Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 10
VESTURFARASETRIÐ Á HOFSÓSI II SÝNINGU undir nafninu Annað land, annað líf, hafa sérfræð- ingar frá Byggðasafni Skag- firðinga og Minjasafninu á Akureyri unnið og sett upp í Vesturfarasetrinu, . en auk þeirra hefur arkitekt, hönnuðir og handverksmenn úr ýmsum greinum komið að þessari uppsetningu. Á sýningunni er dregin upp mynd af iífi og hlutskipti fjölmargra Islendinga sem fluttu vestur. Fjallað er um aðdraganda vesturferða og helztu ástæður þeirra; greint frá þjóðfélags- háttum og efnalegum aðstæðum á tímum vest- urferðanna. Sýningin er byggð á samspili ljósmynda, texta og muna. Lýst er fatnaði og aðbúnaði almúgafólks á síðustu áratugum 19. aldar. Annáll árferðis sýnir hver áhrif veðurfarið hafði og kort leiða í Ijós hvaðan af landinu vesturfararnir voru, hvar þeir námu land fyrir vestan, svo og hver fjöldi vesturfara var ár hvert. Við fáum hugmynd um væntingar vest- urfaranna, undirbúninginn fyrir ferðina, að- búnaðinn á útleið og veruleikann sem beið. Áhrifamiklar era prýðilega vel gerðar, stíl- færðar leikmyndir. Ein þeirra sýnir kveðju- stund við íslenzkan torfbæ, sjá síðustu Lesbók. Ung hjón eru að kveðja og móðirin snýr sér undan með unga dóttur sína. Þau eru í sínu fínasta pússi, en kannski dálítið vafasamt við þessar aðstæður að gömlu hjónin sem verða eftir inni á baðstofugólfinu, er iíka í fínum sparifötum. Rúmið sem gamla konan situr á, skarsúðin og kistan undir gluggaborunni til- heyrir allt þeim hýbýlum sem nánast voru alls- staðar eins á íslandi á 19. öld. Önnur ieik- mynd sýnir skuggalega vistarveru um borð í einhveiju Ameríkufaranna og á þeirri þriðju er táknræn ímynd nýja heimsins: Bjálkakofinn, fýrstu hýbýli landnemanna. Allt þetta rennur upp fyrir okkur með miklu skýrari hætti þegar sögð er sagan af einstökum mönnum, eða einstökum fjölskyldum. Nokkrar slíkar sögur af fólki er hægt að lesa í stuttu máli á safninu. Hér verður aðeins gripið niður í þrjár þeirra og eina sem annarsstaðar er fengin. Sjómannsckkjan Jóhanna Jóhanna giftist Ólafi Guðmundssyni sjó- manni árið 1883. Eftir að fyrsta barn þeirra fæddist voru þau á sífelldum flækingi eins og svo margar samtíðar fjölskyldur þeirra. Fyrst voru þau í Reykjavík, þá á Akureyri, síðan í Flatey á Skjálfanda og aftur í Reykjavík. Eftir 15 ára hjónaband fórst Olafur í sjó- slysi. Jóhanna var þá 36 ára gömul með sex börn, það yngsta 3 ára. Hún brá á það ráð að koma börnunum í fóstur og fara að vinna og öngla saman peningum til að komast til Ameríku. Árið 1900 komst hún til Ameríku með fimm börn með sér. Þar tók við látlaus og lýjandi þrældómur frá morgni til kvölds og endalaust flakk í leit að föstum samastað. Fyrsta árið dvöldu þau í Winnipeg. Þar dó yngsta barnið. Þá lá Ieiðin þvert yfir Kanada vestur til Point Robert á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna, þar sem henni bauðst ráðskonustarf hjá vesturís- lenskum bónda. Með þeim ágæta bónda eignaðist Jóhanna eitt barn, en yfirgaf hann og lagðist í flakk á ný, fyrst tii Blaine og seinna til Saskatehewan þar sem hún settist að og hóf búskap. Jóhanna þraukaði og kom bömum sínum öllum til manns. Hún seldi býlið er þau voru öll uppkomin og flutti til Bellingham í Washing- tonfylki. Hún dó 78 ára gömul árið 1941. Aska hennar var flutt til íslands samkvæmt hinstu ósk hennar og stráð í sjóinn út af Snæfellsnesi þar sem Ólafur maður hennar dmkknaði. Ólafur riki á Vatnsenda Óiafur Ólafsson frá Hraðastöðum í Mosfells- sveit, f. 1841, erfði ungur jörðina Vatnsenda í hinum forna Seltjarnarneshreppi og fór hann að búa þar. Vatnsendi var landmikil kostajörð og hlunnindin einkum laxveiði í Elliðaám _sem Ólafur leigði enskum laxveiðimönnum. Ólafi FRÁ SÝNINGUNNI í Vesturfarasetrinu: Bjálkahús eins og margir íslensku landnemanna bygg og konu hans, Guðlaugu Guðmundsdóttur frá Minna-Mosfelli, varð 13 barna auðið á bú- skapartímanum á Vatnsenda, 7 þeirra lifðu. Árið 1887 gjorbreyttust hagir fjölskyldunnar er Guðlaug fékk heilablóðfall og dó. Ólafur horfði dapur til framtíðar og var hann þó bet- ur settur en almennt gerðist og jafnvel kallað- ur Ólafur ríki. Kynni hans af útlendingum og jákvæðar fréttir frá Ameríku urðu til þess að hann ákvað að flytjast til Kanada. Með andvirði Vatnsenda í peningabelti, fullu EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Verstvar árið 1887. Þá var víða matarskortur, ------------- ------------7-------------------- síðasta hungursneyðin á Islandi. Þá fóru líka ------------7---------------------------------- nærri 2000 Islendingar til Ameríku. Hér segir frá nokkrum sem fóru þá og síðar. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.