Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 2
Hirst hafnar Konunglegu akademíunni Morgunbladid/Golli SAXÓFÓNSPUNI BRESKI listamaðurinn Damien Hirst hefur hafnað boði um að ganga í konunglegu bresku listaakademíuna og sagði í vikunni að þar færi „stór, útbelgd, rykfallin, gömul og hrokafull stofnun". Konunglega akademían er 230 ára og er þetta öðru sinni á þeagu ári sem listamaður hunsar hana. Rachel Whiteread, sem ásamt Hirst er framarlega í hreyfingu, sem kennd er við unga breska listamenn, neitaði að ganga í akademíuna eftir að 100 félagar hennar höfðu greitt atkvæði um að bjóða henni inngöngu. Vegna viðbragða hennar var ákveðið að bera aðild undir Hirst áður en gengið yrði til atkvæða og kvaðst hann ekki hafa áhuga. „Það síðasta sem ég vil er að vera í Kon- unglegu akademíunni," sagði Hirst, sem er 33 ára. „Ég hef meiri áhuga á listum auk þess sem verði bylting munu þeir koma og drepa þá [sem eru í akademíunni], ekki satt?“ Hirst gaf í þessari viku út lyftimyndabók, sem er mikil að vöxtum, og nær yfir feril hans. I næstu viku verður opnuð sýning á veg- um konunglegu akademíunnar þar sem verk hinnar nýju hreyfingar breskra listamanna verða í fyrirrúmi. Diddú syngur við óperuna í Riga SIGRÚN Hjálmtýsdóttir hefur þegið boð Þjóðaró- perunnar í Riga í Lett- landi um að syngja gesta- hlutverk í La Traviata eftir Verdi. Fer hún utan í byrjun nóvember og tek- ur þátt í uppfærslunni þann mánuðinn. SAXÓFÓNHÓPURINN Raum Musik fiir Saxophone flutti tónlistargjörning í Ný- listasafninu á fimmtudag. Hópurinn sem skipaður er 10 saxófónleikurum kemur fram á Djasshátíðinni RúRek. Aðaltón- leikar hópsins verða í Listasafni Islands í dag, kl. 17.30. Klukkan 21 verða svo tónleikar Stórsveitar Reykjavíkur á Hót- el Sögu. Hópurinn Raum Musik fiir Saxophone kom fyrst fram fyrir 11 árum í sölum listasafnsins í Karlsruhe í Þýskalandi. Tónlistin er flutt sem gjörningur og byggist á þeirri hugmynd að virkja rými safnsins sem skapandi þátt. Tónlistin er ekki samin fyrirfram, heldur verður til við spuna sem þó er alltaf valinn með tilliti til rýmisins hveiju sinni. Útkoman í hverju tilfelli er því háð stund og stað. Hópurinn hefur haldið tónleika víða um Evrópu og Rússland með þessa hugmynd að baki tónlistarsköpun sinni.’ ÚTIVERK eftir Einar Má Guðvarðarson hefur verið sett upp hjá ráðhúsinu í finnska bænum Kankaanpáa. Einingar verksins leika á stálöxlum og á barnafæri er að breyta innbyrðis afstöðu þeirra. ÍSLENSKIR LISTAMENN MEÐ VERK Á DÖNSKUM SÝNINGUM Kaupmannahöfn. Morgunblað- WÆR sýningar sem íslenskir listamenn taka þátt í voru opnaðar í gær í Kaupmannahöfn. Pétur Tryggvi er með í hópi úrvals silfur- smiða, sem sýna í boði danska málmiðnaðar- sambandsins og var sýningin opnuð af Mar- gréti Þórhildi Danadrottningu. Tumi Magnús- son á verk á Charlottenborg, þar sem opnuð var sýning til hyllingar málverkinu með verk- um 24 myndlistarmanna. Um helgina er að ljúka sýningu á Bispegaarden, þar sem mynd- höggvararnir Jóna Guðvarðardóttir, Einar Már Guðvarðarson og Susanne Christensen hafa sýnt í sumar við góðar undirtektir. Pétur Tryggvi hefur komið sér fyirr úti í Gentofte með verkstæði og hefur starfað þar í nokkur ár. Á sýningunni nú er hann í félags- skap hóps danskra silfursmiða, sem hafa boð- ið honum þátttöku í sínum hóp. Þar eru allir helstu silfursmiðir Dana, sem hafa lagt sig eftir korpussmíði, smíði stórra hluta. Pétur Tryggvi sýnir þar meðal annars kirkjusilfur, sem hann hefur smíðað í íslenskar kirkjur. Sýningin er haldin úti á Friðriksbergi í húsa- kynnum Hins konunglega danska garðafélags. Sýningin á Charlottenborg, Display er sett saman af Mikael Andersen, sem rekur sam- nefnt gallerí. Verkefnið var að gera málverk- inu góð skil, sem andsvar við Docurnenta- sýninguna í Kassel, þar sem hið hefðbundna málverki var skilið útundan í ár. Verk Tuma Magnússonar er málað beint á vegginn og því aðeins uppi á sýningunni nú, sem stendur til 19. október. Þar sem Charlottenborg er einn helsti sýningarstaður Kaupmannahafnar mun sýningin þar án efa fá mikla umfjöllun i dönskum fjölmiðlum að vanda. Nýtt gallerí í Kirkjuhvoli NÝTT listagallerí, Dada Art Gallery Lista- verk, verður opnað í Reykjavík mánudaginn 15. september. Galleríið er til húsa í Kirkju- hvoli, Kirkjutorgi 4. Opnað verður með sölu- sýningu á verkum 30 þekktra íslenskra lista- manna. í kynningu segir að markmið Dada sé að bjóða landsmönnum og erlendum gestum upp á úrval listaverka eftir bestu listamenn þjóðarinnar. Galleríið er í eigu Kristínar Petersen og Hans Kristjáns Árnasonar. Opið verður alla virka daga frá kl. 11-18 og kl. 12-15 laugardaga. Andreas Schmidt heldur námskeið og tónleika BARITÓNSÖNGVARINN og íslandsvinur- inn Andreas Schmidt er væntanlegur til landsins í tengslum við Schubert-helgi sem Styrktarfélag íslensku óperunnar mun gangast fyrir dagana 26. og 27. september. Á þeim tíma mun Andreas halda námskeið (masterclass) í Óperunni og sömuleiðis flytja á tvennum tónleikum ljóðaflokka Schuberts, Vetrarferðina og Die Schöne Múllerin. Með honum á tónleikunum leikur þýski píanóleikarinn Helmut De- utsch. Andreas Schmidt MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Þjóðminjasafn Islands Sýningin Kirkja og kirkjuskrúð, miðalda- kirkjan í Noregi og á íslandi. Listasafn íslands ON ICELAND til 28. sept. Salir 1 og 2: Svissnesk samtímalist; Peter Fischli/David Weiss/ Thomas Huber. Úr eigu safnsins, salur 3: íslenskir frumheij- ar. Salur 4: íslensk abstraklist. Fyrirlestrar- salur: Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guð- mundsson, Sigurður Guðmundsson. Listasafn ASI, Freyjugötu 41 - Ásmundarsalur Aðalheiður Valgeirsdóttir sýnir til 14. sept- ember. í Gryfjunni sýnir Svanhildur Sigurð- ardóttir til 14. september. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinss. Árbæjarsafn í sumar verða sýndar ljósmyndir frá Reykja- vík, ásamt ljóðum skálda. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Kristján Davíðsson í austursal, Sigurður Guðmundsson í miðsal og Samtimalist frá Litháeri í vestursal. Safn Ásgrims Jónssonar - Bergstaðast. 74 Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím. Norræna húsið - við Hringbraut I anddyri er ljósmyndasýning frá Sama- byggðum Finnlands eftir Jukka Suvilehto. í kjallára er sýning á verkum Urs Liithi, Elle- Mie Ejdrup Hansen og James Gramham. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v/Suðurgötu Sögn í sjón. Hátíðarsýning handrita. Hafnarborg Handverkssýning í Sverrissal, Egill Ólafur Strange, modelsmiður og ljósmyndasýnig Clare Langan. Sýningar til 22. september. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b í neðri sölum sýna Olga Bergmann og Anna Hallin frá Svíþjóð. Hafdís Helgadóttir sýnir í Bjarta og Svarta sal og í Súmsal sýna Nikolaj Pavlov og Yuri Spiridonov frá Jakú- tíu. Arnar Herbertsson er gestur safnsins í setustofunni. Ráðhús Reykjavíkur, Nýlistasafnið og MIR-salurinn Sýning sex fslenskra og jakútskra listar- manna: Nikolaj Pavlov, Yuri Spiridonov, Kjuregej Alexandra, Jón Magnússon, Ragnar Axelsson, Ari Alexander Ergis Magnússon. Gallerí Hornið Inga Elín Kristinsdóttir sýnir til 1. október. Gallerí Fold Lu Hong og Ólöf Kjaran sýna til 21. sept. Galleríkeðjan Sýnirými Sýnibox: Elsa D. Gísladóttir Gallerí Barmur: Finnur Arnar Arnarson. Listasafn Sigurjóns - Laugarnestanga 70 Sumarsýning á völdum verkum Siguijóns. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Sýning á málverkum Lore Bert. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Málfríður Aðalsteinsdóttir, Ragna Ingimund- ardóttir og Kristín Jónsdóttir sýna til 21. sep. Gallerí Stöðlakot Fríða S. Kristinsd. sýnir veflist til 28. sept. Myndás Ijósmyndamiðstöð, Skólavörðustíg 41 Wout Berger sýnir til 26. september. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9 Aðalheiður Skayphéðinsd. sýnir til 3. október. Sjóminjasafn íslands við Vesturgötu í Hf. Almenn sýning og sýning á olíumyndum Bjarna Jónssonar. Listaskálinn í Hveragerði Björgvin Sigurgeir Haraldsson, Gunnar Karlsson, Jóhanna Bogadóttir, Kjartan Gunnarsson, Pétur Gautur, Soffía Sæmunds- dóttir og Valgarður Gunnarsson. Byggðasafn Hafnarfjarðar Undir Hamrinum - Af lffi hafnfirskrar al- þýðu til 30. sept. Norska húsið, Stykkishólmi Sýning á verkum R. Weissaves. Gerðuberg Listsköpun bama frá Norðurlöndunum. Laugardagur 13. september Sinfóniuhljómsveit íslands: Upphafstónl. Einsöngvari: Hanna Dóra Sturludóttir. Hljómsveitarstj.: Keri Lynn Wilson. RúRek: Listasafn íslands: Raum Musik fúr Saxophone kl. 17.30. Jómfrúin: Tónl. kl. 17 og 23. Súlnasalur Hótel Sögu: Stórsveit Reykjavíkur kl. 21. Sunnudagur 14. september Listasafn Kópavogs: Margrét Bóasdóttir og Ulrich Eisenlohr halda tónl. kl. 20.30. Fimmtudagur 18. september Sinfóníuhljómsveit íslands: Einleikari Sigrún Eðvaldsdótór^lliómsVjStL^assil^inaiskv. Þjóðleikhúsið Þijár systur frums. föst. 19. sept. Borgarleikhúsið Hár og Hitt lau. 13., sun. 14. sept. Hið ljúfa líf lau. 13., fös. 19. sept. Ástarsaga lau. 13., fös. 19. sept. Loftkastalinn Bein útsending frums. sun 14. sept. Á sama tíma að ári föst. 19. sept. Veðmálið lau. 13. sept. Islenska óperan Evíta lau. 13. sept. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.