Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 19
í ágúst á ári hverju fyllist Edinborg af fólki, sem sækir stærstu listahátíó í heimi, Edinborqarhátíóina, sem stendur yfir í þrjár vikur. Talió er aó allt aó hálf miiljón manns heimsæki borgina þessar vikur. VALA ÞÓRSPÓTTIR var í þeim hópi. HÁTÍÐIN á sér hálfrar aldar sögu, en Edinburgh Int- ernational Festival var fyrst haldin 1947. Nú er þetta alþjóðleg hátíð sem býður upp á leiksýningar, dans, óperu, tónleika og myndlistarsýningar. Helgi Tómasson kom nú með San Francisco ballett- inn, sem fékk feikn góða dóma, eins og Morg- unblaðið hefur sagt frá. Þegar hátíðin var sett í fyrsta sinn, sáu átta leikfélög, sem ekki var boðið á hátíðina, sér leik á borði og ákváðu að finna sér pláss og setja upp sýningar á meðan á hátíðinni stæði. Úr þessu þróuðust tvær hátíðir, sem haldnar eru á sama tíma, alþjóðlega listahátíð- in og Edinburgh Fringe Festival, sem er leik- listarhátíð jaðarleikhópa og mun ég aðallega fjalla um hana hér. Á þessum fimmtíu árum hefur jaðarleikhóp- unum fjölgað úr átta í eittþúsund og á hátíð- inni eru rúmlega 1.200 sýningar í 178 leiksöl- um. Ég býst við, að í þessar tölur vanti sýning- ar í görðum, portum og á götum úti. í Edin- borg er semsagt allsheijar menningarhátíð í þtjár vikur. Þar eru fjölmargir tónleikar, dans- sýningar, bókahátíð og kvikmyndahátíð ásamt fjöldanum öllum af myndlista- og ljósmynda- sýningum. Ekki nóg með það, heldur eru líka fyrirlestrar og námskeið í boði, svo af nógu er að taka. Kapphlaup vió limann Ég kom á hátíðina með The Icelandic Take Away Theatre, sem ég er meðlimur í. Við frum- sýndum nýtt leikverk, Lemon Sisters (Sítrónu systur) á hátíðinni í The DeMarco European Art Foundation, sem hefur aðstöðu í gömlum skóla. DeMarco leggur áherslu á að fá sýning- ar frá mörgum löndum, eins og nafnið á stofn- uninni ber vott um. Það var mjög áhugavert að taka þátt í þessari listahátíð og leika í húsi, þar sem margar sýningar voru á hvetjum degi. Því var mjög stuttur tími tii alls undirbún- ings. Leikfélögum var úthlutað tveim tímum til að gera tæknirennsli, svo hálftíma til að raða ljósum og sviði fyrir sýningu og korteri til að taka saman. Maður varð að halda sig innan þessara ' "V tímamarka svo að sýningartímar í leikhúsinu riðluðust ekki. Kapphlaupið við tímann finnst mér vera svolítið lýsandi fyrir andrúmsloftið í borginni þessa daga. Til að geta séð það, sem mann langaði að sjá, þurfti að púsla saman dagskrá, sem oft á tíð- um var svo þétt að hún mátti ekki við því að sýningar færu yfir tímamörkin. Allir voru á hlaupum um borgina. Sjá þetta, hvar er það? Hvað er það? Hvert er ég að fara? Hver er ég? Hvað er klukkan? Á ég kannski að fá mér að borða og sjá eitthvað annað? Þegar ég hafði verið þarna í nokkra daga, var búin að jafna mig eftir frumsýningu og aðeins komin niður á jörðina, áttaði ég mig loksins á því, að það skipti í sjálfu sér ekki mestu máli, hvað ég ákvað að sjá. Yfirleitt hafði ég mjög takmarkaðar upplýsingar um sýningarnar og því var hver sýning happ- drætti. Ég myndi hvort eð er aldrei ná nema broti af öllum þessum fjjölda og þá var best að sjá það brot í rólegheitum og láta hitt lönd og leið. Við þessa einföldu uppgötvun eða ákvörðun gat ég loks farið að slaka á og njóta þess að vera á hátíðinni. Uppókoma á hverju horni Á göngu um borgina rekst maður á alls- kyns uppákomur á hvetju götuhorni. Eldgleyp- ir hérna, fiðluleikari þarna, götuleikhús, söngv- arar, myndlistarsýning, skúlptúrar, allt sem manni dettur í hug. Annars er einn dagur sérstaklega ætlaður útiuppákomum. Það er hinn svokallaði Fringe Sunday eða Jaðarsunnudagur í lauslegri þýð- ingu. Þennan sunnudag er stór garður í borg- inni lagður undir list. Öllum jaðarleikhópum og listafólki almennt á hátíðinni er fijálst að sýna í garðinum allan daginn til að auglýsa sýningarnar sínar. Þarna getur fólk gengið um, séð nýtt og nýtt verk og fengið smáhug- mynd um, hvað það langar að sjá í fullri lengd. Þetta er mjög vinsæl og feikilega skemmtileg uppákoma. Brúduleikhús i kofa Ég fór á þó nokkrar sýningar þessa viku, sem ég dvaldi í borginni. Þær voru mjög mis- jafnar að gerð og gæðum og sýningarstaðirn- ir ákaflega ólíkir. Ein af skemmtilegri sýningunum var lítið brúðuleikhús í kofa; sýningin kallaðist Mo’s Cabaret og tók fimmtán mínútur. Þarna voru tveir leikarar með brúður úr pappa og tuskum, sem léku á korters fresti allt kvöldið en skiptu svo um dagskrá á degi hveijum. Inn í kofann komust aðeins fimmtán áhorfendur og sátu þétt. Sýningin var byggð á nokkrum kabarett- atriðum þar sem brúðurnar og leikararnir léku saman. Þetta var mjög fyndin og skemmtilega unnin sýning. Mér fannst tilvalið, þar sem ég var nú einu sinni útlensk leikkona á hátíðinni, að athuga, hvað aðrir útlendingar voru að gera og fór því á nokkrar sýningar hjá erlendum leikfélögum. Ég byijaði á því að fara í kjallarasalinn, eða herbergið í DeMarco leikhúsinu og sjá verk' þar. Zofia Kalinska, sem lék lengi hjá Kantor í Cricot 2 leikhúsinu og kom á listahátíð hér á íslandi fyrir nokkrum árum, var með einleik, sem heitir Ef ég er Medea (If Im Medea), þar sem hún bar saman líf sitt og Medeu í grísku goðafræðinni. Zofia Kalinska er mjög fær leikkona og hefur sýnt og kennt út um allan heim og reyndar notað Medeu mikið í kennslu. Hún byijaði á að segja okkur frá því, hvernig stæði á því að hún hefði búið þennan einleik til og hversvegna hún væri á hátíðinni. Það var skemmtilegt að hlusta á frásögn hennar, en verkið sjálft fannst mér ekki skemmtilegt; það var meira eins og kennslustund en leikhús. Annar einleikur, sem ég sá, var af allt öðr- um toga og í allt öðruvísi rými. Hann var sýndur í stórum sal í ágætis leikhúsi, sem heitir The Famous Grouse House. Hann fjall- aði reyndar um Jason, manninn hennar Medeu, eða kannski frekar um þjónustustúlku hjá grísku gyðjunum, sem er að fylgjast með því sem Jason er að bardúsa niðri í mannheimi. Þarna var á ferðinni leikkonan Guandaline Sagliocco frá Noregi með alveg stórkostlega sýningu, sem heitir Saga fallinnar hetju (The Story of the Fallen Hero), sem Gerd Christian- sen leikstýrir. Leikkonan lék mörg ólík hlut- verk og notaði grímur, skuggamyndir og geysi- fallegar hreyfimyndir í verkinu. Þessi sýning er hrein snilld, enda hefur hún ferðast víða um Evrópu og fengið einróma lof alls staðar. Það væri gaman ef við gætum boðið henni hingað á listahátíð. Meira grin Það var mikið af grínleikritum og einskonar trúðaleikhúsi og þeir, sem töldu sig hafa vit á Edinborgarhátíðum almennt, sögðu meira um slíkt á þessari hátíð en vanalega. Ég fór að sjá þijú leikrit á þessum nótum. Eitt þeirra var flutt í listamiðstöð, sem heit- ir Out of the blue, og var eins og verkstæðis- húsnæði. Þar sýndi meðal annarra spænskt leikfélag, La Canapia, verkið Ákafur vindur (Un vento impetuoso). Sýn- ingin fór fram á spænsku, ensku og ítölsku, en leikararnir voru Enrico Vecchi, sem er ítali, og Pepa Diaz-Meco, sem er spænsk, en leikstjór- inn Spánveijinn Aitor Basauri í SEAN Foley og Ham ish McColl í Kem urðu oft hingað? samvinnu við Jos Houben og Micheline Van- depoel (Theatre de Complicité og The Right Size). Verkið fjaliar um mann, sem ætlar að sýna sýningu út frá Biblíunni. Aðstoðarkona hans kemur ekki en í hennar stað kemur spænsk kona, sem veit ekki um hvað sýningin snýst. Því fer allt öðruvísi en hann ætlaði. Þetta var mjög skemmtileg og hröð sýning, þar sem vitleysan ætlaði engan enda að taka. • Leikararnir voru alveg frábærir. Svo sá ég annað leikfélag, Peepolykus, með sýninguna Ég er kaffi (I’m a coffee). Þetta félag sló í gegn á hátíðinni í fyrra og færði sig nú skref upp á við og sýndi í Pleasance leikhúsinu, sem er mjög virt leikhús. Leikar- arnir voru tveir Spánveijar; Javier Marzan og David Sant og einn Breti, John Nicholson, en Cal McCrystal leikstýrði verkinu. Þetta var mjög skemmtileg blanda af leikurum, tveir sem töluðu bjagaða ensku og notfærðu sér það til hins ýtrasta á móti kurteisum og hlédrægum Breta. Þeir notuðu brúður og hluti á mjög skemmtilegan hátt. Þessi sýning var, eins og hin, alger della og alveg meinfyndin. Þriðja gamansýningin, sem ég ætla að segja frá, er Kemurðu oft hingað? (Do You Come Here Often?), sem breska leikfélagið The Right Size sýndi í Assembly Rooms, sem er fínt leik- hús. Þetta leikfélag er mjög þekkt og hefur fengið frábæra dóma fyrir sýningar sínar, sem það hefur ferðast með víða um heim. Leikar- amir tveir, Sean Foley og Hamish McColl, unnu sýninguna með leikstjóranum Josef Hou- ben. Það var alveg sérstaklega gaman á þess- ari sýningu, sem reyndist fullkomin vitleysa frá upphafi til enda. Sýningin íjallaði um tvo ólíka ókunnuga menn, sem voru læstir inni á ókunnugu baðherbergi í tugi ára og fundu sér ýmislegt til dundurs. Það var svo gaman að sjá leikara nota allskonar delluhugmyndir og fylgja þeim eftir, teygja þær og toga svo snilldarlega, að fólkið í salnum veltist um af hlátri. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér, að hægt væri að troða svona mörgum bjánalegum hugmyndum saman og út úr því kæmi þessi líka ótrúlega skemmtilega sýning. Pirrandi ad vera platadur Fyrst ég er farin að tala um sýningar, sem höfðu fengið margar stjörnur, eins og sýning þeirra í The Right Size, verð ég eiginlega að minnast á sýningu, sem ég og félagar mínir í íslenska leikhópnum létum gabba okkur á. Leikrit hefur gengið feiknalega vel í West End í London og heitir Að versla og gera hitt (Shopping and fucking). Því hefur verið líkt við myndina Trainspotting. Þetta er leikrit, sem fólk segir að enginn megi missa af, og gagnrýnendur eru sammála um að sé stórkost- legt. Höfundur þess er Mark Ravenhill og fjall- ar hann um fjórar óhamingjusamar manneskj- ur í stórborg, um sölu á eiturlyfjum, kynlífi og fólki, misnotkun á öllum og öllu fram og til baka. Þetta var hrútleiðinlegt. Leikararnir stóðu sig reyndar ágætlega, sviðið var voða dýrt og fínt og leikhúsið smart, en sýningin yfirborðskennd og hundleiðinleg. Mikið er það pirrandi að vera plataður! Það er ótrúleg upplifun að koma á Edinborg- arhátíðina og sjá fólk í biðröðum til að komast í leikhús frá morgni og fram á rauðanótt, vera umkringdur listafólki og fólki, sem er að fara að horfa á listafólk frá morgni til kvölds. Þarna beijast leikfélög um ^ áhorfendur og áhorfendur beijast um að fá að sjá sýningar. Að vera ; borginni og vita að þar ffr ' * \ eru tólfhundruð leiksýningar í \ gangi. Þetta allt er alveg magnað. £andáin& meátOy úruol afsígildri tónliát LAUGAVEGUR 26 opið alla dagatil kl. 22. Símí 525 5040 TOLF HUNDRUÐ LEIK- SYNINGARIGANGI LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. SEPTEMBER 1997 1 9V

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.