Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Síða 9
FRANKL ER FARINN EFTIR HÓLMFRÍÐI GUNNARSDÓTTUR Kjarni kenningg Frankl er7 að mestu máli skipti fyrir ein- staklinginn að hann geri sér grein fyrir til hvers hann lifi, - að hann hafi eitthvað til að lifa fyrir. Tilgangur lífsins er einstaklingsbundinn og breytilegur frá degi til dags. Stephanssonar, jafnvel þótt „hörundslitur og höfuðskeljar" eigi ekki saman?6 Hvernig ætla pm-istar að andmæla þeirri ríkjandi skoðun flestra hefðbundinna siðfræðinga að hreinn málmur hins sammannlega skyggi hvarvetna á glópagull breytileikans? Pm-istar ráfa um á fræðilegum vegleysum og reisa „villivörður"; en svo segir Stephan G. okkur að sveitafólk á Islandi hafi nefnt þær vörður sem einhver hlóð að óþörfu í nánd við vel merkta vegi.7 Slíkt villuráf er engin nýlunda í hugmyndasögunni heldur virðist einatt fylgja lokum ákveðinna tímabila eða blómaskeiða. Tómhyggjan - níhilisminn - sem reið húsum meðal menntamanna í lok 19. aldar er þar gott dæmi og að ýmsu leyti sam- bærilegt við pm-ismann nú. Er skýringarinnar á hnignunarheimspeki pm-ismans að leita í loftfimleikum hefðbund- inna heimspekinga sem fjarlægst hafi við- fangsefni hversdagsins? Þvert á móti: Ymis samtímaheimspeki er nú hagnýtari en nokkru sinni fyrr. Það er frekar, eins og ég drap á í fyrstu grein, að samtímaheimspekin sé ekki nógu altæk lengur til að þjóna þörf- um fjöldans. Hugur fólks - ekki síst mennta- manna - hneigist að hinu ótrúlega fremur en hinu nærtæka. Þorstinn í allsherjarskýringar og víðfeðmar samsæriskenningar er óslökkvandi. Sigurður Nordal minnti okkur eitt sinn á hvemig það hefði orðið hlutskipti margra mætra manna að gleypa í æsku í sig kreddur sem seinna hafi orðið sem „bögglað roð fyrir brjósti þeirra“ og þeir loks hafnað án þess að verða lausir við eftirstöðvarnar. Þeir hafi reynt að hrista þær af sér með yfir- borðsvisku en eftir hafi setið niðurbældur ótti við öll trúarbrögð sem í raun sé ekki ann- að en umhverfð kreddufesta.8 Eg held að þama sé komin enn nærtækari skýring á sál- arlífi pm-ista en sú, sem sumt raunvísinda- fólk hefur stungið upp á, að þeim hafi einfald- lega gengið illa í skóla sjálfum og því fengið óbeit á öllum skólasannindum (damnant quod non intelligunt)! Nei, mergurinn málsins er sá að flestir pm-istanna em uppflosnaðir marxistar og fagna nú nýrri alheimskreddu gegn öllum alheimskreddum, fyrst þeirra eigin er fallin. Ekki sakar heldur að nýja kreddan lætur þeim í té allt það bitastæðasta úr hinni gömlu: rómantíska lotningu fyrir duldum öflum sem engir nema kjaftastéttim- ar geti fengið innsýn í; hulið samsæri hóps gegn hópi, manns gegn manni - og þar fram eftir götum. Hvenær hjaðnar amsúgur pm-ismans? Enginn veit hvað býr undir stakki nýrrar aldar; en þverrandi áhugi á pm-isma í bygg- ingarlist vekur vonir um að þessi lista- og fræðakross ofanverðrar 20. aldar verði ekki eilífur. Víðar í listheimum má greina viðreisn handverks í stað froðusnakks. Óskandi væri að hmni pm-ismans fylgdi almennt aftur- hvarf til hugsjóna upplýsingarinnar, er hafa sem betur fer varðveist í hópum hefðbund- inna heimspekinga og raunvísindamanna: hugsjóna þar sem hlutlæg þekkingarleit, sammannlegur skilningur og eining alls mannkyns era höfuðkeppikeflin. Fráleitt er að túlka slíkar hugsjónir, eins og pm-istar gera, sem eftirsókn eftir Stóra Sannleik. Engir gera sér betur grein en heimspekingar og raunvísindamenn fyrir vansönnun vísinda- legra kenninga: að öll vísindi séu eðli sínu samkvæmt barmafull af ósönnuðum - og jafn- vel ósannanlegum - tilgátum.9 Það era pm- istamir og andlegir lagsnautar þeirra fyrr og síðar sem leita Sannleikans með stóra S-i. Við hin höfum meira áhuga á safni litlu sann- indanna sem skref fyrir skref gera okkur lífið bærilegra og tilveruna bjartari, eins og raun- in hefur orðið fyrir allan þorra jarðarbúa á 20. öld. Tilvísanir: 1 Um Sokal-málið má m.a. lesa hjá Boghossian, P., „What the Sokal Hoax Ought to Tell Us“, Times Literary Supplement, 13. des. (1996). 2 „Vofa gengur nú Ijósum logum um heiminn - vofa Marx!“ (viðtal við Derrida frá árinu 1993), Tímarit Máls ogmenningar, 55 (1994). 3 PáU Skúlason, ,,Að vera á skilafresti: Um heimspeki Jacques Derrida“, Tímarit Máls og menningar, 55 (1994). 4 Hugtakið „scriptocentrism" þigg ég úr ágætri bók Dissanayake, E., Homo Aestheticus (New York: MacmUlan, 1992) en þar skilgreinir hún m.a. „heims- list“ í dásamlegu ósamræmi við allan pm- isma. 5 Gísli Pálsson, „Hið íslamska bókmenntafélag: Mann- fræði undir jökli" ,Skírnir, 167 (vor 1993), bls. 98 og 110. 6 Stephan G. Stephansson, Bréf og ritgerðir, III (Reykjavík: Gutenberg, 1947), bls. 220. 7 Sama rit, IV (1948), bls. 315. 8 Nordal ræðir um þetta í formála sínum að Þyrnum Þorsteins Erlingssonar (Reykjavík: Helgafell, 1943). 9 Þorsteinn Gylfason fjallar m.a. um vansönnun vísinda- kenninga í ritgerð sinni, „Sannleikur", í Er vit í vís- indum?, ritstj. Andri Steinþór Björnsson, Torfi Sig- urðsson og Vigfús Eiríksson (Reykjavík: Háskólaút- gáfan, 1996). Höfundur er doktor í heimspeki og dósent viS Hóskólann ó Akureyri. VIKTOR Frankl, höfundur bókarinnar Leitin að til- gangi lífsins er farinn. Vinkona mín, sem er sannkristin kona, er vön að nota þetta orðalag um dauðann. Hjarta Frankls hætti að slá 2. september swastnoinn. tians hefur verið minnst víða um heim, enda hefur bókin hans um leitina að tilganginum selst í milljónum eintaka og verið þýdd á fjölmörg tungumál. Hún hefur verið talin ein af tíu áhrifamestu bókum heimsins. Velgengni hennar fór reyndar dálítið í taugamar á höftmdinum því að hann skrifaði yfir þrjátíu bækur til viðbótar en engin þeirra náði viðlíka fótfestu og þetta litla kver, sem hann skrifaði í striklotu á níu dögum. Hann ætlaði fýrst að gefa bókina út undir dulnefni, en var svo tal- inn á að gangast við henni, nafn hans yrði kverinu til framdráttar. Aratugum síðar, þegar höfundurinn var níræð- ur, kom fram í viðtali að hann fengi að meðaltali 23 þakkar- bréf á dag frá fólki sem segði að bókin hefði breytt lífi þess. Frankl fæddist í Vínarborg árið 1905. Þegar hann var sextán ára las hann grein eftir Sigmund Freud sem hafði þau áhrif á hann að hann hleypti í sig kjarki og skrifaði hinum heimsþekkta sálgreini. Freud varð svo hrifinn af tilskrifinu að hann hafði samband við piltinn og bauðst til að koma athugasemdum hans á fram- færi í vísindatímariti. Það mun hafa orðið af birtingunni í fyllingu tímans. Frankl kynntist Freud síðar og mat hann mikils þótt hann hefði ýmislegt við kenningar hans að athuga. Frankl mótaði sjálfur kenningu í sálarfræði, sem hann kallaði lógóþerapíu, en logos er grískt orð sem hefur margar merkingar. Hjá Frankl merkir það tilgang eða markmið. Þegar Frankl var tekinn höndum og fluttur til Auschwitz var hann nýgiftur og konan hans með barni. Hann hafði fengið aðvaranir og stóð með vegabréf til Bandaríkjanna í höndunum, þegar honum snerist hugur og hann hætti við að flýja. Honum fannst hann ekki geta yf- irgefið ættingja sína og fóðurland. Hann tók þá stefnu sem hann átti síðar eftir að taka miklu oftar, þ.e. að taka því sem forlögin ætl- uðu honum. Hann missti konuna sína, móð- ur, föður og bróður í gasklefunum, en systir hans hélt lífi því að hún hafði flust til Banda- ríkjanna. Frankl skrifaði bókina Leitin að tilgangi lífsins eftir veru sína í fangabúðum nasista. Þótt þarna segi frá fangavist er megintil- gangurinn ekki að segja sögur úr útrýming- arbúðum heldur eru dæmin tekin þaðan til að leiða rök að kenningum höfundarins. Hann telur nefnilega að fyrst unnt var að finna tilgang í útrýmingarbúðum, sé alls staðar tilgang að finna. Kjami kenninganna er að mestu máli skipti fyrir einstaklinginn að hann geri sér grein fyrir til hvers hann lifi, - að hann hafi eitthvað að lifa fyrir. Til- gangur lífsins er einstaklingsbundinn og breytilegur frá degi til dags. Það sem máli skiptir er þess vegna ekki tilgangur lífsins almennt, heldur sérstakur tilgangur einstak- lingsins á tilteknum tíma. Frankl taldi að það að hafa haft eitthvað til að lifa fyrir hefði bjargað lífi hans, og að þeir sem höfðu slíkt haldreipi hefðu haft betri lífsmöguleika en aðrir fangar. í hans tilfelli var það handrit að vísindariti sem hann vildi umfram allt ljúka við sem hélt honum uppi., Það var enginn dans á rósum sem beið þeirra sem komust lífs af úr fangabúðunum. Skilningsleysi og fálæti særðu fangana djúpt og margir urðu að þola það að enginn beið þeirra þegar heim kom. Þeir voru ófáir sem gátu ekki afborið það sem beið þeirra hand- an girðinganna. En Frankl átti framtíð fyrir sér. Hann eignaðist aðra konu. Dóttir þeirra er stjórn- arformaður stoftiunarinnar í Vín sem ber nafn föður hennar. Frankl starfaði lengi sem sérfræðingur og kennari í geðlæknisfræði og taugasjúkdómum í Vín. Hann ferðaðist víða og hélt fyrirlestra, var útneftidur heiðurs- prófessor við margar menntastofnanir og síðast í fyrrahaust frétti ég af honum við ræðupúltið. I fyrniefiidu viðtali við Frankl nfræðan sagði hann m.a. „Þú spyrð hvort mér verði enn hugsað til þessa [fangavistarinnar]. Það líður ekki sá dagur að ég geri það ekki! Og ég vorkenni hálfvegis yngra fólki sem kynntist ekki fangabúðunum eða stríðinu og hefur ekkert því líkt tii að mæla erfiðleika sína við ... Enn þann dag í dag, þegar mér er að daprast sýn eða stend andspænis einhverjum alvai'legum erfiðleikum eða mótlæti... þarf ég aðeins að hugsa mig um eitt sekúndubrot, og ég dreg djúpt andann. Hvað hefði ég ekki viljað gefa til þess þá að ég hefði ekki haft við meiri vandamál að glíma en þessi!“ Eg átti því láni að fagna að lesa bókina Leitin að tilgangi lifsins fyrir mörgum árum. Kanski breytti hún lífi mínu eins og svo margra annarra. Að minnsta kosti fylgdi hún mér í mörg ár, og það var erfið glíma að koma textanum yfir á íslensku. Bókin kom út hjá Háskólaútgáfunni fyrir síðustu jól. Þýð- ingin var erfið vegna þess að Frankl bjó til mörg orðasambönd yfír hugtök sem vanda- verk var að koma til skila. Ymislegt var líka óljóst og á ég skuld að gjalda þeim mörgu sem reyndu að finna með mér lausn á ýms- um viðfangsefnum. Tvisvar var þrautalend: ingin að skrifa til stofnunar Frankls í Vín. í fyrra skiptið kom svar um hæl í rafpóstinum, en þá var spurningin um aðstæður í fanga- búðunum. Seinni spumingin fjallaði um til- vitnun sem ég fann hvergi og guðfræðipró- fessorar, prestar og sérfræðingar í gyðinga- ritum þekktu ekki. Samt var setningin svo kunnugleg, - eins og sjálfsagður hlutur, eins og gamalkunnugt stef. ... Fangarnir era að staulast áfram snemma að morgni á leið til vinnu. Verðirnir ráku þá áfram með harðri hendi. „Menn mæltu varla orð frá vöram. Napur vindurinn ýtti ekki undir orðræður. Maðurinn sem gekk við hlið- ina á mér og faldi varimar á bak við uppbrettan kragann hvíslaði allt í einu. - Hugsaðu þér ef konurnar okkar sæju okkur núna. Von- andi hafa þær það betra í búð- unum þar sem þær era og vita ekki hvað er að gerast hjá okkur. Þá fór ég að hugsa um kon- una mína. Og meðan við staul- uðumst áfram kílómetra eftir kílómetra, hrösuðum í hálku, studdum hvor annan öðru hvoru, drógum hvor annan upp og áfram, sögðum við ekkert en vissum báðir að hvor um sig var að hugsa um konuna sína. Ég leit stundum til himins þar sem stjömum- ar vora að fölna og bleikt Ijós morgunsins að brjótast fram á bak við dimma skýjabakka. En hugur minn hélt sér fast við myndina af konunni minni og hugarsýnin var kynlega skýr. Ég heyrði hana svara mér, sá bros hennar, opinská- an, örvandi svipinn. Ég varð gagntekinn. í fyrsta skipti á ævinni fann ég sannleiksgildi þess sem svo mörg skáld hafa kveðið um og margir hugsuðir talið kórónu viskunnar, þ.e. að ástin er það æðsta og göfugasta sem mað- urinn getur öðlast... Jafnvel við erfiðustu ytri aðstæður sem hægt er að hugsa sér, þar sem ekki er nokkur leið að njóta sín í verkum sínum og þar sem eina afrekið er að þjást á réttan hátt, að þjást með sæmd, - getur maðurinn öðlast sælu með því að hugsa kærleiksríkt til þeirrar mynd- ar sem hann ber með sjálfum sér af elskunni sinni. f fyrsta skipti á ævinni skildi ég hvað átt er við með orðunum: Sælir eru englamir sem eilíft horfa með elsku á óendanlega dýrð.“ Það var þessi síðasta setning sem olli mér erfiðleikum. Ég fann ekki tilvitnunina og hvorki lærðir né leikir á íslandi gátu fundið hana. Ég sneri mér því loks til stofnunarinn- ar í Vín og spurði á rafpóstinum. Hvar er þessa tilvitnun að finna? Eftir nokkra daga kom svarið. Dr. Frankl kannaðist við tilvitunina en tnundi ekki hvaðan hún var tekin. Hann kom ekki lengur fyrir sig því kvæði. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 8. NÓVEMBER 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.