Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Blaðsíða 8
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands getur kallast tákn fyrir Menninguna, hugtak sem búið er að þrengja og koma út í horn. Listir eru eins og ann- að, hluti af menningunni og listmenning er hámenning þegar best lætur. Fjarstæðukennt er að skilgreina sem menningu einungis það sem gert er undir merki lista. MENNING VANDRÆÐAGANGURINN í MEÐFERÐ HUGTAKSINS EFTIR DAVID ERLINGSSON Menning er allt atferoi og laq félaqsverunnar manns- ins sem hún hefur til þesT og á því ao vera maour í samfélagi sfnu. I vaxandi mæli, og mjög ranglega, er hugtakio menning þó aoeins notað um listir. Þrjú vltni I. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagði nú á haustdögum 1997 einhvers staðar þar sem hún kom fram í oddvitahlutverki sínu, að mig minnir við ein- hvern heldur góðan atburð eins og tilkomu nýs skóla til starfa eða hverfismiðstöðvar í gagnið - og heyrðust orðin í útvarpi - á þá leið að það væri markmið með stjórn samfé- lagsmála að sem allra flestar manneskjur „fengju notið menningar". II. Björn Th. Björnsson, fróður maður um myndlist og margt fleira, málugur og orðvís oft, kom um Mkt ieyti fram í sjónvarpsauglýs- ingu um bók um alheimsmyndlistarsögu eftir Austurríkismann, Gombrich að nafni, sem kom út á íslenzku í þýðingu Halldórs Bjarnar Runólfssonar myndlistarfræðings. Björn Th. klykkir út með því að segja að bókin sé slíkt grunnrit að hún þurfi að vera til „hjá hverri fjölskyldu með menningarlegan metnað". III. Og í útvarps-samtali um þessa bók - tilkoma hennar þýddrar á móðurmálið hlýtur að vera mikil og góð frétt fyrir þjóðmenningu í fámennislandi - ræddi þýðandinn, Halldór Björn Runólfsson, um það afreksverk höfund- arins, sem er hálærður háskólavísindamaður á þessu sviði, að fara út úr hugtaka-hami stofnunarvísinda sinna og rita þannig fyrir al- menning út frá almennum hugmyndaheimi, að nálega hver maður skildi auðveldlega, jafn- vel^ „þótt hann hefði áður ekkert vit á listum". í tveimur af þessum tilvikum er orðum vik- ið beint að menningu, en i því þriðja er ákveð- in afstaða til hugtaksins einnig ískilin undir- staða þess sem sagt er. Hvað er hún eigin- lega, þessi menning? Vísindamenn fleiri en ég NÝLEGA þýdd og útgefin bók heitir Saga list- arinnar án þess að vera það nema á parti, því að Ijóst er að hún er einvörðungu um myndlist. Hvers eiga aðrar listir að gjalda? viti hafa skilgreint hugtakið á fjölmargan veg, hver eftir sinni aðfararleið. Eigi að síður mun óhætt að ætla, að flestar af þeim skilgreining- um muni í rauninni ganga upp í þeirri, sem leiðir nokkuð beint fram af almennri fræði- legri mannlífsathugun og af merkingum orðs- ins sjálfs og ættingja þess, að: menning er allt atferði og lag félagsverunnar mannsins sem hún hefur til þess og á því að vera maður í samfélagi sínu (sem einnig vísast til með þessu orði, menning), en með þessu verulagi aðskilur hún sig frá og hefur sig að eigin trú upp yfir aðra hópa og þeirra verulag, sem rík- ir fyrir utan félagsheimkynni mannsins, að áliti hans. Það dugir ekki annað en hugsa um þetta ál í allri vídd þess. Sá em lifði sjálfsögðu lífi sjálfsögðum hlutum, yrfti varla að mæla argt, og hann slyppi æntanlega við ýmsa rfiðleika sem fylgja >ví að hugsa, yfirleitt. izka má á það um vonefndar frumstæð- þjóðir, sem byggju við óbrotnar aðstæður í einangrun frá öllu því sem væri öðruvísi, að hjá þeim væri viðbúið að ekki yrði til neitt fráleyst og víðfeðmt menningarhugtak eins og þetta er. En þrátt fyrir slíkt hugtak er samt greinilegt, að hjá lengi skóluðum þjóðum eiga ekki sízt lang- skólagengnir menn í ýmsum vanda með menningarhugtakið. En úr því að sæmilegt mannlíf einkennist af meðvitaðri umhugsun um sjálfan sig og aðra, og um samfélag sitt og annarra, og um það hverja skipan við vilj- um hafa á málefnum þess samlífis, þá verð- ur ekki komizt hjá því að móta og fága hug- tök til nákvæmrar hugsunar um viðfangsefni þess. Orðið menn- ing um það að manna sig (viðleitni), að vera eins og maður skyldi (eiginleiki, ástand) og um þetta ástand séð sem staðlegt heimkynni (t.d. sem þjóðarskútuna með allri áhöfn) er í allri vídd sinni ómissandi. En vídd merkingar- innar á líklega einnig nokkra sök á því, að menn láta orðið oft aðeins taka til einhverra hluta af þessu öllu. Oft er það sjálfsagt válítið. En svo er því miður áreiðanlega ekki um orðatilvikin þrjú. Með orðum borgarstjórans var sú merking og lærdómur fljótandi í umsviði málsins, að til sé fólk sem verði engrar menningar njótandi. Að þetta sé slæmt, það segir sig þarna einnig. En sleppum þvl. Aðalatriðið er að orð borgar- stjórans koma ekki heim við hina almennu og víðu merkingu orðsins menning. Út frá henni eru þau vitleysa. En það hefur eigi að síður lengi verið algengt að viðhafa orðið menning um það sem ég hygg að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi átt við, nefnilega hámenning- arlegt starf af ýmsu tagi og afurðir þess (myndlistarsýningar, tónleikar, ballett, leik- hús, bækur, o.s.frv.). En þetta, sem við köllum stundum hámenningu og hámenningarfyrir- bæri, er í sjálfu sér ávöxtur og hluti af al- mennu menningunni, og ég hygg að það sé ákaflega skaðvæn lygi þegar t.d. útvarps- hlustendur eða blaðalesendur - sem ekki hafa hlotið menntun í textarýni né aðrar varn- ir sem að gagni mættu koma gegn sjálfsögðu hlutunum sem fljóta utan í orðum þess sagða og eru markvissari til áhrifa en þau, - fá hér að vita, að það séu þessar afurðir og ávextir sem séu menningin, og að sá sem ekki neyti þeirra sé menningarsnauður. Óbein og ótilætluð íræting af slíku tagi getur komið sér mjög illa fyrir fólk sem ekki býr yfir nægileg- um vörnum gegn slíkri lífsskoðunarvitleysu; hún brkar með þeim öflum sem stefna á af- menningu, grófsku, skrllvæðingu, - tröll- skap. Þessi algenga og meinlega einokun formæl- enda hámenningar á heildarhugtakinu má heita að verði skiljanleg ef við hugsum um hana í tengslum við sérhæfingarhyggju vís- indanna á þeirri öld raunhyggju sem ríkt hef- ur nú lengi. En það samband afsakar hana ekki. I sama ljósi ættum við að líta á það, hve rfk tilhneiging hefur verið til þess meðal þeirra, sem ástunda vísindi um bókmenntir, að fjalla um þær án þess að hafa tillit til þess að bókmenntirnar eru sprottnar upp úr áður óbókfærðum málmenntum af ýmissi grein og eiga sér þar með tilvistarheimkynni og hlut- verk í lifandi kviku þjóðlífsins, þar sem hver einasti maður á sjálfan sig að hlutdeild. Af þessari sérræktarhyggju leiðir sjónar- stað þaðan sem menn sjá bókmenntir og aðr- ar listir, svo sem myndlist, sem sérræktaðar dásemdir sem varla eigi sér rót í lífinu sjálfu, en séu hins vegar harla æskileg lífsgæði þeim sem notið fái. Það er viti firrt að vera íslend- ingur og beita, meðvitað eða óvitað, slíku við- horfi í afstöðunni til málmennta og annarra þjóðmennta. Lesandi hugsi í þessu efni til dæmis andartak til Eddukvæða eða tréskurð- arlistar. Viti firrt, meðal annars af því að þetta viðhorf miðlar þeirri afstöðu, að það sé gerlegt að vera manneskja án menningar (=hámenningar; þegar önnur er ekki til í vit- undinni). En sá sem hefur víðari og samfelld- ari menningarskilning veit, að allar eru menntirnar þáttur í og sprottnar úr Mfsbar- áttunni sjálfri, þeirri baráttu að þekkja heim sinn og sjálfan sig í honum, í þeim tilgangi sjálfsbjargarinnar að vita það sem vita þarf til þess að halda velli og eiga sér framtíðar von. Hin uppgripnu ummælin tvenn (Bjarnar Th. og Halldórs Bjarnar Runólfssonar) lúta hvor tveggja að nýju bókinni um myndlistar- sögu, og þótt það skelli ekki mjög í tönnum okkar af tali þeirra að þeir séu haldnir úrvals- hyggju-viðhorfinu, þá þarf varla að vænta annars en svo sé. Slík er öldin nálega öll. Sá er nú og andinn í titli bókarinnar á íslenzku: Saga listarinnar heitir hún, án þess að vera það nema á parti, því að Ijóst er að hún er ein- vörðungu um myndlist. Ég veit ekld til að þessi útlendi ósiður hafi fyrr verið leiddur hér í lög, að myndlist skuh heita Listin (á ensku Art, listasaga History of Art), að minnsta kosti ekki með heiti bókar. Hvers eiga aðrar listir að gjalda? Og hvað er sérgreinar-sér- drægni ef ekki þetta? Maður sem kemst að orði eins og Halldór Björn gerði í þetta skipti, talar - liggur mér við að segja - eins og hálfviti af völdum skóla, því að annaðhvort virðir hann svo, að vit á list sé eitthvað annað en skyn á list og frágreinan- legt frá því (sé þá ef til vill skólaðs manns skynjun?); - en hver maður hlýtur æ að bera nokkurt skyn á það sem hann sér; - eða hann lætur svo, blátt áfram, að ekki sé til annað vit á list en það sem kunnáttumenn kenna. Hvort sem er, nær þetta engri átt. Þegar samhengi er ekki fyllra en var í þessu kynningarsamtali fær það ekki staðizt, að einhver maður hafi ekkert vit á einhverju sem hann horfir á, því að orðið vit er víðara að merkingu en svo. Enda var þetta víst ekki endurtekið. Svona meinlegar skólavillur eiga það til að koma fyr- ir á beztu bæjum, og líklega fremur þar en á hinum bæjunum. Orð Bjarnar Th. má víst segja að hafi bergmálað eftir verðskuldan í þjóðlífinu fram undir jólaföstu. En sístæð eru þau sannindi sem borgarstjórinn hefði efa- laust viljað orða - og hefur máske orðað - að markmiðið með stjórn samfélagsmála er það að mannlíf dafni við holla og góða menningu í eðlilegri þróun, þar sem ávextir sérræktar og hámenningar þurfa að gegna eðlilegu hlut- verki í samhengi heildarinnar. Taldst þetta vel, má vænta þess að manneskjur margar bjargist sem annars yrðu heillaðar til tröll- skapar, trylltar af einhverjum þeim trölla- gangi sem æ er álengdar. Höfundur er dósent við Háskóla Islands. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 10. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.