Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Side 8
TIÐARANDI I ALDARLOK, 1. HLUTI ÖLD KJAFTASTÉTTANNA; ANDI PÓSTMÓDERNISMANS EFTIR KRISTJAN KRISTJÁNSSON Tíóarandinn er ekki lengur runninn und- an rifjum vísinda- manna og heim- spekinga heldur nýs afls, kjaftastétt- anna (the chatter- ing classes") eins og enskir kalla þær: þáttastjórn- enda, félagsvís- indamanna, list- rýna, dálkahöf- unda og menning- arvita af ýmstu tagi. Vofa gengur ná ljós- um logum um list- og fræðaheima Vesturlanda: vofa póstmódemis- mans... Það er ekki ófyr- irsynju að ég hef þennan greinafiokk með útúrsnún- ingi úr kunnum upphafsorðum Kommúnistaávarps Marx og Engels um „vofu kommúnismans“. Til sanns vegar má færa að sá andi sem svifið hefur yfir vötnum vestrænna lista og fræða síðastlið- inn aldarfjórðung, og oft er kenndur við póstmódernisma, beri svipmót altækra hug- myndakerfa á borð við marxisma. Póstmód- ernisminn er boðaður innan veggja háskóla af sömu áfergju (og raunar oft af sömu kennurum!) og marxisminn áður. Jafnhvim- leið hillufylli af bókum hefur verið helguð honum og marxismanum aldarfjórðunginn á undan. Finnast munu dæmi um „stymping- ar við stigagöt" á samkomum innvígðra, rétt eins og á sellufundum gömlu marxist- anna þegar í odda skarst um túlkun fræð- anna. Póstmódemistar láta sér að auki ekk- ert mannlegt óviðkomandi; hafa tönn og tungu á öllum sköpuðum hlutum og beita til þess nýyrðaforða er gefur sérheitasafni marxista lítið eftir. Einhverjir kynnu að telja hæpið að rekja þennan samanburð lengra þar sem póstmód- ernisminn hafi að minnsta kosti fráleitt vak- ið jafnsterkar kenndir, eða höfðað eins sterkt til fjöldans, og herhvöt marxista áður. Aðr- ir myndu hins vegar benda á að því meiri ófagnaður sé af póstmódernismanum sem áhrif hans á hugarheim fólks séu fjarvirk- ari og lævíslegri en marxismans. Svo mikið er víst að lítil skipuleg umræða hefur átt sér stað hér á landi um hugmyndafræði póstmódernismans. Hennar hefur gætt nokkuð í ritdómum tímarita á borð við Skírni og Tímarit Máls og menningar; en greinar um póstmódemísk þemu eða hugsuði eru teljandi á fingrum tveggja handa og nánast enginn borið við að ljá íslenskum lesendum yfirlit um „heimspeki" þessa.1 Sé það rétt að póstmódernisminn hafi öðrum stefnum fremur mótað tíðarandann á ofanverðri 20. öld er hér brestur sem rík ástæða er til að beija í. Slíkt er hlutverk greinaflokks þessa sem birtast mun í Lesbók Morgunblaðsins næstu tíu vikurnar. Hvað í ósköpunum er þá póstmódernismi (hér eftir, til flýtisauka, ,,pm-ismi“)? Veltum fyrir okkur formi áður en við hugum að inntaki og skiljum spurninguna fyrst svo hvers konar fyrirbæri pm-isminn sé. Ég hef þegar talað um hann á víxl, fremur gáleysis- lega, sem hugmyndafræði, stefnu og „heim- speki“ (innan gæsalappa!). Bókasafnsfræð- ingum er, að sögn, mikill vandi á höndum að flokka verk eins af frumkvöðlum pm- ismans, Michels Foucault; þeir vita ekki hvort þau eiga að falla undir heimspeki, sögu, félagsfræði, stjórnmálafræði eða sál- fræði! Ef við spyrjum svo aukinheldur að því hvað Kringlan í Reykjavík, söngkonan Madonna, skáldið Gyrðir Élíasson, fjölrása- sjónvarp og þjóðernishyggja eigi sameigin- legt - og svarið er pm-ismi - þá sjáum við hversu viðsjált er að skilgreina isma þenn- an. í nauðvörn ætla ég að leggja til að kalla pm-ismann menningarheimspeki (í mjög víðri merkingu) eða hugsunarhátt. Hann hefur skapað umræðuhefð er mótar alla sýn þátttakendanna á menningu, listir og fræði, ekki hvað síst húmanísk fræði og félagsvís- indi. Hann litar viðhorfm til þess hvað sé merkileg og ómerkileg list, hvað felist í baráttu fyrir kvenfrelsi og réttindum minni- hlutahópa, hvaða duldum tilgangi helstu stofnanir samfélagsins þjóni, hvað og hvern- ig eigi að kenna börnum í skólum og svo framvegis. Ekkert sleppur í gegnum nálar- auga pm-ismans án þess að laga sig að útlínum hans. Að því leyti til er þó villandi að tala um pm-ismann sem heimspeki (jafnvel með forl- iðnum „menningar-") að það svið húm- anískra fræða sem hann hefur einna helst látið ósnortið er einmitt hefðbundin bresk- bandarísk heimspeki. Lesendur geta flett í gegnum marga nýlega árganga af heldri tímaritum í heimspeki á borð við Phiiosop- hical Review, Ethics eða American Philosop- hical Quarterly án þess að rekast nokkurs staðar á orðið „pm-ismi“, nema þá í bóka- fregnum, og samviskusamir heimspekinem- ar í Bretlandi eða á íslandi geta komist langt í námi sínu án þess að heyra á það minnst. Nemandi í list- eða bókmenntafræði hefur hins vegar ekki setið lengi á skólabekk áður en hann hefur fengið vel útilátið af pm- ismanum og frænku hans, afbyggingu („dec- onstruction“). Þessi staðreynd tengist athyglisverðri breytingu sem átt hefur sér stað á 20. öld á forsendum hugmyndasögu. Sá sem kennt hefur slík fræði í skóla, eins og greinarhöf- undur, áttar sig fljótlega á því í hverju gald- ur þeirra liggur: Maður kynnir helstu nýj- ungar á sviði heimsmyndar og heimspeki á hverjum tíma og rekur síðan hvernig þær endurspeglast á öðrum mannlífs- og fræða- sviðum (í bókmenntum, listum, menntamál- um og svo framvegis) áratugina og aldirnar á eftir. Hefðbundin hugmyndasaga er þvi lítið annað en saga vísinda og heimspeki og þess hvernig framþróun þeirra orkaði, hratt eða hægt, á tíðarandann. Gott dæmi um slíkan tíðaranda er „upplýsingin" á 18. öld: hugsunarháttur er líta má á sem endur- speglun breyttrar heimsmyndar í kjölfar vísindabyltingar og nýrrar heimspekilegrar þekkingarfræði. Sem betur fer enda flestar hugmynda- sögubækur á öndverðri 20. öld, ef ekki fyrr, og þá með þeim rökum að sá lýsi ekki fjall- inu réttast sem standi við rætur þess; þörf sé meiri fjarsýni. „Sem betur fer“, segi ég, því þegar kemur að samtíma okkur gengi fyrrnefndur galdur hugmyndasögukennsl- unnar ekki upp. Tíðarandinn er ekki lengur runninn undan rifjum vísindamanna og heimspekinga heldur nýs afls, kjaftastétt- anna („the chattering classes“), eins og enskir kalla þær: þáttastjórnenda, félagsvís- indamanna, listrýna, dálkahöfunda og menningarvita af ýmsu tagi er móta fjölmið- laumræðuna. Sé 20. öldin öld einhvers ann- ars en tveggja heimsstyrjalda, útrýming- arbúða og Gúlags þá er hún öld fjölmiðla- og upplýsingabyltingar og kjaftastéttanna sem þessi bylting hefur getið af sér. Kjaftastéttirnar hafa, eins og allur al- menningur, nauman skilning á starfi raun- vísindamanna; telja þá sinna nærsýnu smá- sjárglápi á tilraunastofum sínum er komi daglegu amstri lítið við og enginn hafi hug á að fræðast um í fjölmiðlum. Á sama tíma hefur hefðbundin heimspeki að mestu hætt að sinna þeirri þörf að ljá fólki altæka lífs- skoðun: andlega líftaug er geti komið í stað hnignandi trúarbragða. Þess í stað glíma heimspekingar við sértæk og tæknileg vandamál á sviði máls og merkingar eða þá nærtæk úrlausnarefni í hagnýttri sið- fræði, um réttmæti fóstureyðinga, líknar- dráps og þar fram efir götum. Almenningur þráir hins vegar, eins og Gangleri í Gylfag- inningu forðum, svör við spurningum á borð við „hvað var upphaf eða hversu hófst eða hvað var áður?“ og hver er merkingin með lífi okkar hér á jörðinni? Kjaftastéttirnar hafa tekið að sér það hlutverk að fylla þetta skjaldarskarð. Ein afurð þeirrar viðleitni er hin nýja háskólagrein menningarfræði („cult- ural studies“), sem nú er í mikilli tísku við bandaríska háskóla, þar sem þjóðfélagsrýn- ar og menningarvitar stikla á ólíkustu fræði- greinum í leit að heildarskilningi. Pm-isminn er önnur og skyld afurð sömu viðleitni. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.