Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 7
hann á móti hvort við séum ekki öll hlynnt náttúrulögmálunum. Stofnun Sinfóníuhljómsveitar íslands Jón kom heim frá námi árið 1947 og hóf störf sem tónlistarfulltrúi Ríkisútvarpsins. Hann hafði starfað við útvarpið áður en hann fór utan og hafði gert samkomulag við það um að þeir veittu honum nokkum styrk til námsins gegn því að hann kæmi þangað aft- ur til starfa í nokkur ár. Jón segir að ef það samkomulag hefði ekki verið gert hefði hann að öllum líkindum dvalið lengur í Bandaríkj- unum enda hafi verið hörgull á fólki með hans menntun þar; „freistandi atvinnutilboð streymdu inn.“ Það var mikið að gerast í íslensku menning- arlífi um það leyti sem Jón kom heim; Þjóð- leikhúsið var að verða til og sjálfur tók Jón þátt í að stofna Sinfóníuhljómsveit íslands um svipað leyti. „Það var mitt fyrsta stóra viðfangsefni að reyna að koma nýrri skipan á hljómsveitar- málin hér. Tónlistarfélagið hafði verið aðai- driffjöðurin í tónleikahaldi en rekstur Hljóm- sveitar Reykjavíkur var því ofviða. í útvarp- inu var útvarpshljómsveitin með um fjórtán hljóðfæraleikara á hálfum launum eða svo. Fyrir dyrum stóð að Þjóðleikhúsið tæki til starfa en þar var gert ráð fyrir miklu meiri tónlistarflutningi en raun hefur orðið á. Svo vantaði alltaf kennara í Tónlistarskólann. Mér sýndist að það væri hægt að koma á fót einni hljómsveit sem sinnti þörfum allra þess- ara stofnana, bæði tónleikahaldi og kennslu. Á þetta féllust allir sem eitthvað hugsuðu um þessi mál en við stóðum í töluverðu stappi við stjórnmálamenn sem réðu fjárveitingun- um. Að lokum tókst þetta og á því herrans ári 1950 tók til starfa sinfóníuhljómsveitin sem nú heitir Sinfóníuhljómsveit Islands." Jón hefur síðan komið víða við á starfs- ferli sínum. Hann var fyrsti stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar íslands og síðar fram- kvæmdastjóri hennar 1956 til 1961. Hann var yfirkennari við Tónlistarskólann í Reykja- vík 1947 til 1968, dagskrárstjóri hjá RÚV- sjónvarpi 1968 til 1979 og stundakennari við Tónlistarskólann og Söngskólann. Hann hef- ur einnig gegnt ýmsum stjórnar- og trúnaðar- störfum hjá samtökum listamanna. Jón ijallaði um íslenskt tónlistarlíf í starfi sínu sem tónlistargagnrýnandi á Alþýðublað- inu 1948 til 1950, Morgunblaðinu 1962 til 1968 og Vísi 1980 til 1981. Aðspurður seg- ist hann ekki hafa neitt annað en gott um íslenska samtímatónlist að segja. „Ég tel að við eigum stóran hóp af efnilegum og ágæt- um tónskáldum, jarðvegurinn er góður og uppskeran eftir því. Tíminn verður hins veg- ar að leiða í ljós hvað lifir af því sem verið er að semja." Íslensk tónlistarsaga lengri en menn halda Jón hefur fengist talsvert við ritstörf, hann ritaði meðal annars ævisögu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tónskálds sem kom út árið 1969. Frá árinu 1987 hefur svo Tónlistarsaga íslands átt hug hans allan en hann er rit- stjóri hennar. Aðspurður hvenær hann muni klára söguna segir Jón að þetta sé í raun verk sem aldrei verði klárað. Hann segist ekki sjá það fýrir hvenær bókin muni koma út, hann hafi þegar klárað sögu íslenskrar tónlistar síðari alda en hann sé nú að vinna að rannsóknum á íslensku tónlistarlífi á mið- öldum. „Það vantaði svo að segja allar frumrann- sóknir þegar ég byijaði á þessu verki. Þurrt staðreyndatal um tónleikahald yrði heldur óuppbyggilegt rit svo að ég hef verið að reyna að grafa svolítið dýpra, ekki síst eftir tónlist frá fýrri tíð. í gömlum heimildum fínnst sitt- hvað sem bókmenntamenn og sagnfræðingar hafa ekki komið auga á en bregður dálítilli birtu á það tónlistarlíf sem var í landinu strax á þjóðveldisöld. Það er til að mynda merki- legt að sjá hvað sumar kirkjur hafa átt mik- ið af nótnabókum strax á þrettándu öld, dýr- um og stórum kálfskinnsbókum. Langflestum þessara bóka var lógað eftir siðaskipti og blöðin úr þeim notuð í eitthvað sem menn töldu þarfara, svo sem reikningshald Vest- mannaeyjaverslunar. Þama hafa mikil auðæfi farið í súginn. En með þessum rannsóknum vonast ég til að geta bætt við kapítula, eða kannski kapít- ulum, fyrir framan það sem við vanalega köllum íslenska tónlistarsögu. Hún hefur al- mennt verið talin hefjast um 1840 þegar Pétur Guðjónsson kom til sögunnar og orgel- ið í Dómkirkjuna. Vissulega má til sanns vegar færa að saga íslenskrar nútímatónlist- ar hafí hafist þar en það má rekja sögu ís- lenskrar tónlistar lengra aftur. Þessa tónlist- arsögu fyrri alda langar mig til þess að rann- saka betur.“ SKISSAN sem Vincent Van Gogh sendi Theo, bróður sínum, þegar hann var að mála Le jardin de Daubigny. KÖTTUR Á HLAUPUM MILLI VAN GOGH MYNDA Deilt er hvort sumar myndir Vincent van Gogh séu ósviknar eóa ekki. ANNA BJARNADÓTTIR segir hér söguna gf „Le jardin de Daubigny“. SÉRFRÆÐINGAR voru beðnir um að gefa álit sitt á tveimur útgáfum af myndinni „Le jardin de Daubigny" á fjórða áratugnum. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að tveir málarar hefðu verið að verki en voru ekki sammála um hvor myndin væri eftir Van Gogh. Báðar myndirn- ar eru enn kenndar við hann. Vincent van Gogh hafði nýlokið við mál- verk af garði málarans Charles Daubigny í Auvers þegar hann skaut sig og lést í lok ágúst 1890. Hann hafði sent Theo bróður sínum svarthvíta skissu af málverkinu í síð- asta bréfinu sem hann skrifaði honum. Á skissunni er köttur á hlaupum yfír garðinn og Van Gogh lýsir litunum í málverkinu í bréfínu. Þegar hann lá á dánarbeðinum bað hann Theo að gefa ekkju Daubigny listaverk- ið. Theo lést nokkrum mánuðum á eftir bróð- ur sínum og ekkja Daubigny dó í millitíð- inni. Ekki er vitað til þess að hún hafí feng- ið myndina. Hitt er ljóst að tvær myndir af garði Daubigny eru til og báðar eru kenndar við Van Gogh. Önnur hangir í listasafninu í Hiroshima og hin verður hengd upp í Kim- bell listasafninu í Fort Worth í október. Bæði málverkin eru formlega viðurkennd Van Gogh listaverk. Sérfræðingar sem báru þau saman á fjórða áratugnum voru þó sam- mála um að sami maðurinn hefði ekki málað þau. En þeir kváðu ekki endanlega upp úr með hvor myndin væri hin eina sanna. Eig- endur beggja eru sannfærðir um gildi eigin málverks. Van Gogh málaði líklega myndina sem er í eigu listasafnsins í Hiroshima. Hver málaði „Le jardin de Daubigny" sem hékk síðustu fímmtíu árin á listasafninu í Basel í Sviss en hefur nú verið lánuð til Texas er ekki á hreinu. Stofnun Rodolf Staechelin fjöl- skyldunnar á myndina og er sannfærð um að Van Gogh hafi málað hana. Það er köttur að staulast í gegnum Daub- igny-garðinn á mynd Staechelin fjölskyldunn- ar. Hann er eins og tréköttur í samanburði við lipran köttinn á skissunni sem Van Gogh sendi bróður sínum. Það er enginn köttur á myndinni í Hiroshima. Það hefur verið málað yfír hann. Málarinn Judith Gérard stóð teikni- kennarann Emile Schuffenecker að verki þegar hann gerði það. I handriti sem Van Gogh áhugamaðurinn Benoit Landais fann eftir Judith Gérard seg- ir að listgagnrýnandinn Julien Leclercq hafí verið ótrúlega slunginn að ná bestu myndum Van Goghs af ekkju Theos, en hún erfði þá bræður. Judith sá „.. .gula herbergið, ólífu- trén, sýprisana, stjörnunæturnar, rauðu þök- in, garðinn í Auvers, sólblómin...“ alitþekkt- ar myndir eftir Van Gogh, hjá Leclercq. Sum- ar myndirnar höfðu verið upprúllaðar og voru illa farnar. Leclercq fékk Schuffenecker til að laga listaverkin og sumir halda því fram að hann hafi bætt nokkrum myndum við safn hans. LE jardin de Daubigny í Hiroshima. LE jardin de Daubigny f eigu Staechelin-fjölskyldunnar. Judith segir að honum hafí þótt kötturinn í garði Daubigny illa gerður og þess vegna mál^ yfír hann. Ahugamenn um falsaðar Van Gogh- myndir hafa aðra kenningu. Ein þeirra er sú að Schuffenecker hafí málað yfír köttinn til að koma eig- in eftirlíkingu af myndinni á markað. Köttur- inn var enn á sínum stað þegar myndin var fyrst boðin upp á uppboði 24. mars 1900. Það var ekki gefíð upp hver seljandi myndar- innar var og ekki heidur hver kaupandinn var. Benoit Landais heldur að Schuffenecker hafi verið seljandinn og kaupandinn. Það tíðk- aðist á þessum tíma að listamenn settu mynd- ir eftir sig á uppboð og létu fulltrúa sína bjóða í þær til að fá verð á þær, fulltrúar Gauguins keypti vist flestar myndir eftir hann á uppboðum fyrir hann sjálfan til að hækka verðið á myndum eftir hann. En Schuffenecker setti ekki mynd Van Goghs á uppboð til að sýna hversu verðmæt hún væri heldur til að staðfesta að Van Gogh hefði málað mynd með ketti. Síðan málaði hann yfir köttinn og málaði sjálfur nýja mynd með ketti! Rúmu ári síðar var mynd með ketti sýnd á Van Gogh sýningu sem Leclercq stóð fyrir hjá Bemheim-Jeune í Paris. Leclercq skrifaði ekkju Theos um myndina um svipað leyti og sagðist hafa keypt Le Jardin de Daubigny af Bernheim-Jeune. Hann lagði til að hún skipti við hann á henni og Sólblóma-mynd- inni. Hann sagðist vera tilbúinn að slíta sig frá myndinni „þótt hún sé ein af fallegustu myndunum frá Auvers" af því að hann gæti alltaf séð hina myndina sem Van Gogh gerði af garði Daubigny hjá Schuffenecker vini sínum. Hann bauðst til að borga 300 franka með myndinni í skiptunum. Þetta var í fyrsta sinn sem önnur mynd af garði Daubignys var nefnd á nafn. Johanna van Gogh beit ekki á agnið. Ekki er vitað hvað varð um myndina með kettinum eftir að Leclercq lést 1901 en sumir halda að Schuffenecker og bróðir hans (sem kallaði ekki allt ömmu sína) hafi setið á henni í nokkur ár áður en þeir settu hana á sýningu í Basel 1906. Hún gekk kaupum og sölum í París áður en P. Vallotton galleríið í Lausanne keypti myndina og seldi seinna Staechelin fjölskyldunni. Mál- arinn Gustave Feyet keypti kattarlausu myndina skömmu eftir aldamót og átti hana til dauðadags. Litimir í mynd Staechelin Qölskyldunnar eru þeir sömu og van Gogh lýsti í bréfinu til bróður síns. Það hefur hins vegar ekki aðeins verið málað yfír köttinn í Hiroshima-myndinni heldur bláum lit klesst yfír „fólbláan" himin Van Goghs og málað yfír „bláleitt þak úr tígul- steinum" með grænu. Schuffenecker vildi láta líta út fyrir að eftirlíking hans væri myndin sem Van Gogh skrifaði bróður sínum um. Upprunalega myndin væri bara mynd sem Van Gogh hefði málað jafnframt hinni síðustu dagana sem hann lifði án þess að nefna hana á nafn við nokkurn mann. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. SEPTEMBER 1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.