Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Blaðsíða 12
TiFH HPIPfíPF
Uun unuubii
FORSÍÐA þýzka tímaritsins Der Spiegel 21. júlf í sumar. Þar er
sérstaklega fjallað um hin hugmyndalegu tengsl Wagners og Hitlers
og hvernig goðsagnaheimur tónskáldsins fann sér farveg í brjálæði
foringjans.
og Wagner þó að hann teldi að
hluti hins aríska kynstofns gæti
verið til þess fallinn að vera í for-
ustu þeirrar samfélagsskipunar
sem hann boðaði: Kenningu, sem
átti að kljúfa mannkynið í tvennt,
hina alþjóðlegu útvöldu drottn-
andi yfirstétt annars vegar sem
i hafði áunnið sér vald sitt með
spartverskri sjálfsögun og með
leiðtoga sem mátti svífast einskis
á leið sinni til valda. Hins vegar
var svo hinn áhrifalausi og nær
réttlausi almenningur.
Þeim áhrifamætti sem Wagner
náði með tónlist sinni, þjóðernis-
stefnu og kynþáttakenningum,
náði Nietzsche með ögrandi bein-
skeyttri gagnrýni á hræsni sam-
tímans og oft mótsagnakenndum
heimspeki og mannfélagsfræðileg-
um kenningum sínum, sem hann
setti fram í rituðu máli á snjallan
~r og áhrifamikinn hátt. Kenningar
hans áttu eftir að hafa mikil áhrif
á fyrri hluta 20. aldar og virðast
hafa verið að fá aukin áhrif á síð-
ustu áratugum á nýjum vettvangi
nútíma viðskiptalífs og stjóm-
mála. Kenningar Nietzsches hafa
með réttu en sumpart með röngu
verið taldar einar af hugmynda-
fræðilegum undirstöðum nasism-
ans. Þau áhrif sem kenningar
hans höfðu meðal meirihluta borg-
aralegra mennta- og listamanna í
hinum þýskumælandi heimi stuðl-
uðu að hlutleysi þessara hópa eða
fylgi þeirra þegar nasistaflokkur-
inn var að ná völdum í Þýska-
landi. Þess ber að geta að eftir að
; Nietzsche lokaðist inn á geðsjúkrahúsi og eftir
lát hans árið 1900 þá fór systir hans, Elisabet
. með útgáfuréttinn á verkum hans. Elisabet
var mjög handgenginn Wagner-fjölskyldunni
og starfaði lengi með ekkju Wagners, Cosimu
við stjóm Bayreuth-óperuleikhússins. Elísa-
bet, sem gift var þekktum gyðingahatara
gerðist ákafur fylgismaður nasismans þegar
hann kom fram og með samþykki hennar var
ýmsu í ritum og kenningum Nietzsche hag-
rætt í nýjum útgáfum þeirra, þannig að þær
féllu betur að kenningakerfi nasistaflokksins.
Það tók Nietzsche sjálfan langan tíma að
losna undan áhrifamætti Wagners og aðskilja
tónskáldið Wagner frá persónunni Richard
Wagner. Þegar Nietzsche kom til Bayreuth til
að vera viðstaddur heildarflutning á Niflunga-
hringnum fór að koma alvarlegir brestir í sam-
band þeirra. Þama vom samankomnir hópar
af meðlimum Wagner-klúbbanna í Þýskalandi,
sem Nietzsche sá að vom að meirihluta lítt
menntaðir broddborgarar og bjórþamandi
smáborgarar, sem virtust hafa meiri áhuga á
að hlusta á þjóðemis- og kynþáttakenningar
Wagners en tónlist hans. Nietzsche, sem fyrir-
leit þessa tegund manna eins og reyndar allan
almenning, sem hann kallaði hina „klúðraðu
og krampuðu". Hann fylltist ógeði á samkom-
unni og öllum hégómaskapnum í kringum
Wagner og lagði á flótta frá Bayreuth áður en
sýningunum lauk.
Þrátt fyrir þetta áfall þá kom Nietzsche aft-
ur til Bayreuth til að vera við framflutning á
óperanni Parsifal, sem Wagner hafði lengi
unnið að, sem átti að verða og varð með réttu
síðasta stórvirki hans á tónlistarsviðinu.
Wagner hafði komist í þrönga mótsögn við
kenningar sínar með því að gera þessa kristnu
miðaldarsögn í gerð Wolframs von Eschen-
bach að uppistöðu í efni óperannar. Parsifal og
hið helga spjót, sem lagt hafði ver-
ið í síðu Krists og hinn heilagi
kaleikur (gral) átti að innihalda
blóð Krists, sem rannið hafði úr
sáram hans á krossinum, Jesús
Kristur var samkvæmt heilagri
ritningu gyðingur með gyðinga-
blóð í æðum. Þessi vandkvæði
leysti Wagner í ritverki sínu
Hetjuskapur og Kristindómur
„Heldentum und Christentium“,
þar sem hann setti fram þá kenn-
ingu til að réttlæta efni og boð-
skap óperannar fyrir sjálfum sér
og áhangendum sínum að Jesus
Kristur hefði verið aríi en ekki
gyðingur. Hitler tók umsvifalaust
upp þessa kenningu Wagners þeg-
ar hann komst til valda um hinn
aríska Jesús Krist og að faðir
hans hefði verið grískur hermaður
í her rómverja, Pantherus að
nafni. Ekki leysti þetta allan
vanda, María guðsmóðir var gyð-
ingur, hvað þá með blóð Krists?
Wagner staðhæfði í ofangreindu
ritverki sínu að í æðum Jesús
Krists hefði rannið ofurblóð
„Super Blut“, sem þrátt fyrir æðri
eiginleika ofar einstökum kynþátt-
um, þá innihéldi það uppranalega
kraftbirtingu hins aríska kyn-
stofns. Wagner lét þannig kross-
festinguna og blóð Krists verða
æðstu viðleitni til að bjarga hinum
aríska kynstofni, Parsifal frá falli
þegar hann í óperanni stenst og
hafnar freistingunni til samræðis
og blóðblöndunar við Kundry,
konu af óæðri kynþætti. Þegar
svo Parsifal hafði náð hinu helga
spjóti úr hendi gyðingsins Klinsors, banað
honum og gjöreytt kastala hans og töfragarði
freistinganna var um að ræða í óperanni tákn-
ræna útrýmingu óæðri kynþátta íklæddri mik-
ilfenglegustu tónlist, sem Wagner hafði samið.
Tónlistin á að þjóna boðskapnum og textanum
mun Wagner hafa sagt.
Þessi útfærsla Wagners var erfiður biti að
kyngja fyrir marga áhangendur hans. „Of
mikið blóð, alltof mikið blóð“ vora ummæli Ni-
etzsche. Nietzsche taldi blöndun kynþátta
æskilega, hann hugsaði á heimsvísu ,ekki trú-
arlegri eða þjóðemislegri. Andstæðingur allra
trúarbragði hafði hann lýst kristindómnum
sem siðfræði þræla, sem væri til þess ætlaður
að veikja hinn sjálfstæða og náttúralega vilja
hins sterka gagnvart hinum veikari og máttar-
minni. Kristin siðfræði hefði laumað eitri sam-
viskubits og sektarkenndar í sál hins frjáls-
boma sterka einstaklings. sem hefði leitt yfir
hann eigin innri frelsissviptingu og veikleika.
Nietzsche lét þess ekki getið að kristindóm-
urinn hefði verið yfirtekinn í gegnum kirkjuna
af hinum sterku og útvöldu þegar þeir sáu
hversu öflugt valdatæki trúin var gagnvart
fjöldanum. Þar með kom hræsnin inn í dæmið
sem Nietzsche taldi sig vera að gagnrýna. Ni-
etzsche taldi nú að kringum Wagner væri að
verða til einhvers konar trúarsöfnuður með
áhangendum sem fylgdu honum í algjörri
blindni, þar sem Wagner sjálfur væri guðinn
og jafnframt æðsti prestur, „gúra“. Þetta var
raunveralega staðfest í bréfum Cosimu, eigin-
konu Wagners, að í kringum Wagner væri að
myndast slíkur söfnuður. Nietzsche fór nú að
gangrýna Wagner harkalega í skrifum sínum.
Það má því segja að framsýningin á Parsifal
hafði orðið lokaþátturinn í sambandi þeirra,
sem Nietzsche undirstrikaði með þessari yfir-
lýsingu „Ef þér viljið njóta tónlistar Wagners
þá þurfið þér að gleyma persónunni Richard
Wagner."
Eins og kunnugt er hefur Nietzsche verið
mjög umdeildur heimspekingur. Það má segja
að flestar kenningar hans hafi gengið þvert á
hina kristnu siðfræði. - Gegn mannkærleika
og bræðralagi, gegn lýðræði og jöfnuði meðal
manna. Kenningar hans hafa túlkað ögrandi
skoðanir og vissa velþóknun hans á þeirri
dekkri hlið í eðli mannsins sem snýr frá sólu
en um leið gert þá hlið sýnilegri og sumpart
skilgreinanlegri. Jafnframt hefur andstæðan
og andstaðan við kenningar hans sýnt og
sannað ljóslega að án siðferðilegra gilda og
réttláts samfélags þá liggur leið mannsins til
andlegrar niðurlægingar.
Þessari grein er ekki ætlað að fara nánar út
í kenningar Nietzsche en lesendum er bent á
eitt höfuðrit hans „Svo mælti Zaraþustra“
(Also sprach Zarathustra) sem hann sjálfur
telur anddyri eða forsal að kenningum sínum.
Rit þetta hefur verið þýtt á íslensku og því
fylgir mjög greinargóður formáli eftir Sigríði
Þorgeirsdóttur lektor.
Sá sem þessa grein skrifar getur hins vegar
ekld annað en andmælt þeirri aðferð Ni-
etzsche að nota nafn Zaraþurstra til að mæla
fyrir kenningum sínum í þessu riti. Sjálfur var
Zaraþustra einn af mestu trúarbragða og sið-
fræðihöfundum heimsins, sem boðaði baráttu
hins góða gegn hinu illa. Frá Zaraþurstra era
því komin beint eða í gegnum gyðingdóminn
mörg af háleitustu siðaboðum kristinsdómsins.
Heimildir:
Richard Wagner. Eftir Robert W. Gutman, 1968.
Gottfried Wagner: Wer nicht mit dem Wolf heult, 1997.
Historie of Westem Philosophy eftir Bertrand Russell.
The European Magazine, marz 1997.
The Sunday Times, júlf 1997.
Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastióri.
VERÐUR ENGLABORG
Morgunblaðið/RAX
ENGLABORG, íbúðarhús og vinnustofa Jóns Engilberts að Flókagötu 17.
JÓN Engilberts var einn þeirra sem
notuðu síðasta tækifærið sem gafst til
þess að komast frá Danmörku til ís-
lands þegar bál ófriðarins var að loka
öllum venjulegum siglingaleiðum.
Með í för var Tove kona hans og dætur
þeirra tvær. Það má ímynda sér að það hafi
verið viðbrigði fyrir málarann að koma heim
til föðurlandsins eftir árangursríka dvöl í
Danmörku og mikill stórhugur að baki þeirri
ákvörðun að ráðast þegar í húsbyggingu í
Reykjavík. Gunnlaugur Halldórsson arkitekt
var ráðinn til að teikna húsið sem reis að
Flókagötu 17, rétt við homið á gamla
Klambratúninu. Þetta var þá í útjaðri bæjar-
ins.
Húsið er 270 fermetrar á tveimur hæðum
og byggingarsögulega verðmætt af tveimur
ástæðum. I fyrsta lagi ber það hreint svip-
mót módemismans eins og við er að búast,
því Gunnlaugur Halldórsson var einn af boð-
berum hans á íslandi. í annan stað vegna
þess að það er eitt af sárafáum húsum á Is-
landi, sem hönnuð voru sérstaklega og
byggð fyrir þarfir myndlistarmanns. Þar
sidptir vinnustofan að sjálfsögðu mestu máli
og tíðkaðist þá ævinlega að stór gluggi sneri
móti norðri. Annað sem þótti nauðsynlegt í
vinnustofum og þykir enn, er veruleg hæð
undir loft. Vel var fyrir því séð í húsinu að
Flókagötu 17, sem Jón Engilberts nefndi
Englaborg. í vinnustofunni þar urðu til
nokkur stórfenglegustu verk Jóns; þar á
meðal abstraktmyndimar stóra sem prýða
nú sali í Landsbanka íslands og hefur komið
æ betur í ljós eftir því sem tíminn líður að
þar eru einhver mögnuðustu verk sem gerð
voru hér á meðan sá stíll var efst á baugi.
En Jón Engilberts var að því leyti frá-
brugðinn öðrum málurum hér á sama tíma,
að hann sagði aldrei skilið við manneskjuna í
myndlist sinni. Hann hélt áfram að rækta
fígúruna eins og menn segja þegar átt er við
fólk sem myndefni. Þessi ræktun gerðist þó
að mestu leyti á þann hátt, að Jón teiknaði
með krít, eða bleki og fígúramar í þessum
myndum tóku líka breytingum í þá vera, að
með tímanum stílfærði Jón þær á ýmsan
hátt. í þessum myndum, sem unnar eru með
blandaðri tækni, kemur þó alltaf í ljós skólun
Jóns og það hversu ágætur teiknari hann
var. Það era einmitt myndir af þessum toga
sem nú era á sýningu í Englaborg og lýkur
þeirri sýningu um þessa helgi. Nokkur
stærri verk era þar einnig, til dæmis nektar-
mynd af konu; frumkast að verki fyrir Bún-
aðarbankann. Þessi fagra nekt fór hinsvegar
fyrir brjóstið á ráðamönnum bankans og
varð Jón að færa konuna í föt.
í síðasta mánuði var fjallað hér um íbúðar-
hús Gunnars skálds Gunnarssonar við
Dyngjuveg, sem nú hefur fengið nýtt hlut-
verk eftir að Reykjavflturborg keypti það og
Rithöfundasamband Islands fékk aðsetur í
því. Það hús var sérhannað fyrir rithöfund-
inn; sérþarfir hans þó ekki nærri í sama mæli
og þarfir málarans. Síðan Jón Engilberts lézt
1972 hefur enginn notað hina ágætu vinnu-
stofu í Englaborg. Leitað hefur verið sam-
komulags við borgina um kaup á húsinu og
þá með það fyrir augum, að þar geti orðið að-
setur listamanns; gestahús þar sem erlend-
um myndlistarmönnum yrði boðið að dvelja
um tíma, eða þá innlendum. Það sýnist liggja
í augum uppi að húsið yrði samtengt Kjar-
valsstöðum, svo skammt sem þar er á milli og
margskonar önnur notkun á húsinu er hugs-
anleg. Nú er að sjá hvort núverandi borgar-
stjóm hefur þann skilning sem með þarf; um
stórhug er varla hægt að tala, því hér er ekki
um slíka fjárfestingu að ræða. Það var hins-
vegar stórhugur að baki þessarar húsbygg-
ingar þegar í hana var ráðizt og það væri lítill
heiður við minningu mikils listamanns ef
Englaborg yrði ofur venjulegt íbúðarhús og
vinnustofunni þá breytt svo ekkert yrði eftir
af henni. Það hlýtur þó að gerast ef Reykja-
víkurborg bregður ekki við skjótt.
GS.
V 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 8. NÓVEMBER 1997