf vid Eirík Einarsson
Árið 1938 gerðist Eiríkur Einarsson arki-
tekt (1907-1969) félagi Sigurðar Guðmunds-
sonar um rekstur teiknistofunnar. Hann hafði
þá skömmu áður lokið prófi í arkitektúr frá
tækniháskólanum í Dresden í Þýskalandi með
góðum vitnisburði. Samstarf þeirra varð eink-
ar farsælt enda voru þeir nánir vinir og sam-
heijar. Báðir voru þeir höfundar allra helstu
verkefna frá stofunni á tuttugu ára tímabili,
frá 1938 til 1958, og er undirskrift þeirra
beggja á flestum teikningum. Saman unnu
þeir uppdrætti að ýmsum opinberum bygging-
FREYJUGATA 46 (1931). Eitt fárra íbúðarhúsa Sigurðar Guðmundssonar í anda funkis-
stefnunnar sem varðveist hefur án verulegra útlitsbreytinga. Það var í upphafi múrað
með granítmulningi en hefur nýlega verið endurhúðað með Ijósum marmarasalla.
FREYJUGATA 41 (1933). Teiknað og byggt sem íbúðarhús og vinnustofa Asmundar
Sveinssonar myndhöggvara. Sigurður fékk Ásmund til þess að vinna myndir í nokkrar
byggingar sínar. Má þar nefna lágmyndir yfir inngöngum Austurbæjarskólans og á fram-
hlið Ljósafossvirkjunar.
um, t.d. Þjóðminjasafninu, Sjómannaskól-
anum, hluta Sogsvirkjana (írafossvirkjun og
Steingrímsstöð), bálstofu og kapellu í Foss-
vogi og Hallgrímskirkju í Saurbæ, auk fjölda
smærri verkefna. Af athyglisverðum verkefn-
um þeirra sem ekki voru byggð má nefna
ýmsar tillögur að mannvirkjum Hitaveitunnar
á Öskjuhlíð, m.a. útsýnisturni og hringlaga
veitingahúsi.
Sem faglegur leiðtogi og brautryðjandi í
byggingarmálum til margra ára naut Sigurður
Guðmundsson óskoraðrar virðingar stétt-
arbræðra sinna þegar hann féll frá síðla árs
1958, á 74. aldursári. Hann var brautryðjandi
í skrifum um byggingarlist og naut þar m.a.
reynslu sinnar sem blaðamaður. Áhugi hans
á íslensku máli varð til þess að hann fórnaði
öllum tómstundum sínum seinni árin til að
semja tækniorðabók, sem kom út að honum
látnum. Auk félagsstarfa á vegum arkitekta
sat hann í stjórn Bandalags íslenskra lista-
manna og var formaður þeirra samtaka um
skeið. Sem arkitekt átti Sigurður frumkvæði
að því að fá myndlistarmenn til þess að skapa
myndverk í byggingar sínar. Má þar nefna
samstarf hans við Ásmund Sveinsson mynd-
höggvara m.a. við Austurbæjarskóla og Sogs-
virkjanir. Auk þess teiknaði Sigurður hús og
vinnustofur fyrir ýmsa listamenn, svo sem
Ásgrím Jónsson og Jón Stefánsson, Ásmund
Sveinsson, Harald Björnsson, Júlíönu Sveins-
dóttur og Kristínu Jónsdóttur.
1) Hörður Agústsson. Inngangur í skrá sýningar um Gunnlaug
Halldórsson arkitekt, bls. 6. Arkitektafélag Islands, Reykjavík
1989.
2) Júlíana Gottskálksdóttir. í deiglunni 1930-1944, bls. 159.
Listasafn íslands, Reykjavík 1994.
Byggt á texta rits um Sigurð Guðmundsson arkitekt sem kem-
ur út í tilefni sýningarinnar á Kjarvalsstöðum. í ritinu er að
finna skrá yfir heimildir og helstu verk.
Höfundur er arkitekt og deildarstjóri Bygginga-
listardeildar ó Kjarvalsstöóum.
JÓHANN ÁRELÍUZ
AUKA-
NÆTUR í
UPPLANDI
Sál mín vængjuð skýjadúni
og sólskinsljóma himinbláma
Vandfundin fiís í auga
und spanskgrænni eikarkrónu:
þijátíu gráður í skugganum
Vatnið svart blik í spegli augans
silfurhnepptum dreglum slegið
Á minnið leikur straumi stríðum
strengur glertærrar bergvatns-
ár:
íslenska uppsprettulindin!
Bellmanskir tónar bljúgrar lútu
um sólgisin sumarsegl:
berjablár eikarskugginn
ilmsmyrsl augnaloka
Stundum þyngri en sorgin
Stundum þyngri en blý
Eiturgult slý á botni vatnsins.
ÍSLANDS-
MINNI 1994
Hrímkaldir draumar
Mjóslegin strá
Kal í túnum og holtum
Hæðir og sund
Halur og sprund
Sérðu ekki hvítan blett
í hnakka mínum Gróa?
Höfundurinn er frá Akureyri en hefur
um árabil búið i Sviþjóó. Ljóðið er úr
fjórðu Ijóðabók hans, sem væntanleg
er út hjó forlaginu Ormstungu og heit-
ir Par avion.
Gísli Ingvarsson
Fokker
friend-
ship
Flugvöllur Öltubæjar
tómlát snyrtimennska
viðmótsþýðan að storkna
enn ein tilkynning um seinkun
samtal á samísku
og rússneska
blandast norskunni
þægilega framandi
loka fyrir veitingar
peningarnir nógir
langar heim
alla hérna langar
svo eitthvað annað.
Höfundurinn er búsettur í Noregi. Ljóð-
ið er tileinkað Timó Karlssyni fyrrver-
andi sendikennara Finna við Háskóla
Islands nú á förum frá N-Noregi til
starfa í Múnchen.
LESBÓK MORGUNBLAOSINS ~ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 1997 5