Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Blaðsíða 7
ÞAÐ ER nokkuð breytilegt hvað
átt er við með hugtakinu „ís-
lenskar nútímabókmenntir".
En séu þær skilgreindar út frá
því hvað eru lifandi bókmenntir
á íslandi núna, hefjast þær á
öndverðri 19. öld. Þar ræður
auðvitað miklu bókmenntaúr-
val skólanna, Bjarni Thorarensen, og einkum
Jónas Hallgrímsson eru fyrstu ljóðskáld ís-
lenskra nútímabókmennta, Piltur og stúlka
Jóns Thoroddsen frá 1850 fyrsta skáldsagan,
síðan koma smásögur Gests Pálssonar og
Einars Kvaran á síðustu áratugum aldarinn-
ar. Og skáldsagnagerð á íslensku hófst „fyrir
alvöru" í byrjun 20. aldar, með Jóni Trausta
og Einari Kvaran.
Með tilliti til þessa gegnir mestu furðu hve
fljótt og mikið hefur verið þýtt á dönsku af ís-
lenskum nútímabókmenntum (hér á eftir
verða notaðir islenskir bókatitlar, en danskt
útgáfuár). Þar vekur mesta athygli og er með
ólíkindum að þjóðsögur Jóns Árnasonar komu
að verulegu leyti út á dönsku sömu ár og á ís-
lensku, 1862-1864, í þýðingu Carl Andersen.
Einnig er athyglisvert að Piltur og stúlka
Jóns Thoroddsen birtist þegar á árinu 1874, í
danskri þýðingu KSlund, handritavarðar í
Ámasafni (undir titlinum Indride og Sigrid),
raunar var sagan einnig þýdd bæði á ensku,
þýsku og hollensku á 19. öld. Einnig voru
smásögur íslenskra höfunda snemma þýddar
á dönsku. Má þar nefna Fire fortællinger eftir
Gest Pálsson (1896, þýð. H. Wiehe: Kærleiks-
heimilið, Sigurður formaður, Tilhugalíf, Vor-
draumur), einnig Einar Kvaran; To fortællin-
ger fra Island, 1900 (smásögur hans ,Upp og
niður“ og „Vonir“, ein allrabesta smásaga
Einars). Furðufljótt voru og skáldsögur hans
þýddar. Ofurefli birtist á íslensku 1908, en á
dönsku árið eftir, framhald hennar hét Gull
og birtist á íslensku 1911, en á dönsku 1919,
það var í þýðingu Gunnars Gunnarssonar, en
Sögur Rannveigar birtust á dönsku 1923-1924
í þýðingu Valtýs Guðmundssonar.
Fyrsta skáldsaga Jóns Trausta, Halla, birt-
ist á íslensku 1905, en á dönsku þegar árið
1909 (í þýðingu Helgu Gad). Framhald sög-
unnar, Heiðarbýlið birtist á dönsku 1918, (í
þýðingu Margarethe Lobner Jorgensen).
Hún þýddi líka skáldsögu Jóns, Borgir (Mod
strommen, 1912). Eftir Jónas Jónasson frá
Hrafnagili birtist smásagnasafnið Sagamenn-
esker 1912, en hann þótti þá merkt sagna-
skáld. Loks má nefna sögu Guðrúnar Lárus-
dóttur Á heimleið, Kbh. 1916. Leikritun var
varla orðin til á íslensku, þegar farið er að
þýða hana á dönsku; þ.e. Sverð og bagall eftir
Indriða Einarsson (Kbh. 1901).
Þýðingar á íslenskum trúarkveðskap eru þó
fyrr á ferðinni en skáldsögur; 1885 birtust
trúarleg kvæði eftir 17. aldar skáld, Sigurð
Jónsson, Jón Magnússon, Guðmund Erlends-
son, og Hallgrím Pétursson í Nordboernes
Ándsliv, III. bindi. Seinna birtist meira af því
tagi í Islands lovsang gennem 1000 ár, Kbh.
1923.
Vitaskuld hefur verið miklu erfiðara verk
að þýða Ijóð þjóðskáldanna íslensku en sög-
urnar, en þau fara þó að birtast í byrjun 20.
aldar, og er þar fyrst á ferðinni safnið Ny-is-
landsk lyrik, 1901 (í þýðingu Olaf Hansen).
Þar eru kvæði eftir Bjama Thorarensen,
Jónas Hallgrímsson, Jón Thoroddsen, Grím
Thomsen, Benedikt S. Gröndal, Pál Ólafsson,
Matthías Jochumsson, Steingrím Thorsteins-
son, Hannes Hafstein, Þorstein Erlingsson.
Ennfremur skal nefna: Islands kultur ved ár-
hundredeskiftet eftir Valtý Guðmundsson,
1902 (þar em m.a. ljóð og lausamál eftir sömu
skáld). Ennfremur er að nefna Islandsk
Renæssance I Hundredaaret for Jónas Hall-
grímssons Fpdsel, 1907 (þar era a.m.k. 8 ljóð
Jónasar í þýðingu Olaf Hansen).
Nú vora þessi íslensku Ijóðskáld ekki síst
kunn fyrir ættjarðarljóð, sem þáttur í stjórn-
málabaráttu fyrir aukið sjálfstæði frá Dönum.
Og framhald þessara Ijóðaþýðinga á dönsku
ÍSLENSKAR
BÓKMENNTIR
Á DÖNSKU
Þýðingar íslenskra bókmennta á dönsku og viðtökur
danskra lesenda og gagnrýnenda við verkum íslenskra
höfunda er efni sem ÖRN ÓLAFSSON mun fjalla um
og velta fyrir sér í greinaflokkinum Islenskar bók-
menntir á dönsku.
JÓNAS Guðlaugsson. Teikning Ásgríms
Jónssonar.
er ekki síst af stjórnmálalegu tilefni. Fullveldi
Islands í árslok 1918 var markað í Danmörku
1919 þannig að þjóðskáld 19. aldar vora
myndarlega kynnt með 200 bls. kvæðabók,
Udvalgte islandske digte fra det 19. árhund-
rede, í þýðingu Olaf Hansen. Upplagið var
1000 eintök, og verður það að teljast veralegt,
hversu skjótt sem það svo hefur selst. Bókinni
er skipt í kafla efnislega, og hefur það sjálf-
sagt gert ókunn skáld aðgengilegri Dönum.
Fyrst era 7 ættjarðarljóð, þá söguleg ljóð,
árstíðabundin Ijóð, Á. hestbaki", ástaljóð o.fl.
Hér birtast mörg helstu kvæði sömu skálda
og í safninu frá 1901, um 60 ljóð alls, og inn-
gangur fjallar um skáldin. Að framhaldi Ijóða-
þýðinga verður hér komið síðar, en þessu
fyrsta og glæsilega skeiði þýðinga á íslensk-
um nútímabókmenntum í Danmörku má ann-
ars segja að lokið hafi þegar fullveldið fékkst,
því síðan verður minna um þýðingar íslenskra
bókmennta. Enda hófu íslenskir höfundar að
semja bækur á dönsku nokkram áram fyrr.
Frumsamið ó dönsku
Sú bylgja reis með mestum þrótti næstu
þrjátíu ár, en hefur gætt a.m.k. fram á síðustu
ár, ef ekki enn. Það hefur verið rakið, að þetta
þótti ýmsum óþjóðlegt athæfi, en skáldin
svöruðu því til, að þeim hefði ekki verið nokk-
ur leið að lifa af því að skrifa á íslensku, og því
hefði aðeins verið um það að ræða að skrifa á
dönsku eða skrifa ekki - eða þá að koðna nið-
ur við skriftir í stopulum frístundum frá
brauðstriti (Helga Kress, bls. 9-10). Fyrstur
varð til hálfþrítugur stúdent í dýralækning-
um, það var Jóhann Sigurjónsson sem sendi
frá sér leikritið Dr. Rung 1905. það má heita
forboði, en annars fer þetta allt af stað af full-
um þrótti á áranum 1911-1912.1911 sendi Jó-
hann frá sér það leikrit sem gerði hann fræg-
an, Fjalla-Eyvind, en það var leikið við góða
aðsókn og jákvæða gagnrýni 1912. Hann
samdi leikrit sín bæði á íslensku og dönsku.
Síðan komu þau ört, hvert af öðra, Bóndinn á
Hrauni 1912; Galdra-Loftur (0nsket) 1915;
Mörður Valgarðsson (Lpgneren) 1917; loks
kom ljóðasafn hans á dönsku, Smaadigte
1920, en Jóhann lést ári áður, aðeins fertugur.
Vinur hans Helge Toldberg skrifaði ævisögu
, hans (hún birtist í íslenskri þýðingu 1965) og
lýsti því m.a., að helstu frammámenn í menn-
ingarlífi Dana báru Jóhann til grafar. Og ári
áður en hann dó var Fjalla-Eyvindur kvik-
myndaður af sænska leikstjóranum Victor
Sjöström, ég vænti þess að margir íslending-
ar hafí séð þá kvikmynd. En nú er Jóhann
löngu gjörsamlega gleymdur í Danmörku, ég
rakst aldrei á nokkurn mann - utan Árna-
safns - sem þekkti nafn hans, hvað þá meir.
Þegar hugleitt er hvað gerði Jóhann fræg-
an í Danmörku, og hvað hratt honum síðan í
gleymsku, hallast ég að því að það sé eitt og
sama fyrirbærið. Hann fylgdi táknsæisstefnu
(symbolisma), öðru nafni nýrómantík, sem þá
setti mikinn svip á ljóðagerð, leiklist o.fl.
Leiki-itin era oft áberandi ljóðræn, svo sem
Islendingar mega minnast af Galdra-Lofti.
Sama gildir um sum vinsælustu leikskáld
þessa straums um síðustu aldamót, sem eru
nú flestum gleymd, t.d. Maeterlink, lengur
lifði þetta í írskum leikritum, t.d. hjá J.M.
Synge. En auk þess sýnist mér að Jóhann hafi
beinlínis gert út á þá hleypidóma sem algeng-
ir eru í Evrópu um jaðarþjóðir, sömu fordóm-
ar ríkja þar um Norðmenn, Skota, Islendinga,
Baska, Sikileyinga og Grikki. Þetta á að vera
fámált en traust og hreinskiptið fólk með ólg-
andi ástríður undir hæglátu yfirbragði, þetta
er stöðluð hugmynd um „framstæðar" þjóðir,
einskonar indjánar Evrópu. Þessi annarleiki
eða „exótismi" er sérlega áberandi í Fjalla-
Eyvindi, vinsælasta verki Jóhanns, útlagar úr
mannlegu samfélagi berjast gegn veðravíti
auðnarinnar, þar lenti Halla af því hún fómaði
öllu fyrir ástina, o.s.frv.
Þetta sama sigurár, 1911, komu fram tvö
önnur þeirra íslensku skálda á dönsku sem
mest hefur kveðið að. Fyrst er að nefna Jónas
Guðlaugsson, sem hafði áður gefið út þrjár
ljóðabækur á íslensku. Sú fyrsta, Vorblóm,
birtist þegar hann var aðeins 18 ára, og var
þokkaleg. Ári síðar birti hann Tvístirni í félagi
við Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti, sem
þótti bera af þar. En 1909 kom svo Dagsbrún
Jónasar, verulega góð bók, með sígildum ljóð-
um. Vonandi er enn fáanlegt úrval ljóða
Jónasar, sem Hrafn Jökulsson gaf út fyrir fá-
einum árum, Bak við hafið. Jónas kvaddi þjóð
sína með nokkurri beiskju, í ýmsum ljóðum
Dagsbrúnar segir hann hana lítt kunna að
meta skáldskap. Þau kvæði bera nokkurn
keim af Steingrími Thorsteinsson, sem Jónas
dáði mjög, t.d. Þjóðskáldið:
Hunangsflugan blóm af blómi
bjartan flaug um sumardag,
hitti fjólu á haugi eina,
henni flutti ástarbrag.
Maðkaflugum fannst það skrítið
að fjólan, þessi tildursmíð,
hlyti söng - og sögðu reiðar:
Svona ljóð er þjóðarníð!
Jötunwdnn hafði heyrt það.
„Heyrið", sagði ‘ann, „annað lag!“
Hóf svo söng um haugsins gæði
helgan feðra-mykjubrag.
Hrifnar allar haugsins flugur
hlustuðu á hans mykjuóð:
þetta er köllun, þama er andi.
þessi kann að yrkja ljóð!
Hvert hans orð er eins og meitlað
út úr vorum mykju-daun,
ættlands prýði, haugsins heiður
hljóttu þökk - og skáldalaun!
Jónas sigldi síðan til Noregs, og birti þar -
á norsku - ljóðabókina Sange fra Nordhavet
1911, hún geymdi m.a. þýðingar á ljóðum úr
Dagsbrún. Fljótlega fluttist hann til Dan-
merkur og gaf þar út framortar danskar
bækur, Viddernes Poesi 1912, og Sange fra
de blaa Bjærge, 1914. Jónas þýddi líka Frú
María Grubbe eftir J.P. Jacobsen, sem þá var
mikil tískuskáldsaga í Danmörku, og telst
enn til öndvegisverka bókmenntaarfsins.
Ekki var sú þýðing góð (birtist 1910), og seld-
ist víst svo illa, að útgefandinn, Gyldendal
vildi ekki meira af svo góðu. En Jónas samdi
sjálfur tvær skáldsögur á dönsku, Sólrún og
biðlar hennar 1913, og Monika 1914, auk þess
smásagnasafnið Breiðfirðingar 1915. Þetta
var mikil velgengni hjá erlendum höfundi.
Sólrún er, eins og titillinn bendir til, borin
uppi af átökum ástarþríhyrnings. Persónur
era samkvæmt fyrrnefndri forskrift um ólg-
andi ástríður undir fálátu yfirborði, enda eru
Islendingasögurnar í bakgranni, einkum
Laxdæla, og þær eru áberandi fyrinnynd
stíls. Þessi danski texti ber auk þess svo mik-
ið svipmót íslensku, að það getur naumast
stafað af lélegri dönskukunnáttu, heldur er
það augljóslega liður í samræmdri skáldskap-
arstefnu, að bera fram „þetta villta, ís-
lenska". Töluvert er og um gamla íslenska
þjóðhætti og þjóðtrú. Sögumaður er alvitur
og sínálægur, tekur afstöðu fyrir hönd les-
enda, eins og títt er í skemmtisögum, og er
bókmenntagildi Sólrúnar ekki áberandi -
nema í náttúrulýsingum, sem eru fyrirferðar-
miklar, ljóðrænar og fallegar. Sú bók birtist
ásamt Breiðfirðingum fljótlega á íslensku (í
þýðingu Guðmundar Hagalín), enda þótti
Jónas með efnilegustu íslenskum skáldum,
þegar hann lést úr berklum á Skagen, aðeins
29 ára. Þýsk kona hans hafði orðið að flytjast
til foreldra sinna vegna fátæktar þeirra, en
þau áttu einn son, sá hét Sturla, og varð síðar
atkvæðamikill listfræðingur í Hollandi, starf-
aði þar við listasafn, en lést fyrir tveimur ára-
tugum. Nú er Jónas löngu gjörsamlega
gleymdur Dönum.
JÖRÐ AF JÖRÐU
GUÐNÝ Magnúsdóttir leirlistakona
opnar sýningu á neðri hæð í Gerð-
arsafni laugardaginn 8. nóvember
kl. 15. Saga lífs og menningar er
fólgin í jörðinni. Þessa eilífu hringrás frá jörðu
til jarðar túlkar Guðný með formum sem um-
myndast og taka ýmsum stigbreytingum frá
lífsferii til steingervinga.
„Mér fínnst nyög heillandi tilfinning að lesa
sögu í gegnum jörðina," segir Guðný. „Lestur
jarðarinnar segir okkur hver við vorum og
hvaðan við komum.“ Sjö formhópar verka eru á
sýningunni sem allir tengjast innbyrðis. Brot
sem eru eins og grafin úr jörðu með mynstur-
glefsum sem vísa til forn-keltneskrar mynstur-
gerðar og gróðursins sem er hráefni leirsins.
Formfóst brotin, sem við lesum eins og vitnis-
burð um foma menningu, ummyndast og verða
lífræn, það er líkt og formið sjálft gleypi
mynstrið svo ytra borðið afmyndast og fer að
iða af lífi. Þetta eru form sem höfða til tilfinn-
ingarinnar, þau minna á steingervinga eða
nýjabrum sem hefur ekki enn skapað sína sögu.
Lífsferlið er rakið áfram og til baka aftur. Inn-
tak sýningarinnar er fólgið í efninu. Formið,
áferð leirsins og teikningin eru samtvinnuð í
frásögn af sögu jarðarinnar. Listakonan fetar
nýjar slóðir með lífrænum formum. „Það er
mikil ögrun að takast á við það að túlka lífrænt
efni,“ segir Guðný. )rAugnablikið er fryst og líkt
og þegar tekin er ljósmynd, eftir andartak hef-
ur formið ummyndast á nýjan leik.“
Á efri hæð safnsins verður opnuð sýning á
nýjum aðföngum. Þetta eru annars vegar verk
sem Listasafn Kópavogs hefur keypt síðastlið-
in þrjú ár og hins vegar gjafir sem safninu hafa
borist.
Á sýningunni eru olíumálverk, vatnslita-
myndir, teikningar, þrykk, skúlptúr, gler-
myndir og textílverk. Verkin eru eftir íslenska
og erlenda listamenn en elsti listamaðurinn
sem á verk á sýningunni er Barbara Árnason.
Sýningunni lýkur sunnudaginn 21. desember.
Safnið er opið frá kl. 12-18 alla daga nema
mánudaga.
Morgunblaðið/Þorkell
GUÐNÝ Magnúsdóttir sýnir f Gerðarsafni.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 1997 7