Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Blaðsíða 19
TILBUIN EYÐILEGGING MYNDLISTARMAÐURINN Jón Óskar opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti í dag, laugardaginn 10. janúar. Á sýningunni eru málverk unnin með blandaðri tækni og grafikmyndir þar sem andlit trúðsins - Harlequin - er endur- tekið í sífellu. Myndirnar hafa gengið í gegn- um tilbúna hringrás sköpunar, eyðileggingar og viðgerða. Myndlistin sjálf er enda ekki annað en tilbúningur og Jón Óskar segir að myndefnið sé dautt, í staðinn búi táknheimur málverksins í efni þess og áferð. Á meðan á sýningu Jóns Óskars stendur þennan mánuðinn mun forstöðumaður Tate gallerís í Lundúnum, Jeremy Lewison, sækja listamanninn heim og kynna sér myndlist hans. Jón Óskar hefur verið tilnefndur til finnsku Ars Fennica-verðlaunanna og hefur Lewison yerið falið að velja verðlaunahafann í ár. Jón Óskar er annar íslendingurinn sem hlýtur þessa tilnefningu, áður hafði Sigurður Guðmundsson komið til álita, og Jón Óskar segir það nægan heiður í sjálfu sér að vera til- nefndur til jafn virtra verðlauna hver svo sem niðurstaða Lewisons verði. Andlit trúðsins hefur listamaðurinn gert að einkennismerki sínu. Hann rakst á merkið í auglýsingu spilavítis í þýsku dagblaði fyrir nokkrum árum og þótti skemmtilega ófor- skammað að taka sér merki fyrirtækisins í krafti „frelsis listamannsins". Jón Óskar segir að myndlist hans byggist alltaf á hugmyndum annarra. „Ég er ekki uppfinningamaður og skoðun mín er sú að þeir listamenn sem ganga sífellt út frá forsendum frumleikans í verkum sínum lendi í ógöngum, verkin verða uppspennt og tilgerðarleg og tapa sinni ein- lægu sköpun," segir Jón Oskar. „Væri ég boð- beri nýrrar hugsunar myndi ég kjósa mér annan miðil en málverkið." I fyrstu byggði Jón Oskar verk sín á hefð trúarmálverksins og pólitískum plakötum. „Skyldleiki þessara myndforma felst í and- legri uppljómun andlits sem horfir inn í fram- tíðina. Eg tileinkaði mér þetta í málverkum þar sem andlit fyllti út í flötinn nema hvað andlit mín voru ekki eins trúverðug og af þeim stafaði öðru fremur mannlegur breisk- leiki," segir Jón Óskar. Andlitin verða sífellt uppstilltari uns þau hverfa loks alveg fyrir nokkrum árum og við þeim taka endurteknir munsturfletir, „óáhugavert myndefni sem slíkt, án upphafs og endis, því myndefnið skiptir mig engu í sjálfu sér, - ég er fyrst og fremst að fást við miðil málverksins." Andlit trúðsins er alltaf endurtekið í sömu stærð, það eina sem breytist er rýmið umleikis. Verkin eru unnin með ýmsum iðnaðarefnum. Með grófum iðnaðarverkfærum á borð við fræsara ræðst listamaðurinn á myndflötinn og vinnur skemmdir á eigin verki. Síðan bregður hann sér í hlutverk forvarðar, sparslar og gerir við hluta skemmdanna, lætur annað standa og ver loks verMn með lakki. „Skemmdir eru vitn- isburður um umgengni tímans. Hvernig tíminn Morgunblaðið/Krístínn SÝNING Jóns Óskars í Galleríi Sævars Karls opinberar nýtt einkennismerki listamannsins, trúðinn Harlequin, hina kunnu trúðsímynd sem rekja má í gegnum evrópska sögu. vinnur á listaverkum og hvernig fita^ eftir hendur situr eftir á veggjum," segir Jón Óskar. „Skemmdirnar í verkum mínum eru tilviljun- arkenndar en eyðileggingarferlið hef ég valið áður. Efnin sem ég nota til viðgerðanna eru líka þess eðlis að ég hef ekki fullkomna stjórn á þeim, útkoma myndanna er ekM alveg undir mér komin. Ég geri verkunum upp eyðslu tím- ans í byrjun og svo verður spennandi að sjá hvað gerist í framtíðinni." Jón Óskar gældi við þá hugmynd að saga stærstu myndirnar í sundur til að koma þeim inn í sýningarsalinn, setja þær síðan saman aftur og gera við sárin. Það örlar á vonbrigðum í andliti listamannsins þegar hann segir að dyr húsins hafi reynst svo stórar að ekki hafi komið til frekari „eyðilegg- ingar" á verkunum að sinni. „Vonandi gefst mér tækifæri til þessa síðar." TONLIST Sfgildir diskar BROOKS/LINLEY/SHAW/WESLEY English Classical Violin Concertos. Fiðlu- konsertar eftir James Brooks, Thomas Linley jr., Thomas Shaw og Samuel Wesley. Elizabeth Wallfisch, fiðla; The Parley of Instruments u. stj. Peters Holmans. Hjrperion CDA66865. Upp- taka: DDD, 1/1996. Útgáfuár: 1996. Lengd: 64:05. Verð (Japis): 1.499 kr. ENDURMETNAÐUR SAGAN er ekki, eins og halda mætti, eitt- hvað sem er búið og gert og sem skráð er í eitt skipti fyrir öll. Oðru nær. Hana má end- urrita. Alltaf bætist við vitneskja, og hver kynslóð þarf að meta fortíðina upp á nýtt. Við það geta hlutföll riðlazt og viðhorf breytzt. Þannig var til skamms tíma viðtekin skoðun, að Bretar ættu engin frambærileg tónskáld í upp undir öld eftir fráfall Hándels og Arnes, enda skyggði bjarminn af vínar- klassísku og rómantísku risum Miðevrópu á flest annað. En ef marka má það útgáfuátak sem Hyperion nefnir „The English Orpheus," leynist sitthvað á safnhillum sem gæti gefið nokkuð aðra og fyllri mynd af „dauðasta tón- skeiði Bretlands" en hingað til hefur þótt góð latína. Umræddur diskur er nr. 37 í útgáfuröðinni og tekur fyrir enska fiðlukonserta frá svipuð- um tíma og þegar ljóminn af Haydn og Moz- art skein hvað skærast sunnar í álfu. Höfund- ar eru ýmist lítt kunnir eða (eins og með Brooks og Shaw) svo til með öllu óþekktir í heimalandinu, hvað þá hér um slóðir. Þeir tengjast flestir borginni Bath, sem varð heilsubótardvalarstaður heldri manna á 18. öld í líkingu við Karlsbad í Bæheimi. Frí- stundum efnamanna fylgdi þörf fyrir tónlist, enda virðist músíklífið hafa verið blómlegt í borginni, sem raunar einnig á okkar öld, líkt og Bath-tónlistarhátíðin minnir á. Það kemur á óvart hvað þessir höfundar, sumir þeirra ekki einu sinni komnir af tán- ingsaldri eins og Linley, gátu skrifað af mikilli færni og hugmyndaríki. En spilamennska POI-hópsins er að vísu líka í sérflokki, svo og einleiksfiðlarans, sem þarf víða að kljást við verulega fingurbrjóta meðan ekkert er gefið eftir í tempói, og ferst það Wallfisch oftast með miklum ágætum. Það er kostur við þessa skífu hvað flytjend- ur hafa heilbrigða afstöðu til „upphaflegrar" túlkunar, því útkoman er músíkölsk og án þeirra öfga í t.a.m. „klukkudýnamík" sem enn má stundum heyra úr herbúðum upphafs- hyggjumanna og gerir að verkum, að góðar tónsmíðar rykfalla að ósekju á hillum heimil- anna. Hér er engin slík hætta á ferð. Þetta er diskur fyrir „létta sögurúmið" í tiktúrulausum toppflutningi og með upptökugæðum sem eru líkleg til að endast manni í mörg ár. Tveir smápunktar í lokin: Fylgibassahljóð- færið er hér píanó, eins og tíðkaðist víða á jað- arsvæðum þar sem fylgibassahefðin aftan úr barokktíma entist lengur en í miðri álfu, en það heyrist fremur lítið og ætti engan að trufla. Athyglisverð er ný kenning um ein- leikskonserta sem hér má heyra í framkvæmd og sem á er minnzt í bæklingi, að algengt hafi verið í byrjun klassíska skeiðsins að takmarka hljómsveitarundirleik við „concertino"-hóp, t.d. einskipaðan strengjakvartett, þegar sólistinn lék með hljómsveitinni utan „túttí"- kafla, þ.m.t. í píanókonsertum Mozarts. Ætti það að geta breytt ímynd slíkra verka þónokkuð, ef satt reynist. FRÆGIR MARSAR Famous Marches.Ýmis tónskáld. Ýmsir fly<jend- ur. Naxos 8.553596. Upptaka: DDD. títgáfuár: 1997. Lengd: 78:47. Verð (Japis): 690 kr. „HERGÖNGULÖG" þurfa síður en svo að vera einskorðuð við hermennsku, og engin ástæða fyrir ofstækisfulla friðarsinna að hleypa hami út af því. Marsar hafa m.a.s. ver- ið dansaðir, enda ekki óalgengir í sígildum ballettum, og þaðan af síður í sígildri hljóm- sveitartónlist almennt, þar sem marsar eða marskenndir kaflar eru gjarnan notaðir til að upphefja hetjulund eða hátíðleika, jafnt í gleði og sorg, og ekki aðeins í tvískiptum, heldur stundum jafnvel í þrískiptum takti. Margir marsarnir á þessum diski yrðu auk- inheMur seint taldir sérlega herskáir í eyrum almennra hlustenda, t.a.m. marsarnir úr Kvöldlokku Dags Wiréns og Kirjálasvítu Si- beliusar, enda vakti byssugjamm og blóðfórn- ir sem slíkt síður fyrir sígildu meisturum en upphafning hugans, sem gat stundum líka verið á fisléttum nótum, eins og í Wirén-dæm- inu. Að því leyti er hér slegið á fleiri strengi en á öðrum eldri marsadiski frá Naxos, Ma- j'estíc Marches, eins og titill hans ber með sér. Helzti ókostur þessa disks er upphafsnúm- erið, Sigurmarsinn úr Aídu, sem hér er klipptur úr sínu rétta kórumhverfi (aðeins trompetkaflinn tekinn) og getur fyrir vikið varla annað en komið snubbótt út. En annars er úrvalið gott og fjölbreytnin mikil í 16 atrið- um á afar vel útilátnum distó, í allt frá góðum miðlungsflutningi og alveg upp í topp. Ríkarður Ö. Pálsson I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 1998 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.