Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Blaðsíða 13
HÖFUÐSTAÐURINN getur haldið því fram með réttu að vera einstök meðal borga þar sem Elliðaárdalurinn, Rauðhólarnir, Elliðavatnið og sjálf Heiðmörkin tengjast saman við jaðar hennar. Myndina tók Jón Ögmundur Þormóðsson í Rauöholum. mannsandans og sjálfrar náttúrunnar. Svæðið sem verður fjallað um er frá ánni Bugðu í norðri og allt suður að Elliðavatni, Hrauntúns- tjörn og jafnvel að takmörkunum sem eru við Helluvatn en á þau verður síðar minnst. Flestir borgarbúar þekkja svæðið og hvernig það varð til. A stríðsárunum var braggahverfi norðan til í hólunum en úr suðurhlutanum var tekið mikið magn af rauðamöl í fyllingar víðs- • vegar um borgina. Var hún notuð í húsgrunna, götur, flugvöllinn og ótal margt annað. Þegar frá var horfið stóðu eftir braggar og forljótar gryfjur en í botni þeirra voru stórir steindrang- ar og stórgrýti úr efnismagninu sem skilið var eftir. Þar að auki lá allskonar drasl frá starf- seminni innan um og var lítill sómi að. Bragg- arnir voru rifnir og ruslinu ekið burt, en... f einu dagblaðinu var bent á þá hættu sem væru af steindröngunum ef lítil börn klifruðu upp á þá og hröpuðu niður. Bæjarstjóminni var annt um litla fólkið og lét ganga frá gryfjunum, urða stærstu drangana og draslið niður í botninn og slétta yfir. En öðru grjóti var komið fyrir til hliðar í gryfjunum. Var það gert til að forða *- vandræðum en fáum datt í hug þá að þarna væri eitthvað sem mætti nýta. Reyndar var nokkrum steindröngum bjargað þvi Gunnlaug- ur Þórðarson mun hafa fengið leyfi til að eign- MENNINGARBORGIN ÁRIÐ 2000 EFTIR ÓLAF PÁLSSON Tónlistarhús náum við ekki að reisa á tilsettum tíma, en við gætum gert veglegan menningargarð á Rauðhóla- svæðinu þar sem væru listaverk bæði mannsandans og sjálfrar náttúrunnar. Þessi garður yrði á svæðinu frá ánni 1 Bugðu að norðanverðu og allt suður að Elliðavatni. AÐ munu vera nokkur ár síðan Katrin Fjeldsteð bar fram í borgarstjórn tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg sækti um leyfi til að hafa menningarsvip á sér það árið að minnsta kosti. Sú málaleitun fékk góðan byr en vissara þótti að hafa fleiri borgir í Evrópu með í spilinu. Það hefur komið fram að hver þeirra ætlar að leggja það fram sem hún telur sér til ágætis í nútíð og framtíð. Helst eitthvað sem kemur fólki til að staldra við og slá sér á lær og segja hvílíkt undur er þetta allt saman! En það fylgir vandi vegsemd hverri og ekki er að efa það að okkar ágæta borgarstjórn haldi á málunum með sóma. Reyndar hefur furðu lít- ið frést frá henni annað en að ráðinn hefur ver- ið framkvæmdastjóri og opnuð skrifstofa til að annast undirbúning menningarveislunnar. Sér- stök áhersla verður lögð á að hér er hreint loft og gott drykkjarvatn og á því herrans ári verða opnaðar útrásir út í hafsauga fyrir allt skolp og annan óþverra úr bæjarbúum. Landsmót hesta- manna verður haldið hér og þá er stefnt að því að fullgera Errósafnið sem er hið besta mál. Annað er enn á huldu en ekki er að efa það að ýmislegt markvert verður á boðstólum á and- lega sviðinu. I orðabókinni stendur að menning tákni and- legt líf; það sem greini manninn frá dýrum. Orðabókin hefur rétt fyrir sér. Orðið spannar yfir allt. Menning er það þegar fólk er þrifalegt til fara og einnig þegar velbúinn knapi situr duttlungafulla hryssu með reisn undir horna- blæstri. A menningardögum sem hér hafa verið haldnir hefur aðaláhersla verið lögð á skemmt- ana- og listalífið í borginni og einkum það síðar- nefnda. Og svo verður eflaust enn. En hvað má segja um listina nú á dögum? Höfum við, þessi útkjálkaþjóð, eitthvað það fram að færa sem aðrir eiga ekki eða sækjum við menningar- strauma til annarra yfir hafið? Það virðist ekki vanta áhuga á andlegum verðmætum ef litið er til þess, til dæmis, að innan við eitt þúsund manns á ári hverju fær styrk til listnáms af ýmsu tagi. Fjöldi efnilegs ungs fólks hefur þörf fyrir að tjá sig og sýna hvað í því býr. En hver er svo afraksturinn? I sumar kom út tímarit sem ber nafnið Fjöln- ir, málgagn ungra listamanna. Þar er að finna hvatningaróð til Islendinga um að hrista af sér deyfðina, efla skilning á sjálfum sér og veröld- inni og búa til samfélag sem hæfir fijálsum og dugandi mönnum. Á öðrum stað stendur þetta: íslenskt samfélag skortir ekki vissu um ágæti sitt heldur er sjálfsvitund okkar á þvílíku flökti að hún minnir helst á logandi halastjörnu sem brennir sig upp á örvæntingarfullu hrapi um geiminn. - Við vitum ekki allskostar fyrir hvað við stöndum, hvers við erum megnugir né hvemig við eigum að láta okkur líða vel andlega. Og enn: Ég er talsmaður þess að íslenskur kúltúr verði brotinn upp og menn fari að hugsa á mildu nútímalegri nótum í menningarlegum og listrænum efnum. Hingað til höfum við verið alltof mikið úti í hrauni og uppi á fjöllum, inni í söfnum, í sólariagi við fjallavatnið fagurbláa. Og enn má grípa niður: Hið íslenska nútíðarskáld birtist okkur sem dauflyndur og heimavinnandi húsfaðir sem alltaf er hálfsloj og leggur sig þess vegna oft; hættir sér ekki út nema veðrið sé skaplegt. Formið er ekkert og býður ekki upp á nein átök, enga glímu; af einni hugmynd fæðast ekki fleiri. Þessvegna eru ljóðin svo lítál. Er það furða þótt lesandinn spyiji sig þess- ara spuminga: Hversvegna leggur enginn á sig að læra rímlausu nútíðarljóðin? Var listsýning- in í salnum bara kynning á föndri? Eða er það ekki undarlegt að okkar ágætu tónlistarmenn leika tíðast tónlist frá 17. 18. og 19. öld? Hún var samin handa fólki í skrautklæðum með hár- kollu og sem ferðaðist um í hestakerrum. Svari nú hver fyrir sig. Öðm máli gegnir með leiklistina. Á nokkmm stöðum út um bæinn starfa leikhópar að list sinni í vandræðalegum skúmaskotum. Fram- ganga þeirra er vafalaust það góð að þeir eiga betra umhverfi skilið. I Borgarleikhúsinu situr Leikfélag Reykjavíkur sem fastast. Allt það er eitt leiðindamál sem ekki verður rakið hér. Séra Árni hefði líklega sagt að félagið væri í sálarháska. Húsið er mikilsvert fyrir menning- arlíf borgarinnai' og þörf er á að nýta það betur. Líklega er nú besta leiðin úr vandanum sú að borgin leysi það hald sem félagið hefir á húsinu og taki að sér rekstur þess eða feli hann óháð- um aðila einhvern tíma. Borgin hefur greitt fé- laginu 140 milljónir króna á ári. Þar fyrir utan hefur það haft fáeina milljónatugi í aðgangseyri svo hér er um verulega fjánnuni að ræða. Segj- um að grunnrekstur hússins kosti helming þessa og þá verður eftir álitleg fúlga til annarr- ar starfsemi. Það þarf áræði til að taka við- kvæmar ákvarðanir og miður vinsælar af sum- um. En ef leyst verður úr böndunum er færi á að gefa fleiri leikhópum kost á húsinu og ber að nota það fyrst og fremst í þágu listgreinarinn- ar. En það eru eflaust aðrir hópar líka sem vilja notfæra sér það til að koma verkum sínu á framfæri. Rithöfundar, ljóðskáld, tónskáld og tónlistarmenn, danshöfundar og dansflokkar og ekki má gleyma hinum hæfileikariku skröltormum, poppurunum og rokkurunum og allt hvað þeir vilja kalla sig. Það er hægt að hugsa sér kvöldvökur með fjölbrcyttu efni hinna ýmsu hópa, allt frá leikfími til blíðustu sálmalaga. Auðvitað verða gæði þess sem flutt verður misjöfn eins og gengur, en slíkt getur laðað fram hæfileika þeirra sem eiga sköpunar- gáfuna í sér og þá er mikið fengið. Borgin hefur tekið að sér grunnskólafræðsl- una en húsið má nota líka í hennar þágu. Væri það ekki líka tilvalið að stefna nemendum þang- að einstaka sinnum á morgunstundu til að hlusta á andans mennina okkar? Það gefur þeim áreiðanlega meira en að húka í tímum moðsuðunnar sem nefnd er því fína nafni, sam- félagsfræði. Og vafalaust þætti hinum spakvitru ekki síðra að fá tækifæri til að tala til hinna ungu. Ótal margt annað má nefna en hér verður látið staðar numið. Árið 2000 verður ekki aðeins menningarár heldur er það upphaf nýrrar aldar, mikillar tæknialdar. Farið er langt yfir skammt. Nú er meira að segja verið að kortleggja nábúa okkar reikistjörnuna Mars og þar fram eftir götunum. Breytingar eru örar. Hvert ár er dálítið öðru- vísi en það sem leið. Hraði, hávaði og sjónvarp svo ekki sé talað um tölvurnar sem eru að verða ráðandi. Unga kynslóðin elst upp við þær frá bamæsku. Sagt hefur verið að þrettán ára barn í Bretlandi sitji að jafnaði fjóra tíma á dag framan við skjáinn. Nútímalistin fer heldur ekki varhluta af tækniframförunum. Hlusta þarf á þá sem ryðja brautina og gefa þeim tæki- færi á að spreyta sig. Tölvumyndlist og tölvu- tónlist, rafmyndlist og raftónlist verða í tísku. Hljómleikar í tónum, litum og formi sem mynd- að er með svífandi geislum um salinn. Stór sin- fóníuhljómsveit eins og nú tíðkast á varla fram- tíð fyrir sér, vegna þess að hljómur strokhljóð- færanna verður magnaður (líkt og gert hefur verið við gítarinn) og heildarhljóðburðurinn fer í gegnum hátalarakerfi til áheyrendanna. Ný hljóðfæri verða tekin í notkun og annars konar hljómlist verður samin sem fellur í geð þeirra tölvukynslóða sem nú eru að taka við. Þessu verður að huga að sem allra fyrst. Slíkir gern- ingar kalla á hús þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja og ekki er ólíklegt að Borgarleikhúsið eigi eftir að gegna verðugu hlutverki við þess konar starfsemi á næst öld. Sá sem þessar línur ritar vill með þessum inngangi vekja nokkra umræðu um það sem til stendur eftir rúm tvö ár. Eitthvað það sem skil- ur okkur frá skepnunum. Hér er stiklað á stóru og munu margir aðrir vera færari um það en hann. En í upphafi var orðið stendur þar. Reyndar vai- ætlunin með þessu skrifi önnur. En hún er sú að í tilefni þessa merka uppátækis verði gert eitthvað sem stendur sem varanlegt minnismerki ársins og um leið upphafs aldar- innar. Nærtækast væri að byggja tónlistarhús en það á of langt í land til þess að því verði lok- ið fyrir tilsettan tíma. En hvað annað? Það er best að skýra frá því strax: Gera veglegan menningargarð á Rauð- hólasvæðinu þar sem væru listaverk bæði ast nokkra þeirra. Fékk hann sér kranabíl til að flytja þá í landið sitt við Hrauntúnstjörnina og þar má sjá hvílík prýði er að þeim. Nyrsti hluti svæðisins frá Bugðu að hólunum . er flatlend, gróin hraunbreiða. Stutt er þar nið- ur á jarðvatnsborðið svo auðvelt er að gera þar fallega grasbala með tjörnum fyrir fuglana. Ár- vatnið má leiða í gegnum þær svo þær verði tærar. Áin Hólmsá heitir Bugða er þarna er komið og fellur hún í Elliðavatn eins og kunn- ugt er. I leysingum á vorin á hún til að vaða yfir landið en þeirri hættu má bægja frá, m.a. með þvi að skipta farveginum í tvennt og leiða kvísl- arnar sitt hvorum megin við hólana að vatninu. Norðurhluta þeirra hefur ekki verið raskað og eru þeir að mestu eins og eldurinn og vatnið gengu frá þeim nema hvað að í lautum grær blágresi, lyng og holtasóley. Malargryfjurnar eru í suðurhluta hólasvæðisins og ná þær yfir mestan hluta þess. Um gryfjumar sjálfar þarf ekki að ræða. Þær em að vissu leyti undur frá sjónarmiði náttúrunnar. Skjólgott mun vera þar í norðanáttinni og er staðurinn tilvalinn sem útivistarsvæði. Þar má gera útisvið fyrir samkomur af ýmsu tagi, grasbala, tjarnir fyrir svanina, trjálundi og göngustíga fyrir elskend- urna. Koma fyrir listaverkum sjálfrar náttúr- unnar, reisulegum standmyndum og öðram myndverkum sem bera vott dirfsku og hug- kvæmni, ekki sakar að prýða svæðið með blómabeðum með innlendum jurtum en hæst geta gosbrunnar trónað, bæði heitir og kaldir. Vegurinn að Elliðavatni er fast við gryfjumar. Legu hans verður varla breytt mikið. En sunnan við hann eru lágir hólar og við tekur víðlent flatt land sem nær allt að vatnsvemdunarsvæði Vatnsveitimnar við Helluvatn. Lengra verður ekki haldið. Vestan við eru nokkrir sumarbú- staðir sem taka verður tillit til hvað varðar nýt> ingu svæðisins. Þarna sunnan við veginn getur risið einhverskonar þjónustumiðstöð eða annað ef á þarf að halda. Lengra vestur nær svæðið að Elliðavatni en þar má gera lægi fyrir árabáta- leigu og ýmislegt annað sem fólk getur bardúsað við á vatnsbakkanum. En umfram allt á þetta að vera menningargarður með listrænu sniði. Segja má að þessi staður sé við suðurdyr borgarinnar, miðsvæðis þegar litið er til alls höfuðborgarsvæðisins. Hann er í nánum tengsl- um við vatnið og Heiðmörkina upp af því. Svæðið er friðað og um það liggja reiðgötur hestamanna en hvorttveggja ætti að geta fallið saman við það sem hér hefur saman verið sett. Víðátta friðaða svæðisins er 45 ha. Svo stórt er það, að ekki þarf að nýta það nærri allt undir, garðinn. Verði þetta tiltæki að veraleika tekur það án efa áratug að koma menningargarðinum í það horf að stór sómi sé að. Það er jafnvel kostur því að í mörgu verður að snúast á næst- unni. Drjúgur byrjunaráfangi fyrir menningar- árið tryggir það að áfram verði haldið. Og þar kemur að því að höfuðstaðurinn getur haldið því fram með réttu að vera einstök meðal borga þar sem Elliðaárdalurinn, Rauðhólarnir, Elliða- vatnið og sjálf Heiðmörkin tengjast saman við jaðar hennar. Þegar menningargarðurinn verð- ur orðinn að veraleika hæfir að reist verði ein- hver glæsibygging út frá honum er fari vel í hinu fagra umhverfi. Nóg er nú plássið. Það verður að vera göfug bygging. Verði það svo að það dragist von úr viti að reist verði tónlistar- höll má benda á að hún getur vel átt heima í þvílíku umhverfi. Höfundur er verkfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 1997 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.