Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Side 16
gg&Sfc tíM>
ELDGIGUR
HJARTANS
Inger Hggerup er meó vinsælustu skáldum Noró-
manna. Attunda útgáfa Ijóðasafns hennar er
nýkomin. ÖRN OLAFSSON skrifar að Hagerup hafi
ort mikið af ástríðuljóðum, Ijóð hennar gerist í
borgarumhverfi, séu ort á daglegu máli og oft kímin.
INGER Hagerup er með vinsælustu ljóð-
skáldum Norðmanna, enda þótt nú séu
tólf ár síðan hún lést. Ljóðasafn henn-
ar var að birtast í áttundu útgáfu.
Hún fæddist árið 1905 og náði áttræð-
isaldri. Þau íslensk skáld, sem hún
helst gæti minnt á, eru samtímamenn
hennar, Tómas Guðmundsson og
Steinn Steinarr. Þá á ég fyrst og fremst við
það, að hún orti mikið af ástarljóðum, Ijóðin
gerast í borgarumhverfi, eru yfirleitt á dag-
legu talmáli og oft kímin, nánari er ekki svipur-
inn, og síst hægt að sjá nein áhrif. En Hager-
up var víðlesin, og
þýddi töluvert,
m.a. ljóð eftir Dav-
íð Stefánsson
(Sorg), Emily
Dickinson, Nelly
Sachs og Patrice
Lumumba, auk
Shakespeare og
Goethe. Fyrst birti
hún Ijóð rúmlega
tvítug, 1928, en
frumsamdar
' ljóðabækur henn-
ar, átta alls, birtust
á árunum 1939-64.
Auk þess birti hún
þrjár bama-
ljóðabækur, sem rúma einhvað dásamlegasta
rímbull sem ég hefí lengi séð, það minnir hrein-
lega á Lewis Carrol, höfund Lísu í Undra-
landi. Ennfremur skrifaði hún leikrit og sjálf-
sævisögu. Hún flýði til Svíþjóðar þegar nas-
istar hemámu Noreg, enda kunn fyrir að vera
yst til vinstri í stjómmálum, og galt þess enn
í kalda stríðinu.
Ég hefi reynt að þýða þau sýni norskra ljóða
sem ég hefi birt í þessum pistlum undanfarið,
en nú vandast málið. Hagemp var þvílíkur
rímsnillingur og hagyrðingur, að sæmileg þýð-
ing ljóða hennar yrði að skila hrynjandi og
rími. Ég vona að eitthvert íslenskt skáld finni
sig kallað til þess, ekki er mér kunnugt um
hvort þegar hefur verið þýtt eitthvað eftir
hana. Én hér er dauft endurskin af ljóði henn-
ar „Albumsblad“, frá 1949. Mér fínnst kvæð-
ið áhrifaríkt, og þakka það einkum því, hvern-
ig það byggir á spennu andstæðna. Ung stúlka
er ljósmynduð á hátíðarstund, í sínu fínasta,
og það er allt fyrir einn sérstakan pilt. En það
er tákn löngu liðinna tíma, að jafnvel slík
hátíðarstund verður að vera á vegum kirkjunn-
ar. Við sjáum fyrst og fremst dæmigerða
mynd af vongleði æskunnar, en jafnframt er
dauðinn í fyrirrúmi. Loks er enn ein andstæða
þessarar vonglöðu ungu stúlku, og það er ljóð-
mælandi sjálf, döpur yfir því hvernig tíminn
hefur farið með þær systur báðar, hvora á sinn
hátt.
I ljósmyndabók
Gömul mynd, hálfvegis vangamynd.
En enn ljómar gleðin í brosi þínu
þrátt fyrir sálmabókina í barnslegri hendi
og krossinn í mjóu flauelsbandi.
Þú hafðir rétt í þessu drukkið blóð Drottins.
Og hönd prestsins var föðurleg og góð,
og milli grafanna stóðu mild tré
og niðaði í þeim í grænu sumarveðrinu.
Nú breiðir hjartað úr draumum sínum
mót ljósmyndaranum og svörtum klút
hans.
Því myndin og brosið eru fyrir nokkurn
sem skal fá að sjá að þú er reglulega
lagleg.
Ljósmynd/Ornelund as.
Inger Hagerup
Æ, litla systir mín, hvað þú ert dáin!
Eins fjarlæg og gamaldags föt þín.
Eldri systir þín er orðin köld og skynsöm
og hefur lagt frá sér kross og sálmabók.
Eldri systir þín er orðin köld og skýr
og veit stöðugt hvað hún skal og vill.
Og hjartað væntir ekki lengur svars
frá honum sem dáin systir mín brosti til.
Eftirsjá lætur Hagerup sérlega vel, að birta
skarpa mynd fortíðar, og sýna tilfínningar
tengdar henni, skerptar enn með andstæðum
við nútímann. Hér er ljóð úr síðustu bók henn-
ar, sem hét Eldgígur hjartans. Og þetta ljóð
má skoða sem vitnisburð um hvemig hún byrj-
aði að yrkja, ástarljóð í andstöðu við ófullnægð-
ar tilfínningar. Þar með er ég ekki að ýja neinu
um ævireynslu Hagerup, heldur einungis um
þær andstæður sem fylgja sterkum tilfínning-
um, einnig þegar ljóð sýnir þær.
Ljóð um ólokið Ijóð
Tunglskinskvöld
„Ó, hve hjarta mitt brann skjóllaust og
eitt
öll tunglskinskvöld æsku minnar.
Baðaðir í gulli lágu kaldir steinar stigans
Ekkert hefur gerst, sagði fótatak mitt.
Skuggarnir stirðnuðu. Jörð og stjörnur
skinu.
Himinn og haf og fjöll voru föl af friði.
Heimurinn var ekki sjálfum sér líkur. í
kyrrð
minnti hann á fyrstu sekúndu eilífðarinn-
a r.
Ekkert hefur gerst. Ljós barst út um rúðu
u
Ljóðinu var aldrei lokið. En í huga mér
lifir unglingur enn, langt, langt í burtu,
og hefur alltaf snjóað niður af
einmanalegu tunglsljósi.
Alltaf þetta vonda marskvöld með
hnífinn í bakinu.
Ráðalaus tár, sem aldrei hætta að svíða.
Alltaf blístrandi piltur sem hverfur
burt í skugganum
Alltaf blómarunninn fullur af vorsorg.
„Baðaðir í gulli lágu kaldir steinar stigans"
Klunnaleg orð sem ég hafnaði sjálf.
Samt brennur æska mín skjóllaus og ein
um eilífð í þessu álagakvöldi tunglskins-
ins.
Ljúkum þessu á ljóði sem virðist afar ein-
falt. En það er þeim mun markvissara í þeim
andstæðum sem birtast í endurtekningu með
tilbrigðum. Sama atriðið er fyrst óhugnanlega
framandi og óskiljanlegt fyrir bami, sem við
sjáum leita öryggis. Og óskiljanlegur óhugnað-
urinn loðir við þetta fyrirbæri, þegar það birtist
í endurtekningum orðalagsins í seinna erindi:
Brjálaði drengurinn
Bijálaði drengurinn í hinu húsinu
var tjóðraður niður. Um nætur heyrðum
við
hann ýlfra. Og þá hvíslaði ég í koddann:
„Þakka þér, kæri guð! Ég er þó laus.
Brjálaði drengurinn æpir ekki lengur.
En samt getur ópið vakið mig
þegar næturnar eru stjörnulaust myrkar.
Þá er það ekki drengurinn. Það er ég.
VIÐ OPNUN sýningarinnar;Rabby Ragnarson, Birna Hreiðarsdóttir, séra William Swing
biskup, Erla Gunnarsdóttir og Peggy Olsen.
MEÐAL þeirra, sem voru við opnunina, voru;Daphne Bateman, Sigrún Jónsdóttir, Dorot-
hy Carthwright með sonarsoninn Robert, Guðrún Jónsdóttir Du Pont og Robert Cart-
hwright konsúll (slands í San Fransiskó.
ISLAND: BRU TIL FRIÐAR
SPJALL UM
SÝNINGU
EFTIR ERLU GUNNARSDÓTTUR
Listsýningin „lsland:Brú til frióar, stóó í mánaóartíma
í vor í safnaðarsölum Old St. Mary’s dómkirkjunnar
í San Francisco. A sýninqunni voru verk átta lista-
ISLENSKU listamennirnir, sem áttu
verk á sýningunni ísland: Brú til frið-
ar, voru Sigrún Jónsdóttir, sem sýndi
vefnað, Gunnar R. Gunnarsson sýndi
tréútskurð, Mats Wibe Lund ljós-
myndir, Hallsteinn Sigurðsson högg-
myndir og Rabby Ragnarsson glerl-
ist. Bandarísku listamennirnir þrír
áttu það sameiginlegt að vera allir fæddir
erlendis, hver í sínu landi. Thiet Pham-Gia í
Viet Nam. Hann stundaði listnám í Frakk-
landi og sérhæfði sig í sérstakri tæknilegri
aðferð málara sem kallast „Sfumato Tec-
hnique of Leonardo da Vinci“, og voru þrjú
slík verk hans á sýningunni mjög eftirtektar-
verð. Annar Bandaríkjamaðurinn var John
Hermannsson, fæddur á íslandi, sonur Stein-
gríms Hermannssonar seðlabankastjóra og
fyrri konu hans. Hann sýndi fjögur málverk
í skærum, djúpum litum. Þurfti ég að rýna
í þau lengi til þess að fá í þau innsýn og sjá
í þeim sálina. Hann sýndi iíka nokkrar litlar
myndir, „flugu“myndir, skemmtilegar, sér-
staklega fannst mér að þær ættu erindi til
fluguveiðimanna. Þriðji bandaríski listamað-
VIVIAN Hansen og Vigdís Finnbogadóttir.
Myndin var tekin í ágúst 1996.
f 6 LESBÓK MORGUNBtAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 1997