Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Blaðsíða 15
ÞJOPMAIAÞANKAR Upplýsinga- ofstreymi EFTIR MAGNÚS ÞORKELSSON essa dagana er ég að drukkna í upplýsingum. í seinni tíð hefur i póstkassinn fyllst af bæklingum. |Það eru bæklingar með miðum rsem rífa má úr og nota til að fá afslátt í búðum. Svo eru auglýs- ingablöð frá ýmsum samtökum, fasteignablöð, sjónvarpsvísar, myndbandablöð, bæklíngar frá stórmörkuðum og þannig má lengi telja. Það eru veltiskilti, föst skilti og ljósaskilti á hverju horni sem gera ekkert annað en að trufla mig í akstri ef ég á að reyna að fylgjast með. Eitt slíkt er ut- an við stofugluggann minn m.a. með glæsiskutlu sem segir mér að ég eigi að láta mig dreyma. Eg vil satt að segja frekar hugsa um norðurljósin en gosið sem hún auglýsir. Nýlega lenti maður í útlöndum í árekstri útaf skilti sem sýndi konu á nærfötum. Svo eru fríkort, fríðindakort, safnkort. sjón- varpskort. Þessum kortum öllum fylgja bæk- lingar með upplýsingum um hótel, bílaleigur, veitingahús og ég veit ekki hvað. Maður geng- ur varla svo í klúbb orðið að ekki eignist mað- ur snarlega bæklingahrúgu yfir verslanir og fyrirtæki sem bjóða gull og græna skóga, bara £Íég.er nú_me^ljmijri.þe.ssum b.ókajdúbbi eða hinum plötuklúbbnum. Þá eru dagblöðin full af auglýsingum, tímarit að kafna í þeim og nú síðast eru að spretta upp sjónvarpsskjáir á lykilstöðum sem velta fram auglýsingum. Internetið er að fyllast af' auglýsingum þannig að margar heimasíður eru svo þaktar af aug- lýsingum að gagnvirku undrin kafna undir þeim. Verslanir eru sífellt að lofa afslætti eða til- boðum í þessum auglýsingum sínum út á það að tilteknir miðar séu notaðir. Eitthvað kostar að framleiða þá svo að manni slæðist sá grun- ur að en einfaldara væri að lækka vöruverðið og sleppa þessum aukaverkunum. Hvað punktakerfið varðar þá er þar verið að færa út í almenna verslun nokkuð sem flugfarþegar þekkja sem afsláttarkerfi, og það með undra- skjótum hætti. Satt að segja finnst mér merki- legast hugmyndaflugið sem þar býr að baki. Eg man að í útlöndum var tíðkað hér í eina tíð að láta fólk fá afsláttarmiða - kúpóna- með því sem það verslaði og svo þegar bók hafði verið fyllt mátti skipta henni fyrir smáaura- virði af vörum í tilteknum búðum. Hér á landi birtist þetta í kortum. Ég á safnkort. Ef ég versla hjá útgefandanum þá safna ég punktum. Það borgar sig að vísu bara að kaupa olíuvörur því allt annað er það dýrt að ég kaupi það frekar í stórmarkaði. Svo á ég fríkort en nota það á annarri bensínstöð. A þeirri þriðju virkar það þannig að ef ég versla á heilu þúsundi og staðgreiði það þá fæ ég ein- hverjar krónur tilbaka því þeir láta mig fá af- sláttinn strax. Og ég sem vildi eins fá þetta beint í lægra vöruverði. Allt ber að sama brunni. Punktarnir safhast voðalega hægt saman hjá þeim sem þá selja og ég er með einhverja krónupeninga í vasanum frá hinum sem ég vildi eins sjá í lægra verði á kortanótunni minni. Og ef ég hendi kortunum þá afsala ég mér afslætti sem ég gæti kannski nýtt mér í að kaupa eitthvað smáræði ein- hverntíma. Og ég borga kostnaðinn við dæmið hvort eð er. Hver sigrar? Auglýsingastofan. Það magnaðasta er þó sjónvarpskortið. Þar hefur Stöð 2 bundist samtökum við einhverja kaupmenn um að ef ég noti þetta kort hjá þeim þá lækki áskriftin mín hjá stöðinni, jafn- vel niður í ekkert. Það sem ég skil ekki er hversvegna sjónvarpsstöðin, kortafyrirtækið og kaupmennirnir spara sér ekki markaðs- setninguna á dæminu (sem ég borga hvort sem ég er með kortið eða ekki) og lækka þannig einfaldlega áskriftina og vöruverðið beint? Svona er nú veröldin skrýtin í augum einfeldnings. Upplýsingar eru af hinu góða en það getur orðið of mikið af þeim. Og þær hljóta að kosta mig eitthvað í vöruverði því varla vinna aug- lýsingastofurnar ókeypis að þessu og eitthvað kosta auglýsingarnar sem sýndar eru í sjón- varpi, i blöðum og þar sem hægt er að koma þeim fyrir. Upplýsingar eru góðar. Við þurfum að læra að nota og vinna úr auglýsingum. Enda er markaðssálfræði og auglýsinga- mennska orðið tískufag í skólum. Líklega finna menn fyrir þörf fyrir að að læra að verj- ast auglýsingum. Mig dreymir um heim án auglýsinga. Höfundur er kennslustjóri Menntaskólans við Sund. PÁLL A HJALMSSTÖÐUM TIL VÍGLUNDAR Enn er bjart í byggðum landsins, burt er þýfíð, túnin slétt, enn er gleði æskumannsins öldum fola hleypa á sprett. Ennþá rekur kýr og kindur kátur smali heim á ból. Ennþá Glóey gullið bindur geislatraf um jökulstól. Manstu vors í dýrðardraumi daggarglit og þrastakvak, eða svani svífa afstraumi, sveigja háls með vængjablak. Manstu birkibrekku og hlíðar, búnings vors og sumar fá. Blómagrundir, grænar, fríðar glitra í vatnaspeglum blá. Manstu hraunið háa breiða, Hrúthagann ogBrúará, þar sem stríðir straumar freyða stöllum afíþrönga gjá? Manstu Höfðann hlýja fríða, Hlöðu-Rauða-Mosafell, -hettur jarls, sem hérað prýða Hagavatn ogjökulsvell? Þetta voru þekktar slóðir þínum æskudögum á. Voru okkar vinir góðir víðsýnið og fjöllin há. Víðibrekkur, vatnaniður vöktu í brjósti dulda þrá, lambajarm og lóukhður laufguð björk og fjóla smá. Þú hefur langan aldur unað út ífjarri Vesturbyggð, en þójafnan minnst og munað móðurjörð með ást og tryggð. Hvernig sem þín ferð réð falla flest að heiman vel er geymt. Hljótt til íslands heiðu fjalla hefur í vöku og svefni dreymt. Páll Guðmundsson á Hjálmsstöðum í Laugardal var landskunnur hagyrðingur ó fyrriparti aldarinnar og raunar orti hann alvarlegri og metnaðarfyllri Ijóð og birtust sum beirra í Lesbók Morgunblaðsins á fimmta áratugnum. Ljóðið sem hér birtist hefur ekki óður komið fyrir almenningssjónir, en það orti Páll til vinar síns, Viglundar Vigfússonar frá Úthlíð, sem flutt hafði til Vesturheims. Þeir Páll og Víglundur skrifuðust á ævilangt og má segja að kvæði Páls sé hliðstæða við annað þekktara kvæði eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi, þar sem Guðmundur reyndi - og með órangri - að fá vin sinn til að hætta við Ameríkuferð. Munurinn er sá að vinur Páls er fyrir löngu farinn vestur, en Páll vill minna hann á birkibrekkur og hlíðar, Hagavatn og jökulsvell, og ekki síður hitt, að „burt er þyfið, túnin slétt". EYÞOR R.AFN GISSURARSON AF KIRKJUHOLTI af kirkjuholti sjást hinir veðruðu vogar valllendi, tré og sjóbarið fjörugrjót við sjóndeildarhringinn sigla bátar með nót og sólarlagið, rauðgult, yfirþeim logar þessi hugsýn þig til sín einatt sogar þvíþú gleymir engu um föðurlandsins mót og hvort sem þér finnst hún falleg eða ljót hún freistar, seiðir, angar, heillar og togar efþú skyldir fara um veröld víða og virða fyrir þér nýjan óþekktan heim þar sem búa þjóðir með aðra siði þar sem ríkir þíða og veðurblíða ogþótt þú munir tala með erlendum hreim þá kemur þú aftur að kirkjuholtsins friði GRÆNT SJAL blæfríð kona ígrænu sjali, grasið gefur þér náttúrunnar töfrayl umvafin fossum sem falla í dulsins hyl hún færir að vitum þínum ilmvatnsglasið þú hvílir hjá henni og hlustar á lágvært masið sem heyrist er lækir renna um klettagil þú veist að hún gerir mörgum margt í vil og mætir þér með viðmótsþýtt, hlýlegt fasið þú finnur að úðinn fellur á háriðþitt fálátur vætir bæði þig og hana uns frá himni, blásvörtum, berast geislar afgreinum trjánna drýpur dögg með sitt daglega hjal sem kemst þó sjaldan í vana en hún þiggrípur, hrífur, frelsar og beislar Höfundurinn er Ijóðskáld og kennari. Ljóðin eru úr nýrri Ijóðabók, sem heitir Öldur. Útgefandi er Pjaxi ehf. ROJ.PATURSSON URLIKASUM KARL GUÐMUNDSSON ÞÝDDI að kunna að minnast kvöldanna þegar vorið kom og hafið þagði og við snerum við úti á bryggjunni og hjörtu okkar voru full af sjónleikahúsum það var útselt og engin sýning eftir miðnætti þegar þú glettist og varðst stríðin og skarst þig frá án skilyrða aUri umferðinni og batzt mig svo sárt öllu því sem gerðist kvöldin þegar vorið kom og hafið heyrði í okkur hláturinn því sjónleikahúsið átti hjörtu okkar þar sem áilt var uppselt eftir miðnætti að kunna að minnast að þú smám saman líktist veðráttunni hásu og hvunndeginum langa ogmúsikinni stríðu og erótíkinni óskiljanlegu minnast kvöldanna þegar sumarið hvarf og sjórinn kulnaði og við stóðum og störðum úti á bryggjunni og miðnæturvíman horfin úr hjörtum okkar að hafa kjark að minnast að ég hjúfraði mig að þér og fann fyrir grun afangist eins og titrandi streng miUi liðinna og ókominna daga hversu ég óttafullur elskaði þessi kvöld þegar vetur lagðist að og bylgjurnar brotnuðu og hafið sendi sitt litlausa drif gegnum þessa nótt þegar kulnað var í hjörtum okkar og í öllum sjónleikahúsum og ég óskaði að ég hefði aldrei hitt þig og stundir okkar hefðu ekki orðið að vera til neyddur að muna að blár fugl kvakar afsorg og sveimar á óskiljanleikans vindum þessi sýn er svo lifandi ogþú streymir eins ogglampi gegnum bll mín skilvit eins og tíðin þegar vorið kom oghjörtu okkarþögðu á heimshafinu full afkomandi kvöldum og ósæilegum miðnáttarleikjum. Höfundurinn er meðal þekktustu nútímaskálda Færeyinga. Þýðandinn er leikari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 1998 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.