Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 5
málaralist sem ljóðlist, hlaut að vera „af- strakt". Málarinn átti ekki að þykjast vera myndhöggvari, sem léki sér með efnivið í þrívíðu rúmi, heldur sættast við eðli miðils síns: flatan, tvívíðan myndflöt. Allir mynd- listarmenn sem einhver veigur var í (Pic- asso, Braque, Mondrian, Miró, Kandinsky, Pollock og svo framvegis) höfðu glímt við form, ekki efni: við rými, fleti og liti. Þeir reyndu ekki að skapa sýndarveruleik á mynd- fletinum sem áhorfandinn þættist geta geng- ið inn í heldur einungis horft á. Sjálfsgagn- rýnin þýddi svo að listamaðurinn sýndi engu trúnað nema lögmálum eigin listar: fullkomn- un tjámiðils síns. Síst af öllu léti hann bendla sig við lágþróaða raunsæislist og listlíki („kitsch"): hina viðurstyggilegu dúsu sem borgarastéttin styngi upp í almenning til að viðhalda firringu hans.7 Öll þessi formdýrkun gekk að sjálfsögðu í berhögg við pólitísku línuna frá Moskvu sem hampaði sósíalísku raunsæi og fyrirleit það „formdekur", þá „borgaralegu úrskynj- unaríist" afstrakt-mynda og atómljóða sem Greenberg dáði hvað mest. Sú staðreynd er harla grátbrosleg fyrir þá sök að Greenberg leit á sig sem einn helsta framvörð sósíalí- skra hugsjóna og módemismann sem milli- bilsástand: Listamennirnir áttu að skapa heilög vé, vinjar í eyðimörk kapítalismans, þar sem almenningur gæti laugað hendur sínar í sótthreinsuðum lindum fram að til- komu þúsundáraríkisins! Greenberg fylgdi þarna fordæmi Trotskys sem hafði í riti sínu Bókmenntir og bylting (þýddu á ensku árið 1925) og síðar í Stefnuskrá sjálfstæðrar byltingarlistar, sem hann samdi ásamt súr- realistanum André Breton árið 1938, skorið upp herör gegn hinni opinberu stalínsku list- stefnu. Róttækni í pólitík og módernísk list áttu þannig, að dómi Trotskys og Green- bergs, að loða saman sem lyppur tvær - er skýrir meðal annars róttækni íslenskra „framúrstefnulistamanna“ á þessum tíma. Hrun módernismans bar mun bráðar að en tilkomu hans. Hann hóf að riða til falls í upphafi sjöunda áratugarins og varð að gjalti fyrir lok hans. Ýmiss konar þversagn- ir höfðu löngum þjakað módernista: bylting- arhvöt og borgarahugsjónir, afstæðishyggja (um mannlega þekkingu) og algildishyggja (um hinn sanna veruleik sem unnt væri að höndla á endanum), einangrunarhyggja og alþjóðrækni. Það sem reið þó baggamuninn var að listræna byltingarstefnan, framúr- stefnulistin, át ekki aðeins börnin sín heldur sjálfa sig; módernistarnir urðu fórnarlömb eigin velgengni. Öll listbrögðin og uppátækin urðu ekki annað en vanaþauf; þrábrigslin á hendur yfirstéttunum að músatísti; og í stað þess að „klessumálverkin" hneyksluðu borg- arana þá kepptust þeir nú við prýða setustof- ur sínar með þeim. Hafi módernisminn ein- hvern tímann borið í sér siðlegan hneykslun- armátt og þekkingarlegan fijómátt þá var sá máttur þegar þorrinn í kringum 1960. Pm-isminn reis upp af rústum módernis- mans; enn á ný sem þekkingarfræði og menningarheimspeki fremur en liststefna í þröngum skilningi. Þar sem pm-istar viður- kenna ekki aðra heimspeki fyrir sína daga á 20. öld en móderníska þá líta þeir svo á að með fjörbrotum módernismans hafi end- anlega verið höggvið á þráðinn við hugsjón- ir upplýsingarinnar: húmanisminn sé dauður og eftir standi heimur rúinn þeirri merkingu sem léð hefur mannlífinu samfelldni og til- gang frá upplýsingaröld. í stystu máli sagt er pm-isminn því nýr „módernismi", ný grein- ing á nútímanum, en án þeirra vona og drauma sem gerðu gömlu módernistunum lífið bærilegt. Tilvisanir: 1 „Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing?“ (þýð. Elna Katrín Jónsdóttir og Anna Þorsteinsdóttir), Skírn- ir, 167 (haust 1993), bls. 379. 2 Sjá ritgerð mína, „Að kasta ekki mannshamnum: Um heimspekina ! Ijóðum Stephans G. Stephanssonar", Tímarit Máls og menningar, 56 (1995). 3 Þessa misskilnings gætir t.d. mjög i bók Foucaults, M., The Order of Things: An Archeology of the Human Sciences (New York: Pantheon Books, 1970). Sjá einn- ig Magnús Diðrik Baldursson, „Samtíminn hugtekinn: Formáli að ritgerðum Immanuels Kant, Michels Fouc- ault og Júrgens Habermas um upplýsinguna“, Skírnir, 167 (haust 1993), bls. 366-367. 4 Danto, A., The State of the Art (New York: Prentice-Hall, 1987), bls. 217. 5 Sjá ritgerð mína, „Höfuðbólið draumsins riki: Um heimspeki súrrealista og stormasama fjandvináttu þeirra við marxista á fyrri hluta aldarinnar“, Lesbók Morgunblaðsins, 24. aprít (1993). 6 Dæmið er þegið frá Ferry, L., Homo Aestheticus: The Invention of Taste in the Democratic Age (Chicago/London: University of Chicago Press, 1993), bls. 198-99. 7 Sjá ritgerðir Greenbergs, „Avant-Garde and Kitsch", Partisan Review, 6 (1939); „Towards a Newer Laoco- on“, Partisan Review, 7 (1940) og „Modernist Paint- ing“, Art and Literature, 4 (1965). Höfundurinn er doktor i heimspeki og dósent við Hóskólonn ó Akureyri. ÚR FILMÍU Í FJALAKÖTTINN - 3. HLUTI ÚR PADRE Padrone; Fjalakötturinnn sýndi myndir ítölsku kvikmyndabræðranna Paolo og Vittorio Taviani. KLÚBBARNIR VORU UPPELDISSTOFNANIR EFTIR ARNALD INDRIÐASON Kvikmyndaklúbbarnir hrundu meó tilkomu vídeósins og þá kom gat í menntun fólks og þess vegna er aósókn á listrænar myndir takmörkuó segir Friórik Þór. EMAÐ fjórða starfsár Fjala- kattarins var spænskar myndir leikstjóra á borð við Saura, Berlange og Borau. Alls voru sýndar 40 myndir m.a. eftir Chaplin, Bresson, Welles, Mikls Janeso, Antoni- oni, Sjöström, Krystztof Zan- ussi, Andy Warhol, Nagtisa Oshima og Pol- anski. Myndir voru sýndar frá Bandaríkjun- um, Senegal, Japan, Tékkóslóvakíu, Kúbu og Indlandi og var greinilega lögð mikil áhersla á fjölbreytni í myndavali. Nú voru myndir safnsins orðnar 20 að tölu og stefnt var á útlán til kvikmyndafélaga framhalds- skólanna. Kemur fram í tímariti klúbbsins að Fjalakötturinn hefði náð samningi við United Artists um leigu á myndum til langs tíma. Haldnir voru fyrirlestrar á vegum klúbbsins um spænskar kvikmyndir og um Orson Welles. I tímaritinu var fjallað um indverska kvikmyndagerð, Theodor Ange- lopoulos, Tavianibræður og mynd þeirra Padre Padrone ásamt öðru. Eins og sjá má var boðið upp á geysilega mikið úrval, bæði nýtt og gamalt. Fimmta starfsárið, 1979 til 1980, verður vart óánægju með klúbbstarfið og það tekur breytingum í framhaldi af því, sem telja má vafasamar eftir því sem síðar kom í ljós. Þetta starfsár eru sýndar 37 myndir og þemun eru þrjú: Japanskar myndir leikstjór- anna Kenji Mixoguchi, Masahiro Shinoda, Kaneto Shindo, Oshima, Kurosawa og Kon Ichikawa og að auki franskar gamanmyndir og þýski expressjónisminn. Jafnframt eru sýndar myndir eins og Hnífur í vatni eftir Polanski, Milljón Godards, og Renaldo og Klara eftir Bob Dylan. í tímariti klúbbsins er sagt frá gagnrýni, sem komið hefur fram á fulltrúaráðið. Það er ekki talið nógu virkt og koma fram tillögur um að ráðið verði lagt niður og í þess stað verði haldinn opinn aðalfundur þar sem allir félagsmenn hafi málfrelsi og tillögurétt. í hveijum aðildar- skóla yrði starfrækt kvikmyndafélag og þar kosnir lýðræðislegri kosningu stjórnarfull- trúi og fulltrúi á aðalfund. Einnig kom fram tillaga um að setja á fót kvikmyndavals- nefnd sem yrði opin öllum en stjórnarform- aður skyldi stjórna störfum hennar. Ný lög Fjalakattarins höfðu tekið gildi á sjötta starfsárinu en meginmarkmið þeirra átti að vera að stuðla að virkni og áhrifum hins almenna félaga. Árangurinn var í raun lítt uppörvandi að því er fram kemur í tíma- ritinu; kvikmyndavalsnefnd var fámenn og almennur félagsfundur jafnvel enn fámenn- ari. Um 40 bíómyndir voru sýndar þetta starfsár auk stutt- og tilraunamynda og starfsemin fluttist úr Tjarnarbíói í Regnbog- ann. Myndirnar voru fengnar hjá breskum dreifingaraðilum en einnig fékk klúbburinn góða fyrirgreiðslu hjá franska, rússneska, tékkneska og v-þýska sendiráðinu. Kemur fram í tímariti klúbbsins að skortur á erlend- um samböndum takmarki mjög öflun kvik- mynda. Þá voru settar reglur um útlán kvik- mynda safnsins. Þeir fengu ekki myndir að láni sem ætluðu að stunda sýningar í ágóða- skyni og leigutaka var meinað að auglýsa myndir safnsins í fjölmiðlum og á almanna- færi. Alls hafði safninu áskotnast 32 mynd- ir m.a. Græna herbergið eftir Francois Truff- aut, Lilju eftir Hrafn Gunnlaugsson, M eftir Fritz Lang, Blekkinguna miklu eftir Jean Renoir, Andalúsíuhundinn eftir Bunuel, Hníf í vatni eftir Polanski og Metropolis eftir Lang. Þetta starfsár voru á dagskrá klúbbsins myndir eins og 1900 eftir Ber- tolucci, myndir Jane Arden og Kurosawa, Hinir ofsóttu og hinir eltu eftir Coppola, en það var fyrsta mynd leikstjórans og hét áður „Dementia 13“, „Cet obscure object du desir“ eftir Bunuel, Alphaborg Godards og Spegill Tarkovskís svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Dregur úr aósókn Þetta ár var sýningum fækkað úr fimm á viku í þtjár en mjög hafði dregið úr að- sókn. í ritstjórnargrein með tímariti sjöunda og síðasta starfsársins stendur: Ef marka má aðsókn að Fjalakettinum nýliðið haust- misseri mætti ætla að klúbburinn væri gam- all og geðillur fressköttur og hlaupinn í spik- ið. Deilt var um myndavalið í Stúdentablað- inu og þegar dagskráin er skoðuð má sjá að það er ekki eins spennandi og það sem á undan hafði gengið. Var pólitísk slagsíða orðin allnokkur með s-amerískum myndum: E1 Salvador bylting eða dauði, Nigaragua fijálst land eða dauði og Baráttan um Chile voru dæmi um titla þetta síðasta ár. „Meg- inástæðan fyrir því að Fjalakötturinn lagðist af var myndavalið," segir Friðrik Þór. „Það versnaði og klassíkerarnir gleymdust inni á milli. Ég hafði róttækar myndir en þama voru róttæku myndimar svo leiðinlegar. Það ríkti algjört þekkingarleysi, þama voru hundleiðinlegar myndir og ég sjálfur var orðinn mjög pirraður í lokin.“ Sú breyting hafði einnig verið gerð að klúbbgjaldið var sett inn í nemendagjöld skólanna og fengu nemendur í staðinn að sjá fímm myndir endurgjaldslaust en greiddu fyrir þær sýn- ingar sem þeir sáu umfram það. Þótti það ekki hvetjandi kerfi. „Fjalakötturinn var minn kvikmynda- skóli,“ segir Friðrik Þór. „Ég kynntist mikið viðhorfum manna til myndanna sem voru sýndar og maður heyrði ólíkar skoðanir. Kvikmyndaklúbbarnir voru miklar uppeldis- stofnir. Þeir hrundu með tilkomu vídeósins og þá kom gat í menntun fólks og þess vegna er aðsókn á listrænar myndir tak- mörkuð. Þetta sama gerðist út um allan heim. Fólk hafði enga þekkingu lengur á listrænum myndum.“ Fjalakötturinn, segir Friðrik Þór, fór aftur út til skólanna og er þar ennþá. Myndir kvikmyndasafns klúbbs- ins fóru flestar til Kvikmyndasafns íslands, að sögn safnstjórans, Böðvars Bjarka Pét- urssonar. Nióurlag Ljóst er að kvikmyndaklúbbarnir sem hér hafa verið til umfjöllunar gegndu mikilvægu hlutverki í því að kynna og miðla íslending- um kvikmyndasögu og kvikmyndalist. Þeir voru kannski fyrst og fremst upplýsinga- og fræðslumiðstöðvar um kvikmyndir þegar engu slíku var til að dreifa í landinu. Hlut- verk þeirra var að miðla upplýsingum með sýningarskrám og tímaritum og reyna að kenna fólki að skoða og meta raunverulega kvikmyndalist og þroska þannig smekk fyr- ir góðum myndum. Jafnframt því að skoða kvikmyndasöguna leituðust þeir við að sýna það sem efst var á baugi í samtímanum í listrænni kvikmyndagerð og sköpuðu mikil- vægt mótvægi gegn bíóiðnaðinum eins og hann birtist þá og birtist enn í skemmti- myndum Hollywoodfabrikkunnar. Kvikmyndasafn íslands fær nú í septem- ber Bæjarbíó í Hafnarfirði undir sýningar- starfsemi og mun ætlunin að sýna þar gömlu klassísku myndirnar og taka upp þann þráð í starfsemi klúbbanna. Þeir hafi sinnt starfi sínu sem einskonar „cinematheque" eða kvikmyndalistarbíó, segir Böðvar Bjarki, og ætlunin sé að sýna myndir í Bæjarbíói á þeim gamla grunni. Höfundur er sagnfraeðingur og kvikmynda- gagnrýnandi. IESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. SEPTEMBER 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.