Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Blaðsíða 7
landi. Landið er alltaf að verða meira og meira vestrænt.“ Misiafn sauóur i mörgu fé FRÁ æskuslóðum Yuris í Norður-Jakútíu. NIKOLAI: Veiðimenn við fljótið Lenu. Þeir Nikolai og Yuri segja óteljandi kosti - og galla - fylgja því að opna landið fyrir umheiminum. „Til dæmis var ákveðið að leyfa Kanadamönnum að flytja inn íbúðarhús til Jakútíu. Okkur vantaði í einum grænum húsnæði fyrir verkafólk og heimilislausa og því var ákveðið að eyða gjaldeyri í þessi hús. En það er mikil óánægja með þau, vegna þess að það er eitthvert plastkennt efni í þeim og þau eru mjög óheilnæm. Þau anda ekki og þetta er eins og að búa í frystikistu - maður fær köfnunartilfínningu inni í þeim. Það gerast alls konar svona hlutir, þegar land, sem lengi hefur verið lokað, opnast; þá eru alls konar braskarar fljótir á staðinn. Kanadamennirnir notuðu okkur til að græða.“ Sjálfir byggja Jakútar timburhús úti á landi og steinhús í höfuðborginni. Hins vegar sé orðið mjög erfitt að búa úti á landi. „Fólk fær ekki launin sín mánuðum saman. Sa- myrkjubúin hafa verið lögð niður og landinu sem þeim tilheyrði hefur verið skipt upp. Hins vegar hefur fólkið ekki fengið greitt fyrir uppskeruna sína og hefur brugðið á það ráð að ræta fyrir sig sjálft á sínum skikum, til að fá að borða. Ástandið er líka mjög erfitt hjá kolanámu- mönnum. Við höfum séð Vladivostok fyrir kolum, en á síðustu árum hafa þeir ekki greitt fyrir kolin. Það endaði með því að við hættum að senda þeim kol og þeir gátu ekki lengur hitað upp húsin sín. Vladivostok er mikilvæg útflutningsborg í Rússlandi og eft- ir langvarandi þras og eijur sendi rússneska stjórnin peninga til að borga Jakútíu, en ekki fyrr en við vorum hættir að senda kolin.“ „Það má segja að þetta sé n\jög lýsandi fyrir ástandið í Jakútíu. Þar hafa verið eilíf verkföll síðustu árin, á öllum sviðum þjóðlífs- ins. Auðvitað fer fólk í verkfall þegar það fær ekki launin sín.“ Því er það að þrátt fyrir málma í jörðu og opnar dyr til allra átta, er mikil fátækt í Jakútíu. Þrátt fyrir nýjar opinberar bygging- ar með nýjustu tækni, búa margir íbúar Jak- útborgar í gömlum húsum sem eru þegar byijuð að hrynja. Þau halla og eru rök, upp- hituð með timbri og hafa útikamar. „Samfé- lagið þróast í tvær mjög ólíkar áttir,“ segir Yuri. „Húshitunarkerfíð hjá okkur er ónýtt. Það var byggt fyrir 50-60 árum og er kom- inn tími til að endurnýja það. Nú þegar erum við farin að hræðast komandi vetur. Sumrin eru of stutt til að hægt sé að ljúka við nauð- synlegustu viðgerðir. í öðru lagi hafa verk- föll hamlað viðgerðum og í þriðja lagi er svo lélegt efnahagsástand að það eru ekki til peningar til að kaupa efni til að skipta um húshitunarkerfi." B|artsýn þjóó Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand og slæm lífsskilyrði segja þeir Nikolai og Yuri að Jak- útar séu bjartsýnt fólk. „Við elskum landið okkar og náttúruna - og þess vegna fjöllum við um land okkar og þjóð í verkum okkar. Það er mikill áhugi á list í Jakútíu og mik- ið til af hæfileikafólki. í höfuðborginni gengur sá áhugi svo langt að stundum kaupir fólk mynd fyrir matarpeningana sína. Þegar við höldum sýningar úti á landsbyggðinni er lítið keypt. Líklega nægir fólkinu þar að hafa nátt- úruna sjálfa. En þar er hins vegar gríðarleg aðsókn að sýningum og fólkið er svo ánægt og þakklátt fyrir að fá þær heim í hérað. í stóru borgunum úti á landi, til dæmis nærri demanta- og jámnámunum, sýnir fólk hins vegar lítinn áhuga. Það mætir illa á sýningar." Einhvern veginn finnst mér eðlilegt að fólk sem stendur í langvarandi vinnudeilum og verkföllum og fær ekki launin sín borguð hafi lítinn áhuga á listum. En þeir Júrí og Nikolai segja að ástandið varði alla þjóðina. Jakútía sé rík af málmum, ekki þurfi einu sinni að grafa eftir kolum, þau liggi á jörð- inni eins og vikurinn hér á íslandi. Hins veg- ar sé allt tekið frá Jakútíu, án þess að neitt komi í staðinn og það sé að lama þjóðlífið. En hingað eru þeir komnir með verk sem opnar okkur sýn inn i þennan heim sem er fullur af harkalegum andstæðum og við þekkj- um svo lítið. Þeir segjast vera mjög þakklátir fyrir að vera boðið að koma hingað til lands, en veg og vanda að því boði á landa þeirra, Kjuregej Alexandra Argunova, sem hefur verið búsett hér í rúmlega þijátíu ár. „Okkur hefur lengi langað til að koma og sjá þetta fallega land og dvelja hér í einhvern tíma. Okkur líkar n\jög vel við borgina, hún er hlý- leg, hrein og falleg. Okkur líður eins og við séum heima hjá okkur,“ segja þeir og bæta við: „Það er kannski vegna þess að við búum hjá Kjuregej. En við vonum bara að íslending- um líki sú list sem við sýnum þeim. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 1997 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.