Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Blaðsíða 17
Á VÉÐ OG PRHF „TÍÐARANDI í ALDARLOK" Augljósasta gfleiðing pm-ismans er íslenska skólakerfið, grunnskólakerfið einkanlegg, sem er ónýtt. Þar hafa pm-istar margir óafvitandi róðið stefn- unni allt fró því snemma ó óttunda óratugnum. AÐ ER fremur sjaldgæft hérlendis að það birtist gi-einar eða ritgerðir þar sem menn- ingarástand eða menningarstefnur samtím- ans eru gagnrýndar afdráttarlaust og án allra fyrirvara. Hvað þá að slíkar samantektir séu reistar á vel grundaðri þekkingu á efninu og skýrri kennd fyrir því sem er rugl eitt og þvi sem er reist á skynsamlegu viti. Höfundurinn er tengdur og hugmyndir hans mótaðaðar af klassískri breskri heimspekihefð en eins og vitað er er sú hefð og skiln- ingur órafjarri kenningu Nietzsches og hvað þá Hegels. En kenningar Nietzsches, útþynntar, skrumskældar og affluttar ásamt svipaðri meðferð kenninga Freuds er grundvöllur hug- aróra Focaults, Lacans og áhanganda þeirra. Derrida byggir á öðrum hefðum með kenningunum umdeconstructionina - aðs afbygginguna þ.e. málfarslega afbyggingu. Undirstaða kenninga hans er jafngömul „textagerð" og formuð í setningu Terentusar Marcusar, sem var uppi á 2. öld e.Kr. „Pro captu lectoris habent sua fata libelli" - eða Örlög bóka ráðast í höfði lesendans. Lesskilningur hvers og eins ræður skilningi á textanum. AUt fram á þessa öld hefur öll bókmenntarýni og rannsóknir verið bundin þeirri hefð að leitast við að skilja texta höfundarins, nálgast sem nákvæmast það efni sem höf- undurinn tjáir í textanum. Gjörbylting verður á þessum skiln- ingi, því samkvæmt kenningum post-modernista er textinn ekkert, þýðingarlaus, einskis virði, lesandinn les í textann það sem hann kærir sig um, auk þess sem textar eru kúgunartæki valdsins - Foucault -. Derrida hóf feril sinn sem talsmaður þess að þenja málið, auka spennuvídd þess og magna það nýrri endurnýjun, en síðar snerust kenningar hans og ann- arra pm-ista í þá stefnu að brjóta málið í frumagnir talaðs máls og kenna að „reynsluheimur“ hvers hóps skapaði mál hans, og rétt mál og rangt mál væri skipting undan rifjum valdastéttanna, til þess að tryggja völd sín. Baráttan um völd- in væri inntakið, sem tekur sess stéttabai-áttu marxista. „Political correctness" - pólitísk rétthugsun - er eitt af bar- áttumálum pm-ista. Barátta kynjanna og feminisminn er ann- að og afbygging lista, bókmennta og hljómlistar fylgir fast á eftir. Kristján Kristjánsson hefur í greinum sínum rakið ítarlega inntak helstu kenninga pm-ista og rekur grundvöll kenning- anna í tilvitnunum í rit prófeta stefnunnar. í fyrstu gi-ein sinni reifar hann innihald allra 10 greinanna og sérsvið hverr- ar greinar. Höfundur ber saman áhrif menningarvita marx- ismans og hliðstæðu þeirra í „kjaftastéttum" pm-ista og þá kemur í ljós „að meiri ófagnaður sé af póstmodernismanum sem áhrif hans á hugarheim fólks eru fjarvirkari og lævíslegri en marxismans ... „ Pm-istar afskræma ekki aðeins fyrri tíma heimspekinga og sálfræðinga, þeir „sækja töluvert, bæði að formi og efni til meginlandshefðarinnar í heimspeki: til hugmynda Heideggers um rótfestu mannsins... og afneit- unar Sartres á manneðlinu ... „ Með einfeldningslegi'i útlistun sinni og einfóldun á kenning- um annarra 20. aldar heimspekinga og með meðfylgjandi „af- byggingu“ vekja þeir fyrst í stað forvitni og siðar di-ýldni ein- feldninga um skilning á „heimspeki" og „listum“. Nýjunga- girni er drjúgur þáttur í ginningu eða tælingu til ánetjunar þessum kenningum. Um þá áráttu hentar vel smákvæði Sig- fúsar Daðasonar: Eftirspurn eftir nýjungum - „Eitthvað nýtt! Eitthvað nýtt! muldruðu þeh' undan feldinum. Og þeir grófu hróðugir síðasta eldhúsreyfarann, nýjasta sullumbull sí- bernskunnar upp úr pilsvasa sínum“. I öðru kvæði Sigfúsar „Veröldin" eru nánast dregnar upp svipmyndir um kenningar pm-ista, svo sem: „Röklausar teng- ingar fjarskyldra greina. / Launvenzluð aldaskeið. / Nákomn- ar andstæður flotnar úr fjarska. / Ennfremur nokkurskonar fin-de siécle / í sjálfum þjóðarandanum hrátt og rotið fin-de- siécle.“ Og síðar í sama kvæði: „Hatast við söguna/Bundið og leyst og raðað prófað sundrað./Villt um fyrir alvörumönnum og skólanemum". Og „Merkingar þagnarinnar fallnar í fyrnsku". Úr: „Útlínur bak við minnið“ Rv. 1987. I greinum Kristjáns Kristjánssonar, sem þegar eru birtar og lesnar, vaknar sú spurning: Eru pm-istar ekki mynd læri- feðra og nemenda eða þátttakenda í Helli Platóns. Lokaður heimur, skuggatilvera eða þá ástandið meðal blindingjanna í „Landi blindingjanna" eftir H.G. Wells. höfuðeinkenni þeirra er að þeir forðast sólarljósið, afneita listum sögunnar, bók- menntum, listaverkum og öllu því sm hefur gefið og gefur lífi manna gildi. „Menningarfræðin“ og bókmenntarýni um bókmenntarýni, listrýni um listrýni, en engar bókmenntir eða listir. Og „kjaftastéttimar“ halda áfram blaðri sínu og afbyggingar- starfi innan bókmenntageirans og innan sterkasta fjölmiðils ríkisins, sjónvarpsins, þar var snjallasta leikgagm-ýnanda út- hýst. Þar kom til hræðslan í „forheimskunnarlandinu“ - Þór- bergur Þórðarson - við glöggan skilning og skýrleika. Gleggsti bókmenntafræðingurinn er algjörlega þagaður í hel og verk hans virðast vera á index bókmenntalágkúrunnar sem ræður ríkjum innan Háskóla Islands. Þessir menn, Jón Viðar Jónsson og Eiríkur Jónsson, eru fremur illa séðir af þeim sem dá „nýjasta sullumbull síbernskunnar". Augljósasta afleiðing pm-ismans er íslenska skólakerfið, grunnskólakerfið einkanlega, sem er ónýtt. Þar hafa pm-istar margir óafvitandi ráðið stefnunni allt frá því snemma á átj- ánda áratugnum. Þar gildir reglan „reynsluheimur hvers og eins nemanda á að ráða ferðinni um námið“ í bókmenntum er það „sullumbullið" sem er haldið að nemendum og sagan er í rauninni engin. Það hættulegasta er að málkennsla er afrækt. Þetta skólakerfi virðist gert eftir resepti frá pm-istum með marxísku ívafi. I 8. hluta greinaflokksins ræðir Kristján Kristjánsson um afstöðu pm-ista til menntamála. Ymis einkenni pm-ista voru innbyggð í vissa þætti módemismans, ekki síst afbygginguna í listum og bókmenntum. Þess vegna var afbyggingin snar þáttur í stefnumörkun „nýskólastefnunnar“ hér á landi ásamt marxískum viðhorfum til skólastarfs, innrætingu og fortíðar- hatri og lausung í kennslu móðurmálsins. Enginn hefur af- hjúpað stefnu „nýskólastefnunnar“ betur en Helga Sigurjóns- dóttir og þar áður Arnór Hannibalsson. Því er notkun sagnarinnar „að ófrægja" röng í sambandi við afhjúpanir Helgu á „nýskólastefnunni". „Nýskólasinnar sem Helga Sigurjónsdóttir hefur ófrægt hvað mest hér á landi... „ Staðhæfing Kr. Kr. bendir ótvírætt til þess að höfundur hefur ekki gert sér fulla grein fyrir áhrifum pm-ista á þessa stefnu. Afleiðingarnar liggja þó augljóslega íyrir í þeim hörmulegu afleiðingum sem „nýskólastefnan" hefur haft und- anfarin 20 ár. Einnig er vafasamt að telja að deilur nýskólasinna og and- stæðinga þeirra snúist um aðferðir eingöngu og því skilji lítið á milli Helgu Sigurjónsdóttur og Wolfgangs Edelsteins. Kennsla er ekki eingöngu „aðferð“ inntakið er hvað er kennt. Stefna Edelsteins var sú að stunda þá innrætingu í gmnn- skólum landsins sem gerði (þjóðfélags)byltingu ónauðsynlega, stefna Helgu er að „kenna“ grundvallargreinar til þess að gera nemendur hæfa til þess að taka eigin ákvarðanir og jafn- framt skyldi sleppt allri pólitískri innrætingu. Síðar í greininni segir: Fjölmenningarstefna (pm-ista) þeirra er sú að hver menningarafkimi lifi við annarra hlið í forpokaðri einangrun... Höfuðnámsefnið á að vera „átt- hagafræði" eigin hóps ... „ Það vill svo til að kennsla í átt- hagafræði var þýðingarmikill þáttur nýskólasinna. Aðrir þættir 8. greinarinnar standast fyllilega og sýna svo ekki verður um villst að „afbyggingin“ er inntak skólastefnu pm- ista eins og forvera þeirra marxistanna, en þar er stefnt að sama markmiði, rústum borgaralegs samfélagskerfis og sið- menningar og húmaníski-a hefða. Þess vegna er heift marx- ista og pm-ista í garð lista og opinna bókmennta af sama toga. 1 5ta hluta greinaflokksins reifar höfundur kröfu pm- módernista um útþurrkun málaralistar. Afbygging listanna hefst að vísu í modernismanum en magnast mjög með pm- ismanum. í ágætri grein í Morgunblaðinu 28. október sl. fjall- ar einn kunnasti myndlistarrýnir landsins, Bragi Ásgeirsson, um þetta atriði og niðurstaðan er eins og hjá Kr. Kr. í þessari grein. I 7. grein fjallar höfundurinn um ídíótískustu afurð pm-ista þ.e. pm-ista feminisma. Þessi þáttur pm-ista er í rauninni full- komnun afskræmingarinnar jafnvel samanborið við aðra kenningaþætti pm-ista. Höfundurinn rekur helstu kenningar málsvara þessarar einkennilegu mannfrelsisstefnu og hin furðulegu uppátæki þeirra í uppákomum og áhrif þeirra í öðr- um listgreinum. Nú er að ljúka þessum mjög svo þarfa gi'einaflokki um pm- ista og áhrif þeirra á síðari hluta líðandi aldar. Höfundinum hefur tekist að útlista kenningar þessarar andmenningar- stefnu með vandaðri umfjöllun og með lestri þessara greina ættu lesendur að ná áttunum og skynja hvaðan þeir vindar blása sem eiga drjúgan þátt í afmenningarstarfsemi þeirri sem iðkuð er af ágengum hópi svokallaðra „menntamanna" og innan listageirans. Þetta er afhjúpun og útlistun á innantómu blaðri gervilistamanna og „menningarfræðinga". SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON RÚNAR KRISTJÁNSSON TÁR ÚR STEINI Tár tír steini týnd í hafsins bárum, tónum vígð með hugarkvíða sárum, brenna á þér svo brjóst þitt fyllist eldi, blika í sál að lífsins hinsta kveldi. Ástin heita, öflug, sterk og vakin, upp til himins verðurjafnan rakin. Hún er gefín Guðs af náðarlindum, geislar björt í ótal sælumyndum. Ast sem þá má enginn maður svíkja, ein hún verður heil og sönn að ríkja. Léstu hana frá þér framans vegna, fannst þér að það myndi láni gegna? Brástu því sem bregðast enginn skyldi, braustu eið sem stærstur var að gildi? Gafstu frá þér gæfu þinnar merki, gekkstu burt frá lífsins skylduverki? Árin fram að ósi tímans streyma, enginn veit hvað spor í sandi geyma. Ekki er hægt að anda lífí í dauða oft þó gráti í hjarta blóðið rauða. Seint, of seint þú sást og skildir rökin, síst þú hafðir notað réttu tökin. Blómið þitt svo bundið hjartans taugum barst á sæ og hvarf þér skjótt frá augum. Pér var boðin þolraun ystu nafar, þung og sár er leiðin öll til grafar. Tár úr steini, töpuð von og hlýja, tregann magna í djúpi harmaskýja. Sál þín æpir, á þig brotin falla, áfram stöðugt minningarnar kalla. Hendur grípa hálmstrá eftir mætti, hjartað fínnur til með eigin slætti. Visnuð er sú von er bjó í hjarta, vonin öll sem klæddi drauminn bjarta. Allt er tómt sem tilgang áður gaf þér, tár úr steini grétu drauminn af þér. Drauminn þinn um dáð og elsku sanna, drauminn þinn um gæfu í heimi manna. Einn þú situr sár í köldu tómi, saknar yls frá löngu týndu blómi. Höfundurinn býr ó Skagaströnd. MEGAS ÞAÐ ER AÐEINS EITT nú er aðeins eitt að gera finna öskubakkann þann rétta og síðan að reykja í ró og griðum sína rettu stinna og þétta og hugsa einungis hálfa hugsun og vaða svo í annað endurtaka það sem allsengu skiptir og ignorera hitt sem haldið er sannað aldrei var mánafar mannað afskipt retta í öskubakka hvfldi og ein sig reykti uns lauk hennar tilkomulitlu tilveru en þó skal tekið fram að vel rauk hugsa þína vel hálfu hugsun og láttu síðan nýja flæða hugann hluta úr augnabliki og hjala þá á meðal lágskýja æ þú ert kirkja sem þyrti að endurvigja ein hún situr í sófanum mjúka þeir segja hún sé alltaf að reykja en hvað skeður frú er fróin sú verður flutt í deild hinn bönnuðustu leikja? nei: hugsa bara hálfa hugsun og vaða svo í annað og hafa að engu hásætabrauðsdrengina og hunsa af forakt boðað hvað sem og bannað hvaða heim gætu spilafiflin spannað? Megas er listamannsnafn Magnúsar Þórs Jónssonar skólds og tónlistarmanns. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 1997 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.