Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Síða 9
Virðulegir vísindamenn og heimspekingar kunna að draga dár að póstunum („the posti- es“), er þeir kalla svo, og frumstæðri heim- speki þeirra - líkja þeim jafnvel við flórkýr er sletti halanum án hugdreifingar í allar áttir - en það breytir ekki þeirri staðreynd að hreyfiafl tíðarandans hefur nú að mestu færst í hendur hinna síðarnefndu. Hér hafa því orðið svipuð endaskipti og í kvæðinu um smalann sem hugsaði um guðsorð úti í haga en sauðfé þegar hann kom í kirkju: Kjafta- stéttimar hugsa um heimspeki „úti í haga“ á meðan heimspekingamir leysa hversdags- leg Hfsvandamál við ölturu sín. Ekki má skilja orð mín svo að helsta hugarfóstur kjaftastéttanna, pm-isminn, sé öldungis utangátta við allar viðteknar heim- spekihefðir. Hann sækir töluvert, bæði að formi og efni, til meginlandshefðarinnar í heimspeki: til hugmynda Heideggers um rótfestu mannsins í nánasta umhverfi sínu og afneitunar Sartres á manneðlinu, svo að dæmi séu tekin. Þá hafa pm-istar einnig borið gogginn í hina „analýtísku“ bresk- bandarísku heimspekihefð og vitna, eftir þörfum, í kenningar Wittgensteins um fé- lagslegt eðli tungumálsins (málið sem „leik“ er krefjist fleiri en eins leikanda), hugmynd- ir Kuhns um ósammælanleik vísindalegra hugtaka, og þar með ósambærileik heims- mynda, og nýlega endurreisn Rortys á amer- ískri starfhyggju (,,pragmatisma“). En þótt lesandinn viti sáralítið eða ekkert um þessar kenningar er bættur skaðinn; pm- istar eru yfírleitt ekki nema kjölfróðir um þær heldur og hafa þau not af þeim sem þeir helst kjósa. „Fræðileg nákvæmni" eða „trúnaður við texta annarra" eru enda, eins og við sjáum síðar, háðsyrði í munni þeirra. Ég spurði í öndverðu máli hver þessi pm-ismi væri en hef enn ekki nálgast inntak hans undir lok fyrstu greinar! Ég á mér það eitt til afbötunar að álíka flókið er að gægj- ast í gaupnir pm-ista og að svara spurning- unni hvað sé íslensk menning. Ef ókunnug- ur spyrði að hinu síðara yrði okkur sjálfsagt fyrst fyrir að byija á landnáminu: því hvað- an við komum og hvaða arfleifð við bárum með okkur. Á sama hátt ætla ég, í annarri grein, að segja ögn frá módernismanum, undanfara pm-ismans. Þriðja greinin fjallar um nokkra frumheija og forsprakka pm- ismans, en það er ekki fyrr en í fjórðu grein sem ég reyni að draga saman helstu ein- kenni hins nýja hugsunarháttar. Fimmta til áttunda grein lýsa nokkrum sviðum þar sem pm-istar hafa skvett úr skinnsokk sínum og hvaða áhrif sú vökvun hefur haft. Ég fylgi þar eftir breyttum hugmyndum um listir, klám, kvennabaráttu og menntun á ofanverðri 20. öld, svo að dæmi séu nefnd. Orðalag mitt hér að framan kann þegar að hafa vakið það hugboð hjá lesandanum að ég sé ekki sérstakur aðdáandi pm-ismans. Það stendur heima. Ég reyni hins vegar að standast freistinguna að ófrægja hann í hveiju orði þar til í síðustu tveimur greinun- um er ég brýni kutana og fjalla, í níundu grein, um þverstæður pm- ismans og í hinni tíundu og síðustu um pm-isma sem hnignun- arheimspeki í aldarlok. Rétt er að taka það fram strax að dæmi sem ég tek verða iðulega sótt í listheima pm-ismans. Því valda bæði persónulegar og sögulegar ástæður. Hin persónulega er að eiginkona mín, Chia-jung Nóra Tsai, er list- fræðingur og að án þindarlausra rökræðna við hana og alls lesefnisins sem hún skák- aði að mér hefði þessi greinaflokkur aldrei orðið til.* Sögulega ástæðan er sú að pm- isminn kviknaði upphaflega þegar reykinn frá kaffihúsum Parísarborgar lagði til list- húsa New York og samlagaðist andblænum þar.3 Þótt nú verði ekki þverfótað fyrir pm-isma heldur í heimum bókmennta og mannvísinda - og jafnvel guðfræði - þá er myndlistin enn klakstöð hans og hann hefur óvíða gert meira skurk. Margir kjaftgleið- ustu „heimspekingar" pm-ismans eru þann- ig listfræðingar og listspírur. Það er ekki laust við að maður óski þess stundum að þeir hefðu haldið sig við strigann. Tilvísanir: 1 Eina undantekningin þar, mér vitanlega, er grein Ástráðs Eysteinssonar, „Hvað er póstmðdernismi?", Tímarit Máls og menningar, 49 (1988). En margt hef- ur skipast ( Haukadal póstmódernismans sfðan hún var skrifuð. 2 Auk hennar þakka ég þeim Atla Harðarsyni, Guð- mundi Ármann, Guðmundi Heiðari Frímannssyni, Har- aldi Bessasyni, Helga Vilberg og Stefáni Jónssyni sem lásu greinaflokkinn yfir og gáfu mér holl ráð. 3 Sjá t.d. Harvey, D., The Condition of Postmodernity: An Enquiry into the Origins of Cultural Change (Ox- ford: BÍackwell, 1990), bls. 7. Höfundur er doktor í heimspeki og dósent við Hóskólann ó Akureyri. ERLENDAR BÆKUR FEMIN- ISMINN Christopher Lasch: Women and the Common Life - Love, Marriage, and Femenism. Edited by Elisabeth Lasch- Quinn. W.W. Noerton & Company 1997. KONUR og opinberi geirinn - Um- fjöllunarefni frá því á síðari hluta 19. aldar og þó einkum á síðari hluta þeirrar tuttugustu. Christop- her Lasch lést 1994 og hafði skrifað um tug bóka, þar sem hann gagnrýndi margvíslegar stefnur og samfélagslegar tilhneigingar, sem hann taldi rýra persónulegt sjálfræði og sljóvga ábyrgð einstaklingsins. Bækur hans vöktu mikla athygli og komu illa við þá sem sættu sig við magnafslátt menn- skrar menningarviðleitni. Honum var vel lagið að rýna þau einkenni nútíma hópeflis í menningar- og siðferðisumræðunni sem rugluðu saman andstæðunum. „Culture of Narcissism" 1979 og „Revolt of the Elites" 1995 eru meðal þeirra bóka þar sem hann dregur upp sjálfunina, idiotíska sérfræðin- gatrú og sýndarmennsku hálfmenntaðra bullukolla á sviði hugvísinda og prósentulík- ön félagsfræðinga. Margir voru og eru sammála Lasch en mörgum þótti nóg um gagnrýni hans og töluðu um svartsýni í því sambandi. Þessi bók um „feminismann" er unnin úr handritum Laschs af dóttur hans. Hann er að vanda ómyrkur í máli og greinarnar eru „ekta Lasch“. Hér er grunntónninn í öllum verkum hans, krafan um að hlýta þeim siðferðiskröfum, sem gefa lífi hvers einstaklings gildi og öðlast með því sátt við sjálfan sig, finna fyrir nauðsyn með eigin lífi. Lasch er enginn talsmaður „feminis- mans“, en hann leitast við að skilja ástæð- urnar fyrir jafnvel fáránlegustu staðhæfing- um feminismans og rekur kenningakerfið til þeirra breytinga sem verða þegar í ýms- um ríkjum Vesturlanda með stóraukinni framleiðslu í kjölfar iðnvæðingarinnar og þeirra breytinga sem verða i samfélaginu - hierarki versus demokratí. Hann telur að völd kvenna á fyrri öld hafi verið jafnvel meiri en á dögum lýðfrelsis, „sú hönd sem hrærði vögguna stjórnaði heiminum" - Will- iam Ross Wallace, 1881. Óánægja konunnar með rýrnandi hlutverk sem bústýra og uppalandi vegna breyttra heimilishátta neyðir hana til þess að gerast einhverskonar - „karlynju“. Samkeppni kynjanna kemst á dagskrá og í hvössustu grein þessarar bókar er „Gilligan’s Island" - en Gilligan er með áhrifamestu feminist- um og telur að konur séu í rauninni allt annar kynflokkur en karlmenn, því gildi aðrar siðferðisreglur í heimi kvenna en karla og gildin séu kynlæg, sbr. hin mjúku gildi etc. Með því að tengja „kvennabaráttuna“ pólitískri baráttu hrynur rökfræðileg for- senda „feminismans" fyrir tilveru kvenna sem annar kynflokkur. Lasch telur að konur og karlar séu á sama pólitíska farinu - fleyinu. Aðskilnaður kynjanna pólitískt sé þvi rugl eitt. V arðandi hin mjúku gildi, má spyija hvort það hafi sýnt sig að kvenlæknar og hjúkrunarkonur séu meðvitaðri um hin „mjúku gildi“ en karllæknar og hjúkrunarmenn? Greinar Laschs eru miðaðar við banda- rískar aðstæður og nútíma bandarískt sam- félag. Niðurstaða hans er sú að bæði karlar og konur hafi gefið upp hina sjálfsögðu kröfu að vera „myndugur" í samfélaginu í hendur sérfræðinga, sérhæfðra starfskrafta og ríkisvaldsins. Að karlar og konur hafi sameinast í kapphlaupi inn í „tóma lífið“ innantómt líf markaðstorgsins og starfí nú sem þæg og tamin vinnudýr „framfarasinn- aðs upplýsingasamfélags“. Þessa greinar Laschs eru hittnar og ágæt- ar hugvekjur um það, hvað konur og menn og eru orðnar fjarlægar og fjarlægir eigin sjálfsvitund. SIGURLAUGUR BRYNLEIFSSON LJÓDRÝNI VIII GYRÐIR ELÍASSON HEIMSÓKN Liðlangan veturinn kemur nóttin yfir fjallið og mætir græna lampanum í glugganum á græna húsinu Og nóttin leggst að lampanum og vill hafa þetta daufa ljós, en Ijósið þiggur glætu frá stjörnum og tungli Það liggur gagnsær þráður milli lampans og himintungla, og Ijósið slokknar ekki Fyrir innan gluggann sjást tveir skuggar, annar stór, hinn minni - og lýsast hægt Með þessu Ijóði hefst nýjasta bók Gyrðis Elíassonar (f. 1961), Indíánasumar, sem kom út um síðustu jól. Ljóðið lætur í sjálfu sér ekki mikið yfir sér. Það er opið og auðskiljan- legt. Hefðbundin andstæðuhugsun er burðarvirki þess. Stíllinn er einfaldur, hversdagslegur og eins og hann vilji láta allt uppi í sem fæstum og berustum orðum. En þrátt fyrir viðhafnarleysið er eins og það sé ekki hægt að láta þar við sitja. Óviss um ávinninginn ákveð ég að rýna nánar í þessi yfirlætislausu orð. Ljóðið stendur fyllilega fyrir sínu sem vetrarstemning, sem mynd af ásókn hins langa og deyðandi vetrar sem engu vill þyrma en hefur þó ekki betur við hið græðandi ljós, glætuna frá græna lampanum. En þetta ljóð fjallar einnig um skáldskap Gyrðis, um ljóðin og eigind- ir þeirra, um hina aðskiljanlegu þætti þeirra, sköpun þeirra. Andstæðutvenndirnar ljós og myrkur, inni og úti, hátt og lágt eru veltiásar ljóðsins og mynda merkingarmiðju þess. Þarna skerastþví kunnugleg þemu úr verkum Gyrðis; húsið, glugginn eða glerið, himin- tunglin og auðvitað skáldið sjálft sem hér á sér raunar fylginaut. í fyrsta erindinu er okkur sagt frá innrás vetrarnæturinnar í hús skáldsins. Þar mætir hún veikri mótstöðu græna lampans sem þó lætur ekki bugast enda þiggur hann hjálp frá stjörnum og tungli. Ljósið slokknar ekki og kastar tveimur misstórum skuggum á vegg sem lýsast hægt. Hér er ekki aðeins veturinn í heimsókn. Skáldið býður lesandanum inn til sín og skuggar þeirra sjást fyrir innan gluggann; skuggi skálds- ins stærri, eða öfugt, allt eftir því hvernig á það er litið. En báðir eru þátttakendur í þessum leik á sviði ljóðsins. Og um síðir mun allt verða ljóst, ljóðið ljúkast upp á gátt. Lesandinn er leiddur beint inn í miðja atburðarásina, inn í átökin sem skáldið á sífellt í, átökin á milli hins skapandi afls ljóssins og doða myrkursins. Ljósið er hefðbundið tákn sköpunar. Og himintungl- in sömuleiðis; þau eru vonir og birta, draumar og ímyndunarafl, þau eru heimkynni skáldsins eins og segir í síðasta ljóði bókarinnar. Skáld- ið leitar upp þótt það sé óhjákvæmilega bundið jörðinni. Eins og áður sagði er þetta fyrsta ljóð bókarinnar Indíánasumar og sem slíkt leiðir það okkur lesendur inn í bókina, býður okkur í heimsókn að skoða þann ljóðheim sem Gyrðir býr í. Það býður okkur í heimsókn í hús skáldsins þar sem við sjáum það beijast við helsta fjanda sinn, myrkrið. Þessi átök eru eins og leiðarstef í bókinni og iðulega hefur birtan betur eins og best er lýst í Ijóðinu Togstreita. Græni lampinn er þar aftur bjargvættur þegar nóttin „með sína þöndu vængi“ ætlar að teygja sig inn um glugga skáldsins og hrifsa það til sín „og draga inn í húsið bak / við stjörnumar þar sem / logar á svörtu lömpunum / sem ósa stöðugt." En skáldið streitist á móti með lampann græna að vopni og „birtan fellur á næturhúsið / svo það sundrast / einsog strákofí í vindsveip.“ Þröstur Helgason LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.