Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Síða 19
HEINRICH von Kleist var af
prússneskri hermannaætt en
sannfærðist á unga aldri um að
enginn æðri tilgangur væri með
sköpunarverkinu og dró þá
ályktun að skáldskapur væri
eina réttlæting tilverunnar.
Kleist samdi ótímabær verk en í
dag telst hann til höfuðsnillinga þýskrar tungu.
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem verk eftir
Kleist er sett á svið hér á landi.
Heinrich von Kleist fæddist árið 1777 í smá-
borginni Frankfurt an der Oder um 50 kíló-
metra fyrir austan Berlín, þar sem nú eru
landamæri milli Póllands og Þýskalands. Þetta
var í miðju Prússlandi og mikið veldi á Prúss-
um á þessum árum. Kleist var af gamalli prúss-
neskri aðalsætt og karlmenn í ættinni höfðu
verið foringjar í prússneska hernum í marga
ættliði svo framtíðin virtist vera beinn og breið-
ur vegur íýi'ir piltinn. Hann gerðist undirfor-
ingi í hernum fímmtán ára gamall og var orðinn
liðsforingi aðeins tvítugur. Kleist hefði eflaust
átt glæstan frama fyrir sér ef hann hefði ekki
verið friðlaus af sannleiksþrá, ofurmannlegum
metnaði og banvænni sjálfsfyi'irlitningu. Hann
ætlaði sér að verða mesta skáld samtíðar sinnar
og skaut sig 34 ára gamall.
Til eru nokkrar teikningar af Kleist og þær
sýna okkur ungan^ mann með stór augu og
mjúkt barnsandlit. í bréfí sem hann sendi Ulri-
ke systur sinni í febrúar 1801 kvartar hann yfir
því að ná ekki að aðlagast fólki. Hann segist
ekki geta verið hann sjálfur þegar hann sé á
meðal fólks heldur þurfa alltaf að leika eitthvað
hlutverk og sér fínnist það afar óþægilegt.
Samtímamenn segja að hann hafi kunnað best
við sig sitjandi uppréttur í rúminu með pípu-
stert í munninum og blýant og blað við höndina.
Og þeir segja að hann hafí roðnað og stamað ef
hann þurfti að tala í fjölmenni. Hann var oft
viðutan og þögull en svo gátu flóðgáttir opnast
og orðflaumurinn ruddist út þangað til hann
rakst á einhverja hindrun - það gat verið undr-
unarsvipur eða áhugaleysi viðmælandans - og
þá snarþagnaði Kleist. Hann gat aðeins talað í
krampakenndum æsingi eða þagað og það er
kannski skýringin á því hvernig hann skrifar.
Hann skrifar eins og hann standi á öndinni,
eins og hann megi engan tíma missa því hann
geti tapað þræðinum og þá sé allt tapað.
Kleist samdi átta leikrit á sinni stuttu ævi,
orti fáein ljóð og skrifaði smásögur, ritgerðir og
anekdótur. Hann varð þess aldrei aðnjótandi að
sjá leikrit sín sett á svið og lá í meira en hund-
rað ár í kaldri gröfinni áður en hann hiaut þann
orðstír sem hann þráði í lifanda lífí. Astæðan
fyrir þessu fálæti liggur sennilega í því að þótt
Kleist hafi sjálfur verið barn síns tima, þá voru
verk hans ótímabær. Þau flokkast hvorki undir
klassík né rómantík sem voru allsráðandi stefn-
ur þegar Kleist var að skrifa. Hann var ekki
„uppgvötaður" fyrr en á öðrum og þriðja ára-
tug þessarar aldar og er stundum kallaður
fyrsti þýski módernistinn. Rauði þráðurinn í
öllu sem hann skrifar er óttablandin vissan um
að engin æðri merking eða tilgangur sé til í
sköpunarverkinu, að líf okkar sé algjörlega
undirorpið tilviljunum. I dag er Kleist ekki að-
eins mest leikna leikskáld Þjóðverja, að undan-
skildum Berthold Brecht, heldur eru sögur
hans og ritgerðir taldar til þess snilldarlegasta
sem skrifað hefur verið á þýska tungu.
KLEIST sagði sig úr prússneska
hernum 22 ára gamall, trúlofaði
sig og skrifaði niður nokkrar lífs-
reglur því nú stóð mildð til. Hann
ætlaði að vera frjáls maður sem
lætur ekki tilviljanir ráða hvað úr
honum verður heldur eigið
hyggjuvit og dómgreind. Hann
ætlaði að helga líf sitt vísindum og fræðum og
stúderaði stærðfræði, efnafræði og heimspeki af
miklu kappi. Kleist var barn síns tíma í þeim
skilningi að hann trúði á mátt menntunar og
upplýsingar. Það sem virtist ófullkomið og
óskiljanlegt var ekki veröldinni að kenna heldur
þekkingarskorti mannsins. En svo hrynur
skyndilega þessi bláeyga skynsemistrú og hann
fyllist örvæntingu. Tuttugasta og annan mars
1801 skrifar hann unnustu sinni Wilhelminu von
Zenge frægt bréf þar hann segist hafa lesið hina
„svokölluðu kantísku heimspeki“. Honum er
mikið niðri fyrir og segir að lesturinn hafi skek-
ið sál sína þannig að „æðsta markmið lífs míns
er nú sokkið". En nú þarf ég að komast skýrt að
orði, skrifar hann, svo þú vitir hvað ég á við:
„Ef maðurinn hefði grænt gler í stað augna
hlyti hann að álykta að allir hlutir sem hann
horfði á með þessum gleraugum væru grænir -
og hann gæti aldrei skorið úr um hvort augun
sýna hlutina eins þeir eru eða hvort augun ljái
ekki hlutunum eiginleika sem tilheyra þeim
ekki heldur augunum sjálfum. Og þannig er það
með skilningsgáfu okkar. Við getum ekki greint
hvort það sem við köllum sannleika er sannleik-
ur í raun og veru eða eitthvað sem okkur virðist
vera sannleikur".
Immanuel Kant var mest lesni heimspeking-
ur Þjóðverja um þessar mundir en ekki er vitað
til að hin kantíska heimspeki hafi steypt
nokkrum manni í hyldýpi öi-væntingar og til-
vistarkreppu nema Heinrich von Kleist. Lengi
HEINRICH von Kleist. Krítarteikning eftir Wilhelmínu frá 1806.
HEINRICH
VON KLEIST
Um he Igina hefjast sýningar íslenska dansflokksins á
verkini i „Trúlofun í St. Dómingó" eftir þýska danshöf-
undinn Jochen Ulrich. Það byggist á samnefndri smá-
sögu eftir þýska skáldið Heinrich von Kleist. HJÁLMAR
SVEINSSON fjallar hér um sl káldið.
vel gengu ritskýi-endur að
því sem vísu að Kleist hafi
verið að lesa „Gagnrýni
hreinnar skynsemi“, sem
kom fyrst út 1781, þegar
hann varð fyrir áfallinu.
En ef svo er þá hefur
Kleist misskilið Kant.
Kant segir að vísu í þessu
verki að allt sem við skynj-
um lúti fyrirframgefnum
skilyrðum og að þessi skil-
yrði ráðist af gerð manns-
hugarins. Við erum til að
mynda þannig gerð, sam-
kvæmt Kant, að við getum
aðeins skynjað hluti sem
gerast í tíma og rúmi. Það
sem er fyrir utan og ofan
tíma og rúm getum við
ekki skynjað og ekkert vit-
að um. En þetta þýðir ekki
að allur sannleikur sé af-
stæður og þekkingin heila-
spuni eins og Kleist virðist halda. Kant tekur
skýrt fram að hann haldi ekki að heimm'inn sé
hugarburður okkar heldur gangi honum það
eitt til að athuga hvaða skilyrðum og takmörk-
unum þekking okkar á veröldinni er háð.
Auðvitað hefur sálarkreppa Kleists átt sér
dýpri og sálrænni rætur því hann virðist hafa
fyllst einhverjum viðbjóði á lífinu og mikilli
sjálfsfyrirlitningu. Margir hafa tekið efth' að
bréf hans til unnustu sinnar Wilhelminu eru dá-
lítið einkennileg því ástríðuhitinn í þeim er ein-
göngu í höfðinu á Kleist og hringsnýst um fræði
og vísindi. Sennilega hafði Kleist meiri og lík-
amlegri áhuga á karlmönnum en konum sem
var ekki mjög heppilegt fyrir prússneskan her-
mann, embættismann og aðalsmann. En það er
erfitt að segja hvaða sálræn áhrif það hefur
haft á skrif hans. Talið er að Kleist hafi skrifað
rit sem hét „Saga sálar minnar" en það týndist.
Á síðari árum hafa sérfræðingar í Kleist rýnt
nánar í barnatrú Kleists á sannleika og mátt
menntunar. Það er skemmst frá því að segja að
Kleist varð strax sem bráðger unglingur fyrir
miklum áhrifum af skáldinu Wieland og kenn-
ara sínum, eðlisfræðingnum Christian E.
Wúnsch, en þeir settu báðir sannleiksþrá og
þekkingarviðleitni mannsins í kosmólógískt og
guðdómlegt samhengi. í bréfinu til Wilhelminu
segist Kleist hafa trúað þvi að „fullkomnunin“
væri „markmið sköpunarverksins" og að eftir
dauðann myndum við þróa
áfram það stig fullkomn-
unar sem við næðum hér á
jörðu niðri á einhverjum
öðrum stjörnum og nota
þar þekkingu og sannleika
sem við hefðum aflað í
þessu lífi. „Og þess vegna
kæra Wilhelmine" segir
Kleist „voru sannleikur og
menntun trúarbrögð mín
og helgidómur sálar minn-
ar“. Slíkar hugmyndir
voru algengar á upplýs-
ingatímanum og ganga all-
ar út irá því að veröldin
hljóti að vera alfullkomin
því hún sé sköpunai-verk
guðs. Þeir sem skoða og
rannsaka veröldina, nátt-
úrufræðingar og eðlis-
fræðingar, öðlast ekki að-
eins innsýn í eðli hlutanna
heldur líka í tilgang sköp-
unarverksins og þai- með vilja guðs. En full-
komnun mannsins, sem getur þróast áfram á
öðrum stjörnum eftir dauðann, felst einmitt í
því að koma auga á þennan tilgang og gera sér
grein fyrir þessum vilja.
Ef maður hefur þennan bakgrunn í huga er
sennilegast að Kleist hafi fyllst hinni miklu ör-
væntingu við að lesa þriðju gagnrýni Kants:
„Gagnrýni dómgreindarinnar". Þar fjallar Kant
um tilgangshyggju (Teleologie) og færir sterk
rök að því að við getum aldrei vitað með neinni
vissu hvort það er tilgangur í náttúrunnni og þó
svo væri segði það ekkert um vilja og hugsanir
guðs. Það hlýtur að hafa verið áfall fyrir korn-
ungan mann með svo háleit markmið að lesa
þessi orð því varla fór Kant með staðlausa stafi.
Svo mikið er víst að uppfrá þessu varð það að
þráhyggju hjá Kleist að sköpunai’verkið segi
okkur ekkert um vilja guðs, að ekki sé hægt að
finna neinn æðri tilgang í veröldinni og að
mannlegt líf sé undirorpið tilviljunum. Og hann
sér sannanir hvar sem hann kemur. Hann þeys-
ir um sumarið til Parísar en einhvers staðar á
leiðinni fælir hrínandi múlasni hestana og vagn-
inn fer á hliðina. Kleist sleppur með skfekkinn
en ski’ifar hæðnislega til unnustu sinnar að ekki
þurfi annað en óhljóðin í múlasna til binda endi
á mannslíf. Og hvar er þá tilgangurinn með
þessu öllu saman og hinn „guðlegi" vilji?
Kleist var ekki lengi í París því hann var ekki
Henriette Vogel
aðeins kominn með viðbjóð á vísindum og fræð-
um, heldur líka á hræsni og lygi í þjóðfélaginu.
Honum finnst parísarbúar ömurlegir og sest að
á lítilli eyju í Aare stöðuvatninu í Sviss. Hann
ætlar að gerast bóndi og lifa í sátt við náttúruna
en missir þolinmæðina og er kominn aftur til
Þýskalands eftir hálft ár. Og nú eru góð ráð
dýr; sannleikur vísindanna fullnægir honum y
ekki og hann er ekki efni í bónda. Hann sveifl-
ast milli vanmáttarkenndar og mikilmennsku-
æðis. Hann íhugar sjálfsmorð og ætlar að verða
nýr Shakespeare. Úr því engan öruggan sann-
leika er að finna hér á jörðu niðri liggur beinast
við að skálda hann upp. Héðan í frá verður
skáldskapurinn eina réttlæting tilverunnar.
Eftir að hafa brugðið búi í Sviss fór Kleist
með Ulrike systur sinni til Weimar og var gest-
ur hjá skáldinu Wieland í hálft ár en hrökklað-
ist þaðan því 13 ára gömul dóttir Wielands varð
veik af ást. Hann heldur til Leiprig og Dresden
og fer síðan fótgangandi með vini sínum von
Pfuel til Bern, Mílanó, Genf og Parísar. Síðan
snýr hann aftur til Þýskalands sjúkur á sál og - .
líkama. Hann fær lækningu í Mainz og flýtir
sér þaðan til Berlínar en er kominn eftir nokkra
mánuði til Königsberg sem opinber prússnesk-
ur embættismaður. Nokki'u síðar hefur hann
sagt skilið við embættismannastéttina og er
staddur á viðsjárverðum tímum í Frakklandi.
Prússnesi herinn hefur beðið ósigur íyrir herj-
um Napóleons. Kleist er handtekinn, sakaður
um að vera njósnari Prússa, og látinn dúsa í
fangelsi í hálft ár. Þegar hann er laus úr prís-
undinni fer hann slyppur og snauður til Dres-
den, býr þar um tíma, og ætlar svo að æða til
Vínar jafnvel þó hann viti að styrjöld geisar
milli AustuiTÍkismanna og Frakka. Hann er
handtekinn á vígvöllunum við Aspern og dreg-
ur upp frumsamin ættjarðarljóð þegar hann er
spurður um skilríki. Ekkert er vitað um afdrif
hans næstu mánuðina en sá kvittur breiðist út í
Berlín og Königsberg að Kleist sé látinn. Svo
skýtur hann upp kollinum í Prag og fer þaðan
til Berlínar í ársbyrjun 1810. Hann er 32 ára
gamall og dvelur í höfuðborginni þessi tæpu tvö
ár sem hann á eftir ólifuð.
I Berlín gengur Kleist í klúbb rithöfunda og
listamanna og þykir kynlegur kvistur. Hann er
búinn að semja öll leikritin sín en enginn vill
setja þau upp. Sama ár kemur út fyrra bindið af
Frásögnum (Erzáhlungen) og þar eru þekkt-
ustu sögurnar hans: Michael Kohlhaas, Das
Erdbeben in Chili, Die Marquise von O ...1 í
október kemur út fyrsta eintakið af „Berliner
Abendblátter". Blaðið var nýjung í blaðaheim-
inum, því það kom út daglega og alltaf seinni
part dags. Þetta var fjórblöðungur og birti
glóðvolgai’ lögreglufréttir, já fréttir af eldsvoð-
um, slysum, ránum, morðum og öðrum æsileg-
um atburðum í höfuðborginni. Blaðið var aug-
lýst á plakötum út um alla borg og fyrstu ein-
tökin gefin út í stórum upplögum.og dreift
ókeypis. Ailt var þétta mjög nýstárlegt enda
leið ekki á löngu þar til blaðið rokseldist. Rit-
stjóra blaðsins var hvergi getið en hann hét
Heinrich von Kleist.
KLEIST birti nokkrar sögur, rit-
gerðir og fagurfræðilegar hug-
leiðingar í blaðinu sínu og fjöl-
margar anekdótur sem eru sum-
ar hverjar hreinasta snilld. Því
miður leið ekki nema hálft ár
þangað til „Berlínska kvöldblað-
ið“ hætti að koma út. Heimilda-'
maður blaðsins hjá lögreglunni hætti störfum
og þá var ekki hægt að birta nýjustu löreglu-
fréttirnar lengur og við það fækkaði kaupend-
um jafn snögglega og þeir höfðu orðið til. Gjald-
þrot blasti við. Þar við bættist að Kleist hættir
að fá lífeyri sem hann hafði fengið eftir króka-
leiðum frá drottningunni. Hann reynir í ör-
væntingu sinni að ganga aftur í prússneska
herinn, sem liðsforingi auðvitað, en er hafnað
enda ekki í náðinni hjá hirðinni. Honum finnst
nú að sér séu allar bjargir bannaðar og að allt
hafi mistekist. Hann er misheppnað skáld og
veit ekki hvernig hann á að lifa. Loksins afræð-
ur hann að láta gamlan draum verða að veru-
leika. Hann ætlar að fremja sjálfsmorð - en
vantar einhvern til að ganga með sér í dauðann
því hann vill ekki deyja einn. Þetta er lokasen-
an í lífi hans og hún verður að heppnast. Hann
finnur unga og fallega konu í Berlín sem á vicr
þungbæran sjúkdóm að stríða. Hún heitir Hen-
riette Vogel og fer með Kleist til stöðuvatnsins
Wannsee sem er rétt fyrir utan Berlín. Það er
langt liðið á nóvember; þau gista um nóttina á
veitingahúsi, biðja um bréfsefni og Ijós upp á
herbergi um kvöldið, skrifa nokkur bréf, sofa í
sitt hvoru herberginu, eru í ljómandi skapi
morguninn eftir, fara í gönguferð í eftirmiðdag-
inn, fá þjónustustúlkuna til að bera þeim kaffi
upp á lágan hól, senda hana svo eftir skriffær-
um. Þá heyrast tvö skot; þjónustustúlkan
hleypur til baka og finnur Henriettu liggjandi á
bakinu og Kleist í hnipri við fætur hennar.
Hann hafði skotið hana í brjóstið og sjálfan sig í
munninn. - Fáeinum mánuðum áður hafði birst
í tímariti í Berlín smásagan „Trúlofun í St. Dó-
míngó" eftir Heinrich von Kleist en sagan sú
endar á því að söguhetjan skýtur sig í munninn
eftir að hafa banað barnungi'i unnustu sinni
með byssunni.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 1997 19