Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 6
Jón Þórarinsson tónskóld veróur óttgtíu óra í dag. Jón hefur auk tónsmíða gegnt fjölmörgum óhrifastöðum í íslensku menningarlífi. Hann lærói tónsmíóar hjó einu merkasta tónskóldi aldarinnar en í samtali við ÞRÖST HELGASON segist hann sennilega vera só langskólagengni Islendingur sem minnst JÓN Þórarinsson hefur verið kallað- ur fyrsti módernistinn í íslenskri tónlistarsögu. Sjálfur vill hann ekki gefa mikið út á þessa ein- kunn þótt hann viðurkenni að hafa á sínum tíma skrifað verk sem höfðu öðruvísi hljóma, hljómasambönd og laglínur en menn áttu að venjast. „Þeir segja sumir að ég hafi víkkað þeirra heyrnarsvið," bætir hann við. „En ég hef orðið stöðugt íhaldsam- ari með aldrinum, þó að ég geti brugðið þessu fyrir mig enn þá. Annars hef ég lítið fengist við að semja tónlist undanfarin ár. Sanr.ast sagna hef ég aldrei samið neina tónlist nema af einhveiju sérstöku tilefni. Ég hef aldrei fundið þessa brennandi þörf sem sumir hafa til þess að skrifa músík og stinga svo niður í skúffu. Þess vegna meðal annars er það sem ég læt eftir mig ekki mikið að vöxtum. En það er nokkuð fjölbreytt, svona sitt af hverju tagi held ég.“ Það er rétt að höfundarverk Jóns er ekki mjög mikið að vöxtum en fjölbreytt. Hann hefur samið fjölda sönglaga með píanóundir- leik, þeirra kunnust ef til vill við þjóðvísuna um Fuglinn í fjörunni og Vögguljóð á hörpu eftir Halldór Laxness. Eitt af þekktustu verk- um Jóns er sónata fyrir klarinett og píanó sem hann samdi árið 1947. Sömuleiðis má nefna lagaflokkinn Of Love and Death fyrir bariton og hljómsveit, Völuspá fyrir einsöngv- ara, kór og hljómsveit sem flutt var á þjóðhá- tíð 1974 og Minni Ingólfs fyrir kór og hljóm- sveit frá 1986. Jón hefur samið tónlist við mörg leikrit og kvikmyndir og gert fjölda útsetninga á verkum annarra höfunda, meðal annars hljómsveitarútsetningu þjóðsöngsins. Jón segist ekki geta gert upp á milli verka sinna með því að nefna eitthvert eitt frekar en annað sem sé í uppáhaldi. „Ég hef átt því láni að fagna að mörg þeirra hafa verið flutt oft og víða, og eru enn þá. Og fyrir það er ég auðvitað þakklátur. Sennilega er klarin- ettusónatan einna víðfrægust, fyrir utan Fuglinn í fjörunni sem flýgur um allan heim.“ Langskólagenginn en litió i skólal? Jón er austfirðingur, fæddur á Gilsárteigi í Eiðaþinghá í Suður-Múlasýslu. Hann ólst upp á Seyðisfirði en segist hafa dvalið eins oft og hann gat uppi á Héraði - þar kunni hann best við sig. Þegar hann var nítján ára og fluttur suður fór hann austur á Jökuldals- heiði þar sem hann hafði eignast heiðarbýli og dvaldist í tvo mánuði í tjaldi, einn með sjálfum sér. „Það var lærdómsríkur tími. Það er ungum mönnum hollt að vera einir með náttúrunni.“ Jón naut ekki mikillar skólagöngu í æsku og segist stundum hafa haldið því fram að hann sé sá langskólagengni maður á Islandi sem minnst hafi verið í skóla. „Það æxlaðist einhvern veginn þannig að ég var aldrei send- ur í barnaskóla. Ég var nokkrar vikur eða hafi verið í skóla. JÓN Þórarinsson „Ég hef oft sagt eitthvad á pá leid ad paö væri prátt fyrir tólftónaaöferóina en ekki vegna henn- ar sem mönnum hafi tekist aö húa til góöa músík meö aöstoö hennar. Og petta á raunar viö um öll kerfiy enginn hlutur veröur góöur bara af pví aö hann samrýmist kerfinu. “ mánuði í unglingaskóla austur á Seyðisfirði þegar ég var svona þrettán, fjórtán ára. Síð- an settist ég í Menntaskólann á Akureyri og lauk honum á fjórum árum. Ég hafði því ekki verið nema í um fjögur og hálft ár í skóla þegar ég var orðinn stúdent. Nú eru krakkar búin að vera í skóla í ein fjórtán ár þegar þeim áfanga er náð.“ Jón fór svo suður og settist í Tónlistarskól- ann. Hann var í einkakennslu hjá dr. Victor Urbancic en fór svo utan til frekara tónlist- arnáms í Bandaríkjunum árið 1944. Jón var með þeim fyrstu hér á landi sem fóru vestur um haf til tónlistarnáms. Hann hafði ætlað að fara til Evrópu eins og flestir en komst inn í Yale-háskóla, þar sem frægt þýskt tónskáld var við kennslu, Paul Hindemith (1895- 1963), en hann átti éftir að hafa mikil áhrif á Jón. Hindemith hafói margvisleg áhrif Hindemith útskrifaði aðeins tólf nemendur með meistarapróf í tónsmíðum á kennara- ferli sínum og var Jón sá fyrsti sem lauk því prófi hjá honum í Yale. Hindemith er meðal merkustu tónskálda á tuttugustu öld. Hann var gerður landflótta frá heimalandi sínu á veldistíma nasista og starfaði lengi í Banda- ríkjunum og Sviss. Hann vakti snemma at- hygli fyrir framsækinn, andrómantískan stíl með djarflegu hljómaferli og kröftugri hrynj- andi en síðar tók hann upp hófsamari stíl. „Hindemith hafði áhrif á mig á margvísleg- an hátt,“ segir Jón. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég valdi Yale-háskóla í samráði við dr. Urbancic var að þar var þessi Evrópu- prófessor sem maður vissi að bjó yfir þeim Mið-Evrópukúltúr sem maður var að sækjast eftir. Hindemith verður ekki lýst í stuttu máli en ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að hann sýndi mér mikinn áhuga og mikla vel- vild. Ég varð snemma heimagangur á heim- ili hans, hann tók mig að sér á vissan hátt. Meðstúdentar mínir sögðu það vera vegna Morgunblaðið/Golli 1 þess að ég var eini Evrópumaðurinn af nem- I endum hans. v Hindemith var á þessum tíma einn áhrifa- mesti tónhöfundur í heiminum en féll svo til- u tölulega fljótt úr tísku. Hann varð fyrir mjög t harðri andstöðu í sínu gamla föðurlandi; þar spratt upp ung kynslóð tónskálda sem virtist halda að tónlistin hefði hafíst í heiminum þegar þeir komu til sögunnar og afneituðu flestu sem á undan hafði gengið. Þeir urðu áhrifamiklir um tíma en ég held að áhuginn á Hindemith hafi aukist aftur." Jón segir að Hindemith hafi verið „enfant terrible" í þýsku tónlistarlífi á árunum eftir fyrra stríð, hann hafi verið talinn brjóta flest þau lögmál sem til voru í tónlist. „En hann var í raun og veru ekki að bylta neinu held- ur víkka það tónkerfi sem var fyrir. Síðar á ævinni setti hann þessar tilraunir sínar upp í kerfi. Þetta tónkerfi Hindemiths gekk alveg þvert á tólftónakerfið sem hinir ungu menn héldu hvað mest á loft, og raðkerfið sem af því spratt." Jón hefur frekar aðhyllst kerfi lærimeist- ara síns en tólftónakerfið þótt hann hafi einn- ig samið verk með þeirri aðferð. „Ég hef oft sagt eitthvað á þá leið að það væri þrátt fyrir tólftónaaðferðina en ekki vegna hennar sem mönnum hafi tekist að búa til góða músík með aðstoð hennar. Og þetta á raunar við um öll kerfi, enginn hlutur verður góður bara af því að hann samrýmist kerfínu. Hind- emith taldi að sitt kerfí byggðist á náttúrulög- málunum en tólftónakerfið er hins vegar mannatilbúningur, það er kerfi sem kemur á undan músíkinni öfugt við önnur tónkerfí." Þegar Jón er spurður hvers vegna hann hafi frekar aðhyllst kerfi kennara síns spyr ERUM VIÐ EKKI OLL HLYNNT NÁTTÚRULÖGMÁLUNUM? 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.