Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 16
alltaf eins og hjú, aðkomumennimir hús- bændur.“ Ég segist eiga erfitt með að trúa því að ekki hafi stundum myndast vinskapur og trúnaðartraust milli manna, jafnvel þótt trú- arbrögð og lífsviðhorf væru ólík. „í samskiptunum þessara Evrópumanna . og Ameríkana annars vegar og hins vegar Tanger-búanna hafði hver sinna hagsmuna að gæta,“ segir Choukri. „Vesturlandabúarn- ir komu hingað til að fínna fýsnum sínum útrás, ná í stráka og eiturlyf. Hér var allt viðurværi ódýrt, matur og húsaleiga og það sem þurfti til að fóðra lesti sína. 0g Marokkó- mennimir höfðu einnig hagsmuni af komu þessara manna. Þeir fengu vinnu hjá þeim og seldu þeim ýmislegt svo sem fíkniefni eða líkama sinn. Þetta var grundvöllurinn undir samskiptum þeirra. Mér dettur ekki í hug að segja að ekki hafí stundum líka verið um vináttu að ræða. Ég veit til dæmis mörg dæmi þess að menn hafí gert vel við gamla ' elskhuga sína, þótt kulnað hafí kynlöngunin, og leyst þá út að skilnaði með hárri fjárupp- hæð, húseign eða mánaðarlegum lífeyri.“ „Vesturlandabúinn í bókum ykkar rithöf- undanna hér í Marokkó birtist gjaman sem einfeldningur, auðveld bráð, næstum eins og bjáni," segi ég við Choukri. „Finnst ykkur við svona miklir dómadags grasasnar?" Nú hlær Choukri og kemur hrekkvíst blik í augun á honum. Við emm sestir út undir pergóluna, limþakið sem skýlir okkur fyrir sólinni. Svo segir hann: „Gleymdu því ekki að hver Evrópubúi eða Ameríkani er einnig snillingur í augum Marokkóbúans. Hann veit að aðkomumaðurinn kann að lesa og skrifa, getur leyst reikningsdæmi í huganum, kann skil á vísindum og flókinni siðmenningu. En f svo hugsar Marokkóbúinn: Hins vegar þegar ' kemur að prettum, þá er ég honum fremri. Þannig hugsar margur. Og athugaðu að það er miklu skemmtilegra að leika á snilling en aula.“ Slaóa bókmennta i Marekkó Ég spyr Choukri hvernig það sé að vera rithöfundur { Marokkó. „Bókmenntir eru ung grein hér í landi. Menn fóru ekki að skrifa skáldverk í Mar- okkó fyrr en á sjöunda áratug þessarar ald- ar. Við eigum enga „stóra“ höfunda, en nokkrar góðar sögur. Sömuleiðis eru hér lík- ' lega engin „stórskáld" en við höfum eignast nokkur frábær ljóð. Þess ber að gæta að við urðum ekki sjálfstæð þjóð fýrr en 1956 og ekki er hægt að gera allt á 40 árum. Við getum því ekki borið okkur saman við bók- menntaþjóðir eins og t.d. Egypta." „En hvernig líður þér sjálfum sem rithöf- undi í Marokkó?" spyr ég. „Njóta rithöfundar álits? Færð þú góð viðbrögð við bókum þínum frá þjóð þinni?" „Það skiptist mjög í tvö hom, og fer eftir hugarfari fólks," segir Choukri. „Eg er afar vinsæll meðal stúdenta og annarra náms- manna og einnig hjá menntafólki, ekki aðeins hér í Tanger heldur almennt í Marokkó. En ég er illa séður af heittrúarmönnum og þeim sem fastheldnir eru á gamlar siðvenjur. Stund- um hreyta þeir í mig ónotum. Þeir segja að ~J ég lifi eins og útlendingur í landi mínu, jafn- vel að ég sé sekur um föðurlandssvik. Þeir vilja ekki að ég skrifí um fátækt og eymd. Þeir vilja ekki að útlendingar viti hvað fram fer hér í landi. En ef frá em talin óþægindin af þessu liði þarf ég alls ekki að kvarta. Hér er sívaxandi fjöldi af upplýstu fólki sem tekur bókum mlnum vel. Til dæmis seldust yfír tutt- ugu þúsund eintök á einu og hálfu ári af „Á brauði einu saman“ þegar hún kom fyrst út. Það er metsala á skáldsögu. Jafnvel Mahfouz seldi ekki svo mörg eintök í Marokkó árið • eftir að hann fékk Nóbelsverðlaunin.“ „Mikill meirihluti upplýsts fólks í dag er fæddur I fátækt," segir Choukri. „Læknar, lögfræðingar, kennarar, embættismenn o.s.frv. eru flestir af lágstéttarfólki komnir. Þetta em mínir bestu lesendur, því að þeir ''þekkja af eigin reynd þær aðstæður sem ég lýsi. Áður fyrr komu nær allir menntamenn úr borgarastétt. Það hefur gerbreyst." Talið berst að heittrúarmönnum, „íslamist- um“, og m.a. áhrifum þeirra á útgáfu bóka Choukris og annarra höfunda. ,,„Af einu saman brauði“ kom út á ensku í London 1973 og því næst á frönsku nokkm síðar. Hún kom út á arabísku bæði í Líbanon og Egyptalandi löngu áður en hún var gefín út hér í Marokkó. Þetta var vegna andspymu heittrúarmanna sem yfírvöld hér tóku tals- vert tillit til á tímabili af ótta við að þessi hreyfing yrði að fjöldahreyfingu blindra of-. > stækis- og ofbeldismanna eins og í svo mörg- um öðram löndum múslíma. „Brauðið" kom því ekki út hér fyrr en 1983 og þótt bókin sé löngu uppseld hefur hún ekki verið endur- prentuð vegpia þrýstings frá þessum steinald- • armönnum. í þeim löndum, þar sem hvað mest trúarofstæki ríkir, er bókin yfirleitt bönnuð eða ófáanleg. í Álsír er hún t.d. seld á sama hátt og smyglvamingur.“ Ég spyr Choukri hvort hann sé yfirvöldum ekki reiður fyrir að koma í veg fýrir endurút- gáfu á „Brauðinu". „Nei, því að þessu er alls ekki stefnt gegn mér, heldur er bara verið að láta undan þess- um fáfróðu leiðindakauðum, sem eru í raun- inni ekkert annað en hryðjuverkamenn," seg- ir Choukri. „Ef stjórnvöld Marokkó væra mér fiandsamleg, tækju þau af mér vegabréfíð, en það hefur engum dottið í hug að gera. Ég fer oft í ferðalög til útlanda, til fyrirlestra- halds, á rithöfundaþing eða vegna útgáfu bóka minna í hinum ýmsu löndum." Á leiðinni til fundar við Choukri, hafði ég komið við í bókabúð og keypt að gamni mínu eina bóka hans á arabísku vegna þess hvað bókin var falleg og að kápan er prýdd ljóm- andi góðri teikningu af höfundinum. En verð bókarinnar var aðejns 20 dirham, þ.e.a.s. 160 íslenskar krónur. Ég hef orð á því við Cho- ukri að mér þyki þetta ískyggilega lágt verð og sé uggandi um hag kollega minna í landi þar sem bækur séu svo ódýrar. Choukri hlær og segir: „Þessi bók, „Zoco chico“, er svona ódýr vegna þess að ég gaf hana út sjálfur. Ég vil að sem flestir hafi efni á að eignast hana og lesa. Ef ég hefði eftir- látið útgefanda að sjá um þetta, hefði bókin kostað a.m.k. 50 dirhama.“ Fiskur og hugsjónir Nú kem ég með tilvitnun í smásögu Cho- ukris, Ilskó spámannsins, þar sem söguhetjan segir um ungá vændiskonu: „Það sem mér fellur svo vel í fari hennar er að hún trúir enn að það ætti að breyta heiminum." Ég spyr Choukri hvort honum þyki enn taka því að reyna að breyta heiminum. „Hugsjónirnar, já,“ segir Choukri alvarleg- ur á svip. „Að breyta heiminum er hlutverk stjórnmálamanna og hagfræðinga. Bók- menntir geta haft áhrif, en það að breyta heiminum með bókmenntum er afskaplega seinlegt. Stöku sinnum era þó gerðar ein- hveijar breytingar í þjóðfélaginu sem beinlín- is má rekja til bóka. Ég skal nefna eitt dæmi. Dostojevskí eyddi átta áram í Síberíu í fang- elsi og útlegð. Hann skrifaði bókina „Hús hinna dauðu", og þegar keisarinn las hana varð honum svo mikið um lýsingamar á pynd- ingum og hrottaskap að meðferð fanga varð önnur og betri eftir það. En því miður eru þess fá dæmi að bók hafí svona bein áhrif til bóta.“ Nú bera þjónar fram matinn. Rithöfundur- inn Hassouna Moshbahi frá Túnis hefur bæst í hópinn og við hyggjum gott til glóðarinnar þegar við finnum unaðslegan ilminn af „Dór- öðu að hætti Múhammeðs Choukri". Af gömlum og góðum sið spyr ég þó Cho- ukri hvort hann vilji ekki segja eitthvað að lokum. „Jú, það er dálítið persónulegt _sem mér liggur á hjarta,“ segir Choukri. „Ég er lík- lega einsdæmi í bókmenntaheiminum vegna þess að ég var ólæs fram á þrítugsaldur. Það er því oft litið á mig sem furðufyrirbæri. Þegar ég kem á ráðstefnu, t.d. í Þýskalandi eða Frakklandi, mæna allir á mig og mæla mig út. Ég fínn að það er verið að spekúlera „Já, þama er analfabetinn, ólæsi rithöfundur- inn.“ Mér sámar þetta. Mér líður eins og vansköpuðum sýningargrip í sirkus. Ég vil þetta ekki. Ég vil annað hvort vera metinn fyrir framlag mitt til bókmenntanna eða þá að menn láti mig bara í friði." Choukri hlær en ég finn að honum er fúl- asta alvara. „Ég hef þrisvar haldið fyrirlestra í Þýskalandi á undanfömum tveim áram,“ heldur hann áfram og nuddar á sér arnarnef- ið. „Það hefur verið fullt út úr dyram þótt fólk hafí þurft að greiða aðgangseyri til að hlusta á mig. Það hafa verið lagðar fyrir mig margar ágætar og gáfulegar spurning- ar. En ég finn samt alltaf að fólk lítur á mig sem ómenntaðan mann, þótt það kunni að viðurkenna að ég hafi eitthvað merkilegt wfram að færa. Eg var samt að reikna það saman um daginn að ég muni líklega vera búinn að lesa um fjögur þúsund bækur á þessum rösku fjöratíu árum sem liðin eru síðan ég lærði að lesa og skrifa. Ég les 40-50 blaðsíður á hveijum degi og stundum meira. Ég veit ekki hvort ég er góður rithöfundur en ég veit með vissu að ég er góður lesandi. Og nú skulum við hætta þessu hjali og taka til matar okkar, strákar." Helstu verk Mohammeds Choukri: (f sviga eru fyrsti útgáfustaður og ár). Á brauði einu saman, sjálfsævisöguleg skáldsaga (1973 London), (Reykjavík 1983, þýðandi: Halldór Bjöm Runólfsson. Jean Genet í Tanger, Ecco Press (New York 1973). Tennesse Williams í Tanger, Cadmus (Santa Barbara 1974). Trylltur I rósir, smásögur (Beirut 1979). Tjaldið, smásögur (Casablanca 1985). Zoco chico, skáld- saga (Tanger 1985). Hamingjan, leikrit (Tanger 1985). Á glapstigum, frh. af Brauðinu, (Tanger 1993). Paul Bowles og útlegðin í Tanger, (Tanger 1997). ILSKÓR SPÁ- MANNSINS SMÁSAGA EFTIR MOHAMMED CHOUKRI Þýóinguna gerði Örnólfur Árnason eftir enskum texta Paul Bowles. MEIRI skemmtun og meiri draumóra. Meiri peninga og meira af tækifæram til að næla í þá. Ég var orðinn leiður á að skemmta mér en samt hafði ég ekki fengið nægju mína. Fatin gekk í áttina til mín, hvít eins og snjór I blóðrauðu ljósinu á bamum. Hún tók eina minnisbókina mína, leit í hana og glotti. Hún tautaði eitthvað óskiljanlegt, fór síð- an aftur burt og hvarf á milli þeirra sem voru að sparka út í loftið. Klukkan var þrjú að nóttu og ég var þreyttur og taugatrekkt- ur. Om Kalsoum var að syngja: „Svefn leng- ir aldrei lífið, né styttist líf þitt við langa bið.“ Svartur maður birtist. Hvítt á svörtu. Hann tók eina kompuna mína og hóf að lesa upphátt: „Fullkomið frelsi á sér sorg- lega hlið.“ Hann lagði hana frá sér. „Um hvað fjallar bókin?“ spurði hann. „Hún fjallar um mann sem skilur ekki þennan heim,“ sagði ég. „Hann særir sjálfan sig og alla sem nærri honum koma.“ Hann kinkaði kolli, lyfti glasinu og drakk. Að jiví loknu sagði hann: „Þú ert btjálaður.“ Ég horfði á Fatin skrifa í minnisbók. Á meðan reykti ég, drakk og hugsaði um þetta með ilskóna. Ljósin slokknuðu. Kvenfólk veinaði. Þegar ljós kviknaði aftur heyrðust bæði menn og konur tuldra eitthvað. Ég keypti annan drykk handa Khemou. Hún gaf mér koss sem skildi eftir sætt bragð í munninum á mér. Brún tunga hennar kitl- aði mig. Hún var að borða súkkulaði, og hlátur hennar var rauður í ljósinu frá bam- um. Khemou gekk burt og Fatin ko_m til mín. Hún rétti mér blátt pappírsblað. Á það hafði hún skrifað: „Rachid, hvað veist þú um ástina? Þú eyðir meiri tíma í ástarskrif en ástarleiki. Sá sem aldrei hefur rannsakað ást, nýtur hennar betur en sá sem veit allt um hana. Ást er ekki vísindagrein. Ást er tilfinning, tilfinning, tilfinning." Miriam Makeba hóf að syngja Malasíu. Hún hefur hvíta rödd. Ég tók til við að skrifa á sama bláa miðann: Fatin, þú ert rauða rekkjan mín, og ég er svarta værðarvoðin þín. Ég er farinn að sjá þetta þannig. Ég svipaðist um eftir Fatin. Munnurinn var svöðusár á andliti hennar og útlendur sjómaður var að sleikja það. Hún hafði hægri handlegginn utan um hann og hellti úr glasinu sínu á gólfíð með vinstri hend- inni. Khemou kom og bauð mér varimar eins og kirsuber. Ég keypti annan drykk handa henni. Ég var svo ánægður með áhrif- in af kossi hennar að ég fór einu sinni enn að hugsa um að selja skóna. Hvað átti ég að setja upp hátt verð fyrir þá? Englending- urinn var ekkert of góður til að borga millj- ón franka* ef hann vildi eignast ilskó spá- mannsins. Hann hlaut hvort sem er að vera bjáni, annars hefði hann ekki látið blekkjast af svona sögu. En hvernig gat ég vitað nákvæmlega hversu heimskur hann væri? Það var hann sem fyrst vakti máls á þessu, með sögunni um svarta markaðinn. Fatin birtist, svört, ljós og hvít. Ég rétti henni bláan pappírsmiða. Hún leit á mig og brosti. Ég hugsaði með mér að stelpur eins og hún væru bara til vandræða. Litli munn- urinn á henni leit nú út eins og sár sem hafði gróið. Mér varð hugsað til indverska skáldsins Mirzah Asad Allah Ghalef: Þeim sem þorsti kvelur er ég þurr vör. Hún sækist eftir þeirri tegund ástar sem gerir hana óhamingjusama. Það sem mér geðjast við hana er að hún trúir enn að það ætti að breyta heiminum. Khemou og Latifa tóku að æpa hvor á aðra eins og tveir kettir í áflogum, meðan Miriam Makeba hélt áfram að syngja hvítri röddu. Khemou reif í svart hárið á Latifu, sló hana niður og sparkaði í andlitið á henni. Latifa æpti og það blæddi úr nefinu á henni. Litirnir spunnust allir saman í kollinum á mér. Fatin skildi bláa miðann eftir hjá mér og hljóp til að skilja hinarfyær. Ég las áfram: Þú hefur rétt fyrir þér. Ég ber fyrir þá hold mitt, en ég finn ekki fyrir því þegar þeir eta mig. Vigon syngur með hvítri rödd: „Fyrir utan gluggann.“ Vigon syngur, og ég hugsa um möndlutré í blóma, og um snjó, sem ég dái. Khemou og Latifa komu út af snyrting- unni. Þær höfðu sæst líkt og tvær smátelp- ur. Svo fóru þær að hlæja og dansa eins og ekkert hefði í skorist. Ég sat þarna og reykti meðan ég réðist í huganum á hvern mann á bamum sem ég kunni ekki við smettið á. Einn fékk spark, annar löðrang og þessi þarna fyrir handan fékk kjafts- högg. Ég komst í betra skap af því að horfa á sjálfan mig fara með þá að vild minni. Á morgun sel ég skóna. Fatin fór fram- hjá aftur og ég spurði hana hvers vegna Khemou og Latifa hefðu verið að rífast. Hún sagði að það væri vegna þess að Khemou hefði sagt manninum, sem Latifa var að drekka með, að hún væri með berkla. „Er það satt?“ spurði ég hana. „Já,“ sagði hún. „En hún segir að það sé búið að lækna hana.“ Englendingurinn og ég vorum heima hjá mér að borða couscous. Hann leit á mig og sagði: „Þetta er besta couscous sem ég hef nokkru sinni bragðað." Öðru hverju skimaði hann út í hornið þar sem amma mín sat og laut höfði. Ég sagði honum að þetta couscous hefði komið frá Mekka. „Frænka mín sendir vænan slatta í hveijum mánuði.“ Hann horfði undrandi á mig. „Það er al- veg frábært.“ Til þess að hann áttaði sig betur, bætti ég við: „Allt hér í húsinu er frá Mekka. Við fáum meira að segja reykelsið sent mánaðar- lega.“ Við lukum við couscousið og byijuðum á öðram rétti, ofnbökuðu kjöti með rúsínum og sterku kryddi. „Þetta heitir mrozeya,“ sagði ég við hann. Hann tuldraði eitthvað og sagði svo: „Mikið _er þetta gott.“ Amma min laut enn höfði. Ég sá að Englendingurinn horfði á hana sitjandi þarna í hvíta kuflinum sínum. Reykelsið og þögnin í herberginu gerðu hana enn tilkomumeiri sjón. Hún lék hlut- verk sitt vel. Litla, siðláta þjónustustúlkan okkar bar fram te í silfurkatli. Hún var einn- ig klædd drifhvítum kufli, og huldi líka and- lit sitt. Hendur hennar voru málaðar með henna-lit í margbrotnu mynstri, og svart hár hennar gljáði yfir gríðarstóram eyrna- lokkunum. Hún gerði engin mistök. Hún heilsaði Englendingnum án þess að brosa, eins og ég hafði brýnt fyrir henni að gera. Það fór henni vel að vera þungbúin á svip. Ég hafði aldrei séð hana svona fallega. Mintuteið með ambri í virtist falla Eng- lendingnum vel í geð. „Þykir þér teið gott?“ spurði ég hann. „Já, það er afar gott!“ Það ríkti þögn stundarkorn. Ég hugsaði með mér: Nú er kominn tími til að nudda lampa Aladdíns. Ég reis á fætur, gekk til ömmu og hvíslaði í eyra hennar. Ég sagði engin orð, gaf bara frá mér hljóð. Hún kink- aði kolli hægt, án þess að líta upp. Þá lyfti ég hvíta púðanum og tók upp gullbryddaða, græna silkislörið sem huldi þá. Englendingurinn virti fyrir sér ilskóna sem orðnir voru litlausir af elli. Hann rétti hægt fram höndina til að snerta leðrið. Síð- an leit hann á mig og skynjaði að ég vildi ekki að hann kæmi við þá. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS MENNING/LISTIR 13. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.