Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGLNBLAÐSINS - MENNING IISIIIi 36.tölublað - 72.órgangur EFNI Jón Þórarinsson tónskáld verður áttatíu ára í dag. Hann hefur auk tónsmíðanna gegnt fjölmörgum áhrifastöðum í íslensku menningarlífi. Þröstur Helgason tók Jón tali og hann segist m.a. aldrei hafa samið nema af ein- hverju sérstöku tilefni. „Eg hef aldrei fundið þessa brennandi þörf sem sumir hafa til þess að skrifa músik og stinga svo niður í skúffu. Þess vegna meðal annars er það sem ég læt eftir mig ekki mikið að vöxtum. En það er nokkuð fjölbreytt, svona sitt af hverju tagi held ég.“ Vesturfarar í síðari hluta umfjöllunar um Vesturfara- setrið á Hofsósi er komið að sýningunni sem þar stendur og byggist sumpart á haglega gerðum leikmyndum, sem sýna m.a. hina hroðalegu aðbúð í dimmum lest- um skipa á leið yfir Atlantshafið og síðan hin nýju hýbýli vestra, bjálkakofann. Rak- in er saga nokkurra vesturfara, þar á meðal Ólafs bónda á Vatnsenda, sem var vel efnaður, en sneri heim löngu síðar, snauður og blindur. Rabb Lesbókarinnar fjallar hinsvegar um vesturfara sem varð stórbóndi vestra. Mohammed Choukri er talinn einn af helstu rithöfundum arabískrar tungu, enda þótt hann væri óskrifandi og ólæs fram yfir tvítugt. Hann átti erfiða æsku, var einn af hörðustu götustrákunum og þurfti meðal annars að leita sér matar í öskutunnum. En svo tókst honum hið ómögulega: að hefja sig til flugs fjaðralaus. Örnólfur Árnason hitti hann að máli í Tanger og þá sagðist Choukri viss um einhvern skyldleika við norðurálfumenn. „Mér þykir notalegt að vera í köldum löndum á veturna, sitja inni í vel upphituðu húsi og horfa gegnum gluggana á snævi þakin fjöll.“ Tækni og skólastarf er heiti á grein eftir Atla Harðarson heim- speking og kennara. Hann segir að menn megi ekki glepjast til að halda að einföld notkun nútímatækni færi mönnum mikinn skilning á henni. Skólanemendur kunni á banka, myndbandstökuvélar og farsima, en séu samt upp til hópa ófærir um að tengja reynslu sína af tækninni við það sem þeir læra í raungreinum. Edinborgarhótíðin er talin ein stærsta listahátíð heims. Hún stendur í þijár vikur og talið er að hálf milljón manna hafi komið til borgarinnar á hátiðina nú. Þar vann Helgi Tómasson sigra með San Francisco ballett sinn og íslenzkur leikhópur sýndi verkið Sítrónu- systur. í þeim hópi var Vala Þórsdóttir og segir iesendum Lesbókarinnar frá þessari hátíð, þar sem auk alls annars var boðið upp á 1.200 leiksýningar. Módernisminn rís og hnígur, er fyrirsögnin á annarri grein Kristjáns Kristjánssonar um tíðar- andann í aldarlok. Sá tíðarandi er skilget- ið afkvæmi þess tiðaranda er blómstraði snemma á öldinni og hefur verið nefndur einu nafni módernismi og þróaðist smám saman yfir í rammgjöra alltumlykjandi menningarheimspeki. GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR FRÁ HÖMRUM LJÓSMYND AÐ VESTAN Ljósmynd í bréfi mér barst í dag frá borg við Kyrrahaf. Þar ljómaði pálmagreinin græn við götunnar hvíta raf, og hvolfbúið þak bak við þéttan runn af þyrnirósum svaf. í stílhreinum, glæstum borgarbrag ég blómgaða menningu sá. Eg hugsaði um lands míns gadd og gijót og varð gripin af sömu þrá, sem langfeðga minna hjörtu hreif, er þeir hurfu vestur um sjá. Þá minntist ég einnig íslendings, sem óðal sitt vestra bjó, en festi þar aldrei yndi neitt og ættjörðu sinni dó. Þeir segja, að af köldu kumbli hans rísi kvistur úr frónskum mó. Og hugur minn gistir bjarta borg við hin bláu, kyrru sund. Sem pílagrímur hins gamla heims ég geng þar á landans fund, og útþrá mín sár og heimþrá hans hittast þar eina stund. Guðfinna Jónsdóttir, 1899-1946, var Ijóðskóld og tónlistarkona of þingeyskum uppruna, fædd ó Arnarvatni en kenndi sig við bæinn Hamro í Reykjadal þar sem hún ótti heima ó unga aldri. í Ijóðum sínum fjallar hún um eigin þrór og drouma í anda nýrómantíkur og þykir hún hafa verið gædd næmum smekk og einlægri fegurðarþró. Forsiðumyndin: Skip föst í hafis ó Djúpavogi 1873. Þjóðminjasafnið/Myndodeild. RABB IVESTURFARASETRINU á Hofs- ósi geta sýningargestir lesið sögur fjölskyldna og einstaklinga sem tóku þá örlagaríku ákvörðun að flytja til Vesturheims. Eins og samgöngum var háttað seint á síð- ustu öld, gátu íslenzkir vesturfarar naumast gert ráð fyrir því að sjá föðurland sitt aftur. Þó gerðist það í stöku tilvikum eins og fram kemur í frásögninni af Halli og Guðrúnu, sem birt er hér í Lesbók, að heimþráin varð öllum öðrum þrám yfirsterkari. Það er hinsvegar at- hyglisvert að þessi hjón, sem sneru heim 1908, fóru utan aftur eftir fáa mánuði. Saga vesturfaranna segir af veðurfars- og þjóðfélagsástandi, en verður öðruvísi og áhrifameiri þegar við lesum um líf ein- stakra manna. Eins og sjá má til dæmis af sögu Ólafs bónda á Vatnsenda, sem birt er með greininni um Vesturfarasetrið, ber mest á frásögnum af fólki sem varð undir í baráttunni. Efnaður að þeirrar tíð- ar hætti sigldi Ólafur vestur; allslaus kom hann heim til að deyja. Þeir vesturfarar voru hinsvegartil, sem gátu nýtt sértæki- færi og skilyrði sem ekki voru til heima á íslandi og brutust til nokkurra efna. Einn af þeim var Ófeigur Sigurðsson. í Vesturfaraskrá Júníusar H. Kristins- sonar er nefnt, að árið 1887 er meðal vesturfara Ófeigur Sigurðsson, vinnumað- ur frá Utey í Laugardal, 24 ára gamall. Hann bar nafn afa síns, Ófeigs ríka í Fjalli á Skeiðum og með honum í för var kona hans, Ástríður Tómasdóttir frá Kárastöð- um í Þingvallasveit. Þau voru fyrsta árið í Winnipeg, en fluttust síðan vestur til Alberta, þar sem þau eignuðust jörð ekki langt frá Markerville, þar sem Stephan G. Stephansson bjó. Kannski var það heppni sem leiddi Ófeig þangað á frjósama ÓFEIGUR FRÁ ÚTEY OG ÍSLENZKIR AKRAR akuijörð, en landið við Winnipegvatn þar sem flestir vesturfaranna settust að, var hinsvegar grýtt og blautt, skógi vaxið og illa til ræktunar fallið. Þeim hjónum varð 6 barna auðið og líklega hefur Ófeigi bónda kippt í kynið og verið líkur afa sín- um í Fjalli sem var orðlagður bóndi og fjáraflamaður. Ég kynnntist úr fjarlægð búskapnum hjá Ofeigi vegna þess að um langt árabil skrifaðist hann á við frænku sína, Sigríði ömmu mína í Úthlíð. Bréfin voru að stærstum hluta um fólk sem bæði vildu halda tengslum við og frétta af, en Ófeig- ur talaði líka um akrana sína sem teygð- ust út yfir víðáttumiklar sléttur. Hjá hon- um vottaði ekki fyrir heimþráj en honum var umhugað um framfarir á íslandi og þegar hann var 67 ára tók hann sér ferð á hendur á Alþingshátíðina 1930. Hann fékk þá hugmynd þar að Jónas Jónsson frá Hriflu væri einráður í landinu. Eftir að Ófeigur lét búskapinn í hendur eftirkomenda sinna, bjó hann jafnan vetr- arlangt vestur á Kyrrahafsströnd, á Vancouver-eyju, og þaðan komu frá hon- um síðustu Ameríkubréfin til ömmu minnar. Svo líður og bíður fram til 1954. Ég var í vinnu á Selfossi það ár og þá bar svo við, að Jónas frá Hriflu hringir og segir að sig vanti einhvern til að aka með aldrað- an Vestur-íslending, Ófeig Sigurðsson, austur í Fljótshlíð. Jónas vissi ekkert um skyldleika okkar Ófeigs og kynni gegnum Ameríkubréf, en þetta var að sjálfsögu auðsótt mál og til fararinnar fékk ég að láni nýjan, amerískan Kaiser, sem þótti mikilfengleg drossía í þá daga. Á tilteknum degi kom öldungurinn með rútunni frá Reykjavík, þá 91 árs og hinn brattasti. Ég spurði hann hvort hann vildi ekki koma upp að Útey og sjá Laugardal- inn, sem hann yfirgaf 1887. Nei, hann hafði engan áhuga á því. Það var ræktun- in sem hann vildi sjá, framfarirnar. Hann hafði heyrt af kornrækt Klemensar á Sámsstöðum. Þangað vildi hann fara. Við ókum austur Flóann sem var eitt svað eins og oftast í þá daga og Ófeigur varþögull. Spurði svo: Eru þetta vegirn- ir? Eg sagði til huggunar að vegurinn væri betri austan við Þjórsárbrú og ympr- aði eitthvað á því, að þetta væri þó skárra en reiðgöturnar sem voru einu vegirnir í hans ungdæmi. Ófeigur hristi bara höfuð- ið og bað mig að bijóta ekki „karið“. Við ókum yfir Þjórsárbrúna og áleiðis austur Holtin. Á hæð þar sem víðsýnt er yfir þessa grösugu sveit, bað hann mig að nema staðar. Óvíða á íslandi sér maður annað eins graslendi og þar. Ófeigur skim- aði yfir hæðimar ofan úr Landsveit og fram í Þykkvabæ. Hann hafði ágæta sjón þó kominn væri á tíræðisaldurinn. Eftir drykklanga stund sagði hann líkt og við sjálfan sig: „Það er þá svona, það hefur ekkert gerst. Ekkert hefur gerst“. Ég reyndi að benda honum á að bændur væru búnir að margfalda túnin og að skurðgröfur mundu brátt fara um allar þessar mýrar og grafa og grafa. Það yrðu tún frá fjöru til fjalla. Ófeigur hafði fátt um það að segja og við ókum austur í Fljótshlíð. Hjá Sáms- stöðum drap ég á Kaisernum, leiddi öld- unginn út og sagði: Jæja, hér er staður- inn. „Og akramir?7 spurði hann; „Hvar eru svo akrarnir? Ég var ekki betur að mér en svo að ég áttaði mig ekki alveg á því hvað af þessu graslendi var tún og hvað gat talizt akrar. Ég ininntist orða Gunnars á Hlíðarenda úr Njálu: Bleikir akrar og slegin tún. Og víst var þarna skák sem gat talizt lítið eitt bleik á litinn. Til vonar og vara spurði ég heimamann, og sjá: Þarna voru akrar Klemensar á Sámsstöðum. Ég spurði Ófeig hvort hann vildi líta nánar á þá? Hann hristi höfuðið, stóð þarna þögull dálitla stund með svip sem lýsti hryggð eða vorkunnsemi. Við ókum til baka og kvöddumst á Selfossi þar sem hann tók rútuna til Reykjavíkur og með Loftleiðum flaug hann vestur. Tveimur árum seinna skrif- aði dóttir hans og greindi frá því að Ófeig- ur væri látinn. Þarmeð slitnaði þráðurinn og engin kynni hafa verið við fjölskyldu hans síðan. Og Ameríkubréfin hans Ófeigs, þar sem hann lýsti kornökrunum sínum á sléttunum miklu, þau hafa því miður glatazt. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. SEPTEMBER 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.