Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Blaðsíða 9
DRAUGUR VERÐUR TIL EFTIR DAGNÝJU KRISTJÁNSDÓTTUR „Nokkur orð gf því tilefni að í greininni „Rangfærslur leioréttar; sem birtíst í Lesbók 13. des. sl. fjallar skáldio JÓN ÓSKAR um meintar rangfærslur í viotali sem ______Guðrún Egilson átti við Dagnýju í tilefni gf______ doktorsritgerð hennar. IGREININNI „Rangfærslur leiðréttar" sem birtist í LesbóMnni 13. desember s.l. fjallar skáldið Jón Óskar um meintar rangfærslur í viðtali sem Guðrún Egilson tók í tilefni af doktorsritgerð undirritaðr- ar. Jón Óskar fer víða og fer mikinn í greininni sem vonlegt er þar sem hann telur mig og póst-módernistann Kristján Kristjánsson, heimspeMng á Akureyri, hafa ráðist gegn atómskáldunum í tilraun til að- vekja upp drauga kaldastríðsins á nýjan leik. Ég ætla ekki að ræða þessar, um margt, athyglisverðu kenningar. Mig langar hins vegar til að fara nokkrum orðum um menningarumræðu eftir- stríðsáranna og heimildir mínar að því sem ég segi um hana í áðurnefndu viðtali sem er byggt á síðasta hluta bókarinnar Kona verður til. Um skáldsögur Ragnheiðar Jónsdóttur fyrir fullorðna (1996). Síðasti hluti bókarinnar heitir „Stríð eftir stríð" og þar er dregin upp mynd af umræðu og átökum í menningarlífi eftirstríðsáranna eða áratuganna 1945-1955 og 1955-1965. Ég tek það skýrt fram í inngangi þessa hluta rit- gerðarinnar að það sé alls ekki markmið hans að gera tæmandi úttekt á tímabilinu eða skrifa sögu þess. Það sem fyrir mér vakti var fyrst og fremst að leita skýringa á því hvers vegna umræðan um bækur Ragnheiðar Jónsdóttur og annarra kvenrithöfunda þagnar nánast alfarið á síðara tímabilinu. Þetta verkefni reyndist sérlega snúið því að hvernig rannsakar maður þögn- ina? Enginn er líklegur til að skrifa stefnu- skrá um að þögninni skuli beitt sem vopni? Heimildir mínar um það hvernig hugsað var og talað á tímabilinu voru greinar, ritdóm- ar og önnur prentuð ummæli manna frá um- ræddu tímabili en líka sjálfsævisögur, viðtöl og minningabækur sem skrifaðar eru seinna en segja frá eftirstríðsárunum. Það kemur flatt upp á Jón Óskar þegar ég segi að talsvert hafi verið fjallað um tilvistar- stefnu Sartre á kaffihúsum Reykjavíkur á umræddu tímabili og hann spyr: „Hvaðan hef- ur hún þetta?" Hann segir að kaffihús í Reykjavík hafi aðeins verið tvö og hann hafi sótt bæði miMð „en á hvorugum staðnum var mikið rætt um tilvistarstefnuna..." Þó að Jón Óskar hafi setið á báðum kaffi- húsunum samtímis þau tuttugu ár sem hér um ræðir er ég hrædd um að einhverjar samræður hljóti að hafa farið fram hjá hon- um. Þær Álfrún Gunnlaugsdóttir og Guðrún Helgadóttir tala báðar í viðtalsbók Matthías- ar Viðars Sæmundssonar: Stríð og söngur (1985) um bölsýni og efagirni sem sótt hafi að ungu fólki sem hékk löngum stundum á Laugavegi 11 á sjötta áratugnum og ræddi tilvistarstefnuna, Nietzsche og Sartre. I fyrsta hefti Lífs og listar, 1950, er að finna þýdda grein um tilvistarstefnu Sartre, í öðru hefti Birtings, 1955, þýða Einar Bragi og Jón Óskar vandaða grein um rómanskar sam- tímabókmenntir þar sem Sartre og Gamus eru rækilega kynntir. Það sýnir, að mínu mati, hve miðlæg tilvistarstefnan var í lífs- skilningi tímabilsins að þessi tvö metnaðar- fullu tímarit skyldu taka hana til umræðu í fyrstu heftum sínum. Og ég vil ekki skilja skýrt á milli heimspekiverka og skáldverka Sartre, Camus og Simone de Beauvoir vegna þess að það var yfirlýst stefna þeirra allra að nota skáldverk til að miðla heimspekilegum hugmyndum í aðgengilegu formi. Eg vísa til bókar minnar um það hvernig bæði konur og karlar sem aðhylltust heimspekistefnu Sar- tre fengu í kaupbæti það viðhorf til kvenna sem í þeim felst. Annað atriði í nefndu viðtali við mig vekur bæði furðu og reiði Jóns Óskars. Hann segir: „Þá er í fyrmefndri grein haft eftir Dagnýju Kristjánsdóttur um atómskáldin: „... en þau róttækustu í hópi þeirra vildu ekM einungis formbyltingu heldur hugsa allt upp á nýtt og töldu sig ekM geta stuðst við neitt úr fortíð- inni". Þetta er úr lausu lofti gripið og lýsir nokkuð furðulegri vanþekMngu." Þetta er ekM úr lausu lofti gripið og mér er það Ijúft og skylt að upplýsa lesendur Les- bókarinnar um að þessi staðhæfing mín bygg- ir á sjálfsævisögu Jóns Óskars: Borg drauma minna sem kom út árið 1977. Þar talar Jón Óskar um þá aðdáun sem Hannes Pétursson naut þegar hann kom fyrst fram en segir „Ég held allir hafí verið hrifnir af unga skáldinu nema helst ég, því ég vildi ekM á þeim tíma hafa ung skáld gamaldags. Ég var svo þreytt- ur á þessari dýrkun á stuðlum og höfuðstöfum og öllu gömlu í ljóðagerðinni, sögudýrkuninni og landslagsdýrkuninni... Við atómskáldin ortum aldrei eitt einasta ljóð um sögulegan atburð úr íslendingasögum eða mannkyns- sögunni frá liðnum öldum eða upp úr þjóðsög- um eða goðafræði eins og nítjándu aldar skáldin og aldamótaskáldin og raunar allir fyrirrennarar okkar gerðu." (Borg drauma minna, bls.52). Ef Jón Óskar hefði orðið sér úti um dokt- orsritgerð mína og lesið síðasta hlutann hefði hann séð hve stórt hlutverk bækur hans um eftirstríðsárin leika í mynd minni af þeim. Sjálfsævisögur geta verið vafasamar heimild- ir vegna þess að þær eru alltaf huglægar túlk- anir á mönnum og málefnum. Þær eru ein- lægt sjálfslýsingar og segja að minnsta kosti jafn mikið um þann sem skrifar og það sem skrifað er um þó að höfundar reyni að fela viðhorf sín undir yfirborði einhvers konar gervihlutlægni. Mér þóttu sjálfsævisögur Jóns Óskars gullvægar heimildir vegna þess að þær eru mjög huglægar og hreinsMlnar og því auðvelt að bera túlkun þeirra saman við aðrar tiltækar heimildir og draga ályktanir af mismuninum. Auk þess er þar sagt frá mörgu sem aðrir þegja um. Ef Jón Óskar er með grein sinni að lýsa þessar bækur sínar ómerk- ar - er það jsaga til næsta bæjar að mínu mati. Höfundur er bókmenntafræðingur ÞÓRHALLUR ÞÓRHALLSSON DAGRENNING SOLMYRKVI Glugginn slæst upp hyndlan ýlfrar eftir vatni. Glugginn slæst upp sennileg er hann látinn núna. Glugginn slæst upp þú horfír útí myrkrið þín bíður þungur sjór. Nærkemurþú? Þambara Langan vetur höfum við beðið. Vambara Séðíeldinum fagra, nýja veröJd. LJÓÐRÝNI UNDINA ISING Sjejeghinhvítu sakieysis-blóm blakta á trjánna beru greinum. Fögurersýn! ogfegrímiklu en græni skrúðinn, sem gefur sumar. Eruðþiðalin, alskæru blóm, á einm' nótt, og ofan stigin? Eruðþiðalin á undra-landi - íaláinsgarði eiiífs fríðar? Vitjuðuð þið vor um vetrarnótt, til þess að gleðja grátiðauga? Mætti'ykkur ekki - miðja vega - harmakvein mikið manns frá hjarta? Hærddustþiðekki andvörp þrungin, sem stigu að hásæti himna-drottins? Gátuþigstigið geiglaust niður, þangaðsembói erbúiðöilum? Þið brosið og blaktið íblænummorguns, ogvaggiðávisnum viðar-greinum. En einstöku dropar ofan hníga. - Eruþaðykkar angurs-tar? Sótin stígur frá sævar-beði ogbrosirtiiykkar, blóm alhvítu; hún sendir geish, semaðbera ykkurfrájörð upptiihimna. Vúdiegnú um vegu bláa fylgjaykkur,blóm, aðfegralandi.- En óháð er ennþá orrusta mörg, ogfjötraðirfætur ferðmjer banna. Höfundurinn er Ijóðskáld t Reykjavlk. Árið er 1884 og Undína, eða Helga Baldvinsdóttir, aðeins tuttugu og fjögurra ára gömul en hún fæddist árið 1858 á Litlu-Ásgeirsá í Viðidal en fjórtán ára kvaddi hún ættjörðina nauðug og flutti, eins og svo margir aðrir, til vesturheims. En það er óhætt að segja að hugur hennar hafi dvalið á fslandi til æviloka, með ólæknandi trega - og sá tregi er eins ríkjandi í Ijóðum hennar og dauðaþráin sem kemur fram í ísingu, Það má segja að Helga hafi verið fædd með ljóð á vörum, því hún orti frá blautu barnsbeini. Hún var enn barn að aldri þegar hún orti: Hnígursunna, ogsígw svartur skuggi á dal bjartan, fríðum ífjaHahlíðum fjóiunabærírgjóla; eftir ijett eyrum sljettum ítækur streymir lækur, ímóumMumlóum leiðist ei við sín hreiður. En þótt þungbært væri að sMljast sárnauðug við ættjörðina biðu samt Helgu Baldvinsdóttur aðrar raunir miklu þyngri. Vestra biðu hennar sömu kjör og annarra landa - þau kjör að vinna og berjast áfram. Líf hennar var hvíldarlaust strit alla ævi. Hún var rétt rúmlega tvítug þegar hún giftist Jakobi Jónatanssyni Líndal frá Miðhópi í Víðidal. Þau voru systMnabörn og höfðu orðið samferða vestur um haf. Hún lagði ofurást á mann sinn en samt varð hjónabandið ekM farsælt, þar sem hann hneigðist til ofdrykkju. Ofan á það heimilisböl bættist svo að hún þurfti að sjá á eftir börnum sínum, hverju á eftir öðru, niður í gröfina. Árið 1892 sleit Helga samvistir við mann sinn og hlaut þá að vera verulega að henni sorfið, vegna þess að almenningsálitið tók hart á hjónaskilnaði. En við bættist ofurást hennar á manni sínum, eins og kemur fram í ljóðlínunni: „Án þín að lifa er lífsbyrði þung og ljóð mitt er angistarstuna." Sum ljóða Helgu, eða Undínu, minna fremur á sendibréf en ljóð, enda eru mörg þeirra sendibréf í bundnu máli. Hún hélt uppi tíðum bréfaskriftum við ættingja heima á íslandi og vini í Kanada, en eftir skilnaðinn fluttist hún í órafjarlægð með þau tvö börn sem höfðu lifað. Hún vann fyrir sér og börnum sínum með prjónaskap, önglaði saman fyrir prjónavél og fáum árums síðar kynntist hún skagfirskum manni, Skúla Árna Stefánssyni Freeman. Þau gengu í hjónaband sem reyndist afar farsælt, bæði fyrir hana og börnin en gæfan staldraði ektó lengi við hjá henni fremur en fyrri daginn, því vorið 1904 missti hún mann sinn af slysförum. Það hljómar eins og kaldhæðni örlaganna að þessi kona sem missti stöðugt allt sem hún elskaði og ákallaði stöðugt dauðann sér til handa, skyldi lifa það að ná næstum 83 ára aldri. Þegar á þrítugsaldri yrMr hún Jjóðið Einstæðingurinn þar sem hún segir: „Heimili á jörð eg ekkert á, er eg lítt þektur vegfarandi ..." og í Ijóði sem hún nefnir Lífið segir hún: „Lífið er sorgar-kvein, lífið er ótti ... og kemst að þeirri niðurstöðu að best sé sá kominn, „sem blundar í jörðu böli og andstreymi langt sMlinnfrá ..." En þótt líf Undínu hafi verið keðja ofin úr þjáningu og sorg átti hún bærilegt ævikvöld því síðustu ellefu ár ævinnar bjó hún hjá dóttur sinni, Sophiu, og manni hennar. Þau báru hana á höndum sér, svo mjög að vakti aðdáun þeirra sem til þekktu. Eftir andbyr og hrakninga langrar ævi var nú sMp hennar loks komið í rólega höfn. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 10. JANÚAR 1998 •

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.