Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Síða 2
Morgunblaðið/Ásdís
GESTIR Kammermúsíkklúbbsins að þessu sinni.
KAMMERMÚSÍK-
KLÚBBURINN
MIKILL
GESTA-
GANGUR
KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN gengst
fyrii- tónleikum í Bústaðakirkju annað kvöld,
sunnudag, kl. 20.30. Á efnisskrá verða verk
eftir Prokofiev, Bartók og Beethoven en
fram koma Einar Jóhannesson klarinettu-
leikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó-
leikari, fiðluleikararnir Sigrún og Sigurlaug
Eðvaldsdætur, Helga Þórarinsdóttir víólu-
leikari, Richard Talkowsky sellóleikari, Ric-
hard Korn kontrabassaleikari, Jósef Ogni-
bene hornleikari og Hafsteinn Guðmundsson
fagottleikari.
Tónleikarnir hefjast á forleik sem Sergei
Prokofiev samdi um hebresk stef fyrir klar-
ínettu, strengjakvartett og píanó. Sagan segir
að tónskáldið hafi ekki orðið lítið hissa á við-
tökunum sem verkið fékk, þegar var frum-
flutt í New York árið 1920, en þær voru mjög
góðar. Brátt komu í ljós margs konar umrit-
anir á forleiknum, meðal annars fyrir hljóm-
sveit. Tók Prokofiev sig þá til og samdi eigin
umritun fyrir hljómsveit en hún þykir ekki
eiga betur við efnið en frumútgáfan.
Tríóið Contrasts samdi Béla Bartók árið
1938 fyrir klarínettu, fiðlu og píanó að beiðni
tveggja af kunnustu virtúósum fyrri hluta ald-
arinnar, Josephs Szigetis fiðluleikara og klar-
ínettuleikarans Bennys Goodmans. Er verk-
inu ætlað að vísa til gamallar ungverskrar
hefðar um það, hvernig sveitapiltar voru lokk-
aðir í riddaraliðið, áður en almenn herskylda
var lögboðin.
Lokaverk tónleikanna verður Septett í Es-
dúr fyrir klarínettu, horn, fagott, fiðlu, víólu,
selló og kontrabassa eftir Ludwig van Beet-
hoven. Samið árið 1799, þegar byltingarmað-
urinn Beethoven var kominn á fulla ferð að
semja veigamikil tónverk í stórum formum.
Septettinn er á hinn bóginn meiri
skemmtimúsík í mörgum köflum, líkt og tíðk-
aðist tíu til tuttugu árum fyrr, og varð við út-
komuna í einum svip kunnast og vinsælasta
verk höfundar síns.
LÁTLAUST
GUGGENHEIM-
ÚTIBÚ í BERLÍN
ENN eitt útibú Guggenheim-safnsins var opn-
að í Berlín í gær og mörgum listunnendum að
óvörum tilkynntu forstöðumenn þess að lát-
leysi ætti að ráða ríkjum í rekstri safnsins.
Hingað til hefur látleysi ekki verið tengt við
Guggenheimsöfnin en í New York og Bilbao
hafa Guggenheimsöfnin verið einstakar bygg-
ingar sem hafa svo sannarlega sett svip sinn á
umhverfið og ekkert hefur verið til sparað.
Ástæður þess að forstöðumenn Guggen-
heimsafnsins halda að sér höndum í Berlín eru
ýmsar en þó fyrst og fremst þær að safnið hef-
ur takmarkað rými til ráðstöfunar og í borg-
inni eru fyrir fjölmörg gamalgróin listhús. Með
látleysi er þó ekki átt við að menn hyggist
halda að sér höndum og spara fé við safnið.
Thomas Krens, forstöðumaður Guggenheim-
safnsins, segir það eiga að taka virkan þátt í
listalífi borgarinnar, að sýningar þess eigi að
skipta máli og að þær eigi að vera skemmtileg-
ar.Opnunarsýning hússins er Parísarmyndir
Roberts Delauney, þrjár myndaraðir sem hann
málaði á árunum 1908-1914. Safnið er í húsi
Deutsche Bank við Unter den Linden og er lít-
ið og látlaust borið saman við Guggenheim-
safnið í Bilbao sem var opnað fyrir skemmstu.
Gólfflötur Berlínarútibúsins er rúmir 1.200 m2
en til samanburðar er sýningarflötur Bilbao
safnsins um 33.000 m2. Berlínarútibúið mun
njóta góðs af nábýlinu við Deutsche bank þvi
hann mun leggja fram um 1,3 millj. dala, um 93
millj. ísl. kr. árlega til að standa straum af sýn-
ingarkostnaði í Guggenheimútibúinu.
MEÐAL þeirra sem sýna verk sín á Nýlistasafninu eru Ralf Samens frá Sviss og BHK
Gutmann frá Þýskalandi. Auk þess að sýna eigin verk hafa þeir unnið í sameiningu undir
merkinu SAM & BEN.
NÝJAR SÝNINGAR í NÝLISTASAFNINU
GLEÐI, HLÝJA
OG FERÐALÖG
BIRGIR Andrésson, Ralf Samens, BHK Gut-
mann, SAM & BEN, Ragna Hermannsdóttir
og Hannes Lárusson opna sýningar sínar í
Nýlistasafninu, laugardaginn 8. nóvember kl.
16. Sigríður Bjömsdóttir er gestur safnsins í
Setustofu í þetta skipti.
Birgir Andrésson sýnir partíljósmyndir og
nefnist sýning hans „Raunveruleg íslensk
gleði“. Myndunum hefur hann safnað saman
gegnum árin. Birgir á að baki langan feril
sem listamaður, ótal sýningar hér og erlendis
og hefur verið fulltrúi íslands á sýningum er-
lendis m.a. Feneyjatvíæringnum. Birgir hefur
boðið tveimur erlendum listamönnum að sýna
með sér, þeir eru Ralf Samens frá Sviss og
BHK Gutmann frá Þýskalandi.
Ralf og Gutmann eru hvor með sína sýn-
ingu en að auki sýna þeir verk sem þeir, unn-
in út frá könnun á íslenskum vettvangi. Ralf
Samens sem búsettur er í Bern hefur áður
sýnt í Nýlistasafninu en hann sýnir nú lífræna
skúlptúra úr vaxi og postulíni, brjóstmyndir,
teikningu og tvær blaðaljósmyndir. Viðfangs-
efni hans er grunneigindir höggmyndarinnar.
BHK Gutmann sýnir ljósmyndaverk. Gut-
mann sem búsettur er í Berlín hefur sýnt víða
um Evrópu og í Bandaríkjunum. Ljósmynda-
verldn sem hann sýnir nú eru liður í ferli
mynda sem hann hefur tekið af ýmsum stöð-
um á ferðalögum sínum frá 1989. Ferlið nefn-
ir hann „Sight-seat“.
Ragna Hermannsdóttir sýnir tvær Ijós-
myndaraðir í Forsal safnsins og litskyggnur í
Svarta salnum. Litskyggnuröðina kallar hún
„Ferðalag". Ragna stundaði nám í ljósmynd-
un á árunum 1972-75 og myndlistamám á ís-
landi, Hollandi og í Bandaríkjunum á árunum
1979-87.
Hannes Lárusson sýnir rjóður í Súm-sal.
Rjóðrið eða innsetningin ber yfirskriftina
„Hlýja“. Vísar titillinn til meginverksins á
sýningunni sem er ofn sem gestir geta ornað
sér við. Hannes hefur verið virkur sem lista-
maður, sýningarstjóri, gallerísti, kennari,
gagnrýnandi, svo eitthvað sé nefnt, um árabil.
Gestur í Setustofu úr röðum FÍM er Sigríð-
ur Bjömsdóttir Sigríður hlaut myndlistar-
menntun sína í Reykjavík og í London á árun-
um uppúr 1950. Starf hennar í gegnum árin
hefur aðallega verið á sviði listmeðferðar og
telst hún frumkvöðull á því sviði hérlendis.
Sýningamar era opnar daglega nema
mánudaga frá kl. 14.00 - 18.00 og þeim lýkur
23. nóvember.
MENNING/LISTIR
( NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Þjóöminjasafn Islands
Bogasalur: Sýning á ljósmyndum: „Finnskt
búsetulandslag" til 9. nóv.
Listasafn íslands
I öllum sölum safnsins er sýning á verkum
Gunnlaugs' Scheving og sýnd sjónvarpsmynd
daglega um Scheving.
Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41
- Ásmundarsalur
Asmundarsalur og Gryfja: Samsýning 48 félaga í
FÍM. Til 16. nóv. Arinstofa: Jóhannes S. Kjarval.
Verk úr eigu safnsins. Til 7. des.
Ásmundarsafn - Sigtúni
Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar.
Kjarvalsstaðir - Flókagötu
Jóhannes Kjarval í austursal, ljósmyndir 30
erlendara listamanna í vestursal og miðsal.
Safn Ásgrims Jónssonar - Bergstaðastræti 74
Kyrralífs- og blómamyndir ásamt myndum úr
Reykjavík og nágrenni. Til febrúarloka.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Sýning vetrarins, Svífandi form. Verk Sigurjóns
Ólafssonar.
Landsbókasafn Islands: Sýning á handritum,
bókum og munum úr Prestaskólanum. Til 29.
nóv.
Dada, Art Gallei-y, Kirkjutorgi 4
Sölusýning á nútímalist. Einnig antikmunir frá
Vestur-Afríku. Til 24. des.
Gallerí Jörð
Reykjavíkurvegi 66
Arni Elvar sýnir til 22. nóv.
Engiaborg, Flókagötu 17
Sýning á teikningum og máiverkum eftir Jón
Engilberts til 9. nóv.
Norræna húsið - við Hringbraut
í ljósaskiptum til 23. nóv. Skartgripasýning til 31.
des. Tryggvi Ólafsson málverk til 30. nóv.
Hafnarborg
Rebekka Rán Samper sýnir til 24. nóv.
Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði
v/Suðurgötu
Handritasýning til 19. des.
Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b
Birgir Andrésson, Ralf Samens, BHK Gutmann,
SAM & BEN, Ragna Hermannsdóttir og Hannes
Lárusson. Sigríður Björnsdóttir er gestur í
Setustofu. Til 23. nóv.
Gallerí List
Florence Helga Guerin sýnir til 17. nóv.
Gallerí Hornið
Sigurveig Knútsdóttir sýnir til 12. nóvember.
Gallerikeðjan Sýnirými
Sýnibox: Birgir Andrésson.
Gallerí Barmur: Jóhann L. Torfason.
Gallerí Hlust: Arnfinnur Róbert Einarsson.
Gallerí 20 m2: Jón Bergmann Kjartansson sýnir til
23. nóv.
Ingólfsstræti 8 - Ingdlfsstræti 8
Daníel Þ. Magnússon sýnir tii 16. nóvember.
Listasafn Kdpavogs - Gerðarsafn
Guðný Magnúsdóttir og sýning á nýjum aðföngum
til 21. des.
Sjómiiyasafn íslands við Vesturgötu í Hf.
Almenn sýning og sýning á olíumyndum Bjarna
Jónssonar.
Listaskálinn í Hveragerði
Haustsýning til 23. nóvember.
TONLIST
Laugardagur 8. nóvember
Hallgrímskirkja: Karlakórinn Fóstbræður halda
tónl. kl. 17.
Dómkirkjan: Dr. Orthulf Prunner heldur
orgeltónl. kl. 17.
Langholtskirkja: Kór Islensku óperunnar heldur
tónl. kl. 15.
Sunnudagur 9. nóvember
Bústaðakirkja: Einar Jóhannesson, Signin
Eðvaldsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir
halda tónl. kl. 20.30.
Gerðuberg: Sigríður Gröndal, Daníel
Þorsteinsson, Valgerður Andrésdóttir, Guðrún
Þórarinsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir
halda tónl. kl. 17.
Dómkirkjan: Marta Guðnín Halldórsdóttir,
Hildigunnur Halldórsdóttir, Sigurður Halldórsson
og Marteinn H. Friðriksson halda barokktónl. kl.
17.
Mánudagur 10. október
Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Ljóðasöngvar
Jóns Þórarinssonar.
Listasafn Kópavogs: Þóra Einarsdóttir og Bjöm
Jónsson halda tónl. kl. 20.30.
Miðvikudagur 12. nóvember
Listasafn íslands: Kolbeinn Bjarnason heldur
tónl. kl. 20.30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Þrjár systur, sun. 9. nóv.
Grandavegur 7, fim. 13. nóv.
Listaverkið, lau. 8., fim. 13. nóv.
Krabbasvalir, fös. 14. nóv.
Fiðlarinn á þakinu, lau 8., fös. 14. nóv.
Borgarleikhúsið
Galdrakariinn í Oz, lau. 8., sun. 9. nóv.
Hár og hitt, lau. 8., fim. 13. nóv.
Astarsaga, lau. 8. nóv.
Njála, sun. 9., fim. 13. nóv.
Islenski dansflokkurinn: Trúlofun f St. Dómíngó,
sun. 9., fös. 14. nóv.
Hið Ijúfa líf, lau. 8. nóv.
Loftkastalinn
Listavei’kið, lau. 8., fim 13. nóv.
Veðmálið, mið 19. nóv.
Á sama tíma að ári, lau. 8., mið. 12^ nóv.
íslenska óperan
Cosi Fan Tutte, lau. 8., fös. 14. nóv.
Hafnarfjarðarlcikhúsið
Draumsólir vekja mig, sun 9. nóv.
Skemmtihúsið
Ástarsaga, lau. 8., sun. 9. nóv.
Kaffileikhúsið
Revían í den, lau. 8., fös. 14. nóv.
Leikfólag Akureyrar
Hart í bak, lau. 8., sun. 9. nóv.
Möguleikhúsið
Snillingar í Snotraskógi, sun 9. nóv.
Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að
birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist
bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar:
Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1,103
Rvík. Myndsendir: 5691181. Netfang:
menningþmbl.is.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 1997