Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Síða 11
á myndinni. ígja má að sé höfundur Vesturfarasetursins. hefur hann sjálfur gert upp. Með honum á ;em starfar í Vesturfarasetrinu. Ljósmynd/Mats Wibe Lund KVEÐJUSTUND. Leikmynd á sýningunni sem Byggðasafn Skagfirðinga stendur að íVesturfarasetrinu: Gömlu hjónin verða eftir, en ung hjón með barn eru að fara. ir eru hafnar við húsið sjálft og stækkunina. ÚR BÓKASAFNI og verzlun Vesturfarasetursins, þar sem hægt er að kaupa handgerða, Efst: Þannig lítur Vesturfarasetrið nú út. istenzka muni. fólk áfram að fylgjast með ættingjum sínum. Fæstir áttu þess hinsvegar kost að hittast. Ómetanlegt er það einnig, að á síðustu ára- tugum 19. aldar var ljósmyndatæknin komin til sögunnar og nokkrar myndir voru þá tekn- ar af vesturförum sem segja meira en orð geta gert. Sú eftirminnilegasta er af stórum hópi vesturfara um borð í skipi og hefur hún verið stækkuð upp í Vesturfarasetrinu á Hofs- ósi. Myndina hefur myndadeild Þjóðminjasafns íslands einnig góðfúslega léð Lesbók og birtist hún hér á bls. 12 og hluti hennar er stækkað- ur upp á forsíðu. I bók Franks Ponzi, ísland fyrír aldamót, er talið að myndin sé tekin áður en stigið var á land í Granton og að myndin sé eignuð Sigfúsi Eymundssyni, sem var agent fyrir Ameríkuferðir. Hvað sem því líður er ljóst, að myndin hefur verið tekin í góðu veðri að sumarlagi, því þarna er einn vörpulegur maður „snöggklæddur" eins og það var kallað, þegar menn klæddust vestinu einu utan yfir skyrtuna. Athyglisvert er, að engum á myndinni stekk- ur bros. Flestir eru alvarlegir, sumir þungbún- ir og ein kona heldur fyrir augun líkt og hún sé að gráta. Karlarnir eru í vaðmálsfötum og margir hafa átt kúluhatta. Konurnar dúða sig flestar með sjölum og þær eldri eru með skott- húfur. Eftirtektarvert er, að unga fólkið á myndinni er ekki síður þungbúið en þeir sem eldri eru. Enginn hefur þó vitað til fulls hvílík mannraun þessi ferð yfir hafið gat orðið; fyrst til Skotlands og eftir það hafði ferðalagið á sér svipmót gripaflutninga, þegar fólkið var flutt í yfirfullum lestum skipa um Atlantsála og til fyrirheitna landsins þar sem óendanlegir erfiðleikar biðu. Vitneskjan um það Iíf sem beið vesturfar- anna er að verulegu leyti reist á þessu tvennu; Ameríkubréfunum sem eru ígildi annála, svo og ljósmyndum. Enda þótt Vestur-íslendingar hæfu útgáfu blaðs á undan öllum öðrum þjóða- brotum í Kanada, var enginn Ari fróði eða Sturla Þórðarson í þeirra röðum til að skrá- setja líf þeirra og landnám í heild. Þeir eignuð- ust eitt stórskáld, Stephan G. Stephansson. Innsta kjarna þess að vera Islendingur fjarri ættjörðinni orðaði hann í kvæði sem allir þekkja og hefst svo: Þó þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót. Vesturfarasetrið ris Ekki er það menntamálaráðuneytið, al- þingismenn, opinberar nefndir eða ráð, sem frumkvæði áttu að Vesturfarasetrinu, enda_ óvíst að það hefði þá risið á Hofsósi. Þar hef- ur það hinsvegar orðið að veruleika vegna þess að þar var frumkvæði og kraftur sem i dugði til þess. Vesturfarasetrið hefur umfram allt risið fyrir áhuga og dugnað eins manns, Valgeirs Þorvaldssonar, bónda á Vatni í Hofs- hreppi. Hann er fæddur 1960 á Þrastarstöðum RIÐ A HOFSOSI H LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.