Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. SEPTEMBER 1997 MBk jm ARGIR rithöfundar jj^ hafa þolað kröpp Bhk tifSk kjör og harðræði í B Jr ■ uppvexti sínum og H w, g H miðla lesendum af H ■ þeirri reynslu með Kj wf H beinum eða óbeinum hætti í verkum sín- uip. Óhætt mun þó að fullyrða að fáir hafí þolað annað eins og Mohammed Choukri sem í æsku þurfti, líkt og rotta, að leita sér fæðu í sorpi og göturæsum. Sjálfsævisaga hans, „Á brauði einu saman“, sem kom út á ís- íandi 1983, segir m.a. frá því að hann hafí á bamsaldri horft upp á föður sinn verða litla bróður hans að bana í æðiskasti. Það er ótrú- legt að manni með slíkan bakgrunn skyldi takast að brjótast til mennta og njóta nú virðingar sem einn fremsti rithöfundur Mar- okkó. Ég hélt til fundar við hann í Tanger frá Costa del Sol nú í sumar. Tanger er heit en vindsæl hafnarborg á norðvesturhomi Afríku, Atlantshafsmegin við Gferaltarsund þar sem siglt er inn á Miðjarð- arhafíð. íbúarnir, rösklega hálf milljón manna, em flestir bláfátækir. Stöndugir ferðamenn koma í stórum og smáum hópum utan af hafí á degi hveijum og þá er um að gera að láta hendur standa fram úr ermum við að kreista aurana út úr gullfuglunum. Harkaramir í Tanger eru alræmdir. Eg man hvað mér þótti atgangsharkan yfirþyrmandi þegar ég kynntist henni fyrst fyrir meira en aldarfjórðungi. „Hvað viltu?“ spurðu gauramir. „Ekki neitt," var ekkert svar. Þeir vissu að enginn kemur til Tanger án þess að girn- ast eitthvað. „Viltu sjá höll soldánsins? Eða listiðnaðar- skóla? Dæmigert heimili innfæddrar fjöl- sijyldu? Nú? Viltu kannski stelpu? Ég á gull- fallega systur. Svo á ég eina feita frænku ef þú vilt heldur hafa þær í góðum hold- um. Jæja? Mamma er líka liðtæk - og ekki síður amma gamla. Ekki það? Viltu 'í frekar stráka? Það er nóg af þeim. Viltu 3 mig? Ekki heldur? Það er assgoti erfitt að gera þér til geðs, en eitthvað hlýturðu .7 að vilja. Segðu mér það og ég skal út- vega það. Alveg pottþétt." Götuharkið var eina lífsviðurværi fá- tækra stráka. Mohammed Choukri var einn af þeim hörðustu. Hann barðist með kjafti og klóm til að skrimta. Það var fátt’ sém hann var ekki til í að gera ef það gat fært mat í munn fjölskyldunnar. En iíf Choukris tók óvæntri stökkbreytingu. Honum tókst hið ómögulega: að heíja sig til flugs fjaðralaus. Og nú er hann talinn eitt helsta menntaljós Marokkó, þótt hann læsi enga bók fyrr en á þrítugsaldri. Því fer þó fjarri að líf Choukris eftir „kraftaverkið" hafi verið dans á rósum. Til þess eru örin of mörg á sál hans. Og hann ber mikla beiskju í brjósti vegna þess mis- réttis sem fæstir hafa orðið eins heppnir og hann að fá nokkra lausn frá. Choukri er nagli, hertur í heitum eldi. Það veður enginn ofan í þennan mann, það ber hann með sér. Hann er 62 ára gamall, en sýnist tíu árum yngri, meðalmaður á hæð, tágrannur, léttur í spori, skarpleitur, með mikið hár og þykkar augabrýr. Hafí ég nokkum tíma séð nef sem stendur undir nafninu „amamef1 þá er það nefið á Cho- ukri. íslenska lýsingarorðið „mikilúðlegur" á afar vel við hann, enda segist hann vera af norrænum víkingum kominn að langfeðga- tali. Þeir, þessir forfeður hans, hafí komið á skipum, höggvið strandhögg í Norður-Afríku, skorið karlana á háls, en gert konunum böm. Þetta segir Choukri að sé ástæðan fyrir því, sem ég hef reyndar oft undrast, hversu al- géngt er að sjá ljóshært og bláeygt fólk meðal berbanna í Rif-íjöllum. „Annað sem færir mér vissu um að ég á eitthvað skylt við ykkur á norðurhjara," seg- ir Choukri, „er hvað mér þykir notalegt að vera í köldum löndum á vetuma, sitja inni í vej upphituðu húsi og horfa gegnum glugg- ana á snævi þakin fjöll." „Þú ert greinilega íslendingur," segi ég. Að ganga með Mohammed Choukri um Boulevard Pasteur, aðalgötu nýja hverfísins í Tanger, er ekki ósvipað því sem mér hlotnað- ist eitt sinn fyrir margt löngu, að spásséra með Tómasi Guðmundssyni um Áustur- stræti. Aliir þekkja Choukri, kinka til hans kolli virðulega eða koma og taka í hönd hans, og mína, og leggja höndina síðan á hjarta- stað eins og siður er múslíma. Við Choukri setjumst inn á Café de la Grande Poste á Breiðgötu Múhammeðs V til að spjalla saman. Tungumál okkar er spænska sem hann talar reiprennandi og með tjáningarríku orðfæri. Ég heyri að hann talar líka frönsku eins og innfæddur. Þetta er eitt af fáum kaffihúsum borgarinnar sem selja áfengi. Flestir gestimir eru að drekka bjór. SKALDIÐ SEM ÓX ÚR SORPINU Mohammed Choukri er einn af helstu rithöfundum arabískrar tungu. ÖRNOLFUR ARNASON sótti hann heim íTanger. * '••• **■ Uppi á hæðinni fyrir ofan er veitingasalur með sætum fyrir 40-50 manns og þar fáum við næði. Choukri, sem er aðaistjaman í hópi fastagesta staðarins, bannar þjónunum að hleypa nokkrum öðrum upp á loftið meðan við röbbum saman, þótt allt sé fullt niðri. Þeir hlýða honum. Með bjómum fáum við ókeypis smárétti (tapas) á sporöskjulöguðum diskum sem er siður frá nýlenduámm Spánveija. Nú er það gómsæt, pönnusteikt tindabikkja. Hvaó kemur af sjónum i dag? Ég segi Choukri að ég hafi fyrr um morg- uninn verið að lesa smásögu hans Ilskó spá- mannsins. Það er tragikómísk saga um mann sem lýgur því að Englendingi nokkmm að amma sín eigi ilskó af Múhammeð spámanni og platar hann til að kaupa þá af sér fyrir stórfé. „Sagan Ilskór spámannsins er táknræn fyrir Tanger,“ segir Choukri. „Fólkið í Tang- er lifír og hrærist á ósannindum. Ef það á enga sögu til að byggja líf sitt á, býr það hana til. Það lýgur einlægt upp einhverju nýju sem getur gefíð því von. Án lyginnar er ekkert hér í Tanger. Við höngum hér á MOHAMMED Choukri. Myndin prýftir forsíðu bókar hans „Zoco chico“. þessum útnára Afríku, og mænum út á hafíð í von um að eitthvað berist á land. Hvað skyldi koma af sjónum í dag? hugsum við. Hvað er um borð í þessu skipi? Fiskur? Vör- ur? Ferðamenn með fulla vasa fjár? Við höld- um dauðahaldi í vonina. Vonin er það síðasta sem yfírgefur okkur. Sagan um ilskó spámannsins er byggð á frásögn strákpjakks sem ég hitti. Hann hældi sér af því að hafa hlunnfarið fjáðan útlending á þennan hátt. Ég hef ekki hugmynd um hvort sagan er sönn, enda er smásagan mín jafngóð hvort sem frumfrásögnin er reist á raunverulegum atburðum eða skröksögu. Þó gæti ég trúað að kauði hafí haft eitthvað fyrir sér því að hann var allt í einu löðrandi í peningum en hafði aldrei áður átt bót fyrir boruna á sér.“ Ólws f ram yfir tvítugt Ég segist vera forvitinn að heyra hvernig það gerist að blásnauður götustrákur sem rétt dregur fram lífíð með prettum og smá- glæpum skiptir um ham og gerist mennta- maður og rithöfundur. „Ég var orðinn tvítugur og kunni hvorki að lesa né skrifa," segir Choukri. „Á daginn fékkst ég við sölu á smyglgóssi og þýfí og stundum líka fíkniefnum, en á kvöldin söng ég á kaffihúsum og hermdi eftir söngvurum Egypta. Vísnatextamir kveiktu hjá mér til- fínningu fyrir orðum og það sótti oft á mig sterk þrá eftir að geta skrifað bréf og lesið dagblað. Lengra náði nú metnaðurinn ekki til að byija með. En mig langaði mikið að læra. Eitt sinn ætlaði ég að leggja orð í belg á kaffíhúsi, þar sem verið var að ræða um hitamál dagsins, pólitísk átök í Egyptalandi. Þá pundaði einn viðstaddra á mig: „Hvað ert þú að ybba gogg, sem kannt ekki einu sinni að lesa eða skrifa? Daginn eftir fór ég í bókabúð og keypti mér litla bók. Því miður voru allir félagar mínir ólæsir eins og ég. Ég fór því til manns- ins sem hafði nuddað mér upp úr ólæsinu og fékk hann til að kenna mér svolítið. Hann hafði setið i barnaskóla Q'ögur eða fímm ár. Svo vel vildi til að á þessum tímum var orðið mjög auðvelt að fá inngöngu í skóla án þess að borga neitt fyrir. Stjómvöld vildu að sem flestir lærðu að lesa og skrifa. Bróð- ir kennara míns kom í heimsókn hingað til Tanger. Hann var við framhaldsskólanám í Larache og stakk upp á því að ég kæmi með sér þangað og settist á skólabekk. En ég sagði honum að ég kynni ekki að lesa og skrifa, bara fáeina stafi. Hann sagði að það gerði ekkert til, hann skyldi tala við skóla- stjórann sem væri vinur sinn. Þama stóð ég frammi fyrir því að mega velja hvort ég vildi áfram vera götuharkari eða fara í skóla. Ég kaus að menntast. En ég hafði þó hvorki í hyggju að gerast embætt- ismaður né rithöfundur. Ég ætlaði mér bara að snúa aftur til Tanger fær um að skrifa bréf og lesa dagblöð og bækur. Mest langaði mig að lesa bækur sem ég vissi að til vom um líf listamanna í Egyptalandi. En svo æxlaðist það þannig að þegar ég hafði verið fjögur ár í Larache þreytti ég kennarapróf og stóðst það. Ég gerðist bama- kennari um nokkurra ára skeið, stundaði jafn- framt sjálfsnám og tók próf sem veitti mér kennararéttindi í arabísku í framhaldsskólum. Ég starfaði samtals 21 ár við kennslu eða til ársins 1981. Þá komst ég á hálf eftirlaun, sem ásamt ritlaununum af bókum mínum gera mér kleift að stunda ritstörf eingöngu.“ Choukri segir að bækurnar „Á brauði einu saman,, og “A villigötum“ (á ensku „Street- wise“) séu félagslegar heimildir um ákveðið tímabil í lífí hans og þjóðarinnar. „í þeim segi ég frá glataðri æsku minni. Það vom blóðsugur borgarastéttarinnar sem rændu mig æskunni ásamt nýlenduherrunum frá Spáni og Frakklandi sem skiptu milli sín Marokkó. Tanger hafði þá sérstöðu að vera undir fjölþjóðlegri stjórn, svo að kannski var nýlendukúgunin hvergi verri en hér. Ég fékk að kenna á þessu í bemsku og öll fjölskylda mín. Faðir minn átti að gegna herskyldu í spænska hemum. Þegar ég var sjö ára gam- all gerðist hann liðhlaupi. Hann reyndi að leynast hér í Tanger en var handsamaður og látinn dúsa tvö ár í fangelsi. Við höfðum ekkert til að lifa á, svo að móðir mín tók það til bragðs að fara að selja grænmeti og ávexti á götunni. Ég fór að leita mér fæðu í sorpi Evrópufólksins því að evrópska sorpið bar af múslímasorpinu að gæðum. Ég fann þar oftast eitthvað til að seðja sárasta hungrið. I þessum bókum er líka fjallað um vændi, hómósexúalisma, þjófnað og fleiri fylgifiska örbirgðarinnar. Ég hika ekki við að draga pólitískar ályktanir og kenna nýlendustjóm- inni um ástandið. Fyrri bókinni lýkur þegar ég er unglingur en sú síðari hefst þegar æsku minni er að ljúka. Fyrstu kaflamir fjalla um námsárin, ekki bara um sjálfan mig, held- ur heila kynslóð ólæsra fátæklinga sem er að reyna að bijóta af sér fjötra fáfræðinnar til að öðlast betra líf. En þegar menntun mín eykst og ég fæ kennararéttindi og tek til við að uppfræða bömin, skiptir nokkuð um tón í bókinni og hún fer að verða bókmenntaleg. Stílbreytingin speglar þau umskipti sem urðu á mér sem persónu við að læra að lesa og skrifa. Fyrri bókin byggir fyrst og fremst á atburðarás sem er knúin af eilífri leit að brauði. Þar er það maginn sem ræður ferð- inni. En í síðari bókinni fer ég að kryfja líf mitt á dýpri hátt og nota til þess nýja tækni, listrænt táknmál bókmenntanna. Ég vil þó halda því fram að hrár og einfald- ur stíllinn í frásögnunum af mannlífinu í sorp- inu standi ekki þeim háreistari að baki sem bókmenntir, því að grófur penni hæfir efninu og er því sá rétti frá listrænu sjónarmiði." Upphaf ferils - Paul Bowles Einn þjónninn gægist upp á skörina til að athuga hvort okkur vanhagi um eitthvað. „Viltu ekki meiri bjór?" spyr Choukri. „Ég ætla að fá mér annan. Maður verður svo þurr í kverkunum af þessu þusi. Annars held ég

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.