Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Page 13
UR FILMIU I FJALAKOTTINN - 2. HLUTI
AFTUR í ÁR-
DAGA KVIK-
MYNDANNA
EFTIR ARNALD INDRIÐASON
Kvikmyndaklúbbur MR og Litla Bíó héldu ófram aö
draga fram sögu kvikmyndanna eftir að Filmía hætti
starfseminni og sýndu klassískar, evrópskar myndir.
FJALLA-EYVINDUR: Edith Erastoff og Viktor Sjöström,
sem Kvikmyndaklúbbur MR sýndi 1965.
ANDI Filmíu lifði í nokkurs-
konar arftaka klúbbins,
Kvikmyndaklúbbi Listafé-
lags Menntaskólans í
Reykjavík. Aðalhvatamað-
urinn að stofnun hans var
Þorsteinn Helgason sagn-
fræðingur, sem þá var for-
seti Listafélags M.R. en Jón Júlíusson formað-
ur Filmíu kenndi latínu við skólann og „það
spillti ekki fyrir“ segir Þorsteinn í samtali.
Klúbburinn var stofnaður haustið 1965 þegar
starfsemi Filmíu var lokið og fyllti að ein-
hvetju leyti upp í tóm sem hafði skapast.
Kvikmyndaklúbburinn heyrði undir Listafélag-
ið er einnig rak önnnur menningarfélög. Þor-
steinn segir að hann hafi fengið myndirnar
frá Dönsku kvikmyndastofnuninni og einnig
var hann í sambandi við þýskt dreifingarfyrir-
tæki auk þess sem leitað var til sendiráðanna.
Sérstakiega, segir Þorsteinn, voru Tékkar vilj-
ugir að lána myndir sínar á þessum tíma en
mikil uppsveifia var í tékkneskri kvikmynda-
gerð á sjöunda áratugnum áður en sovéther
réðist inn í Prag árið 1968.
Þorsteinn man eftir mörgum sem sóttu
myndir klúbbsins er síðar urðu kvikmynda-
gerðarmenn sjálfír s.s. eins og Þráni Bertels-
syni, Þorsteini Jónssyni, Kristínu Jóhannes-
dóttur og Ágústi Guðmundssyni, sem starfaði
fyrir klúbbinn en hann var gjaldkeri Lista-
félagsins. „Klúbburinn hafði tvímælalaust
áhrif á mig sem kvikmyndagerðarmann,“ seg-
ir Ágúst og bendir á að þeir sem byijuðu hið
svokaliaða kvikmyndavor voru allir á svipuðu
reki og komu úr M.R. „svo það má vel vera
að starfsemin hafi haft áhrif á fleiri en mig.
Og ég bjó svolítið að því að hafa verið í klúbbn-
um þegar ég hóf mitt kvikmyndanám í Lond-
on vegna þess að ég hafði séð mun fleiri af
meistaraverkum kvikmyndanna en aðrir sem
voru með mér í skólanum."
Myndimar voru sýndar ýmist í Laugarásbíói
(oftast), Gamla Bíói eða Háskólabíói og jafnvel
í kvikmyndasal Austurbæjar. „Við sýndum
meira að segja á laugardagsmorgnum," segir
Þorsteinn Helgason, „og ég man að Guðrún
Helgadóttir rithöfundur kom mikið á sýningar
klúbbsins og sagði að það þyrfti ekki að ör-
vænta um íslenska menningu þegar sóttar
væru kvikmyndasýningar á laugardagsmorgn-
um.“ Líkt og í Filmíu var áhersla lögð á að
draga fram sögu kvikmyndanna með sýningum
klúbbsins. Gefnar voru út vandaðar sýningar-
skrár þar sem kafað var ofan í verk kvikmynda-
höfundanna og sagt frá þeim sjálfum og er
þar mikinn fróðleik að finna. Fyrsta misserið
voru sýndar myndir eins og Beitiskipið Potemk-
in og Ivan grimmi eftir Eisenstein, Brauðlaust
land og Ævintýri Róbinson Krúsós báðar eftir
Bunuel, Fjalla - Eyvindur eftir Victor Sjöström
og Rashomon eftir Kurosawa. Næsta misserið
var áherslan öll á þýska expressjónismann með
myndum Robert Wiene og Georg Pabst ofl. og
síðan voru sýndar fimm myndir Carl Dreyers
m.a. Heilög Jóhanna og Geirþrúður. Stutt- og
heimildarmyndir voru áberandi. „Það var lögð
mikil áhersla á að við næðum aftur í árdaga
kvikmyndanna," segir Ágúst Guðmundsson.
„Þetta tókst vonum framar," heldur hann
áfram. „Fólk sýndi klúbbnum heilmikinn
áhuga í upphafi. Kvikmyndaúrvalið í bíóunum
var takmarkað að þessu leyti og sjónvarpið
var ekki komið. Einnig voru skilin á milli venju-
legra bíómynda og listrænna mynda mjög
hrein og klár í þá daga en hafa síðan orðið
óljósari."
Lítla Bié
Sjónvarpið var komið þegar Þorgeir
Þorgeirson rithöfundur stofnaði sinn
kvikmyndaklúbb og vera
að það hafi haft einhver áhrif
á hversu stuttur hans líftími
var. „Við stofnuðum okkar
kvikmyndaklúbb, Litla Bíó, vori
1968,“ segir Þorgeir. Hann hafð
kynnst kvikmyndaklúbbum fyrst
og fremst þegar hann var í
Frakklandi vorið 1954 og aftur
á árunum 1955 og 1956 þegar
hann sótti Kvikmyndasafnið í
París. „Þá voru þar þijár sýningar á
dag á klassískum verkurn," segir Þor-
geir. „Kvikmyndasafnið hafði mest
áhrifin á menn. Það hafði feikna glor-
íu á þessum tíma. Það hafði
verndað þýska expressjónis-
mann, sem menn Hitlers
vildu útrýma. Kvikmynda-
klúbbarnir í París voru ýmist
með fast aðsetur í litlum bíó-
um eða þeir störfuðu hér og
þar um borgina en voru ekki með sérstakt
heimilisfang; ég sótti mikið klúbb á Monmar-
tre sem hét Stúdíó 28.“ Sýningarnar gátu
haft mikil áhrif eins og Þorgeir lýsir: „Ég
sat einu sinni á safninu í París og sýnd var
mynd eftir Kurosawa sem hann gerði eftir
Fávita Dostojevskís. Myndin var með jap-
önsku tali og indverskum texta og var sex
eða átta tíma löng. Ég sat við hliðina á
Ameríkana og við gátum ekki skilið hvor við
annan fyrr en tveimur sólarhringum eftir að
myndinni lauk. Við töluðum ekkert mikið
saman og þögðum kannski því meira en slík
áhrif hafði þessi sýning."
Litla Bíó var til húsa að Hverfisgötu 44 og
tók 73 í sæti en klúbburinn keypti bekki úr
Iðnó, sem ekki voru not fyrir lengur. Seld
voru kort á fimm sýningar í senn og skipt
var um mynd vikulega. Kosin var stjórn og
sátu í henni Magnús Skúlason, Ragnar Aðal-
steinsson og Þorsteinn Blöndal ásamt Þorgeiri
og eiginkonu hans, Vilborgu Dagbjartsdóttur,
skáldkonu. „Við sýndum alla daga vikunnar
klukkan fimm og níu á kvöldin nema á fimmtu-
dögum, sem var ögrun við sjónvarpið. Klúb-
burinn gekk í hálft ár á Hverfísgötunni með
því móti að við Vilborg unnum þarna allt
ókeypis." Þorgeir segir að klúbburinn hafi litlu
ráðið hvaða myndir voru sýndar. Hann stjórn-
aði sjálfur 16 mm sýningarvél ættaðri frá
Rússlandi, „ægilegu fjalli sem þurfti stöðugt
viðgerðar við.“ Þorgeir segir: „Í fyrsta lagi
gátum við ekkert sýnt nema 16 mm myndir.
Það útilokaði okkur frá öllu sem hugsanlega
gæti legið hjá bíóunum; þau stóðu ekkert allt-
af við það að brenna eintökin sín. Og í öðru
lagi höfðum við enga peninga nema rétt fyrir
húsaleigu. Við áttum góða að í sendiráðunum,
því franska og rússneska og sérstaklega því
tékkneska sem útveguðu okkur nýjar myndir.
Tékknesku myndirnar voru stolt klúbbsins og
þær fengu góða aðsókn. Þá var feikilegur
kraftur í tékkneskri kvikmyndagerð og við
fengum margar myndir þaðan splunkunýjar.
Klúbburinn hafði aðeins eitt prinsipp: Sýningu
var ekki aflýst nema ef mættu færri en einn.
Það var algengt að við sýndum fyrir einn og
þegar ekkert var farið að lifna yfír aðsókninni
um haustið hættum við.“
Eftir að sýningum var hætt á Hverfisgöt-
unni hélst starfsemi Litla Bíós áfram í Nor-
ræna húsinu í skamman tíma áður en hann
leystist alveg upp. Þorgeir segir að sumir
hafi verið fullir fyrirlitningar í garð klúbbsins
og „aðrir voru voða hræddir um að við ætluð-
um að fara að græða á þessii. Þetta var ekki
komið inn í kúltúrmyndina. Ég sé ekkert eftir
því að standa í þessu þó ekki
væri nema bara fyrir það að
maður missti af sjónvarpsdag-
skránni, þá borgaði það sig.
Bekkirnir úr Iðnó voru eftirsótt-
ir og ég gat selt þá og þeir
gerðu á endanum reksturinn halla-
lausan.“
Myndirnar sem sýndar voru í Litla Bíói
samanstóðu af rússneskri og franskri
klassík. Franska utanríkisráðuneytið
dreifði mikið af 16 mm filmum að sögn
Þorgeirs „og Rússarnir voru áfjáðir í að
láta mann nota allt. Maður tók nýju sós-
íalrealísku myndirnar og geymdi um
tíma og þá fékk maður Eisenstein og
hina með. Og svo sýndum við nýju tékk-
nesku myndirnar. Ég sé alltaf eftir því
að hafa ekki stolið nema einni þeirra
því eftir 21. ágúst þetta ár voru
Tékkarnir ekkert áfjáðir í að fá
myndirnar til baka því þær voru
flestar fallnar í ónáð.“
Fjalarkötturinn
Klúbbstarfsemin á sjöunda áratugnum virt-
ist hafa áhrif á kvikmyndahúsin að einhveiju
leyti sem sést m.a. á því að Háskólabíó hóf
um 1970 að sýna svokallaðar „mánudags-
myndir“, listrænar myndir sem höfða áttu til
þeirra er gerðu kröfu um vandaðri bíómyndir
í kvikmyndahúsunum. Næst dró til tíðinda í
kvikmyndaklúbbsmálum um haustið 1973
þegar Kvikmyndaklúbbur menntaskólanna var ,t
stofnaður og voru sýningar haldnar í Lauga-
rásbíói og í Borgarbíói á Akureyri. Tveimur
árum síðar, haustið 1975, varð Fjalarkötturinn
til, kvikmyndaklúbbur framhaldsskólanna,
þegar Stúdentaráð Háskólans og Félagsstofn-
un stúdenta tóku upp samstarf við Kvik-
myndaklúbb menntaskólanna og hófst þar
með starfsemi stærsta kvikmyndaklúbbs sem
starfræktur hefur verið í landinu. Hann hóf
starfsemina á þeim tíma er hyllti undir kvik-
myndavorið. Blómatími hans var á þeim tíma
þegar vorið varð að veruleika og hann fylgdi
því fyrstu árin. „Klúbburinn var mikill skóli
fyrir mig og marga aðra,“ segir Friðrik Þór
Friðriksson en hann var framkvæmdastjóri
og primus motor í starfsemi hans fyrstu árin.
Sýndar voru ár hvert allt upp i fímmtíu mynd-
ir, langar og stuttar, og segir Friðrik Þór að,
meðlimir hafí verið um 2000 en klúbburinn
starfaði í sjö ár frá 1975 til 1982. í stjórn
sátu fulltrúar menntaskólanna í Reykjavík og
Kópavogi, og Háskóla íslands og Verslunar-
skóla íslands ásamt fulltrúa frá Félagsstofnun
stúdenta. Fjalarkötturinn gaf út kvikmynda-
blað er kynnti myndirnar sem klúbburinn sýndi
og var fullgilt kvikmyndatímarit en slík rit
voru fátíð á íslensku og eru það enn. Tímarit-
inu var fylgt úr hlaði ár hvert með inngangs-
orðum ritstjóra og má rekja nokkuð starfsemi
kvikmyndaklúbbsins og hug félagsmanna til
hans með því að glugga í þau. Sést að starf-
semin hófst á miklum bjartsýnisnótum. Þegar
leið nær endalokunum kom annar og svart-'
sýnni tónn í skrifin eins og Fjalarkötturinn
væri orðinn „gamall og geðillur fressköttur
og hlaupinn í spikið" en þá hafði aðsóknin
minnkað mikið og hófust m.a. ritdeilur um
LISBETH Movin í Dagur reiði, sem Kvik-
myndaklúbbur MR sýndi 1966.
„Klúbburinn hafii ad-
eins eittprinsipp: sýn-
ingu var ekki aflýst
nema ef mættu færri
en einn. “
ÞORGEIR ÞORGEIRSON.
FELLINI: Fjalakötturinn sýndi fjölda mynda
eftir Frederico Fellini.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 1997 13'