Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 9
Freud þar sem villtar hvatir ólmast í undirvit- undinni og yfirsjálfið er eins og ventill sem hleypir sumum þeirra upp í vitundina svo maðurinn springi ekki. Nú er það hvorki hjól- ið né aflvélamar sem menn sækja líkingar til heldur tölvutæknin. Sálin er forrit og heilinn tölva. Ríkjandi tækni mótar tíðarandann og hugsunarháttinn á ótal vegu. Það er meðal annars þess vegna sem listir, heimspeki og mannvísindi verða úr takti við tímann ef iðk- endur þeirra hafa ekki lágmarksþekkingu á heimi tækninnar. * Hvað er til ráða? Hvemig er hægt að auka áhuga ungs fólks á tækni og glæða skilning á þeim greinum raunvísinda sem tæknimenn- ing nútímans byggist á? Ég held að greiðasta leiðin til skilnings á flókinni tækni sé reynsla af einfaldari tækni og hún sé líka til þess fallin að glæða skilning á undirstöðuatriðum náttúm- og raunvísinda. Ég hef fært rök að því að þessa reynslu öðlist börn og unglingar nútímans ekki af því einu að vaxa upp og vera til. Það sem fólk þarf að kunna og nem- ur ekki annars staðar verða skólarnir að kenna því. Það er því varla um annað að ræða en auka tæknimenntun í grunnskólunum. Ef nemendur í 6. bekk smíðuðu dyrabjöllu með því að vefja sjálfir spólu þá yrðu þeir móttækilegir fyrir eðlisfræðilögmálum um samband rafmagns og segulmagns þegar þeir koma í framhaldsskóla. Ef krakkar í 7. bekk smíðuðu þráðlausan sendi eða útvarp þá skildu þeir betur það sem kennt er um rafsegulbylgj- ur í framhaldsskóla, könnuðust við smára og gætu því betur áttað sig á undirstöðum tölvu- tækninnar. Ef 8. bekkingar lærðu einfalda forritun þá fengju þeir’ forsendur til að skilja sjálfvirkan rafeindabúnað. Svona mætti lengi telja en ég læt þessi dæmi duga. Ég er viss um að fái nemendur grunnskóla tækifæri til að vinna verk af því tagi sem hér voru nefnd með eigin höndum stóreykst áhugi þeirra á að læra meira og þeir verða hagvan- ir og finna sig heima í veröld tækninnar. Verði þessu fylgt eftir með því að auka kennslu í verkmenntum og handavinnu eins og fata- gerð, matreiðslu, smíði og ég tala nú ekki um ef þessi handavinna verður tengd tæknigrein- unum þá verður næsta kynslóð ekki bara færari um að sjá sér farborða á 21. öldinni heldur verður skólaganga hennar líka ánægju- legri. Nú halda kannski einhvetjir að þau við- fangsefni sem ég taldi upp séu of flókin og erfíð fyrir 10 til 15 ára krakka. Það er vafa- laust hægt að gera þau of flókin og erfíð, en það er líka hægt að kenna þau þannig að 10 til 15 ára nemendur hafí gagn og gaman af. * Nýlega beindist athygli manna að slakri stærðfræðikunnáttu íslenskra skólabarna. Sjálfsagt eru ástæðurnar fyrir þessu kunn- áttuleysi margvíslegar en mér þykir trúlegt að ein þeirra sé hvað stærðfræðin er lítið notuð í öðrum greinum. Grunnskólanemendur læra lítið sem ekkert í tækni og raungreinum þar sem stærðfræðinni er beitt á veruleikann. Þeir upplifa algebru, rúmfræði og ýmsar reiknilistir því sem tilgangslausan og inni- haldslausan formalisma. Kennsla í tækni- greinum þar sem stærðfræðinni er beitt á áþreifanleg viðfangsefni er trúlega vel til þess fallin að bæta árangur í stærðfræði, jafnvel betur en aukning á hefðbundinni stærðfræðikennslu. * Það er engin leið að troða rafmagnstækni, aukinni verkmenntun og tölvuforritun inn í stundatöflur grunnskólanna. Þar eru þegar of fáir tímar fyrir of mörg fög. Eina leiðin til taka á vandanum er að fjölga vikustundum. Fimm viðbótarstundir á viku sem allar færu í tækni- og verkmenntir mundu breyta miklu, ekki bara fyrir námsgengi nemenda í fram- haldsskóla, hag fyrirtækja og tækniframfarir á næstu öld heldur líka fyrir sjálfsmynd nem- endanna og möguleika þeirra á að ganga upp- litsdjarfír inn í heim nútímatækni. Ég geri mér engar grillur um að þetta verði ódýrt. Kennsla í verklegum greinum, handa- vinnu og tækni er dýr. Víða þarf að byggja alla aðstöðu fyrir hana frá grunni og ráða kennara sem dettur ekki einu sinni í hug að vinna fyrir þau laun sem nú bjóðast í skólun- um. Hér er því ekki verið að ræða um fáeinar milljónir til aldamóta heldur einhvetja millj- arða. En það er betra að sjá af þeim en halda áfram á þeirri braut sem skólarnir eru nú á og leiðir ekki til neins annars en þess að við drögumst aftur úr og töpum áttum í heimi tækninnar. Höfundur er kennari við Menntaskólann aó Laugarvatni. EYVINDUR ERLENDSSON HAUSTVÍSUR ÚR ÖLFUSINU Nú blánar landið undir bleikum mána blómgrasaheiðin undir snjónum sefur. Húmnóttin dökk í húsi mínu tefur. Hviklátir vindar sveipa mjöll um gljána. Og gljáin teygist millum grárra fjalla. Glitrandi svellum hallar ögn í vestur. Haustkvíðans fugl á húss míns þök er sestur. Hljóðlaust í vestur þungar elfur falla. Og þjóðvegur númer eitt fer þangað líka. Þúsundir vagna um hann stöðugt renna þangað sem aftansólar eldar brenna. Og eitt sinn mun ég halda vestur líka þótt langi í austur, þar sem Ijós þitt dvín Ijúfust og einust árdagsstjarnan mín. LJÓSMYND Á SKRIFBORÐINU MÍNU (A.P. Tsékhov, skáld) Anton minn, blessaður, Pálsson, sem ókunnir nefna Sékkoff löngum hollvinur sinna - horfir á mig út úr ramma. Höndin laust undir kinn. Horfir um nefglerin allkyrrum, skyggnum augum ojg spyr ekki lengur; „Hvað nú?“ I svipnum býr ekki nein krafa ásökun, vorkunn né bæn, ótti né sorg eins og fyrrum. Brýnnar dregnar í mjúka boga, með höndum þess eina snillings sem aldrei nokkurn tíma leiðréttir neitt. Augu sem ekkert fær leynst. Á mig horfa þau, kyrr. Rétt sem ég væri einhver vanja eða þijársystur, máfur flögrandi í arðlausum garði, alhvítum kirsberjagarði sem engum rennur til rifja. Þannig horfir hann á mig. Ólukkans pamfíllinn! UM SUMARMÁL Handa Þorsteini Erlingssyni Finnurðu óþefmn Þorsteinn? Það er tjaran. Þeir ætl’ana í kollinn þinn karl minn. Þungt loft að verða, mig uggir, þröstum að syngja er ég hræddur... Það er - furðu kalt orðið Þorsteinn. Þó á að heita vor. Það gerir þó fæst til með fossinn en fólkið... Já fólkið - og ekki síst börnin. Og fyrsti maí er á morgun. FIÐLUDANS í furuskjóli felur hindin sig fótnett og kvik og augnadökk og dauðinn drifhvítri hendi leggur ör á streng. Minn bogi er fyrir fiðlustrengi gerður. Ég feta skóginn hægt, að vitum ber miðnæturkulið angan barrs og moldar. Þið myrku vé: í ykkar skjóli er ég sannur þegn. Hér styð ég boga á streng og stofnar óma. í byrgi mínu brennur loginn rauði og bleikir fingur eldsins teygja sig að hjarta þínu, hjartardrottning frá sem hjarta mínu dvaldir löngum nær og hjúfra sig að þér ó kvika dýr sem barst svo létt á laufsins grænu slóðum. Hvað dreymir þig við heitan arineldinn í hlýjum kofa hins kæna veiðimanns sem bakar hjarta þitt við bálið rautt og heitt við bálið kveikt af brunnum skógi á kveldin? Höfundurinn er leikstjóri og rithöfundur og býr í Ölfusinu. Ljóðin eru úr nýrri Ijóðabók hans, sem heitir / hreinskilni sogt. Utgefandi er Ever-útgáfan. Kennir þú smá-kvíða Þorsteinn? Hvikul og kvikul er tjaran en traust, margprófað efni; seigt, þétt, þungt, þekur allt. SKYNMYNDIR FRÁ PEDREGALEJO HLIN AGNARSDOTTIR ÓDAGUR EK Á þjóðveginum glöð á leið til fundar við þjóð mína.eftir grátklökka stund fyrir framan imbann, þar sem ég var á mörkunum að sannfærast um að það væri gott að vera íslendingur.Ekki það að ég þurfí að segja þjóðinni neitt sérstakt, nema kannski hvað hún sé þrátt fyrir allt.lít- il og skrítin í allri þessari auðn, að hún hafi þraukað og um leið heyri ég þjóðhöfðingjana hrósa henni, þjóðinni minni, fyrir að hafa þraukað og enn þrauka ég í bílalestinni á leiðinni austur til Þingvalla, sé andlit landa minna í bflunum fyrir aftan og fyrir framan, fjölskyldumar í jeppunum, hjónin á drossíun- um.kjarnafjölskylduna í fjölskyldubílunum, börnin heilbrigðu með fánana,konumar stilltu með nestistöskuna tilbúna.þolinmóða karl- mennina undir stýri.tilbúnir að grípa í þarf- asta þjóninn.farsímann eða talstöðina.á þess- um mikla ódegi þar sem allt er ómögulegt, óstöðvandi, ógurlegt, ógeðslegt og umfram allt uppspuni og lygi frá rótum. (Reykjavík 1994) r ÞYKKRI næturþögninni gala hanar,ann- ar eins og afínn í Amarcord sem klifraði upp í hátt tré og veinaði volio una donna, hinn svarar eins og háttprúðir hanar gera og þá hlær hundurinn í næsta húsi þess- um líka hrossahlátri og aðrar veimiltítur í húsunum í kring taka undir og í morgunsár- ið fer einn og einn bíll yfír stóm brúna sem hangir eins og risaeðla yfir allri byggðinni og í þeim menn sem þurfa að mæta snemma til vinnu eða eiginmenn á leið heim til konunnar frá ástkonunni og þegar sólin lyftir sér hægt yfir hæðina í dagrenningunni byija bíbbarnir að tísta svo sætt, svo sætt og ég finn ilminn frá bakaranum stíga upp til mín inn í hvítt, svalt herbergið og læðast undir lakið alveg upp að mér og ég minnist bragðsins af heilög- um helgikökum sem hann stakk upp í mig svo þær bráðnuðu með sætum unaði og yndis- leik en aldrei aftur, það sem er heilagt er heilagt sagði hann og svo sólin stór og rauð og þögnin ekki lengur þögn,heldur loft fullt af myndum sem eyrað nemur, hljóðmósaík og konur farnar að skúra flísar, börnin í skóla og Velenos búinn að setja kjúkling í grillið, kellingin í skranbúðinni sest í sitt skot á bak við stafla af klósettpappír og dótt- irin feit og feimin afgreiðir með einstökum áhuga compreses por las mucheres por favor og eldspýtur og djús og mjólk og vespurnar æða um götuna með óhljóðum allan morgun- inn allt fram á síestu, þá bara skordýrin ein og sér með sín hljóð. (Malaga 1996) Höfundurinn er leikskáld. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. SEPTEMBER 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.