Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Síða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSENS - MENNING l lS I IIt
44. TÖLUBLAÐ - 72.ÁRGANGUR
EFNI
Wagner
er stórfenglegur sem tónskáld, en á hann
stóran þátt í hugmyndafræði nasista? Um það
hafa vaknað spurningar eftir útkomu bókar á
þessu ári þar sem einn úr Wagner-fjölskyld-
unni flettir ofan af vinfengi þessarar fjöl-
skyldu við Hitler og hvernig öfgafengnar
skoðanir tónskáidsins fengu hljómgrunn hjá
Hitler, sem hlaut dyggilega aðstoð, einkum
• frá Winifred Wagner, og skrifaði Mein
Kampf í fangelsi á pappír merktan Wagner.
Björn Jakobsson hefur tekið greinina saman.
Tryggvi
Ólafsson opnar sýningu á málverkum og
grafík í sýningarsölum Norræna hússins í
dag, en hann hefur búið í Danmörku í 36 ár
og þrjú ár eru liðin frá síðustu málverkasýn-
ingu hans hér á landi. Síðustu einkasýningar
hans voru í Amos Anderson, listasafninu í
Helsingfors, og í Galleri Krebsen í Kaup-
mannahöfn og í Pompidou-Iistamiðstöðinni í
París stendur nú yfir sýning á teikningum úr
franska menningarblaðinu Pandora og þar á
meðal eru 12 ára gamlar teikningar Tryggva.
Þýðingar
íslenskra bókmennta á dönsku og viðtökur
danskra lesenda og gagnrýnenda við verkum
íslenskra höfunda er efni sem Örn Ólafsson
fjallar um í greinaflokknum íslenskar bók-
menntir á dönsku. Hann segir, að með tilliti
til alls gegni mestu furðu hve fljótt og mikið
hefur verið þýtt á dönsku af íslenskum nú-
tímabókmenntuin.
Hvenær?
„Hvenær hjaðnar arnsúgur póstmódernism-
ans?“ spyr Kristján Kristjánsson í 10. og síð-
ustu grein sinni um tíðaranda í aldarlok.
Ennfremur: „Enginn veit hvað býr undir
stakki nýrrar aldar, en þverrandi áhugi á
póstmódernisma í byggingarlist vekur vonir
um að þessi lista- og fræðakross ofanverðrar
20. aldar verði ekki eilífur."
Kjörin settu
á maiminn mark, segir Sævar Tjörvason í 3.
grein sinni um Stjána bláa og vitnar þar í
þekktar ljóðlínur Arnar Arnarsonar um
Stjána. Og hvert var það mark, sem hörð kjör
settu á þennan mann? Til dæmis það að fólk
óttaðist hann af einhveijum ástæðum, enda
var honum laus höndin og betra að verða
ekki fyrir honum þegar sá gállinn var á hon-
um. En hann sýndi líka og sannaði frábæra
tilfinningu fyrir skipi og sjó, þegar haim var
talinn hafa bjargað skipi og skipshöfn í inn-
siglingu í Kirkjuvogsvör.
i
fgpBaiiiiÉli teiteia |
!
A, sr< fj Ipl m\
, : tIMmS
Tvíæringurinn
í Kwangju í Suður-Kóreu dregur að sér
hundruð þúsunda listunnenda. Flestir koma
til að sjá það helsta sem er á seyði í nútíma-
list, en aðrir eru spenntir fyrir hefðbundinni
asískri list og handverki. Heimur án
Iandamæra heitir tvíæringurinn og hami er
haldinn í stómm almenningsgarði og aðal-
sýninguna hýsir 8.471 fermetra sýningarhöll.
Aðalsýningunni er skipt í fimm hluta og er
stjórnað af fimm sýningarstjórum frá Evrópu
og Asíu. Á tvíæringnum er einnig boðið upp á
Qölbreytta dagskrá.
Forsíðumynd tók Ásdís Ásgeirsdóttir á æfingu Islenska dansflokksins ó Trúlofun í Sónkti Dómingó eftir Jochen Ulrich.
Verkið byggist ó smósögu eftir Henrich von Kleist og í grein ó bls. 19 fjallor Hjólmar Sveinsson um skóldið.
KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK
MARTRÖÐ
í bóli sínu brauzt uni fast
á Bægisá
ein giidkn ung, sem Guðrún hét,
oggreindi frá:
Mig dreymdi feigð míns festarmanns
og Faxa hans.
„Ég skildi eftir utangarðs
minn ungajó,
sá kemur seint, er krapið drakk,
en kemurþó.
En nú skal ekki nokkurs spurt,
Ég nem þig burt.
- Og Faxi okkur bæði ber,
að baki þú.
Það reifar tunglskin rifahjarn,
ogríðum nú.
En skörin há að Hörgá er,
oghaltu þér.“
Á milli fjalia mjöllin rauk
og máninn leið.
Og dimmblár ísinn dundi við,
og dauðinn reið.
Og hattur lyftist hnakka frá,
í hvítt þar sá.
Krisljón (Einarsson) fró Djúpalæk, 1916-1994, var af norður-þingeyskum
uppruna, en ótti heima ó Akureyri. Hann sendi fró sér ó annan hjg Ijóðabóka;
sú fyrsta, Frá nyrztu ströndum, kom út 1943. Það er þjóðsagan um djóknann
ó Myrká sem hér verður Kristjáni að yrkisefni.
RABB
ÆVINTÝRIN FARA
EKKI ALLTAF VEL
ÞEGAR líða tók að árinu 1944 og við
fengum í hendur rétt til að segja upp sam-
bandssáttmálanum við Dani, fór blóð ætt-
jarðarsinna og aldamótamanna að renna
eilítið hraðar en áður. Við höfðum þann
fróðleik úr íslandssögu Jónasar frá Hriflu
að Danir hefðu lengst af kúgað okkur, fyr-
irlitið og mergsogið og við biðum þess
með eftirvæntingu að losna undan
hrammi þessara böðla. Við sungum ætt-
jarðarljóð á ungmennafélagafundum,
hrópuðum „íslandi allt!“, afneituðum
„skaðnautnum" og töldum ræktun lands
og lýðs vera það sem mest á riði, til þess
að frjálshuga, menntað fólk gæti setið
okkar ágæta land og sýnt heiminum
hvernig afkomendur norrænna víkinga
byggðu upp heilbrigt og sterkt þjóðfélag.
A þessum aðfaraárum þjóðaratkvæða-
greiðslunnar um sjálfstæði landsins átti
ég, þá ungur maður, oft tal við roskinn vin
minn, vel gefinn atorkumann sem ekki
hafði átt kost á neinni menntun eftir fáa
farskólamánuði, og ég spurði hann eitt
sinn hvort hann héldi ekki að hver einasti
íslendingur mundi gi'eiða atkvæði með
uppsögn sambandssáttmálans við Dani
1944.
„Ég býst við að flestir geri það,“ sagði
hann. „Þó er ég ekki viss um að það sé
besti kosturinn fyrir okkur.“
Ég átti ekki til orð. „Og hvers vegna
ekki?“ spurði ég.
„Konungssambandið hefur ekki orðið
okkur til neins ógagns frá 1874,“ sagði
hann. „Ef við fáum algert sjálfstæði, verð-
um við að taka í okkar hendur ýmis mál
sem við kunnum ekkert á, eins og utanrík-
ismálin. Þau eru kostnaðarsöm, t.d. stofn-
un og rekstur sendiráða í mörgum lönd-
um, og Danir hafa annast þau vel fyrir
okkur. Ég geri ráð fyrir að ég verði að
greiða atkvæði með uppsögninni en ég
geri það gegn betri vitund."
Þessi afstaða hins rólega hugsandi
manns hefur oft hvarflað að mér síðan.
Andrúmsloftið á Þingvöllum 1944 var
heillandi, þrátt fyrir rigninguna. Prúðbú-
ið, fagnandi fólk tók sjálfstæðinu með
söng og hjartslætti af hrifningu, nú skyldi
hafist handa að byggja upp nýtt og betra
þjóðfélag, nú skyldi skynsemin ríkja, fólk-
ið skyldi eiga kost á góðri menntun og
allskyns framkvæmdir skyldu hafnar með
velferð lands og lýðs fyrir augum.
Þá var stríð og við græddum á tá og
fingri. Við komum skuldlaus og rík út úr
stríðinu og ákváðum að fara vel með þessa
peninga og leggja eitthvað af gi'óðanum
til hliðar, til þess að nota þegar nauðsyn
bæri til.
En góðu fyrirætlanirnar gleymdust
fljótt. Við eyddum stríðsgróðanum fyrir-
hyggjulaust á mettíma, sumu til gagns en
öðru til ógagns, og innan skamms vorum
við farin að safna skuldum utan lands og
innan. Meðan helsærðar stríðsþjóðirnar
lögðu hart að sér til að byggja upp hrunin
og brunnin mannvirki, svölluðum við í
vellystingum og stofnuðum til verðbólgu
sem átti eftir að eyða sparifé landsmanna
og gera þá auðuga sem kunnu á þetta
nýja ástand, að skulda til að græða. Að
vísu byggðum við mikið, stundum ef til vill
af meira kappi en forsjá og stundum til að
fjárfesta í steini, og allskonar atvinnuveg-
ir blómstruðu. Og áfram var haldið veisl-
unni þótt allir skyni bornir menn sæju að
svona gæti þetta ekki gengið til lengdar.
Eftir stjórnlaust fyllirí koma óhjákvæmi-
lega timburmenn.
Og nú eru þeir komnir. Við erum á kafi
í skuldum, innan lands sem utan, einstak-
lingar, bæjarfélög og ríki, en við viljum fá
að halda fylliríinu áfram.
Við höfum ekki peninga til að greiða
fyrir sómasamlega menntun barna okkar,
látum hæfa kennara bara hætta og leita
sér betri atvinnukjara en gerum okkur
ánægð með lítt menntaða og oft óhæfa
íhlaupamenn. Og við höfum ekki efni á að
greiða fyrir hjúkrun sjúkra, fleygjum
þeim helsjúkum út af sjúkrahúsunum þótt
engin tök séu á að veita þeim nauðsynlega
aðhlynningu og hjúkrun heima, og látum
sérfróða menn og færa leita sér atvinnu
erlendis af því að við höfum ekki efni á að
notfæra okkur þjónustu þeirra. En við
höfum nóga peninga til að ausa í gælu-
verkefni, dekur við pólitíska gæðinga,
sem oft hafa ekki annað sér til ágætis en
hinn rétta pólitíska lit, svo og eftirlæti við
hina og þessa þrýstihópa.
Og við látum börn alast upp eftirlitslaus
á götunni, af þvi að foreldrarnir mega
ekki vera að því að sinna þeim eða era að
skemmta sér, og eram þann veg að koma
okkur upp agalausum óaldarlýð sem við
erum sjálf hrædd við. Það má segja, eða
hitt þó heldur, að við höfum nýtt okkur
vel hið nýfengna sjálfstæði.
Eigum við nú ekki að snúa við blaðinu?
Skrifa Dönum og viðurkenna hreinlega að
við ráðum ekkert við þetta sjálfstæði.
Biðja þá að afsaka framhlaupið 1944 og
taka okkur aftur í konungssamband við
sig. Við höfum ekkert vit á peningum, lítið
vit á utanríkisþjónustu og ráðum ekki við
fíkn okkar í að koma okkur upp sendiráð-
um út um allar jarðir og ef við tækjum
það fé sem við sóum í þessi mál, gætum
við farið að ráða nothæfa kennara, endur-
ráða eitthvað af þeim sérfróðu læknum
sem flúið hafa héðan til útlanda og búið
sjúkrahúsin okkar starfsliði á ný. Að við
höfum ekki efni á þvi lengur að leika stór-
þjóð, höfum ekkert til þess nema remb-
inginn.
Hins vegar kynnu Danir að leggja það
til við okkur að við færam að velja fólk í
embætti eftir hæfni en ekki pólitískri
fylgispekt, svo við þurfum ekki að segja,
eins og maður einn, nú látinn, eftir vissa
embættisveitingu: „Þetta er nú undarleg-
asta embættisveitingin síðan Neró gerði
hestinn sinn að ráðgjafa!“
TORFI ÓLAFSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 1997 3