Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 11
af silfurpeningum og brezkum gullpeningum, steig Ólafur um borð í vesturfaraskipið Camo- ens sumarið 1888. Fimm af sjö börnum hans fóru með honum vestur. Tvö urðu eftir hjá ættingjum. Ólafur var talinn ríkasti íslendingurinn sem steig á land í Kanada það árið. Blað Vestur- íslendinga, Heimskringla, fullyrti að hann hefði keypti búsáhöld fyrir 100 dollara, 12 naut- gripi, kerru, sleða, plóg og herfi og til að kom- ast á áfangastað í Churchbridge í Saskatchew- Ljósm.: Mats Wibe Lund Á SÝNINGUNNI i Vesturfaraetrinu: Dæmigerð þurrabúð ásamt innanstokksmunum. Þurrabúðir, öðru nafni tómthús, voru býli þar sem daglaunamenn bjuggu f verstöð eða kaupstað. FRA VIGSLU Vesturfarasetursins á Hofsósi. an hefði hann tekið heilan járnbrautarvagn á leigu. Olafur kvæntist í annað sinn vestra, ekkj- unni Sigríði Hjaltadóttur, en von um betra líf brást. Hver ógæfan af annarri dundi yfir fjöl- skylduna. Tvö barnanna dóu í blóma lífsins, 18 og 25 ára. Ólafur og Sigríður yfirgáfu bújörðina og fjölskyldan leystist upp. Þau flutt- ust til Big Point við Manitobavatn. Þar reynd- ist búskapurinn jafn erfiður og hjónabandið þoldi það ekki. Bugaður maður og rúinn kjarki bjó Ólafur einn þar til Kristín dóttir hans, sem hafði orð- ið eftir á íslandi, sendi honum ráðskonu. Um það leyti fór sjón Ólafs að hraka. Ólafur ríki var nú nefndur Ólafur blindi. Á stuttum tíma bárust honum andlátsfregnir þriggja dætra sem létust úr heilablóðfalli eins og móðir þeirra. Nú var fokið í flest skjól og eina bjargarráðið að flytja aftur til íslands. Ölafur fluttist heim til Kristínar dóttur sinnar árið 1918 eftir 30 ára fjarveru, næstum alblindur og dó í Reykja- vík 1931. HALLUR OG GUÐRÚN, sem segir frá í greininni. Sagan af Halli og Guðrwnu Hinn 8. júní 1903 lagði Vesta af stað frá Seyðisfirði til Leith. Um borð voru á fimmta’' hundrað vesturfarar. Meðal þeirra var Hallur Ólafsson, 49 ára húsmaður, og Guðrún Krist- jana Björnsdóttir 38 ára, ásamt 16 ára syni þeirra og 5 ára fósturdóttur. Þau voru á leið- inni til Winnipeg. Hallur var fæddur að Haga í Holtum í Rang- árvallasýslu 1853. Hann fór snemma að vinna almenn sveitastörf og 16 ára fór hann fyrst til sjós. Hann var til sjósróðra í nær öllum verstöðvum sunnanlands á veturna. Hann lærði einnig steinsmíði hjá Schou, steinsmið í Reykja- vík og vann við byggingu pósthússins og Al- þingishússins. Guðrún var fædd í Keflavík 1864. Hún var sextán ára þegar móðir hennar dó frá átta börnum. Var heimilið leyst upp og voru systkini hennar tekin í fóstur af vinum og ættfólki en hún fór til Reykjavíkur í vist, lengst af hjá Árna Thorsteinssyni landfógeta. Hallur og Guðrún kynntust í Reykjavík, bund- ust heitorði 1883 og fluttust til Seyðisfjarðar. Á þeim tíma var það eitt mesta uppgangspláss LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. SEPTEMBER 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.